Bændablaðið - 20.08.2020, Side 48

Bændablaðið - 20.08.2020, Side 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. ágúst 202048 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Brynjar og Guðný eru bæði úr Hvalfjarðarsveit en keyptu Bálka­ staði 1 í lok árs 2018 og tóku þá við búskapnum þar. Býli: Staðarhreppur (hinn forni) í Hrúta firði í Húnaþingi vestra. Staðsett í sveit: Staðarhreppur (hinn forni) í Hrútafirði í Húnaþingi vestra. Ábúendur: Brynjar Ottesen og Guðný Kristín Guðnadóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum 6 manna fjölskylda sem búum hérna, Brynjar og Guðný og börnin okkar, Arnfinnur Guðni, 14 ára, Samúel Kári, 11 ára, Þórður Ármann, 7 ára og Bryndís Jóna, 5 ára og hundurinn okkar hún Táta. Stærð jarðar? Eitthvað um 600 ha. Gerð bús? Sauðfjárbú og eitthvað af hestum fjölskyldunni til skemmtunar og notkunar í smalamennskum. Fjöldi búfjár og tegundir? 570 fjár á vetrarfóðrun og 15 hross. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Á venjulegum degi fer Guðný til vinnu á Hvammstanga og börnin til skóla. Brynjar sér um dagleg störf á búinu sem eru mismunandi eftir árstíma. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er ekkert leiðin- legt en auðvitað eru verkin mis- skemmtileg. Það sem okkur þykir síst er að moka skít og skafa grind- ur. Ætli þau skemmtilegustu séu ekki sauðburður, smalamennskur og annað fjárrag á haustin þegar við sjáum afraksturinn. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðum hætti. Hvar teljið þið að helstu tæki­ færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Að efla íslenska fram- leiðslu og að lögð sé áhersla á hreinar afurðir. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur, egg og bjór. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Kjöt í karrí og kjötsúpa tróna saman á toppnum hjá fjölskyldunni. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það var 8. desem- ber 2018 þegar við pökkuðum búslóðinni okkar niður með mik- illi og góðri hjálp frá ættingjum og vinum. Keyrðum norður fyrir heiði og fyrri ábúendur keyrðu úr hlaði með búslóðina sína. Við fluttum inn þann dag og gáfum fyrstu gjöfina í fjárhúsunum þá um kvöldið. Núðlu- og kúrbítspitsur – og haustsalat Það lítur út eins og pitsa, lyktar eins og pitsa, það bragðast jafnvel svolítið eins og pitsa, en það er ekki pitsa. Að minnsta kosti ekki að því leyti ef pitsur eru skilgreindar af brauðskorpunni. Stökk núðlupitsa Hráefni › 2 pakkar skyndinúðlur › 1 flaska eða dós pitsusósa › 200 g ostur › 50 g parmesan-ostur › Álegg að eigin vali › Kryddjurtir eftir smekk Aðferð Þetta byrjar allt með vel heitri steypu- járnspönnu. Tvær matskeiðar af ólífuolíu á pönnuna og svo bætt við tveimur (forsoðnum) pökkum af soðnum ramen-núðlum og þeim þrýst niður í jafnt lag. Hugmyndin er að búa til pönnuköku af núðlum, svo það er mikilvægt að þrýsta þétt niður og spara sér tímann við að laga pitsubotn með tilheyrandi vinnu og hveiti út um allt eldhús. Þunnt lag af rifnum osti verndar núðlurnar en bætir einnig smá fitu og bragði sem seytlar niður þegar þær bakast. Næst á eftir, sósa og meiri ostur. Ég notaði pepperoni og parmesan sem álegg. Pitsan fer í 250 gráðu heitan ofn þar til hún er brúnuð og stökk. Það tekur um það bil 20 mínútur. Þegar þetta kemur úr ofninum, verið tilbúin með meiri parmesan-ost til að rífa yfir. Þetta mun líta út eins og pitsa. Best er að losa hana varlega með þunnum málmspaða og renna henni út á disk. Skreytt að eigin vali, skemmtileg til- raun og tilbreyting. Kúrbíts-pitsubotn án hveitis og kolvetnis Kúrbítur er gott hráefni í stökka og góða pitsuskorpu – og eftirsóknarverður eftir vinsældir blómkálsbotnsins fyrir nokkrum árum. Hafðu pitsuna þína bragðgóða og mataræðið hreint. Hráefni › Þrír miðlungsstórir kúrbítar – oft kallaður zucchini – eða um það bil fjórir bollar rifinn kúrbítur › 1 stórt egg › 2 hvítlauksrif, söxuð › 1/2 tsk. þurrkað oregano › 1 poki rifinn mozzarella › ½ biti rifinn parmesan › 50 g maíssterkja › salt › Nýmalaður svartur pipar › ¼ flaska pitsusósa › 1/4 pakki pepperoni › Ferskt salat og kryddjurtir eftir smekk › Rauðar chili-flögur til að skreyta og fá smá auka hita › Fersk basilika (valkvætt) Aðferð Hitið ofninn í 220 gráður og setjið smjörpappír á bökunarplötu. Rífið kúrbít með rifjárni eða í matvinnslu- vél. Notið ostadúk eða þvottahand- klæði til að vinda umfram raka úr kúrbítnum. Setjið kúrbít í stóra skál með eggi, hvítlauk, oregano. Blandið saman við einn bolla mozzarella, parmesan og maíssterkju. Kryddið með salti og pipar. Hrærið þar til þessu er alveg blandað saman. Flytjið þetta „deig“ yfir á tilbúna bökunarplötu og klappið í skorpu með höndunum. Bakið þar til botninn er gullinn og þurr viðkomu, í um 25 mínútur. Dreifið pitsusósu yfir botninn og toppið síðan með mozzarella og pepperoni. Bakið þar til osturinn er bráðinn og skorpan orðin stökk, í um það bil 10 mínútur í viðbót. Skreytið með rauðum chili-flögum og basiliku. Haustsalat Nú styttist í uppskeru og hægt að skera flest grænmeti með rifjárni. Hráefni › 1/2 haus, rauðkál - rifinn eða saxaður › 4 gulrætur - skornar fínt › 3 msk. eplaedik › 2 msk. jómfrúar ólífuolía › 1 msk. hunang › Krydd eftir smekk › Salt og/eða pipar › Valfrjálst er að nota þurrkaða ávexti, fræ, saxaðar hnetur, vorlauk eða rauðlauk Aðferð Í stórri skál er blandað saman káli og gulrótunum. Næst, í lítilli eða miðlungsstórri blöndunarskál, þeytið saman ediki, ólífuolíu, hunangi og kryddi. Setjið helminginn af kálinu og gulrótunum í skálina. Blandið restinni af kálinu og gulrótunum út í blönduna á meðan hrært er. Geymið í kæli í að minnsta kosti klukkustund. Þegar þið eruð tilbúin að bera þetta fram skal toppa salatið með því sem óskað er, eins og hnetur eða fræ, og bera fram. Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari Haustsalat. Bálkastaðir 1

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.