Morgunblaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2020 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Heimildarmyndagerðarkonan Hrafnhildur Gunnarsdóttir hefur í nógu að snúast að vanda og vinnur að ýmsum spennandi verkefnum. Um þessar mundir eru hún að leggja lokahönd á myndina Fjaðra- fok sem verður frumsýnd í Tjarnarbíói sunnudaginn 9. ágúst og síðan sýnd í sjónvarpi. Hrafn- hildur segir hana vera hliðarverk- efni út frá Svona fólk sem er fimm þátta sería um sögu réttindabar- áttu samkynhneigðra sem sýnd var á RÚV í fyrra og vakti mikla at- hygli. Ummerki um breytingar Myndin er gerð í tilefni af því að nú eru 20 ár frá því að fyrsta Gleði- gangan var haldin. Hún fjallar að sögn Hrafnhildar um gönguhefð- ina, hvaðan hún kom og af hverju, og hvernig hún hefur þróast hér- lendis þessi 20 ár. „Það er stór saga þarna. Ég held að Gleðigangan sé í raun ummerki um breytingar sem eru einar merkilegustu breytingar á íslensku samfélagi,“ segir Hrafn- hildur. Hún hefur fylgst mjög náið með göngunni frá byrjun og mynd- að nánast öll árin til 2016. „Svo ég á mjög mikið efni frá þessu og það er gott að koma því frá sér.“ Hrafnhildur er einnig ráðin leik- stjóri að heimildarmynd um rokk- ömmuna Andreu Jónsdóttur, plötu- snúð og útvarpskonu. „Það er mjög spennandi verkefni og ákveðin áskorun. Andrea er mjög áberandi manneskja í íslensku þjóðlífi og er mjög áhugaverð fyrir þær sakir að hún er plötusnúður og hefur unnið við það alla tíð. Hún er líka áhuga- verð manneskja sem fer í gegnum lífið á eigin forsendum. Hún syndir ekki beint á móti straumnum, en er samt svo öðruvísi. Hún siglir skemmtilega á milli skerja.“ Ákveðin áskorun Aðspurð segist Hrafnhildur telja að myndin um Andreu verði svolítið ólík því sem hún hefur gert áður. „Andrea er ekki manneskja margra orða og það er ákveðin áskorun í því. Svo vil ég heldur ekki festast í einhverju áratuga verkefni. Ég ætla ekki að hafa tökutímabilið mjög langt. Hugmyndin hjá mér er sem sagt að láta myndina gerast á einum degi. Það er það sem ég er að skoða núna en það er svo sem teygjanlegt hvað er einn dagur.“ Hrafnhildur er auk þess að fram- leiða mynd sem ber titilinn Bónd- inn og verksmiðjan og fjallar um bóndann á Kúludalsá, Ragnheiði Þorgrímsdóttur. „Hún hefur verið með veika hesta. Þeir eru með fjór- falt magn flúors í beinum og það er bara einn staður þaðan sem flúorinn getur komið og það er álverksmiðjan á Grundartanga. Hún stendur sem sagt frammi fyrir því að það er eig- inlega búið að eyðileggja möguleika hennar á að vera með landbúnað og lifa af.“ Hrafnhildur segir að flúor sé líka að finna í sauðfé á svæðinu. „Það virðast allir póstar bregðast í þessu máli. Álverið neitar ábyrgð, stjórn- völd neita ábyrgð, MAST er alveg gagnslaust og Umhverfisstofnun skortir úrræði til að bregðast við,“ segir hún. „Nú erum við að fylgja þessu máli eftir. Leikstjórinn, Barði Guð- mundsson, hefur verið að eltast við þetta í nokkurn tíma og ég held að það sé mjög þarft að ræða þetta. Þetta er í rauninni eins konar fram- hald af Draumalandinu eftir Andra Snæ Magnason og Þorfinn Guðna- son.