Skessuhorn - 29.01.2020, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 29. JANúAR 202018
Ný pökkunarvél fyrir Prins póló
súkkulaðikex var sett saman í Fjöl-
iðjunni á Akranesi á fimmtudaginn.
Starfsmenn Fjöliðunnar hafa í mörg
ár endurpakkað Prins pólói. Í maí á
síðasta ári, þegar bruni kom upp í
húsnæði Fjöliðjunnar, skemmdist
pökkunarvélin sem hafði verið not-
uð. En öflugir starfsmenn Fjölið-
unnar lögðu þó ekki árar í bát held-
ur hafa síðan þá handpakkað Prins
pólóinu. Nú er ný vel komin og á
aðeins eftir að tengja og svo verð-
ur hægt að byrja að nota hana til að
pakka hinu þjóðlega pólska súkk-
ulaðikexi. Um er að ræða nýrri út-
færslu af vélinni sem brann en sú
gamla var orðin tveggja áratuga
gömul.
arg
Björgunarbáturinn Björg í Rifi er á
næstu dögum á leiðinni í nýtt verk-
efni. Báturinn er búinn að liggja við
bryggju í Rifi frá síðasta hausti þeg-
ar ný Björg kom í flota Lífsbjarg-
ar. Til stóð að selja gömlu Björg-
ina, en það hefur ekki gengið eftir
og er þessa dagana unnið að því að
standsetja hana og gera klára fyrir
nýtt verkefni. Verður bátnum siglt
vestur á firði, nánar tiltekið til Flat-
eyrar þar sem hann verður bund-
inn við bryggju í vetur. Verkefni
þetta kemur til vegna þeirrar stöðu
sem upp kom eftir snjóflóðin fyrr í
mánuðinum. Enginn bátur er leng-
ur til staðar á Flateyri sem hægt er
að nota sem örugga flóttaleið ef til
þess kemur að þjóðvegurinn lokist
og rýma þurfi byggðarlagið. Vegna
þessa hefur forsætisráðherra orðið
við ósk Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar og mun styrkja félagið um
hálfa milljón króna til þessa verk-
efnis. Það eru félagar í björgunar-
sveitinni Lífsbjörgu í Snæfellsbæ
sem vinna að því að standsetja skip-
ið og munu sigla því til Flateyrar.
þa
Bókasafn Akraness hefur tekið upp
þá nýbreytni á nýju ári að opna safn-
ið klukkan 10:00 virka daga og býð-
ur þá upp á „Opnun án þjónustu“.
Klukkan 12 er safnið svo opnað
með fullri þjónustu. „Á síðasta ári
var starfsemi safnsins endurskoð-
uð og hugað að framtíð þess. Efnt
var til vinnufundar undir stjórn sér-
fræðinga frá Advanina með starfs-
fólki bókasafnsins, menningar- og
safnanefnd, forstöðumanni menn-
ingar- og safnanefndar og fulltrúum
íbúa á Akranesi. Unnið var út frá
hugmyndafræði sem nefnist Design
Thinking, en þar gegna notend-
ur lykilhlutverki, hvort sem það er
í þróun þjónustu eða innviða,“ seg-
ir Halldóra Jónsdóttir bæjarbóka-
vörður. „Eitt af því sem kom fram
á vinnufundinum með íbúum var að
safnið mætti opna fyrr að deginum
og almennt mætti afgreiðslutíminn
verða mun rýmri en hann hafði ver-
ið.“
Halldóra segir að rýmri opnun sé
ekki að öllu leyti nýlunda á Bóka-
safni Akraness, því allt frá því að
safnið tók til starfa á Dalbraut 1
árið 2009, hefur það verið opið að
morgni fyrir ýmsa hópa, svo sem
frá leikskólum bæjarins og grunn-
skólum. Foreldramorgnar eru á
fimmtudögum og greiningarfundir
Ljósmyndasafnsins eru á miðviku-
dögum.
„Með rýmri opnun bjóðum við
árrisula gesti velkomna í safnið að
skoða bækur, tímarit og dagblöð.
Fá sér kaffisopa, nota þráðlaust net,
komast í tölvu, taka bækur að láni í
sjálfsafgreiðslu og skila. Í safninu er
ein sjálfsafgreiðsluvél og einnig leit-
artölva þar sem gestir geta flett upp
safnkosti. Í lessalnum Svöfusal verð-
ur áfram opnað klukkan 8:00 virka
daga og er hann opinn til kl. 18:00.
Gengið er inn að norðanverðu. Allir
námsmenn hafa aðgang að Svöfusal
meðan safnið er opið. Auk þess geta
námsmenn sótt um aðgangskort og
haft ótakmarkað aðgengi að Svöfu-
sal. Fjöldatakmörkun er þó að þessu
aðgengi, að sögn Halldóru.
„Fyrirkomulag af þessu tagi,
Opnun án þjónustu, þekkist víða
annars staðar á Norðurlöndum og
eins hefur það reynst vel í Bóka-
safni Kópavogs, Bókasafni Mos-
fellsbæjar og Amtsbókasafninu á
Akureyri. Þessi breyting hefur þeg-
ar tekið gildi og hvet ég fólk hvatt
til að kynna sér fjölbreytta starf-
semi bókasafnsins. Verið velkomin
á Bókasafn Akraness,“ segir Hall-
dóra Jónsdóttir. mm
Miðvikudaginn 22. janúar síðastlið-
inn lagði varðskipið Þór að bryggju
í Grundarfirði til að taka olíu, sækja
vistir og hafa áhafnarskipti. Skip-
ið hafði þá verið á Vestfjörðum þar
sem snjóflóðin féllu fyrr í mán-
uðinum. Skipið hélt svo aftur til
Vestfjarða með nýja áhöfn og hlað-
ið vistum.
tfk
Íbúar á Snæfellsnesi hafa ekki farið
varhluta af gulum veðurviðvörun-
um frekar en aðrir landsmenn und-
anfarnar vikur. Margt hefur kom-
ið uppá í veðurhamnum, en sem
dæmi um það má nefna að í síðustu
viku stíflaðist rör á vegi 54 vestan
við Grundarfjörð. Flæddi vatn yfir
veginn en mikil úrkoma var þennan
dag og mjög hvasst. Þurfti að kalla
til gröfu til að fara niður í fjöru og
hreinsa frá rörinu. Í Ólafsvík losn-
aði þak af húsi sem festa þurfti nið-
ur. Bugsvatnið fyrir innan Ólafsvík
flæddi allt að því yfir veginn og því
greinilegt að vatnavextir voru mjög
miklir ásamt því að klakabunkar
flutu um.
þa
Varðskipið Þór sótti
vistir og nýja áhöfn
Unnið hörðum höndum við að handpakka Prins pólói.
Fjöliðjan fær nýja pökkunarvél
Hér er verið að koma vélinni fyrir. Ljósm. Áslaug Þorsteinsdóttir.
Fjöliðjan er komin með nýja pökkunarvél fyrir Prins póló.
Gömlu Björginni verður
siglt til Flateyrar
Festa þurfti þak á húsi í Ólafsvík.
Vetrarríki og gular viðvaranir
Svipmynd frá foreldramorgnum sem eru á fimmtudögum.
Rýmri opnun Bókasafns Akraness