Morgunblaðið - 01.08.2020, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Bandarískavarnar-mála-
ráðuneytið til-
kynnti í vikunni
að það hygðist
færa um 12.000
hermenn frá bækistöðvum
Bandaríkjahers í Þýskalandi.
Þar af munu um 6.400 snúa
aftur til Bandaríkjanna en
um 5.400 verða sendir til ann-
arra bandalagsríkja í Evr-
ópu, þar á meðal Belgíu og
Ítalíu. Þá er einnig til skoð-
unar að hluti herliðsins fari
til Póllands og Eystrasalts-
ríkjanna.
Bandaríkjaforseti útskýrði
ákvörðunina meðal annars
með því að þýsk stjórnvöld
hefðu dregið lappirnar við að
uppfylla skuldbindingar sín-
ar gagnvart bandalaginu, en
bandalagsríkin hafa heitið
því að verja 2% af landsfram-
leiðslu sinni til varnar- og ör-
yggismála. Þjóðverjar eru
langt frá því markmiði og
hefur það ítrekað valdið
spennu milli þeirra og stjórn-
valda í Bandaríkjunum, sem
hafa lagt áherslu á að Evr-
ópuríkin taki á sig meiri
ábyrgð í varnarmálum.
Ákvörðunin hefur engu að
síður verið gagnrýnd nokkuð
af þingmönnum beggja
flokka á Bandaríkjaþingi,
sem segjast óttast að flutn-
ingur herliðsins muni veikja
Atlantshafsbandalagið á við-
kvæmum tímapunkti, sér í
lagi gagnvart Rússum. Þá
þykir sumum þeirra skjóta
skökku við að sum
ríkin sem nú muni
taka við Banda-
ríkjamönnum,
einkum Belgía og
Ítalía, hafa ekki
síður trassað
skuldbindingar sínar gagn-
vart Atlantshafsbandalaginu
en Þjóðverjar.
Það flækir einnig stöðuna
að kostnaðurinn við flutn-
ingana er nú áætlaður í millj-
örðum bandaríkjadala, þar
sem reisa þarf nýjar varnar-
stöðvar fyrir hermennina í
nýju gistiríkjunum. Það fer
ekki vel í bandaríska þing-
menn, sem nú sitja á rök-
stólum um þriðja neyðar-
pakka bandarískra
stjórnvalda vegna kórónu-
veirufaraldursins, og er þar
karpað um nánast hvern eyri.
Það er því óvíst að áformin
verði að veruleika, sér í lagi
ef Trump nær ekki endur-
kjöri í nóvember eða ef sam-
flokksmenn hans á þingi telja
þau ekki þess virði, en nokk-
ur ár mun þurfa til þess að
fullklára flutning herliðsins.
Í grunninn þarf þó ekki að
vera neitt athugavert við það
að Bandaríkjaher færi herlið
sitt til. Og aðildarríki Atl-
antshafsbandalagsins í Evr-
ópu ættu að líta á þetta sem
áminningu um að þau verða
að axla byrðarnar að fullu
með Bandaríkjunum. Þeim er
ekki stætt á öðru en að upp-
fylla skuldbindingar sínar
um 2%-markið gagnvart Atl-
antshafsbandalaginu.
Áform um herflutn-
inga vekja enn at-
hygli á vanefndum
gagnvart NATO}
Flutningur herliðs
Bandaríkjanna
Mesta ferða-helgi ársins
fékk snöggan endi
áður en hún hófst
þegar tilkynnt var
um hertar aðgerð-
ir í baráttunni við kórónuveir-
una með fjarlægða- og fólks-
fjöldareglu sem útiloka
nánast allar samkomur. Þetta
var bættur skaðinn, geta þeir
sagt sem alltaf sjá glasið hálf-
fullt, enda veðrið ekki beinlín-
is til að auka ánægjuna af
tjaldbúðavist. Þá má með
góðum vilja líta svo á, líkt og í
dæmisögunni góðu, að undir-
búningurinn muni þrátt fyrir
allt skila sér og að ferðalang-
urinn sem situr heima hafi
sitthvað upp úr krafsinu hans
vegna.
Það blasir ef til vill ekki við
þeim sem urðu fyrir von-
brigðum með að
missa af ánægju-
legri upplifun, en
þó verður að binda
vonir við að allar
þær ferðir sem
ekki verða farnar þessa helgi
verði til þess að slá hratt og
örugglega á uppgang veir-
unnar, sem sumir eru farnir
að kalla aðra bylgju hennar.
Í baráttunni við kórónu-
veiruna skiptir vissulega
miklu að sú erfiða ferð sem
allir hljóta að óttast verði
ekki farin, að undirbúning-
urinn verði jafnan nægilega
mikill og góður til að tryggja
að veiran haldist í skefjum.
