Morgunblaðið - 01.08.2020, Side 24

Morgunblaðið - 01.08.2020, Side 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2020 Grænás 3b, 260 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is 4ra herbergja íbúð á annarri hæð í snyrtilegur fjölbýli. Fleiri myndir og lýsing á eignasala.is Verð kr. 28.500.000108 m2 Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Í19. þætti Odysseifskviðu er sagt frá því að fóstran Evrýklealaugar Odysseif og finnur þá ör á fæti hans. Á því augna-bliki rennur upp fyrir henni að maðurinn sem hún hafðihaldið að væri villuráfandi betlari er í raun húsbóndi hennar, kominn heim eftir tuttugu ára fjarveru. Örið hafði Odys- seifur fengið á dýraveiðum með Átolýkusi, afa sínum, þegar göltur nokkur laust hann með hvítri tönn sinni. Eins og frægt er í bókmenntasög- unni verður nú töf á atburðarásinni og skotið inn alllöngum kafla um bernsku Odysseifs, heim- sókn hans til afa síns, veiði- ferðina og árás galtarins, sem varð til þess að hann særðist og hlaut auðkenni sitt. Þessi fleygaða frásögn sýnir hvernig fortíðin verð- ur nútíð um stund, þar til skáldið tekur upp þráðinn á ný og setur fótlaugina aftur í forgrunn: „Kerlingin varð undireins glöð og hrygg,“ segir í lausamálsþýðingu Sveinbjarnar Egilssonar, „augu hennar fylltust tára, og hún gat öngvu orði upp komið. Hún tók á kinn Odysseifs, og mælti: „Sannarlega ertu Odysseif- ur, sonur sæll! og þekkti eg ekki fyrr, að þú varst hússbóndi minn, en eg hafði þreifað um þig allan“.“ Ekki er seinna vænna að koma hjónunum aftur saman, hinum ráðagóða Odysseifi og eiginkonu hans, Penelópu, sem jafnan er kölluð hin vitra. Fyrst þarf þó að baða kappann öðru sinni og gera hann frambærilegan. Til þessa viðviks er fengin matseljan Evrý- nóma sem „laugaði hinn hjartaprúða Odysseif í herbergi sínu og smurði hann með viðsmjöri, lagði síðan yfir hann fagra skikkju og kirtil.“ Seinna þýddi Sveinbjörn Odysseifskviðu upp á nýtt undir stuðluðu fornyrðislagi eddukvæða: Þvoði og smurði / smjörvi viðar / ítran Odysseif / Evrýnoma: lét hann ljósu / líni varit / ok kirtli vænum / kom of herðar. Þegar Penelópa bar kennsl á Odysseif „…urðu hennar kné magnþrota, og hjartað komst við, þá er hún kannaðist við þær jar- teiknir, er Odysseifur lýsti svo glögglega fyrir henni. Hún hljóp grátandi í fang honum og lagði hendur sínar um háls Odysseifi, kyssti höfuð hans og mælti: Reiðst mér eigi Odysseifur, þar sem þú ert allra manna bezt viti borinn í hvívetna. Guðirnir lögðu á okkur það mótlæti, að þeir unntu okkur ekki að njóta samvista á bezta aldri okkar og ná svo ellidögum.“ Þetta er snoturlega þýtt en undir knöppum edduháttum verður frásögnin enn meitlaðri – og jafnframt magnaðri; fornlegt og rammíslenskt orðfærið fellur einkar vel að hraðri frásögninni: „Hjartstola varð hamfögr, / ok hendur féllust, / er hún mörk kenndi, / þeim er maki lýsti. / Hljóp hún grátandi / um háls á ver, / kyssti höfuð, / kvaddi orðum: Vorkynntu mér, / alls þik vitran kveða; / höfum bæði / böl beðit sárla: var-a okkur unnt / yndis njóta / ungum saman / til ellidaga.