Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 2020 7 Nýlega hittust Guðmundur Ingi Guðbrands­ son umhverfisráðherra, Vilhjálmur Árna­ son, varaformaður Þingvallanefndar, og Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, til að opna fyrir aðgengi að nýjum útsýnispalli við Hrafnagjá í austan­ verðum þjóðgarðinum á Þingvöllum. Útsýnisstaðurinn er sérstaklega glæsileg­ ur og útsýnipallurinn veglega byggður og af honum blasir við nýtt sjónarhorn yfir sig­ dældina frá austri til vesturs. Landslag hannaði útsýnis pallinn en smíðin og fram kvæmdin var í höndum Andra Þórs Gestssonar húsasmíða­ meistara og Kolbeins Sveinbjörnssonar, vélsmíðameistara og verktaka á Heiðarási í þingvallasveit. Kostnaður við framkvæmdina var um 19 milljónir króna og er hluti af verk­ efnaáætlun um landsáætlun um uppbyggingu innviða. „Að lokinni opnun á útsýnispalli við Hrafnagjá var farið í gestastofu á Hakinu þar sem kynning verður á fyrstu hugmyndum í deiliskipulagi á mest heimsótta svæði þjóðgarðsins sem nær frá Valhallarreitnum að þjónustumiðstöð á Leirum. Meginmarkmið deiliskipulagsins er að tryggja vernd einstakrar náttúru og menningar­ minja. Stefnt er að því að draga úr umferð neðan við Almannagjá en skipuleggja megin aðkomu og bílastæði ofan við gjána og meðal annars eru komnar fram hugmyndir um nýja aðkomu að þingstaðnum forna um nýja gönguleið fram af brún Almannagjár norðan við Öxarárfoss,“ segir Einar Á.E.Sæmundsen þjóðgarðsvörður. Útsýnispallurinn er við þjóðveginn í austanverðri sigdældinni á brún Hrafnagjár, um 6 km austan við þjónustumiðstöðina og um 2 km vestan við Gjábakka. Kynningin á hugmyndum í deiliskipulagi verður svo í kjölfarið í gestastofu á Haki. /MHH LÍF&STARF Í þessum þætti, líkt og þeim síðasta, kynni ég lesendum kveðskap manns, sem ekki hefur áður átt kveðskap hér inni, allavega ekki í minni umsjá. Ármann Þorgrímsson er þó ekki að hefja sinn vísnakveðskap. Fáa trúi ég núlifandi sem lengur hafa fengist við vísnagerð, og eru svo virkir sem Ármann er enn í dag. Hann er fæddur í Garði í Núpasveit 10.01.1932 og því 88 ára orðinn. Móðir hans, Guðrún Guðmundsdóttir, var frá Garði, en faðir hans, Þorgrímur Ármannsson, frá Hraunkoti í Aðaldal. Margt hefur Ármann fengist við á langri ævi, en þekktastur þó sennilega fyrir húsgagnasmíði sem hann hóf að nema árið 1948. Fyrir þá sem ekki eru fylgjendur Ármanns á Facebook í dag má þess geta, að nánast hvern einasta dag birtir hann þar ferskeytlur sínar, forkunnar vel gerðar og oftast um skoplegar hliðar hins daglega lífs. Fyrst verður hér þó fyrir gamalt ljóðkorn sem hagyrðingurinn orti undir fágætri bragfimi: Eg hef farið oft á hausinn, óteljandi spörk í dausinn fékk ég meðan flatur lá. Fáir sýndu miskunn þá. Við banasár mér bregður ekki, býsna marga dauða þekki, flokkinn bráðum fæ að sjá, farareyri nægan á. Næstu tvær vísur sem eru samstæðar, eru ein mesta gersemi sem ég hef lengi litið, þær eru glænýjar og formálinn: „Standa á manni öll járn.“ Gefur nú á bæði borð, bragarorkan dvínar, vantar finnst mér alltaf orð í yrkingarnar mínar. Ein er báran aldrei stök, aðrar fylgja henni, er að missa áratök, aflsmunar ég kenni. Yfirskriftin að næstu vísu: „Náttúran segir stopp.“ Nú má víða neyðaróp náttúrunnar heyra. Hún sem áður okkur skóp ekki þolir meira. Ármann lítur til baka, nokkuð sáttur: Þó að fenni í flest mín spor fáa held ég saki, en áttatíu og átta vor á ég mér að baki. Í október á liðnu ári er Ármann á leið með ruslið út í tunnu: Ef að lífið einfalt væri ekki neitt í súginn færi, tapast myndu tækifæri til að græða meira fé; -tel ég þetta sannað sé. Alltaf viljum eitthvað meira, okkur stjórnar þessi veira, ásælumst við fleira og fleira frelsið til þess skelfir mig; -allir hugsa um sjálfan sig. Skiljanlega verða hinum aldna hagyrðingi skapadægrin efni til yrkinga: Örlögin ég ekki flý, efsta degi fagna, sýnist komið sé að því að söngvar mínir þagna. Í fádæma illviðrum síðasta vetrar orti Ármann: Á mér veðrið ekki hrín, einhver finnst þó leiði. Eftir páska á mig skín aftur sól í heiði. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 256MÆLT AF MUNNI FRAM Þær virðast áhyggjulausar ærnar og lömbin sem þarna eru í grösugum haga á Fjallabaksleið nyrðri. Þær virðast líka kæra sig kollótta yfir vangaveltum um hvort gestir fái að vera fleiri eða færri vegna COVID-19 þegar þær verða reknar í réttir innan skamms. Hvað gerist svo eftir að búið er að draga í dilka og hvort erlent starfsfólk skili sér í sláturhús landsmanna eins og venjulega, er síðan örugglega lítið til umræðu í þessum fjárhópi. Mynd / Guðjón Einarsson Nýr glæsilegur útsýnispallur við Hrafnagjá á Þingvöllum Klippt á borðann, Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður ásamt Guðmundi Inga umhverfisráðherra og Vilhjálmi Árnasyni, varaformanni Þingvallanefndar, og tveimur landslagsvörðum þegar nýi útsýnispallurinn var formlega vígður. Nýi útsýnispallurinn við Hrafnagjá er glæsilegur í alla staði og á örugglega eftir að vera mikið notaður næstu árin af ferðamönnum á Þingvöllum. Myndir / Þingvallaþjóðgarður Smölun og réttir, er það eitthvað ofan á brauð? Vestfirska ærin og lambið hér til hliðar virð ast álíka áhyggjulaus og kindurnar á Fjallabaksleið nyrðri um yfirvofandi smöl­ un, réttir og sláturtíð. Þarna eru mæðginin (ef rétt er kyngreint) að háma í sig þara til að krydda upp á annars tilbreytingarlítið grasið sem vex í hlíðum Spillis við utanverðan Súgandafjörð. Þau búa öllu betur en féð á Fjallabaksleið sem á enga möguleika á að næla sér í sölt og steinefni sem finna má í vestfirskum fjörum. Í Súgandafirði er stutt á milli fjalls og fjöru og því auðvelt að hafa mikla tilbreytingu í fæðuvali þegar svo ber undir og fá úrvals krydd í kroppinn. /HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.