Takist það geta ferðalangar
horft með ánægju um öxl yfir
því að hafa fært þá fórn sem
þeir þurftu að færa þessa
helgi.
Það er mikið til
vinnandi að halda
aftur af veirunni}
Ferðin sem aldrei var farin
M
argt má segja um þær fyrirætl-
anir ríkisstjórnarinnar að ætla
að kjósa í september 2021 en
það gefur ríkisstjórninni örlítið
meira svigrúm til að halda í
stólana því það er það sem hún er mynduð um.
Mögulega sjá stjórnarflokkarnir einnig færi í því
að láta kosningabaráttuna fara fram að sumri
þegar landsmenn eru að hugsa um allt annað en
stjórnmál. Miskilningur væri það í besta falli ef
við héldum að ríkisstjórnin vildi nýta tímann til
að uppfylla síðustu loforðin því þess þarf ekki,
þau voru ekki það merkileg eða ný.
Merkilegt verður að teljast að Sjálfstæð-
isflokkurinn skuli vilja framlengja þessa sneypu-
för sína sem ríkisstjórnarsamstarfið við Vinstri
græn hefur reynst þeim flokki. Man ég ekki rétt
að Sjálfstæðisflokkurinn hafi eitt sinn gert sig út
sem boðbera frelsins í viðskiptum, einstaklingsframtakinu
fagnað og ríkisrekstri mótmælt? Margoft hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn lofað slíku en ekki staðið við enda hefur ríkis-
reksturinn blásið út í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins en þó
líklega aldrei sem nú þegar hann er heillum horfinn frá
þeim gildum sem flokkurinn eitt sinn hafði og vörðuðu frelsi
einstaklingsins og einkaframtakið, lága skatta og öflugt at-
vinnulíf.
Munurinn á Sjálfstæðisflokknum og vinstri flokkunum er
ekki merkilegur og oft erfitt að átta sig á fyrir hvaða stjórn-
málaflokk ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru að tala enda
virðist mér sem samfélagsleg sýn þessa ágæta fólks í ríkis-
stjórninni fari saman. Menn reyna svo sem að
sprikla og tala með gamla laginu þótt fáir taki
mark á því líkt og fram kom í viðtali við varafor-
mann fjárlaganefndar í Morgunblaðinu í gær.
Magnað að lesa það að nú skuli sko tekið til á
Landspítalanum og hann fái ekki aukið fjár-
magt og þurfi að forgangsraða! Man einhver
eftir því að hafa heyrt þetta áður? Munum sam-
an að þegar fjárlög ársins 2021 verða samþykkt
að þá verður að sjálfsögðu búið að bæta Land-
spítalanum upp kostnaðinn vegna kórónuveir-
unnar en það verður einnig aukið í.
Meðal þess sem Sjáflstæðisflokkurinn hefur
staðið fyrir, þvert á stefnu sína er efling ríkis-
útvarpsins því ríkisútvarpið hefur verið í faðmi
Sjálfstæðisflokksins árum saman og bara fitnað
eins og púki á fjósbita, skattar ekki lækkaðir og
vandi opinbera lífeyriskerfisins bara eykst, sósí-
alismi ræður í heilbrigðismálum, ekki farið í að efla dóms-
og lögreglumál, áfram er haldið að sölsa land einkaaðila
undir ríkið, þrengt að einkabílnum, orkustefna Evrópusam-
bandsins er innleidd af iðnaðar- og utanríkisráðherra
o.s.frv. o.s.frv.
Marga gæti grunað að þessi annars ágæti flokkur eigi
a.m.k. héraðsmet í því að segja eitt en gera annað sem er
reyndar auðvelt fyrir hann að afsanna með því að láta verk-
in tala. gunnarbragi@althingi.is
Gunnar Bragi
Sveinsson
Pistill
Sjálfstæðisflokkurinn og meiningarleysið
Höfundur er þingmaður suðvesturkjördæmis og
varaformaður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Starfshópur um aðgerðirgegn matarsóun á Íslandilagði til 14 aðgerðir semeru á ábyrgð stjórnvalda og
tíu á herðum atvinnulífsins. Þær
eru:
1. Samstarf atvinnulífs og
stjórnvalda gegn matarsóun. 2.