“ Þótt lausamálsþýðing Sveinbjarnar Egilssonar sé snjöll hæfir fornyrðislagsþýðing hans íslenskum Hómer enn betur. Tungutak Þórhallur Eyþórsson tolli@hi.is Odysseifur og Penelópa: Hann ráðagóður, hún vitur. Hómersþýðingar í lausu máli og bundnu Íslenzka þjóðarbúið hefur orðið fyrir tveimurþungum áföllum á rúmum áratug. Hið fyrra var Hrunið, sem varð með falli bankanna haustið2008, en hið síðara kórónuveiran og efnahags- legar afleiðingar hennar. Í báðum tilvikum er að hluta til um að ræða áhrif frá öðrum löndum. Hrun hinna einkavæddu banka haustið 2008 og peningaflóðið í aðdraganda þess átti sér, auk annars, rætur í miklu fjármagni á lágum vöxtum, sem íslenzku bankarnir höfðu greiðan aðgang að á alþjóð- legum mörkuðum. Tildrög kórónuveirunnar þekkja allir. Endurreisn efnahagslífs okkar eftir Hrun hefði geng- ið hægar fyrir sig ef ekki hefði komið til gífurleg fjölgun heimsókna erlendra ferðamanna hingað til lands. En reynslan nú sýnir að þeir eiga það sameiginlegt með síldinni að þeir koma en geta horfið á skömmum tíma. Árið 1966 nam síldaraflinn 770 þúsund tonnum og loðnuaflinn 125 þúsund tonnum. Ári síðar, 1967, var síldaraflinn kominn niður í 460 þúsund tonn og loðnuafl- inn í 97 þúsund tonn. Og árið 1968 var síldaraflinn kominn niður í 143 þúsund tonn og loðnuaflinn í 78 þús- und tonn. Ekki þarf að hafa mörg orð um hrunið í fjölda erlendra ferðamanna sem hingað koma um þessar mundir. Slík áföll verða gjarnan til þess að undirstrika veikleikana í samfélagsgerð viðkomandi lands. Fáar þjóðir, ef nokkrar, á okkar tímum, hafa tek- ið jafn myndarlega á áföllum og Þjóðverjar eftir fall Þriðja ríkis Hitlers. Í raun og veru má segja að þeir hafi orðið öðrum þjóðum fyrirmynd í þeim efnum. Margir áttu von á því að Hrunið myndi leiða til veru- legra breytinga á íslenzku samfélagi í ljósi fenginnar reynslu í aðdraganda þess. Það varð ekki, nema að tak- mörkuðu leyti, og litlar umræður hafa farið fram um hvað valdi. Þó er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn, sem hafði leitt landstjórnina í um einn og hálfan áratug, gerði ekki upp Hrunið í eigin ranni, sem voru alvarleg mistök. Þung áföll auka skilning fólks á nauðsyn umbóta og þess vegna má kannski segja að kórónuveiran og afleið- ingar hennar gefi okkur annað tækifæri til að taka til hendi og hefja nauðsynlegar þjóðfélagslegar umbætur. En þá rekum við okkur enn á hindrun sem sennilega er helzta skýring á því hve lítið gerðist í þessum efnum í kjölfar Hrunsins. Þá hindrun er að finna í veikleika fulltrúalýðræðisins. Um þá hindrun segir í bók minni Uppreisnarmenn frjálshyggjunnar – byltingin, sem aldrei varð, sem út kom hjá Veröld haustið 2017 (bls. 207): „… á svipuðum tíma var að vakna skilningur á rit- stjórn blaðsins (Morgunblaðsins) á því að vegna fá- mennis íslenzku þjóðarinnar væri hún reyrð í fjötra svo margvíslegra hagsmuna sem fulltrúalýðræðið réði ekki við, hvorki á Alþingi né í sveitarstjórnum, að nauðsyn- legt væri að kalla til það eina afl, sem gæti sett hags- munaöflum af ýmsu tagi stólinn fyrir dyrnar, en það væri sameiginlegur vilji meirihluta þjóðarinnar, eins og hann kæmi fram í þjóðaratkvæðagreiðslum um einstök mál.“ Þessi veikleiki fulltrúalýðræðisins er enn til staðar og verður áfram og tímabært að bæði þingmenn og flokk- ar horfist í augu við hann og greiði leið hins beina lýð- ræðis, þ.e. þjóðarinnar allrar, til þátttöku í ákvörðunum sem fulltrúalýðræðið ræður ekki við. Þetta á ekki sízt við þegar kemur að meðferð auð- linda í þjóðareign. Um það segir í fyrrnefndri bók (bls. 210): „Það er ekki lengur um það deilt að fiskurinn í sjón- um innan 200 mílna efnahagslögsögu Íslands er sam- eign þjóðarinnar. Og það er heldur ekki lengur um það deilt að eðlilegt er að eigandinn, þ.e. þjóðin, eigi að njóta arðs af þeirri eign og að þeir sem nýta þá eign eigi að greiða gjald fyrir. Það eina sem ekki hefur náðst sátt um er hvert gjaldið skuli vera og hvernig það eigi að meta.