Morgunblaðið - 01.08.2020, Síða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2020
1. ágúst 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 135.35
Sterlingspund 175.98
Kanadadalur 100.89
Dönsk króna 21.365
Norsk króna 14.841
Sænsk króna 15.416
Svissn. franki 148.02
Japanskt jen 1.2883
SDR 190.45
Evra 159.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 192.1262
Hrávöruverð
Gull 1952.2 ($/únsa)
Ál 1687.0 ($/tonn) LME
Hráolía 43.73 ($/fatið) Brent
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
Ekki bara jeppar
SANGSIN gæðavara frá Kóreu
BREMSU
VÖRUR
í flestar gerðir bíla
Tap móðurfélags Árvakurs hf. árið
2019 nam 210 milljónum króna, en
árið á undan var tapið 415 millj-
ónir króna. EBITDA var neikvæð
um 190 milljónir króna sem er
einnig umtalsverður bati frá fyrra
ári. Samanburður á milli ára er
ekki fyllilega raunhæfur þar sem
Póstmiðstöðin ehf., sem Árvakur
keypti í árslok 2018 51% hlut í, er
komin inn í samstæðu félagsins.
Tap samstæðu Árvakurs nam 291
milljón króna.
Hlutafé var aukið um 300 millj-
ónir króna í fyrra. Eiginfjárhlut-
fall móðurfélags Árvakurs í lok
árs var 38%.
„Rekstrarumhverfið er áfram
mjög erfitt,“ segir Haraldur Jo-
hannessen, framkvæmdastjóri Ár-
vakurs. „Eins og þekkt er af um-
ræðunni hefur rekstrarumhverfi
fjölmiðla verið afleitt síðastliðin ár
og setur sú staðreynd áfram mark
sitt á afkomu Árvakurs. Staðan
batnar engu að síður á milli ára
vegna mikilla hagræðingarað-
gerða sem gripið var til haustið
2018 og vorið 2019. Undir árslok í
fyrra var aftur gripið til mikilla
hagræðingaraðgerða, sem hafa
orðið til þess að reksturinn hefur
haldið áfram að batna það sem af
er þessu ári þrátt fyrir mikinn
skell sem Árvakur, líkt og flest
önnur fyrirtæki, hefur orðið fyrir
vegna kórónuveirunnar. Vegna
kórónuveirufaraldursins er útlitið
hins vegar mikilli óvissu háð og af-
ar erfitt að átta sig á því hvernig
rekstrarumhverfið mun þróast, en
rekstur fjölmiðla er mjög við-
kvæmur fyrir undirliggjandi
ástandi í atvinnulífinu.
Sá árangur sem þrátt fyrir allt
hefur náðst er ánægjulegur og
ekki síður sú staðreynd að miðlar
Árvakurs standa afar sterkt og ná
til 94% landsmanna. Morgunblaðið
og mbl.is halda sinni öflugu stöðu
og samkvæmt nýjustu mælingum
er K100 orðin næststærsta út-
varpsstöð landsins í sínum mark-
hópi,“ segir Haraldur.
Tap Árvakurs
minnkar á milli ára
Miðlarnir standa
sterkt - K100 komið
upp í 2. sæti
Fjármálastöðugleika Seðlabankans
kemur fram að 10% af heildarút-
lánum bankanna séu til ferðaþjón-
ustufyrirtækja og nemur upphæðin
réttum 250 milljörðum króna.
Áhrifin skýr hjá Landsbanka
Segja má að áhrif vegna kórón-
uveirunnar komi skýrast fram hjá
Landsbankanum þar sem virðis-
rýrnun útlána nam 13,4 milljörðum-
króna á fyrri árshelmingi, þar af 8,2
milljarðar á fyrsta ársfjórðungi sem
bankinn segir að rekja megi „til
þeirra aðstæðna sem hafa skapast í
kjölfar COVID-19“ en samanlagt
tap bankans á fyrri árshelmingi
nemur 3,3 milljörðum króna.
