Bændablaðið - 20.08.2020, Side 39

Bændablaðið - 20.08.2020, Side 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 2020 39 góð reynsla á nýtingu þeirra bæði í matargerð og sem lækningatæki. Formæður okkar vissu til dæmis að söl gátu komið í veg fyrir og læknað skyrbjúg. Á undanförnum árum hefur athygli vísindamanna í síaukn- um mæli beinst að nýtingu þör- unga, bæði hérlendis og erlendis. Ole G. Mouritsen, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, hefur til dæmis rannsakað margar af þeim matþörungategundum sem vaxa við Ísland með tilliti til neysluör- yggis og jákvæðra áhrifa og svo sannarlega unnið brautryðjenda- starf í því að kynna matþörunga fyrir Norðurlandabúum. Áhugi vís- indamanna á lífvirkum efnum sem finna má í þörungum hefur einnig aukist gríðarlega og þá í sambandi við nýtingu í bætiefna-, snyrtivöru- og lyfjaiðnaði. Þar má til að mynda nefna efni eins og astaxanthin, sem er kraftmesta andoxunarefni sem fundist hefur í náttúrunni, og fucoi- dan, sem finna má í bæði þangi og þara, og hefur sýnt fjölbreytta líf- virkni meðal annars í blóðstorknun, á veirur, æxli og bólgur auk andox- unarvirkni.“ Umami-keimurinn sóttur í þörungana Japanir eru þekktir af nýtingu þör- unga til matargerðar og nota tegund- ina kombu, til að mynda til að ná fram tilteknum keimi í núðlurétti sína – auk þess sem þörungar þar eru notaðir sem þykkingar- efni. Eydís segir að hross- þarann sé hægt að nota á sama hátt. „Eins er hægt að nota marinkjarna á sama hátt og Japanir nota wakame – til dæmis í súpur og salöt. Þararnir eru allir ríkir af náttúrulegum glútamötum sem gefur þetta djúpa umami-bragð sem algengt er að finna í austurlenskum mat. MSG, eða monosodiumgluta- mate, er í rauninni ódýra, mann- smíðaða útgáfan af glútamötum úr þörungum. Í uppskriftum bók- arinnar er Hinrik mikið að leika sér einmitt með að draga fram umami-bragðið úr þörungunum og búa til sannkallaðar bragðefna- bombur. Fjöruþörungar sem unnir eru á Vesturlöndum, þar á meðal á Íslandi, eru að mestu nýtt- ir í framleiðslu þykkingarefna. Brúnþörungar innihalda flestir mikið magn alginata sem er þykk- ingarefni sem notað er í ýmiss konar iðnað, meðal annars matvælaiðnað. Fjörugrös og sjóarkræða voru nýtt hér á landi um aldir meðal annars til að þykkja grauta. Þegar þau eru soðin, t.d. í mjólk, losnar karragenan úr þörungnum og mjólkin þykkist í graut. Þykkingarefnin karragenan og agar er að finna í mörgum rauð- þörungum.“ Engin hætta á mistökum í fjöruferðum „Það frábæra við fjöruþörunga er að það „má“ borða þá alla saman. Það eru engir eitraðir fjöruþörungar við Ísland, en þeir eru ekki allir jafn bragðgóðir eða skemmtilegir undir tönn. Í bókinni er ég búin að kortleggja vaxtarsvæði þær átta tegundir sem okkur Hinriki finnst mest spennandi að nýta í matargerð, eru auðfundnir og auðvelt er að nýta á sjálfbæran hátt. Það eru söl, purp- urahimna, sjávartruffla (þangskegg), fjörugrös, beltisþari. marinkjarni, hrossaþari og dvergþang. Þessar tegundir vaxa mishátt í fjörunni og því þarf að nýta stórstraumsfjöru til að komast í þarana, sölina og fjöru- grösin. Sjávartrufflan vex um miðbik fjörunnar á klóþangi og dvergþangið alveg efst og því auðveldara að nálg- ast þær tegundir og ekki þarf að gæta jafn mikið að sjávarföllunum þegar á að næla sér í þær,“ segir Eydís um það hvort eitthvað þurfi að varast í fjöruferðum eftir þörungum. „Í bókinni er að finna mjög góðar leiðbeiningar um hvern- ig best er að nýta þörunga á öruggan og sjálfbæran hátt og á hvaða árstíma best er að nýta mismunandi tegundir. Ef tína á tegundir sem vaxa neðst í fjör- unni, eins og til dæmis söl eða þara, þarf að byrja á að skoða flóðatöflu og finna hentugan dag þegar stórstreymt er og finna út klukkan hvað mesta fjaran er svo þörungarnir séu ekki undir vatni. Það er passlegt að halda í fjöruna um það bil klukkustund áður