Reglubundnar mælingar á mat-
arsóun. 3. Rannsóknir á orsökum
matarsóunar á heimilum. 4. Upplýs-
ingamiðlun um matarsóunarverk-
efni. 5. Bætt menntun um mat-
arsóun. 6. Saman gerum við heiminn
betri. 7. Útgáfa leiðbeininga um rétt
fyrirkomulag matargjafa. 8. Ný-
sköpun, rannsóknir og þróun sem
draga úr matarsóun. 9. Innleiðing
hagræns hvata sem dregur úr
matarsóun. 10. Umbun fyrir matar-
gjafir. 11. Umbætur á regluverki og
eftirliti með matvælaframleið-
endum. 12. Endurskoðun á reglum
sem varða stóreldhús og nýtingu á
afgangshráefni. 13. Samstilling
framboðs og eftirspurnar í landbún-
aði. 14. Bætt regluverk um nýtingu
lífræns hráefnis.
Tillögur að aðgerðum á ábyrgð
atvinnulífsins eru: 15. Vitundar-
vakning meðal frumframleiðenda.
16. Vitundarvakning meðal mat-
vælaframleiðenda. 17. Forgangs-
verkefni smásala. 18. Samstilling
framboðs og eftirspurnar í smásölu.
19. Allar vörur fari út um réttar dyr
smásala. 20. Forgangsverkefni veit-
ingamanna. 21. Matvælafulltrúi og
uppsetning matvælakjarna. 22.
Opinn markaður með hliðarafurðir.
23. Matarbankinn. 24. Matarvagn.
Sameiginleg umsögn
Fern heildarsamtök, Samtök
atvinnulífsins (SA), Samtök iðnaðar-
ins (SI), Samtök ferðaþjónustunnar
(SAF) og Samtök verslunar og þjón-
ustu (SVÞ), skiluðu sameiginlegri
umsögn um tillögurnar. Þau eru já-
kvæð í þeirra garð en vænta þess að
litið verði til ábendinga og athuga-
semda sem fram koma í umsögninni.
Stjórnvöld verði að gæta þess að
þær tillögur sem koma til nánari út-
færslu hvetji ekki ábyrgðar- og sam-
starfsaðila til samstarfs sem ekki
samræmist ákvæðum samkeppnis-
laga.
Samtökin segja að í þeirra huga
sé matarsóun ekki aðeins brýnt um-
hverfismál heldur snerti það einnig
rekstrarhagkvæmni og samkeppnis-
hæfni fyrirtækja. Þannig geti bar-
áttan gegn matarsóun farið einkar
vel saman við góða hráefnisnýtingu
og lágmörkun hráefniskostnaðar.
Í umsögninni er fjallað sérstak-
lega um nokkrar af tillögum starfs-
hópsins. Þannig er lagt til vegna að-
gerðar 11, Umbætur á regluverki og
eftirliti með matvælaframleiðendum,
að farið verði yfir viðeigandi reglu-
verk og athugað hvort gildandi
ákvæði geti aukið á matarsóun og
hamlað matargjöfum, svo sem um
íþyngjandi ábyrgð þess sem gefur.
Þá taka samtökin heils hugar undir
það að brýnt sé að samræma mat-
vælaeftirlit á landinu öllu.
Varðandi aðgerð 13, Samstilling
framboðs og eftirspurnar í landbún-
aði, lýsa samtökin nokkrum áhyggj-
um og leggjast gegn henni. Þau telja
að í aðgerðinni felist tillögur sem
geti skaðað samkeppni og sam-
ræmist vart ákvæðum sam-
keppnislaga.
Samtökin leggjast einnig
gegn aðgerð 18 og segjast enga
leið til að sjá „hvernig smásalar og
birgjar geti „sameinast“ eða „sam-
mælst“ um ákveðna rekstrar-
þætti og deilt upplýs-
ingum um eftirspurn
án þess að samkeppni
verði stefnt í hættu.“
Matarsóun snertir
rekstur fyrirtækja
Starfshópur um aðgerðir gegn
matarsóun skilaði Guðmundi
Inga Guðbrandssyni, umhverfis-
og auðlindaráðherra, 24 til-
lögum. Þar af voru 14 aðgerðir
sem stjórnvöld bera ábyrgð á að
komist til framkvæmda og tíu
sem atvinnulífið ber ábyrgð á.
Settar voru fram tillögur að
markmiðum um að draga úr
matarsóun um 30% fyrir árið
2025 og um helming fyrir árið
2030.
Matarsóun getur orðið hvar
sem er í ferlinu frá ræktun
til framleiðslu og neyslu.
Tillögurnar sneru einn-
ig að auknum mat-
argjöfum.
Tillögurnar voru
kynntar í samráðsgátt
og rann umsagna-
frestur út í gær. Um
miðjan dag í gær
voru komnar
sex um-
sagnir.
Minnki um
50% til 2030
GEGN MATARSÓUN
Guðmundur Ingi
Guðbrandsson
Morgunblaðið/Frikki
Rusl Hver íbúi á Íslandi hendir um 20-25 kg af nýtanlegum mat á hverju
ári. Leita á leiða til að draga úr matarsóun um 50% til ársins 2030.