Hjá Íslandsbanka nam hagnaður-
inn 1,2 milljörðum á öðrum ársfjórð-
ungi en tapið 131 milljón á fyrstu
sex mánuðum ársins. Neikvæð
virðisbreyting útlána á fjórðungnum
nam 2,4 milljörðum króna og sam-
tals 5,9 milljörðum króna á fyrstu
sex mánuðunum og skýrist að
mestu leyti af endurmati á mögu-
legum áhrifum heimsfaraldurs
vegna kórónuveiru á útlán á stigi 2
til fyrirtækja í ferðaþjónustu.
Hjá Arion banka nam hagnaður-
inn 4,9 milljörðum króna á öðrum
ársfjórðungi en 2,7 milljörðum
fyrstu sex mánuði ársins. Neikvæð
virðisbreyting útlána minnkaði frá
fjórðungi til fjórðungs hjá bankan-
um og nam 918 milljónum á öðrum
ársfjórðungi en 2,9 milljörðum á
fyrsta ársfjórðungi. Í uppgjöri
bankans segir þó að þörf geti skap-
ast á frekari niðurfærslum á árinu á
meðan gengið er í gegnum núver-
andi efnahagsörðuleika.
Olíu- og gasiðnaður ígildi
ferðaþjónustu hér á landi
Uppgjör Arion banka á öðrum
ársfjórðungi var annars gott og að
sögn Benedikts Gíslasonar banka-
FRÉTTASKÝRING
Pétur Hreinsson
peturh@mbl.is
Kórónuveiran hefur vitanlega litað
uppgjör bankanna það sem af er ári.
Sé horft á hlutfall virðisrýrnunar
útlána af heildarútlánum kemur Ar-
ion banki best út úr samanburði ís-
lensku bankanna.
Nemur meðal-
talshlutfall fyrstu
tveggja ársfjórð-
unga 1,02% hjá
Arion
banka,1,28% hjá
Íslandsbanka en
er áberandi hæst
hjá Landsbank-
anum og nemur
2,2%. Sé litið út
fyrir landstein-
ana virðast norrænu bankarnir enn
sem komið er hafa sloppið betur en
þeir íslensku. Líklega má rekja það
til hlutfallslegs mikilvægis ferða-
þjónustunnar fyrir þjóðarbúið en í
stjóra hefur mikil áhersla verið lögð
á að bæta reksturinn í þá átt að
færa bankann frá áhættumeiri og
stærri fyrirtækjalánum í að dreifa
lánasafninu betur. Bankinn er með
hátt hlutfall íbúðalána og hefur að
mati Benedikts sýnt mikla ráðdeild
í rekstri sem hefur skilað því að
grunnrekstur bankans hefur batnað
um 15% á milli ára.
Í samhengi við virðisrýrnun út-
lána íslensku bankanna í saman-
burði við þá norrænu segir Bene-
dikt hana hugsanlega skýrast af
miklu vægi ferðaþjónustunnar hér á
landi. „En á móti eru margir þess-
ara norrænu banka með útlána-
áhættu á olíu- og gasiðnaðinn sem
hefur átt erfitt uppdráttar að und-
anförnu. Mín kenning er sú að þessi
iðnaður sé kannski ígildi ferðaþjón-
ustunnar hér á landi. Sér í lagi fyrir
norska bankann DNB. Af fyrstu
yfirsýn sýnist mér að áætlanir fyrir
einstaklinga geri ráð fyrir minni út-
lánatöpum af lánum til einstaklinga
en íslensku bankanir eru að meta.
Ef það er hægt að draga einhverja
ályktun má segja að íslensku bank-
arnir hafi gengið lengra í virðis-
rýrnun heldur en norrænir bankar
þrátt fyrir að hafa ekki neina
áhættu í olíuiðnaðinum sem er að
valda hinum bönkunum mestum út-
lánatöpum af einstökum geirum,“
segir Benedikt.
