Morgunblaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2020 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Hún var skammlíf, grímuskyldan í strætisvögnum á höfuðborgarsvæð- inu, í það minnsta ef marka má nýj- ustu tilkynningar byggðasamlags- ins Strætó. Tilkynnt var í fyrradag, að loknum blaðamannafundi al- mannavarna og ráðherra rík- isstjórnarinnar, að farþegum í Strætó bæri að nota grímu um borð í öllum vögnum. Eftir samráð almannavarna og forsvarsmanna Strætó var hins vegar tilkynnt í gær að grímu- skyldan hefði verið afnumin á ferð- um innanbæjar, þar sem ferðir eru það stuttar að ekki er talin hætta á að farþegar séu berskjaldaðir fyrir veirunni meðan á ferðalagi stend- ur. Eftir sem áður er þó krafa um grímunotkun í lengri ferðum, svo sem í flugvallarstrætó og lands- byggðarvögnum. Upplýsingafulltrúi Strætó harm- ar það samskiptaleysi sem verið hefur milli almannavarna og Strætó en óskað hefur verið eftir því að fyrirmælum til Strætó verði komið skýrt til skila á næsta blaða- mannafundi almannavarna. Grímuskyldan var skammvinn í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu í gær Engin skylda að endingu Morgunblaðið/Árni Sæberg Alexander Kristjánsson Jóhann Ólafsson Ellefu kórónuveirusmit greindust innanlands í fyrradag og hafa ekki verið fleiri á einum degi síðan í apríl. Alls voru 265 sýni tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans en 873 hjá Íslenskri erfðagreiningu, sem hefur hafið skimun af fullum þunga á ný. Til viðbótar greindist eitt virkt smit á landamærunum. 50 virk smit eru nú á landinu og 287 í sóttkví. Þá liggur einn á sjúkrahúsi en sá er ekki á gjörgæslu. Þrír hópar fólks hafa verið boðaðir í sóttkví hjá Íslenskri erfðagrein- ingu: fólk sem er í sóttkví eftir sam- skipti við fólk sem greinst hefur með veiruna, fólk sem tengist einstak- lingum í einangrun og handahófs- kennt úrtak á þeim svæðum þar sem smit hafa komið upp. Hálf milljón gríma seld Hertar reglur vegna útbreiðslu veirunnar tóku gildi á hádegi í gær. Nú mega aðeins 100 manns koma saman í stað 500 eins og áður, og tveggja metra fjarlægðarreglan hef- ur aftur tekið gildi. Þá hefur í fyrsta sinn verið innleidd grímuskylda í einhverjum mæli á Íslandi, en alls staðar þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli manna, svo sem á hárgreiðslustof- um, hjá tannlæknum eða í lengri ferðum með almenningssamgöng- um, ber fólki að nota grímu. Lands- menn hafa ekki beðið boðanna en grímur hafa selst í stórum stíl síðast- liðna sólarhringa. Greint var frá því í gær að Rekstrarvörur hefðu selt ríf- lega hálfa milljón gríma sólarhring- inn þar á undan. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær mæla almannavarnir gegn því að fólk fari í tjaldferðalag um verslunarmannahelgina, en Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir þó í lagi að fólk fari á einkalóð með vinum og ættingjum, til dæmis upp í sumarbústað. Ekki er því mælst gegn ferðalögum innanlands eins og gert var um páskana, þegar lands- menn voru hvattir til að ferðast ekki innanlands, en Víðir sagði á blaða- mannafundi almannavarna að að- stæður þá hafi verið allt aðrar. Heil- brigðiskerfið hafi um páskana verið þanið til hins ýtrasta en nú sé ástandið mun viðráðanlegra og því ekki talin ástæða til að ganga jafn- langt með ferðaviðvaranir. Slakað á og hert á víxl Hertar aðgerðir stjórnvalda gilda að óbreyttu til 13. ágúst. Á blaða- mannafundi almannavarna í gær sagði Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir að erfitt væri að segja til um það á þessari stundu hvort þessar aðgerðir dugi til. Eina til tvær vikur taki að sjá hvort núverandi aðgerðir beri árangur enda sé það meðgöngu- tími sjúkdómsins. „Við erum alveg tilbúin að herða aðgerðir eða slaka á þeim. Ef okkur sýnist þetta vera að fara á verri veg gæti farið svo að við legðum til að aðgerðir yrðu hertar,“ sagði Þórólfur. Alma Möller landlæknir sagði að fólk mætti búa sig undir að slakað verði á samkomutakmörkunum og þær hertar á víxl allt þar til bóluefni finnst. Þannig gætu fjöldatakmark- anir verið hertar enn frekar ef smit- um fjölgar, en ávallt sé reynt að hafa aðgerðir eins lítið íþyngjandi og mögulegt er. Tilbúin að herða reglur ef þess þarf  Ellefu innanlandssmit greindust  Ekki fleiri á einum degi frá í apríl  Landlæknir segir að búast megi við hertum aðgerðum og tilslökunum á víxl  Viðráðanlegra ástand nú en það var um páskana Ljósmynd/Lögreglan Fundur Þríeykið var á sínum stað á 90. blaðamannafundi almannavarna, en með þeim Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Við erum alveg búin undir það að þessar takmarkanir geti leitt til þess að í það minnsta hluti kennslunnar fari aftur á netið,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Ís- lands, í samtali við Morgunblaðið spurður um það hvort hertar að- gerðir sem tilkynntar voru á fimmtudag vegna útbreiðslu kór- ónuveiru hérlendis muni hafa áhrif á kennslu í HÍ í haust. „Við munum liggja yfir þessu næstu vikur í framhaldinu og kom- ast að niðurstöðu. Við höfum sótt- varnir og velferð nemenda að leið- arljósi,“ segir Jón Atli. Neyðarstjórn HÍ hefur ekki kom- ið saman vegna hertra aðgerða en Jón Atli kveðst búast við því að fundað verði mjög fljótlega. Á síð- ustu önn var öllum byggingum há- skólanna lokað um nokkurt skeið vegna veirunnar. Jón Atli segir að ef þess þurfi muni kennsla aftur verða færð úr byggingum HÍ og yfir á net- ið. „Þetta einfaldlega fer allt eftir því hvernig ástandið verður.“ Í gær sendi Jón Atli starfsfólki og nemendum HÍ tilkynningu þar sem meðal annars kom fram að tryggt verði að aldrei verði fleiri en 100 ein- staklingar í sama rými innan skólans og að tveggja metra reglan gildi. Í tilkynningunni hvatti hann sömu- leiðis nemendur og starfsfólk til að fara varlega og fylgja tilmælum al- mannavarna. HÍ reiðubúinn ef grípa þarf til fjarkennslu í haust vegna veiru  Aldrei fleiri en 100 í sama rými  Sóttvarnir í forgrunni Morgunblaðið/Sigurður Bogi HÍ Hluta síðustu annar fór nám í há- skólum landsins fram í fjarkennslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.