en mesta fjaran er og svo passa að festast ekki á flæðiskeri þegar fellur aftur að. Ég reyni að finna aðgengilegar fjörur sem eru tiltölulega auðveldar yfirferðar þegar ég skipulegg fjöruferðir. Það er góð regla að forðast það að stíga ofan á þang- vaxna steina, það er betra að skorða fótinn vel á milli þeirra til að tryggja góða fótfestu. Ég legg einnig mikla áherslu á að gæta að sjálfbærri nýtingu. Það er mikilvægt að skera þal þörungs- ins, sem er líkami hans, af fyrir ofan festuna. Sé festan skilin eftir getur þörungurinn vaxið up p aftur og þá er hægt að koma aftur ár eftir ár á sama svæðið til að tína. Það er mjög auðvelt að gleyma sér og tína meira magn en maður kemst yfir og því mikilvægt að reyna að hafa stjórn á sér og sýna nægjusemi í tínslunni.“ Sjávartrufflan í uppáhaldi Sjávartrufflan, eða þangskeggið, hefur notið vinsælda á mörgum virtum veitingastöðum á undan- förnum árum vegna þess hversu keimlík hún er hinni eftirsóttu trufflu, sem er tiltekin jarðsveppa- tegund og vex óvíða – til dæmis ekki hér á Íslandi. „Sjávartrufflan er í uppáhaldi hjá mér þessa dag- ana. Það þarf í rauninni ekki að gera neitt sérstakt við hana til að ná fram trufflu-bragðinu. Mér finnst trufflu- keimurinn í raun sterkastur af henni ferskri, niðri í fjöru. En til að geyma hana til að nota í eldhúsinu er best að skola hana vel til að losna við ásætur og loftþurrka, annaðhvort á handklæði eða við lægsta hita í blástursofni. Mikið er af ásætum á henni á haustin og því best að tína hana á vorin. Þurrkuð geymist sjáv- artrufflan árum saman og bragðið endist mjög vel. Það sem mér hefur reynst best, til að bragðið skili sér sem best í matinn, er að setja sjáv- artruffluna ekki út í matinn meðan á eldun stendur, heldur krydda mat- inn með henni eftir eldun. Þá kemur trufflubragðið sterkast fram,“ segir Eydís. „Ég held persónulega mest upp á gömlu góðu sólþurrkunina, við verkun á þörungunum. Mér finnst sólþurrkuð söl til dæmis vera bragð- betri en þau sem ég þurrka inni. Ég á til að mynda ekki þurrkofn, en ég veit að Hinrik notar þá mikið. Ég þurrka eingöngu innandyra þegar rakt er í veðri. Einu mistök- in í þurrkun sem ég hef gert er að prófa að þurrka á gólfhita. Bæði söl og þari soðna ef þau eru lögð til þurrkunar á gólfhita. Þurrktíminn fer eftir þykkt þörungsins og loftraka. Sjávartrufflan er til dæmis þunn og þráðlaga og þornar á eldhúsborðinu yfir nótt. Hrossaþari og beltisþari, sem báðir eru stórgerðir og tiltölu- lega þykkir, geta tekið nokkra daga. Þegar ég sólþurrka söl og veðrið er ákjósanlegast, tekur það yfirleitt um tvo daga, en ég tek sölina inn fyrir kvöldið svo dögg falli ekki á hana, og legg hana aftur út seinni daginn,“ segir Eydís að lokum. Matreiðslumeistarinn Hinrik Carl við gnægtir fjöruborðsins. Sími: 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is 41,9% fólks á landsbyggðinni les Bændablaðið 21,9% 41,9% á landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðinu 29,2% landsmanna lesa Bændablaðið Lestur Bændablaðsins: BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI Heimild: Prentmiðlakönnun Gallup, okt.-des. 2019. Aldur 12-80 ára. Hvar auglýsir þú? Smiðjuveg 12 - græn gata 200 Kópavogi Sími 517-7718 www.topplausnir.is Gerð:1339. HA 133015: 303x150x35cm 1.300 kg á einum öxli. Verð kr. 475.000 m/vsk og skráningu. Gerð: 2326 .HA 203015:303x150x35cm 2.000 kg á tveimur öxlum. Verð kr. 555.000 m/vsk og skráningu. Gerð: 2331. HA 253015: 303x150x35cm 2.500 kg á tveimur öxlum. Verð kr. 590.000 m/vsk og skráningu. Gerð: 2605. HT 203116: 310x165x30 cm 2.000 kg á tveimur öxlum. Verð kr. 640.000 m/vsk og skráningu. Gerð: 2632 . HT 254118: 410x185x35 cm. 2.500 kg á tveimur öxlum. Verð kr. 795.000 m/vsk og skráningu. Humbaur kerrur eru til afgreiðslu núna! Stærsti kerruframleiðandi Þýskalands

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.