Bændablaðið - 20.08.2020, Qupperneq 23

Bændablaðið - 20.08.2020, Qupperneq 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 2020 23 Gólfhitakerfi Ekkert brot ekkert flot • Þægilegur hiti góð hitadreifing • Hitasveiflur / Stuttur svörunartími • Aðeins 12mm þykkar hitadreifiplötur • Fljótlegt að leggja • Ekkert brot ekkert flot • Dreifiplötur límdar beint á gólfið • Gólfefni lagt beint á dreifiplötur (flísar, parket) • Hentar vel í eldra húsnæði jafnt sem ný hús og sumarhús • Flooré gólfhitakerfi er einfalt, fljótlegt og þægilegt Skemmuvegur 10 (blá gata) 200 Kópavogur Sími 567 1330 Fax 567 1345 www.hringas.is 8S NÝR Austurvegi 69 // 800 Selfoss // 480 0400 // jotunn.is // jotunn@jotunn.is LANDBÚNAÐARDEILD AFLVÉLA KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is Við bjóðum upp á allar stærðir og gerðir af Ingersoll Rand loftpressum. Mjög hljóðlátar og einfaldar í viðhaldi. Bjóðum upp á þjónustusamninga og leggjum mikla áherslu á að veita góða viðgerðar- og varahlutaþjónustu. Gerðu kröfur — hafðu samband við Gunnar í síma 590 5135 eða sendu línu á gma@klettur.is og kynntu þér þína möguleika. Loftpressur í hæsta gæðaflokki UTAN ÚR HEIMI Norsku bændasamtökin keyra um þessar mundir tvær sumar­ herferðir fyrir norska bændur sem er annars vegar Instagram­leikur þar sem bændur stilla út römmum við þjóðveginn sem á stendur Kom hit, eða Komið hingað – kveðja frá bónda. Hins vegar er herferð um að endurvinna dósir í stað þess að kasta þeim á víð og dreif sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir dýr. Landbúnaðarráðherra Nor­ egs, Olaug Bollestad kynnti endurvinnsluherferðina með forsvarsmönnum bændasamtakanna til að vekja fólk til umhugsunar að hætta að kasta rusli og dósum í vegkanta þar sem það getur hafnað í fóðri dýra. Áldósir geta orðið eins og rakvélablöð og hefur hræðilegar afleiðingar fái dýr það í fóðri. Á hverju ári skaðast dýr í Noregi vegna þessa en nóg er að pínulítill hluti af áldós lendi í maga dýrs til að valda skaða. Herferðin mun að mestu keyra á samfélagsmiðlum en einnig sem plaköt í verslunum og á ýmsum áfangastöðum. Flestir ferðast innanlands Reiknað er með að flestir Norðmenn ferðist innanlands í sumar vegna kórónuástandsins og því vilja norsku bændasamtökin minna fólk á hver það er sem heldur menningarlandslaginu opnu, bændurnir um allt land. Þess vegna var ákveðið að ráðast í Komið hingað – kveðja frá bónda­herferðina sem hefur verið vel tekið um allan Noreg. Bændur um allt land, í samvinnu við sín búnaðarfélög, hafa búið til svokallaða Instagram­ramma með skilaboðunum á þar sem fólk getur myndað sig í fallegu umhverfi og birt á Instagram. Hér mun því umhverfi bænda fá að njóta sín um leið og ferðamenn skapa minningar á ferð sinni um landið í sumar. /ehg - Bondebladet Sumarherferðir norsku bændasamtakanna vekja athygli Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Gúmmíbelti - Fyrir smágröfur Norðmenn nota flygildi til að hámarka skógræktina Norskir bændur eru umfangs­ miklir þegar kemur að skóg­ rækt og framleiðslu á timbri en undanfarin ár hafa þeir átt undir högg að sækja vegna aukinnar samkeppni á þessu sviði í heiminum. Nú hafa þar­ lendir snúið vörn í sókn með nýju þróunarverkefni, sem er samstarfsverkefni margra stofnana. Tilgangurinn er að gera norska skógrækt betur samkeppnishæfa og hefur verið stofnuð sérstök þróunarmiðstöð í þessum tilgangi sem hefur hvorki meira né minna en úr 3,3 milljörðum íslenskra króna að moða á næstu átta árum. Eitt verkefni þróunarmiðstöðvar­ innar, sem er með 22 skilgreind þró­ unarverkefni, er kallað SmartForest en það byggir á því að færa skógar­ búskap inn í nútímann með því að nýta stafræna tækni til að bæta árangurinn. Til þess að geta það hefur verið þróað flygildi sem getur aðstoðað bændur við að skoða eigin ræktun, meta hvort skógurinn sé að vaxa nógu hratt og vel og jafnvel finna svæði sem e.t.v. þurfa á sér­ stakri áburðargjöf að halda og fleira mætti nefna. /SNS-Bondebladet

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.