Svartsýnni á efnahagshorfur
„Það er alla vega ekki hægt að
gagnrýna íslensku bankanna fyrir
að hafa ekki gengið nógu langt í
samanburði við norrænu bankana,“
bætir hann við og bendir einnig á þá
miklu óvissuþætti sem virðisrýrn-
unarmódel banka feli í sér. „En það
virðist vera sem svo að íslensku
bankarnir séu svartsýnni á efna-
hagshorfurnar heldur en norrænu
bankarnir. Sem er kannski að ein-
hverju leyti eðlilegt þar sem við er-
um háðari ferðaþjónustu en aðrir.“
Danske Bank skilaði 2,3 milljarða
danskra króna hagnaði á öðrum árs-
fjórðungi sem var 1,3 milljörðum
umfram spár bankans. Virðisrýrnun
á útlánum Danske Bank námu rúm-
um milljarði danskra króna á öðrum
ársfjórðungi sem er 76% minna en á
fyrsta ársfjórðungi sem bar þyngsta
byrði vegna kórónuveirunnar. Sam-
tals nema útlánatöp bankans 5,3
milljörðum danskra króna á fyrstu
sex mánuðunum og búast stjórn-
endur bankans ekki við frekari
niðurfærslum á árinu. Á fyrri árs-
helmingi nemur hagnaður bankans
einum milljarði danskra króna sam-
anborið við 7 milljarða á fyrri árs-
helmingi 2019.
Norræni bankinn Nordea er
stærsti banki Norðurlandanna og
þar vógu útlánatöp vegna kórónu-
veirunnar þungt á öðrum ársfjórð-
ungi. Hagnaður bankans nam 243
milljónum evra á öðrum ársfjórð-
ungi, en 703 milljónum á fyrstu sex
mánuðunum og dregst saman um
37% í samanburði við sama tímabil í
fyrra. Umfangsmikil útlánatöp
vegna kórónuveirunnar eru höfuð-
orsökin, m.a. í olíu- og gasiðnaði.
Þau námu 698 milljónum evra á öðr-
um ársfjórðungi og voru 69% hærri
en spár sérfræðinga sögðu til um en
þau námu 154 milljónum evra á
fyrsta ársfjórðungi.
Norski bankinn DNB skilaði 5
milljarðra norskra króna hagnaði.
Þar dróst virðisrýrnun útlána sam-
an um 63% á milli fjórðunga en þau
námu 5,8 milljörðum norskra króna
á fyrsta ársfjórðungi en 2,1 milljarði
á þeim næsta, sem að stærstum
hluta til má rekja til kórónuveir-
unnar og lána tengdum olíu- og gas-
iðnaði.
Útlitið var nokkuð gott hjá
Handelsbanken í Svíþjóð þar sem
hagnaður nam tæpum fjórum millj-
örðum sænskra króna á öðrum árs-
fjórðungi, líkt og á þeim fyrsta. Út-
lánatöpin þar voru takmörkuð, rétt
um 97 milljónir sænskra króna á
öðrum ársfjórðungi og drógust sam-
an um 82%, og voru 0,04% að með-
altali sem hlutfall af heildarlánum
fyrstu sex mánuðina, enda er bank-
inn með hátt hlutfall íbúðalána af
heildarlánasafni bankans.
Veiran vegur þyngra á Íslandi
Virðisrýrnun útlána íslensku bankanna er hlutfallslega meiri en þeirra norrænu Útlán til ferða-
þjónustu vega þungt Arion banki kemur best út af íslensku bönkunum en Landsbankinn verst
Virðisrýrnun útlána
Hlutfall rýrnunar á ársgrundvelli á 1. og 2. ársfjórðungi 2020
1. ársfj. 2. ársfj. Meðaltal 1. og 2. ársfj.
Arion banki 1,52% 0,52% 1,02%
Landsbanki 1,80% 2,60% 2,20%
Íslandsbanki 1,52% 1,04% 1,28%
DNB 1,36% 0,51% 0,94%
SEB 0,30% 0,60% 0,45%
Handelsbanken 0,08% 0,003% 0,04%
Swedbank 0,50% 0,30% 0,40%
Nordea 0,30% 1,20% 0,75%
Danske Bank 0,70% 0,20% 0,45%
Benedikt
Gíslason