“ En það eru fleiri auðlindir í þjóðareign en fiskurinn í sjónum. Um það er fjallað í áliti auðlindanefndar Jóhannesar Nordals, sem skilað var um aldamótin síðustu. Þar er fjallað um vatnsafl í eigu þjóðarinnar, um auðlindir á eða undir hafsbotni, um rafsegulbylgjur til fjarskipta og það sem nefndin kallar umhverfisgæði og á þá við „fjölbreytt safn náttúruauðlinda“. Loks segir í áliti auðlindanefndar: „Verði tekin upp gjöld af auðlindum í þjóðareign eins og hér hefur verið lagt til mun það geta gefið umtals- verðar tekjur. Margt mælir með því að hluti þeirra gangi til að mynda sjóð, sem almenningur eigi aðild að og varið yrði til að efla þjóðhagslegan sparnað og upp- byggingu.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ítrekað talað um slíkan þjóðarsjóð og fyrir nokkru vakti Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, athygli á því hvernig Alaskabúar fara að. Þeir taka gjald fyrir nýtingu sam- eiginlegra auðlinda, leggja í sjóð og senda íbúum Alaska ávísun reglulega með hlutdeild þeirra í ávöxtun þess sjóðs. Alþingi hefur enn ekki tekizt að komast að niður- stöðu – sem endurspeglar vilja þjóðarinnar – um með- ferð auðlinda í þjóðareign. Að rúmu ári fara fram þingkosningar og er engin sérstök ástæða til að ætla að nýju þingi gangi betur. Þess vegna er ástæða til að þjóðin sjálf fái að taka þær ákvarðanir sem snúa að þessum sameiginlegu eignum hennar. Og að um það verði kosið samhliða þingkosn- ingum á næsta ári. Þjóðin er enn í sárum. Með því yrði gert að þeim. Tvö þung áföll á rúmum áratug Síldin og ferðamenn eiga eitt sameiginlegt. Hún og þeir koma og fara. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Norðurlandaþjóðir eru með réttutaldar einhverjar hinar ágæt- ustu í heimi. Þess vegna verðum við hissa þegar við rekumst á dæmi um hrottaskap eða lögleysur hjá þeim, svo sem þegar 62 þúsund manns voru gerð ófrjó, flestir án þess að vita af því eða gegn eigin vilja, í Sví- þjóð árin 1935-1975 eða þegar Norð- menn settu í seinna stríði afturvirk lög um, að skrásetning í nasista- flokkinn norska væri glæpsamleg. Í grúski mínu á dögunum rakst ég á ótrúlegt dæmi. Í stríðslok komust 250 þúsund þýskir flóttamenn til Danmerkur yfir Eystrasalt frá svæðum sem ver- ið höfðu undir yfirráðum Þjóðverja en Rússar voru að hertaka. Allt þetta fólk, einnig börnin, var sett í sérstakar búðir, umkringdar háum gaddavírsgirðingum. Danska lækna- félagið sendi frá sér tilkynningu um að læknar myndu ekki hlynna á neinn hátt að fólkinu og danski Rauði krossinn neitaði að veita því aðstoð. Þetta hafði þær afleiðingar, að þessir flóttamenn, flestir alls- lausir og margir vannærðir, dóu unnvörpum, samtals um 13 þúsund manns. Af þeim voru sjö þúsund börn undir fimm ára aldri. Enginn vafi er á því að langflest barnanna dóu vegna þess að þau fengu enga aðhlynningu lækna. Fleira af þessu flóttafólki dó en allir þeir Danir, sem féllu í seinna stríði. Árið 2006 gaf danski sagn- fræðingurinn Kirsten Lylloff út bók- ina Barn eða óvinur? Umkomulaus þýsk flóttabörn í Danmörku 1945- 1949 (Barn eller fjende? Uledsagede tyske flygtningebørn i Danmark 1945-1949) þar sem hún rekur þessa ljótu sögu. Auðvitað komu þýskir nasistar fram af ótrúlegri grimmd í stríðinu, þótt raunar væri framferði þeirra í Danmörku ekki eins harka- legt og víða annars staðar. En það réttlætir ekki að níðst sé á umkomu- lausum smábörnum. Samþykkt danska læknafélagsins er með ólík- indum. Er siðmenningin aðeins þunn skán utan á villimanninum? Breyt- ast menn í nashyrninga þegar þeir berjast við nashyrninga, eins og lýst er í leikriti Ionescus? Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Barn eða óvinur?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.