Morgunblaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2020 veðurmælireits á nýja lóð vestan megin við húsnæði Veðurstofunnar á Bústaðavegi 7, oft nefnda „Litlu Öskjuhlíð“ . Reykjavíkurborg kostar uppbyggingu veðurstöðvakerfis í borginni. Annars vegar byggingu fimm nýrra stöðva og hins vegar nauðsynlegar lagfæringar þeirra fimm stöðva sem þegar eru í rekstri. Tillaga var lögð fram um staðsetn- ingu veðurstöðvanna. Nýjar veður- stöðvar verða: Fossvogsdalur, Elliðaárdalur eða Víðidalur, Laugar- dalur eða Geirsnef, Miðbær/ Hljómskálagarður og Nesvöllur, Sel- tjarnarnesi. Endurnýjun eða flutn- ingur núverandi veðurstöðva: Veðurstofureitur, núverandi mæli- reitur verði fluttur í „Litlu- Öskjuhlíð“, Hólmsheiði, Korpúlfs- staðavöllur, mælir fluttur frá Keldnaholti, Geldinganes og Reykja- víkurflugvöllur. Mæling á öllum þáttum Gert er ráð fyrir mælingum á öll- um núverandi þáttum veðurs í nýjum Veðurstofureit og öllum grunn- þáttum veðurs, vindhraða, vindátt, lofthita og loftraka á öðrum mæli- stöðvum. Auk þessara grunnþátta verður úrkoma mæld á flestum stöðvum. Einnig er fyrirhugað að á einhverjum stöðvum verði skyggni og skýjafar mælt og gerðar verði til- raunir með mælingar á mengun. Í samkomulaginu er tiltekið að nýr mælireitur skuli vera af svipaðri stærð og núverandi mælireitur eða um 1.000 fermetrar með nær- verndarsvæði af svipaðri stærð og fyrir núverandi mælireit, þ.e. 10.000 fermetrar. Reiturinn skal vera grasi gróinn, afgirtur sléttur flötur þar sem leitast skal við að fjarlægð til hindrana í landslagi, gróðurs eða mannvirkja sé meira en tíföld hæð þeirra. Veðurmælar fara á nýjan reit  Veðurmælar færast á reit vestar í Öskjuhlíð  Kostnaður 100 milljónir  Allt að 150 íbúðir munu rísa þar sem mælareiturinn er núna  200 ár í dag síðan fyrsta varðveitta veðurmælingin var tekin Ljósmynd/Reykjavíkurborg Veðurstofureiturinn Núverandi mælireitur er brúnn, hægri megin á mynd. Nýi reiturinn verður vestar og ofar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Veðurstofan Á lóð stofnunarinnar er umfangsmikið net mælitækja. BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út fram- kvæmdir vegna færslu á veður- mælireit á Veðurstofuhæð við Bú- staðaveg. Kostnaður við verkið er áætlaður 100 milljónir króna. Er það nokkru hærri upphæð en upphaflega var áætluð, 65 milljónir. Svo skemmtilega vill til að fyrsta varðveitta veðurmæling Reykjavíkur var tekin fyrir nákvæmlega 200 ár- um, hinn 1. ágúst 1820. Framkvæmdirnar felast m.a. í gerð aðkomuvegar að nýjum mæli- reit, jarðvegsskiptum innan reits, undirstöðum fyrir mælitæki og möst- ur, girðingum og umhverfisfrágangi. Færsla mælireits Veðurstofunnar er forsenda þess að taka megi svæðið sem markast af Bústaðavegi og Kringlumýrarbraut, austan við nú- verandi húsnæði Veðurstofu Íslands, nefnt Veðurstofuhæðin, til deili- skipulags og uppbyggingar íbúðar- húsnæðis. Íbúðabyggð á Veðurstofureit Áætlað er að á reitnum geti risið allt að 150 íbúðir. Áformað er að þarna rísi íbúðabyggð sem henta á námsmönnum, tekjulágum og ungu fólki til fyrstu kaupa. Borgarstjóri og fjármála- og efna- hagsráðherra undirrituðu 2. júní 2017 viljayfirlýsingu um að vinna sameiginlega að þróun og skipulagn- ingu á lóðum í Reykjavík sem eru ýmist í