Bændablaðið - 20.08.2020, Síða 4

Bændablaðið - 20.08.2020, Síða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 20204 FRÉTTIR Verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður farið af stað: Sauðfjárbú gera aðgerðaráætlun til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og binda kolefni – Verkefnið er hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda, er til fimm ára og stefnt á fjölgun búa í fleiri greinum landbúnaðar Loftslagsvænn landbúnaður er samstarfsverkefni stjórnvalda, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnað- arins (RML), Skóg ræktarinnar og Landgræðslunnar. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda frá landbúnaði og vegna landnýtingar og auka kolefn- isbindingu í jarðvegi og gróðri. Í vor voru fimmtán sauðfjárbú valin til þátttöku í verkefninu og Berglind Ósk Alfreðsdóttir, ráðu- nautur í loftslags- og umhverfis- málum, fengin til verkefnastjórn- unar. „Verkefnið er hluti af aðgerð­ aráætlun stjórnvalda í loftslags­ málum. Í verkefninu fá sauðfjárbænd­ ur heildstæða ráðgjöf og fræðslu um hvernig hægt er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu,“ segir Berglind Ósk. Gert er ráð fyrir að ávinningur­ inn af þátttöku í verkefninu verði betri og loftslagsvænni landbúnaður. Hvert bú setur sér aðgerðaráætlun Námskeiðahald vegna verkefnisins var í febrúar­ og marsmánuðum. Í kjölfar þeirra var auglýst eftir þátttöku búa en sauðfjárbú í gæða­ stýringu áttu kost á þátttöku í verkefninu. Að sögn Berglindar Óskar hófst svo verkefnið form­ lega þegar bændurnir, sem höfðu verið valdir til þátttöku, hittu ráð­ gjafa RML, Skógræktarinnar og Landgræðslunnar á vinnufundum. „Hvert bú setur sér aðgerðaáætlun í loftslagsmálum þar sem aðgerð­ irnar eru mótaðar af þátttakendum sjálfum og þeim tækifærum til loftslags vænna aðgerða sem eru hjá hverjum og einum. Aðgerðaráætlun hvers þátttökubús er lifandi skjal, þar sem skoðaðar eru sem flestar leiðir til þess að gera búrekstur og landnýtingu loftslagsvænni. Lagt er mat á fýsileika aðgerða og hversu miklum árangri þær eru líklegar til þess að skila, annars vegar í upphafi verkefnisins og svo eftir því sem því líður fram,“ segir hún. Dregið úr losun og kolefnisbinding Berglind Ósk segir að í aðgerð­ aráætlunum séu aðgerðir sem annars vegar lúta að því að dregið sé úr losun gróðurhúslofttegunda og hins vegar aðgerðir sem auka kolefn­ isbindingu. Í fyrri flokknum eru metnir möguleikar á sex aðgerðum; bætt nýting tilbúinna áburðarefna og frekari nýting lífrænna áburðarefna, möguleikar á ræktun niturbindandi jurta, minni olíunotkun, verndun jarðvegs við jarðvinnslu, endurheimt votlendis og draga úr innyflagerjun búfjár. Í þeim seinni eru metnir möguleikar til uppgræðslu, endur­ heimt skóglendis (birkiskóga og víð­ ikjarrs), skjólbeltaræktun og ræktun hagaskóga og ræktun timburskóga. Þátttakendur eru einnig hvattir til þess að hugsa út fyrir rammann og koma með nýjar hugmyndir að lofts­ lagsvænum aðgerðum, en möguleik­ arnir eru miklir, til dæmis er hægt að koma með aðgerðir sem snúa að hringrásarhagkerfinu, minni plast­ notkun og endurnýtingu. „Þessum fimmtán búum verður fylgt eftir í fimm ár, en fyrirhugað er að nýr hópur þátttakenda verði tekinn inn í verkefnið á næsta ári og von­ andi bætast þá fleiri búgreinar við. Ég hlakka til að vinna með þátttöku­ búunum í þessu verkefni. Bændurnir búa við misjafnar aðstæður og hafa þar af leiðandi mismunandi leiðir hver um sig til að ná árangri í lofts­ lagsmálum,“ segir Berglind Ósk. Þátttakendur eru bændur úr öllum landsfjórðungum þar sem fjöl breyttur búskapur er stundaður. /smh Berglind Ósk Alfreðsdóttir. Bæirnir sem taka þátt eru dreifðir um allt land. Þátttakendur á námskeiðum í Gunnarsholti. Þátttakendur á námskeiðunum á Hvanneyri. Þátttakendur á námskeiðunum á Mývatni. „Búið að stela Landgræðsluskólanum“ – segir Árni Bragason landgræðslustjóri og er mjög ósáttur við að skólinn hafi verið gerður að deild í Landbúnaðarháskólanum Um Landgræðsluskólann sem stofnað er til af frumkvæði Land- græðsl unnar var í gildi fjórhliða samn ingur á milli utanríkisráðu- neytisins, Háskóla Sameinuðu þjóð anna, Landgræðslunnar og Land búnaðar háskóla Íslands. Þar var landgræðslustjóri formaður stjórnar Landgræðsluskólans. Nú er þetta fyrirkomulag gjörbreytt og segir Árni Bragason land- græðslustjóri í samtali við Bænda - blaðið að búið sé að stela skól anum af Land græðslunni. Breytt fyrirkomulag felst í því að Landgræðslu skólinn heyri nú undir stofnun sem heitir GRÓ Þekkingar­ miðstöðvar þróunar samvinnu. Auk þess að vera eins konar regnhlíf í samstarfi við UNESCO yfir Landgræðslu­ skólanum, þá heldur GRÓ utan um Sjávar útvegsskólann, Jarðhitaskólann og Jafnréttis skólann. Landgræðsluskólinn gerður að deild í LbhÍ „Á fundi í júní tilkynnti GRÓ að það yrði samið við Landbúnaðar­ háskólann en ekki Landgræðsluna um rekstur skólans. Síðan ætti Land­ búnaðarháskólinn að leita til okkar um samning. Ég vil orða það þannig að það er búið að stela Landgræðsluskólanum frá Land græðslunni því það vorum jú við sem settum hann upphaflega af stað. Nú er búið að gera hann að deild í Land búnaðar háskólanum,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Furðulegt að sniðganga fagstofnunina „Ég var mjög ósátur við þetta og reyndi allt sem ég gat til að fá þessu breytt á þann hátt að það yrði bæði gerður samningur við Landgræðsluna og Land búnaðar háskólann. Ég get ekki neitað því að ég er verulega ósáttur við að rekt­ or LbhÍ skyldi skrifa undir þenn­ an samning og gangast undir að Landgræðsluskólinn yrði gerður að deild í Landbúnaðarháskólanum. Með þessu er búið að kasta fagstofnuninni út sem er mjög óeðlilegt í ljósi þess að starfs fólk Landgræðslunnar hefur stað­ ið fyrir um það bil 60% af kennslunni. Þá verja nemendurnir einum þriðja af sínum tíma hjá Landgræðslunni og þau námskeið sem haldin hafa verið á vegum Landgræðsluskólans erlendis, hafa nánast alfarið verið borin uppi af starfsfólki Landgræðslunnar. Það er því vægast sagt furðulegt að snið­ ganga fagstofnunina í þessu dæmi,“ segir Árni Bragason. /HKr. Árni Bragason. Höfuðstöðvar Landgræðslunnar í Gunnarsholti. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.