“ Skjaldborg aflýst Hrafnhildur var valin heiðurs- gestur Skjaldborgar, hátíðar ís- lenskra heimildarmynda, sem halda átti á Patreksfirði um helgina. Há- tíðinni hefur hins vegar verið aflýst vegna samkomutakmarkana sem kynntar voru fyrir helgi. Þegar blaðamaður ræddi við Hrafnhildi var ekki búið að aflýsa hátíðinni og var hún ánægð með heiðurinn sem henni var sýndur. „Þetta er mjög ánægju- legt og ég átti ekki beint von á þessu, en það er vel til fundið að vera með Íslending í ár. Þetta er náttúrulega bara heiður,“ sagði heimild- armyndagerðarkonan. Á hátíðinni stóð til að þrjár af eldri myndum Hrafnhildar, Corpus Ca- mera, Hver hengir upp þvottinn? og Hrein og bein. Þær eru frá árunum 1999 til 2003 og voru allar tilnefndar til Eddunnar á sínum tíma. Hrafn- hildur hefði einnig átt að vera með masterklass á hátíðinni. Sniðugt framtak Skjaldborg hefur verið mikilvæg fyrir samfélag heimildarmyndagerð- armanna undanfarin ár. „Mér hefur alltaf þótt þetta sniðugt og skemmti- legt framtak, að vera með þessa há- tíð á Vestfjörðum,“ segir Hrafnhild- ur um Skjaldborg. „Það færir okkur nær landsbyggðinni. Þetta er skemmtilegt fyrir samfélag okkar því þegar manni er kúplað út úr Reykjavík hefur maður fulla einbeit- ingu, það er ekkert annað að þvælast fyrir manni. Það gefur okkur tæki- færi á að liggja yfir því sem er verið að gera því þarna er verið að sýna mjög athyglisverð verk í vinnslu og svo afraksturinn á árinu.“ Það verð- ur því mikill missir að hátíðin fari ekki fram í ár vegna ástandsins. Dropinn holar steininn Um starf sitt segir Hrafnhildur: „Ég virðist vera forfallinn heimild- armyndagerðarmaður. Þetta er náttúrulega algjör bilun. Ég held það sé heimsmet að vera í 27 ár að safna efni í eina mynd en að lokum er uppskeran rík.“ Með þessu vísar hún til þáttanna Svona fólk. „Þetta er þolinmæðisverk. Maður ofhleður sig dálítið af verkefnum og þessu fylgir óreglulegur vinnutími og allt það. En ætli ég vilji ekki bara hafa það þannig,“ segir hún og hlær. „Það sem brennur á mér er alltaf að varpa ljósi á óréttlæti og hafa þannig áhrif. Það er kannski það sem hefur alltaf keyrt mig áfram.“ Hún nefnir sem dæmi myndir sínar sem fjalli um samkynhneigð, sem sé efniviður sem hún hafi alltaf heim- sótt af og til í gegnum tíðina. „Ég er heppin að því leyti að ég safnaði heimildum um þessar stórkostlegu breytingar sem urðu í íslensku sam- félagi þessari réttindabaráttu homma og lesbía. Þannig að þótt ég hafi ekki verið beint að breyta sam- félaginu með Svona fólk varpar það ákveðnu ljósi á hvernig er hægt að hafa áhrif á samfélag sitt. Dropinn holar steininn. Það var ágætt að sjá að það var hægt að breyta íslensku samfélagi,“ segir Hrafnhildur að lok- um. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kvikmyndagerð „Það sem brennur á mér er alltaf að varpa ljósi á óréttlæti og hafa þannig áhrif,“ segir Hrafn- hildur Gunnarsdóttir, sem var valin heiðursgestur Skjaldborgar í ár. Hún vinnur að ýmsum spennandi verkefnum. Ljósmynd/Sigurþór Gunnlaugsson Tökur Hrafnhildur tekur upp myndefni í Gleðigöngunni árið 2008. Í heim- ildarmyndinni Fjaðrafoki verður saga göngunnar hérlendis rakin. Vill varpa ljósi á óréttlæti  Hrafnhildur Gunnarsdóttir leggur lokahönd á heimildarmynd um Gleðigönguna  Leikstýrir mynd um plötusnúðinn Andreu Jónsdóttur  „Ég virðist vera forfallinn heimildargerðarmaður“ Litríkt Páll Óskar í viðtali fyrir myndina Fjaðrafok. Opnunarhófi viðamikillar sýningar í Listasafni Reykjavíkur í Hafnar- húsi á verkum listamannatvíeykis- ins Gilbert & George hefur verið af- lýst en sýningin verður engu að síður opnuð á fimmtudaginn, 6. ágúst. Sýningin mun hún yfirtaka Hafnarhúsið að undanskildum tveimur sölum og standa yfir til 3. janúar á næsta ári. Gilbert og George hafa í yfir fimm áratugi unnið einstök verk og haft mótandi áhrif á myndlist samtímans. Tvíeyki Gilbert og George. Opnunarhófi í Hafnarhúsi aflýst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.