eigu eða umráðum ríkisins. Þar á meðal var tiltekin Veður- stofuhæðin. Þegar þessi áform voru kynnt lýstu forsvarsmenn Veðurstofunnar andstöðu sinni og vitnuðu m.a. til mikilvægis samfelldra veðurmælinga á sama stað. Fjölmargir veður- fræðingar lýstu yfir áhyggjum sínum í grein sem þeir rituðu í Morg- unblaðið sumarið 2017. Hins vegar náðist samkomulag milli Veðurstofunnar og Reykja- víkurborgar í apríl 2018, sem nú er verið að uppfylla. Fól samningurinn, auk færslu mælireitsins, einnig í sér uppbyggingu veðurstöðvakerfis, tíu stöðva í borginni og nærumhverfi hennar. Stefnt var að flutningi Um þessar mundir eru liðin 200 ár síðan Jón Þorsteinsson landlæknir hóf veðurathuganir í Reykjavík. „Við vitum ekki nákvæmlega hvaða dag hann byrjaði að athuga - sennilega einhvern síðustu daga júlímánaðar 1820, athuganir hafa varðveist frá og með 1. ágúst,“ segir Trausti Jónsson veðurfræð- ingur á bloggi sínum Hung- urdiskum á Moggablogginu. Ekki er vitað hvar Jón bjó fyrsta árið í bænum en í júlí 1821 flutti hann í Nesstofu á Seltjarnarnesi og bjó þar og gerði athuganir þar til 18. október 1833 er hann flutti aftur til Reykjavíkur. Gerði hann athuganir þar allt til febrúarloka 1854. Í fyrstu var loftvog eina tækið sem Jón gat notað til mælinga, en hitamælir er á öllum kvikasilfursloftvogum. Loftvogin var hengd upp við glugga í óupphituðu norður- herbergi. Hitamælir loftvogarinnar fylgir hitabreytingum utandyra og má nota hann til að giska gróflega á mán- aðarmeðalhita staðarins, segir Trausti. Þennan fyrsta dag ágústmánaðar fyrir 200 árum var veður í Reykjavík sem hér segir. Loftþrýstingur 27 franskar tommur og 6,4 línur (12 línur voru í tommunni sem er 27,07 mm) - eða 993,7 hPa. „Hitinn á loftvoginni er 13°R [16,3°C] og lýsing á veðri: Suðaustan stormur, þykkviðri. - Jú, eitthvað getum við kannast við það. Betra veður var næstu daga,“ segir Trausti. Jón Þorsteinsson var fæddur á Kúgastöðum í Svart- árdal og ólst upp í Holti á Ásum í Húnavatnssýslu, 7. júní 1794 (1795 segja sumir) var fæðingardagurinn. Hann var stúdent úr Bessastaðaskóla 1815 og lauk prófi í læknis- fræði við háskólann í Kaupmannahöfn í júlí 1819. Stund- aði spítalastörf í Kaupmannahöfn til vors en hafði orðið landlæknir 7. desember 1819 og hélt því starfi til ævi- loka, 15. febrúar 1855. Jón var alþingismaður um tíma. Hann var jarðsettur í Hólavallagarði og þar má sjá leiði hans. Það var suðaustan stormur og þykkviðri FYRSTA VARÐVEITTA MÆLINGIN Í REYKJAVÍK ER FRÁ 1. ÁGÚST 1820 Jón Þorsteinsson benni.is Reykjavík Krókhálsi 9 590 2000 Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 420 3330 Opið virka daga frá 9 til 18 Laugardaga frá 12 til 16 Verið velkomin í reynsluakstur OPEL GOES ELECTRIC „Förum alla leið“ Birtm eð fyrirvara um m ynd-og textabrengl Verið velkomin að skoða 100% rafmagnaða Corsa-e Opel Corsa-e Verð frá 3.990.000 kr. Drægni .............................................. 337 km Rafhlaða ............................................ 50 kWh Hleðsla á 30 mín. ............................... 80% Hröðun 0-50 km. ................................ 2.8 sek 1975 | Sérfræðingar í bílum | 2020 2020 BESTU BÍLAKAUPIN Í EVRÓPU autobest.org Ný Opel Corsa-e

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.