Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 202034 UTAN ÚR HEIMI Ratcliffe fær að framleiða Grenadier-útgáfu sína af hinum sögufræga Land Rover Defender Segja má að milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe, sem á drjúgan skerf af Íslandi, hafi náð undir sig hönnunarstolti Breta á dögunum. Þá tapaði Jaguar Land Rover samsteypan máli um að Ineos Group, sem er í eigu Ratcliffe, yrði meinað að koma á markað Grenadier-jeppanum í endurbættri eftirlíkingu af gamla góða Land Rover Defender. Málið er nokkuð sérstakt því þessi stolt breskra bílasmiða, bæði Jaguar og Land Rover, eru nú í eigu Tata Motors á Indlandi sem keypti Jaguar Land Rover af Ford árið 2008. Stærstu eigendur Tata Motors í dag eru um 200 stofnanafjárfestar víða um heim, bankar og sjóðir. Hönnunarréttarkröfu hafnað Fór Jaguar Land Rover fram á að fá útlitshönnun gamla Land Roversins viðurkennda af bresku hugverkastofnuninni. Við því varð ekki orðið og hafnaði dómstóll í London áfrýjunarkröfu Jaguar Land Rover. Kannski ekki skrítið þar sem ítalski bílaframleiðandinn IVECO hefur framleitt jeppa sem er mjög svipaður útlits frá 2007 undir nafninu IVECO Massive. Hann var reyndar framleiddur í samvinnu við Santana Motors á Spáni sem aftur var í nánu samstarfi við Land Rover fyrir nokkrum áratugum og hét þá Land Rover Santana, SA. Framleiddi Santana þá m.a. endurskapaðan 5 dyra Land Rover undir heitinu Santana PS- 10. Samstarfi Santana og Land Rover var slitið árið 1983. Framleiðslu á Landrover Defender með gamla laginu var hætt 2016 Framleiðslu á Land Rover með gamla útlitinu var hætt er síðasti bíllinn rann af færibandinu í Solihull í Bretlandi 29. janúar 2016. Þá var búið að framleiða um tvær milljónir eintaka af bílnum sem byggði í megindráttum á þessum sama útlitsgrunni sem kom á markað 1948 undir heitinu Land Rover HUE 166. Grenadier á að koma á markað á næsta ári Ratcliffe getur því ótrauður haldið áfram við að koma Grenadier í fram- leiðslu. Segja má að búið sé að poppa talsvert upp gamla Land Rover útlitið, en meiningin er að hann verði öflugur torfærujeppi til að takast á við allar erfiðustu aðstæður. Fyrirtæki hans, Ineos, sagði í yfirlýsingu að ætlunin væri að koma jeppanum á markað 2021. Upphaflega var hugmyndin að smíða bílinn að hluta í nýrri verk- smiðju í Bridgend í Wales og grindina í verksmiðju í Portúgal. Ineos er einnig sagt hafa verið í samninga- viðræðum um að kaupa verksmiðju Daimler í Hambach í Frakklandi til að framleiða bílinn. Ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum. /HKr. Hönnun Grenadier-jeppans er sótt í gamla góða Landrover Defender. Grenadier er í eigu Ineos Group, sem miljarðamæringurinn Jim Ratcliffe er aðaleigandi að. Ráðgert var að hefja framleiðslu á jeppanum fyrir almennnan markað á næsta ári, en óvissa um endanlegan framleiðslustað og heimsfaraldur vegna COVID-19 gætu þó mögulega sett þær áætlanir í uppnám, eða kannski að Ratcliff birtist bara á honum í laxveiði í Vopnafirði næsta sumar. Fyrsta útgáfan af Land Rover frá 1948 sem var með framleiðsluheitið HUE 166. Síðasti Land Rover defender-jeppinn rennur af framleiðslulínunni í Solihull í Bretlandi 29. janúar 2016. Framleiðsluheitið á honum var HI66 HUE. Spænska útgáfan af Land Rover Defender sem framleidd var af Land Rover Santana, SA. á Spáni fram til 1983. Ítalska útgáfan af Land Rover Defender sem framleidd var af IVECO í sam- starfi við Santana á Spáni. Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Öflugar rafstöðvar Hjá Dynjanda færðu öflugar rafstöðvar, í mismunandi stærðum og gerðum sem henta fyrir margskonar aðstæður. Við veitum þér faglega aðstoð. Hafðu samband.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.