Morgunblaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 1
Klára samninga við kröfuhafa
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Samningaviðræður Icelandair við
helstu hagaðila sína eru vel á veg
komnar og hefur félagið nú undirritað
samninga við flesta kröfuhafa og náð
samkomulagi í meginatriðum við þá
sem eftir eru. Þetta kemur fram í til-
kynningu frá Icelandair Group um
stöðu fjárhagslegrar endurskipulagn-
ingar félagsins.
Í tilkynningunni segist félagið gera
ráð fyrir því að þeir samningar sem
eftir eru verði undirritaðir í næstu
viku. Samningarnir eru háðir því að
félagið nái markmiðum sínum um öfl-
un nýs hlutafjár og geri samning um
lánalínu með ríkisábyrgð.
„Samningaviðræður við kröfuhafa
hafa miðað að því að laga afborganir
að væntu sjóðstreymi frá rekstri.
Þessir samningar tryggja nauðsyn-
legan sveigjanleika til að geta byggt
starfsemi félagsins upp hratt og
örugglega á ný þegar markaðir opn-
ast og eftirspurn fer að aukast,“ segir
í tilkynningunni.
Viðræður um útfærslu á láni með
ríkisábyrgð eru sagðar langt komnar
en íslensk stjórnvöld, Landsbankinn
og Íslandsbanki hafa komið að við-
ræðunum.
„Eins og fram hefur komið verður
lánafyrirgreiðsla stjórnvalda meðal
annars háð því að félagið nái mark-
miðum sínum um öflun nýs hlutafjár.
Þá eru samningaviðræður við Boeing
vel á veg komnar en viðræðurnar snú-
ast um frekari bætur vegna kyrrsetn-
ingar MAX-vélanna og að breytingar
verði gerðar á áætlun um framtíðar-
afhendingu MAX-flugvéla,“ segir í
fyrrnefndri tilkynningu.
Icelandair hefur nú þegar undirrit-
að nýja langtímasamninga við stéttar-
félög flugmanna, flugfreyja og flug-
þjóna og flugvirkja. Í tilkynningu
félagsins segir að þeir samningar
muni auka sveigjanleika og sam-
keppnishæfni félagsins til lengri tíma.
Útboðinu á að ljúka í ágúst
Gert er ráð fyrir að hlutafjárútboði
Icelandair muni ljúka í ágúst en sam-
komulag við helstu hagaðila félagsins
er forsenda þess að Icelandair geti
hafið fyrirhugað hlutafjárútboð og
lokið við fjárhagslega endurskipu-
lagningu félagsins.
„Þegar allir samningar liggja fyrir
mun félagið birta fjárfestakynningu
með ítarlegum upplýsingum fyrir
fjárfesta og þátttakendur í fyrirhug-
uðu hlutafjárútboði. Í kjölfarið verður
skráningarlýsing birt en gert er ráð
fyrir að hlutafjárútboði muni ljúka í
ágúst. Upplýsingar um fjölda útgef-
inna hluta og gengi verða birtar um
leið og ákvörðun stjórnar félagsins
um þau atriði liggur fyrir,“ segir í til-
kynningunni.
Ekki náðist í Boga Nils Bogason,
forstjóra Icelandair, við vinnslu frétt-
arinnar í gærkvöldi.
Samningar Icelandair við helstu
hagaðila þegar undirritaðir og verða
fleiri undirritaðir í næstu viku
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vélar Icelandair færist með samningum við kröfuhafa einu skrefi nær fyrirhuguðu hlutafjárútboði og þannig skrefi
nær láni með ríkisábyrgð. Slíkt lán er háð því að Icelandair nái að afla nýs hlutafjár eins og áður hefur komið fram.
MHafa fært til flugferðir » 2
Viðræður um lán með ríkis-
ábyrgð vel á veg komnar en lánið er
háð skilyrði um öflun nýs hlutafjár
Samningaviðræður við Boeing
um bætur vegna kyrrsetningar
MAX-vélanna langt komnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Katrín Ríkisstjórnin siglir brátt inn
í síðasta vetur kjörtímabils síns.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra segist einkum hafa hugsað um
það við myndun ríkisstjórnarinnar
árið 2017 að verulegt ákall almenn-
ings hafi verið eftir stöðugleika í
stjórnarfari, sem stjórnmálamenn
urðu að svara.
