Sveitarstjórnarmál - 2020, Qupperneq 35
SVEITARSTJÓRNARMÁL
35
AR-217:054
TÓ
FT - þarf að vernda
Asparlundur
Greni- og furulundur
Núv. sleðabrekka
ný brettabrekka
handrið - "rail"
áætluð gönguleið skv. deiliskipulagi
Núv. greni- og furulundur
Nýr gróður
ný
b
re
tta
br
ek
ka
ha
nd
rið
-
"ra
il"1:8
1:7
Nýr gróður
L A N D S L A G S A R K I T E K T A R F Í L A
LANDFORM
e
h
f AUSTURVEGI 6 800 SELFOSS sími: 482 4090 faxnr: 482 3542
netfang: landform@landform.is veffang: www.landform.is
VERKNR:
DAGS. TEIKN:
TEIKN. BREYTT:
TEIKNAÐ AF: HANNAÐ AF:
MKV: TEIKNING NR:
YFIRL. / UNDIRSKRIFT:
HEITI TEIKNINGAR:
HEITI VERKS:
Snjóbrettabrekka - DRÖG
18.11.2019gkogko
0011:750 í A3219-032
Íþróttavallarsvæði v/ Engjaveg, mót Langholti
Framkvæmda- og veitusvið
SVEITARFÉLAGIÐ ÁRBORG
hæðarlínur - 1.0 m
núv. gróður
skráðar fornminjar
rennslisstefna brekku
handrið - ,,rail" o.fl.
hindrun v/ akveg
STUTT GREINARGERÐ:
Meðfylgjandi er einföld tillaga á breyttri suðurhlið ,,Fjallsins eina" á Selfossi. Tillagan sýnir útfærslu á
tveimur brekkum fyrir snjóbretti.
Í tillögunni eru útbúnar tvær brekkur. Önnur liggur til suðurs út úr miðri suðurhlíð núverandi hóls og
sveigir til austurs, en hin liggur að nokkru leyti samhliða núverandi sleðabrekku, en sveigir svo til
vesturs og mætir þar hinni brekkunni. Á milli brekknanna er um 30m langt slétt svæði. Á, og við,
slétta svæðið verður komið fyrir útbúnaði sem bjóða upp á ýmsa fleiri möguleika á nýtingu
svæðisins. Brekkurnar hafa jafnan halla, 1:8 og 1:7. Mikilvægt er að rennslisstefna beggja brekka
beini iðkendum ekki beint að Langholti. Til viðbótar er nauðsynlegt að koma fyrir hindrunum
meðfram Langholti, svo sem háu grindverki svo að skíða- og sleðafólk renni ekki út af svæðinu.
Lagt er til að komið verði fyrir sérsmíðuðum handriðum við enda brekknanna sem bjóða uppá ýmsa
viðbótarmöguleika á nýtingu svæðisins. Vinsælt er að stökkva uppá handriðin og eins mætti útbúa
lítinn varanlegan stökkpall úr jarðvegi sem vísar niður brekkuna með aðstöðu til að æfa stökk og
annars konar skíðaloftfimi.
Snjóbrettasport felst að miklu leyti í tækni og trixum frekar en eiginlegu bruni. Þegar braut er gerð í
lítilli brekku er betra að hafa lítinn halla og bjóða frekar upp á búnað til að æfa ýmis trix og tækni.
Með slíkum búnaði ásamt stökkpalli, mætti auka gæði svæðisins til muna og auka líkur á að svæðið
verði vinsælt.
Tillagan krefst þess að nokkuð af núverandi gróðri, mestmegnis Birki, upp við suðurhlíð hólsins verði
fjarlægður en einnig má ímynda sér að hann verði einfaldlega færður innan svæðis. Til þess að
sporna gegn bruni niður brattasta hluta hlíðarinnar og til yndisauka á svæðinu er lagt til að
gróðursett verði einnig aukalega í lautina sem myndast á milli nýrra brekkna. Útfærsla á gróðri yrði í
samræmi við heildargróðurplan íþróttasvæðisins.
