Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 2020 33 meistaranám í list- og verkgreinum við Háskóla Íslands í fjarnámi. „Ég ætlaði aldrei að verða leik- skólastjóri en varð það eiginlega óvart frekar snemma á starfsferl- inum, en ætlaði aldrei að vera það lengi og vildi sérhæfa mig frekar í að efla sköpunarkraftinn hjá börnunum, en var það í tæp 10 ár við Leikholt í Brautarholti. Mín sérhæfing í leik- skólanum var að efla sköpunarkraft- inn hjá börnunum. Á sama tíma og ég tók námskeiðið hjá Söru Maríu var ég í meistaranáminu þar sem ég gerði listrannsókn með fjögur nátt- úrumynstur. Þessi náttúrumerki eru meira og minna uppistaða í að skapa óð til náttúrunnar,“ segir Vilborg og bætir við: „Ég er alin upp í sveit í Flóanum og hef alltaf verið í sveit svo náttúran er mér mjög hugleikin. Ég er stöðugt að horfa í form og línur í náttúrunni. Í meistaraverkefninu gerði ég sem sagt fjögur náttúrumynstur sem voru hæðarlínur af jarlhettum, árfarveg, mosaskófir og sjónlínu apalhrauns sem kom skemmtilega út.“ Meistaraverkefnið blyantur.is Meistaraverkefni Vilborgar var heimasíðan blyantur.is þar sem hún vildi færa sérfræðiþekkingu á efnivið til myndlistar nær hinum almenna notanda, börnum, foreldrum og kennurum sem hafa ekki sérfræði- þekkingu á þessu sviði. „Mér finnst mikilvægt að efla sköpunarkraft barna og ekki að stýra þeim í því sem þau taka sér fyrir hendur í myndsköpun. Þau eru fullfær um það sjálf ef þau fá tækifæri til þess og leiðsögn í að nota verkfærin eða efniviðinn. Annað mál er að vekja áhuga, spyrja opinna spurninga sem hvetja þau til að sjá umhverfi sitt með opnum huga og gagnrýnum augum. Hér er átt við umhverfi í stærra samhengi en hið náttúru- lega umhverfi sem umlykur okkur. Í umhverfi okkar eru einnig mannfólk, dýr, hlutir, byggingar, tækni, margmið- lun, orð, hljóð, tilfinningar, hreyfing og svo mætti lengi telja.“ Margir boltar á lofti Það er ljóst að Vilborg situr sjaldan auðum höndum og er alltaf með nokkra bolta á lofti í sköpun- inni. Hún hefur meðal annars verið tilnefnd til hönnunarverðlauna á Hrafnagili með prjónavesti sem var skírskotun í íslenska þjóðbún- inginn og hefur átt uppskriftir í Prjónaperlubókunum svo fátt eitt sé nefnt. Síðan hóf hún samstarf við Katrínu Andrésdóttur, fyrrum héraðsdýralækni, fyrir þremur árum undir merkinu Móða þar sem Katrín prjónar flíkur í prjónavél og Vilborg silkiprentar á þær. „Ég má ekki drekka kaffi daginn sem ég silkiprenta á ullina eða neitt sem eykur á stressið því hún er mjög viðkvæmt efni og það er mikið áhættuatriði að prenta á hana. Sú vinna er mjög krefjandi og ég er eiginlega skíthrædd við ullina því maður getur eyðilagt peysu á auga- bragði ef ekki er rétt að staðið. Við erum að safna í sýningu núna fyrir Ullarvikuna sem verður á Þingborg í haust en þá munum við sýna 12 peysukjóla sem hafa skírskotun í gömlu mánaðarheitin svo það verður spennandi að sjá hvernig það kemur út,“ segir Vilborg og bætir við: „Við Katrín þekktumst áður en samstarfið hófst og þetta hefur verið mjög skemmtilegur tími. Hún er búin að pota mér í Þingborgarhópinn en við erum með kaffisamsæti flest fimmtudagssíðdegi og þar er 99 pró- sent hlegið allan tímann. Það er alveg rosalega gaman að vera með þessum konum og þessar stundir veita gleði og innblástur líkt og náttúran hefur allt tíð gert fyrir mig.“ Vilborg Ástráðsdóttir á Skarði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hannar föt undir merkinu Híalín þar sem hún silkiprentar á ýmiss konar fatnað. Kjólarnir eru fyrirferðarmestir í framleiðslunni hjá Vilborgu og er hver og einn þeirra einstakur. Austurvegi 69 800 Selfoss 480 0400 jotunn.is jotunn@jotunn.isLANDBÚNAÐARDEILD AFLVÉLA PRONAR PDF 340 (C) Framsláttuvél - Vinnslubreidd: 3,4m með knosara 2.575.000 án vsk. án knosara 1.997.000 án vsk. PRONAR PDT 340 Miðjuhengd sláttuvél. Vinnslubreidd: 3,4m Kr. 1.615.000 án vsk. PRONAR PDD 830 Sláttuvél (fiðrildi) Vinnslubreidd: 2x3m Kr. 3.115.000 án vsk. PRONAR PWP 530 4 stjörnu snúningsvél, lyftutengd. Vinnslubreidd: 5,3m Kr. 1.225.000 án vsk. PRONAR ZKP 420 Einnar stjörnu rakstrarvél. Lyftutengd. Vinnslubreidd: 4,0-4,5m Kr. 875.000 án vsk. PRONAR ZKP 800 Miðjuvél Vinnslubreidd: 7-8m Kr. 3.369.000 án vsk. PRONAR PWP 770 6 stjörnu snúningsvél. Vinnslubreidd: 7,7m Kr. 1.665.000 án vsk. PRONAR PDT 300 Miðjuhengd sláttuvél Vinnslubreidd: 3,0m Kr. 1.495.000 án vsk. *U pp lýs ing ar va rð an di sk ilm ála ve itt ar hj á A flv élu m . 3636 mánaðaverksmiðju ábyrgð* Alvöru heyvinnutæki Þökkum frábærar móttökur! Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta Bænda 10. september
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.