„Til þess að ná því fram, þá þurft-
um við, sem að stjórninni stóðum, að
hafa trú á því að við gætum leyst mál-
in við ríkisstjórnarborðið með fólkinu
sem við vorum að vinna með, með öll-
um þess kostum og göllum,“ segir
Katrín í viðtali við sunnudagsblað
Morgunblaðsins. „Núna erum við að
sigla inn í síðasta vetur kjörtímabils-
ins og ég tel að okkur hafi auðnast að
ná fram meginmarkmiði okkar um
stöðugleika í stjórnarfari. Eins horfi
ég á þau stefnumál, sem við höfum
lagt mesta áherslu á, og get ekki verið
annað en ánægð með árangurinn.
Loks má nefna að ríkisstjórnin þurfti
fyrirvaralaust að takast á við tröll-
aukið og algerlega óvænt verkefni, en
ég er ekki í nokkrum vafa um að þá
kom sér vel að við höfðum vandað til
verka við ríkisstjórnarmyndunina og
náð saman sem manneskjur.“
Katrín segir að endurreisn efna-
hags þjóðarinnar verði helsta verk-
efni stjórnvalda á næstu misserum.
„Ég tel að okkur hafi tekist vel upp
við að verja viðkvæmt atvinnulíf þeg-
ar faraldurinn gekk yfir í vor og um
leið að afstýra viðvarandi fjölda-
atvinnuleysi. Við höfum kynnt fjöl-
þættar aðgerðir í framhaldinu og þær
verða vafalaust fleiri.
En það þýðir ekki að allt annað sitji
á hakanum. Við munum að sjálfsögðu
áfram sinna öðrum verkefnum ríkis-
stjórnarinnar áfram og þar á meðal
þeim málum, sem við settum á oddinn
í málefnasamningnum.“
Ákall eftir stöðugleika
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist telja að ríkisstjórnin hafi náð mark-
miði sínu um stöðugleika í stjórnarfari Efnahagsendurreisn helsta verkefnið nú
Efnahags-endurreisnefst á blaði
Trúum ogtreystum
Katrín Jakobsdóttir segir að ríkisstjórnarsamstarfið
hafi gengið vel þótt stundum hafi kastast í kekki.
Stjórninni hafi tekist vel upp við meginverkefni sitt
að koma á stöðugleika í stjórnarfari og h
áherslum í framkvæmdhrif ð
2. ÁGÚST 2020SUNNUDAGUR
Kom inn áréttum tíma
Mæti
alltaf
glaður
Grétar Baldursson flyturleðurverslunina Kóstil Grindavíkur. 14
Gunnar Malmquist er meðnýjustu tískuna í rakara-heiminum á hreinu. 18
Sigga Klingspáir í spilinfyrir ágúst-mánuð. 8
L A U G A R D A G U R 1. Á G Ú S T 2 0 2 0
Stofnað 1913 180. tölublað 108. árgangur
útsala
27.07 – 16.08
sjáðu
öll tilboðin
á elko.is
OFHLEÐUR SIG
DÁLÍTIÐ AF
VERKEFNUM
MEGA VEIÐA
ÁN ÞESS AÐ GREIÐA
FROSTASTAÐAVATN 16FJAÐRAFOK FRUMSÝNT 42
Sigurður G. Guðjónsson hæsta-
réttarlögmaður segir félagið
Íþöku hafa sem leigusali viljað
ganga að ábyrgð Íslandsbanka á
leigugreiðslum Íslandshótela
vegna hótels í Katrínartúni. Það
er stærsta hótel landsins.
Sigurður segir vígstöðu fyrir-
tækja í skuldavanda hafa styrkst
mikið með nýrri lagasetningu.
„Eftir hrunið 2008 var meira
hugað að lagasetningu til hags-
bóta fyrir kröfuhafa og þeim
gert auðvelt að knýja skuldara í
þrot. Þannig gat lánardrottinn
komið fram gjaldþroti ef skuldari
lýsti því ekki formlega yfir að
hann gæti greitt skuld sína við
viðkomandi lánardrottin þegar
hún félli í gjalddaga, eða innan
skamms tíma, ef hún var þegar
fallin í gjalddaga,“ segir Sig-
urður. »6
Skuldarar í betri
stöðu en eftir hrun