Tillaga að snjóbrettabrekku. mkv. 1:750
nýr gróður
AR-999:999
Tillaga að snjóbrettabrekku og endurmótun á ,,Fjallinu eina" á Selfossi
N
Kúfur í útgjöldum
Hann bendir á að tekjur sveitarfélagsins
hafa aukist talsvert með fjölgun íbúa svo
sveitarfélagið er betur en áður í stakk
búið til að takast á við kostnaðarsamar
framkvæmdir og uppbyggingu. Þessi
hraða uppbygging reyni vissulega
á fjárhag sveitarfélagsins en það sé
tímabundið ástand.
„Áætlanir okkar miða við að skuldahlutfall
Árborgar verði svipað í lok kjörtímabilsins
2022 og það var þegar núverandi
meirihluti tók við 2018. Það verður kúfur
í útgjöldum á þessu ári og því næsta en
svo hægist um og skuldahlutfallið ætti
ekki að vera hærra en um 134 prósent við
lok kjörtímabilsins ef ekkert óvænt kemur
upp á. Það var mikil vinna og vönduð
lögð í síðustu fjárhagsáætlunargerð
af hendi starfsmanna og bæjarfulltrúa
enda höfum við fengið hrós fyrir hana
hjá lánastofnunum. Við fórum líka
þá leið í stærri framkvæmdum að
skrifa inn í útboðsgögnin að greiðslur
til verktaka myndu dreifast jafnt yfir
framkvæmdatímann og fram yfir
lokaúttekt í stað þess að fylgja framvindu
verksins eins og venjulega er gert.
Þannig getum við dreift greiðslum jafnar
og yfir lengra tímabil en ella,“ segir hann.
Í Árborg standa einnig fyrir dyrum
kostnaðarsamar framkvæmdir sem eru
ekki endilega bein afleiðing af fjölgun
íbúa heldur hefði þurft að ráðast í hvort
sem var. Þegar Sveitarstjórnarmál ræddu
við Tómas Ellert var fyrirhuguð tveggja
þrepa skolphreinsistöð í umhverfismati og
athugasemdaferli sem ljúka átti 4. mars.
Skolpið hreinsað
„Skolp rennur nú óhreinsað út í Ölfusá
og við teljum að við svo búið megi ekki
standa öllu lengur. Áætlaður kostnaður
vegna hreinsistöðvar og annarra
veituframkvæmda í sveitarfélaginu
hleypur á fimm til sex milljörðum króna
svo það væri mikið hagsmunamál
fyrir okkur ef stjórnvöld sæju sér
fært að afnema virðisaukaskatt af
veituframkvæmdum eins og rætt hefur
verið um. Við höfum verið að fækka
verulega útrásum í Ölfusá á undanförnum
árum og stefnum á að sameina
þær í eina sem myndi þá tengjast
hreinsistöðinni. Við höfum jafnframt
verið að endurnýja fráveitu og aðrar
lagnir í götum en höfum hugsað okkur
að spýta í lófana þar, tvöfalda fjármagnið
og endurnýja tvær götur á ári á næstu
árum auk þess sem við erum að fara að
setja af stað vinnu við að greina ástand
fráveitu og leggja fram aðgerðaáætlun
með lausnum til úrbóta á Eyrarbakka og
Stokkseyri.
Í raun ætlum við að gera meira en að
byggja tveggja þrepa hreinsistöð á
Selfossi því við ætlum jafnframt að drepa
saurgerla í skolpinu með UV-ljósi og
þá fer ekkert í ána nema köfnunarefni
og nitur sem skaða engan, nema síður
sé. Ölfusá er gríðarlega vatnsmikil og
næringarsnauð. Meðalrennsli á sekúndu
Teikning af snjóbrettasvæði sem verið er að útbúa við íþróttasvæðið á Selfossi.