Morgunblaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2020 35
kopavogur.is
Mannauðsstjóri
hjá Kópavogsbæ
Kópavogsbær auglýsir nýtt starf mannauðsstjóra laust til umsóknar.
Hlutverk miðlægrar mannauðsdeildar innan stjórnsýslusviðs er að veita
fagsviðum bæjarins stoðþjónustu og tryggja að hvert svið starfi í samræmi
við sameiginlega og yfirlýsta stefnu í mannauðsmálum. Mannauðsstjóri
stuðlar markvisst að auknum gæðum í mannauðsmálum, styrkingu jákvæðs
starfsanda og vinnustaðamenningar. Leitað er að einstaklingi sem hefur
frumkvæði og eldmóð til nýsköpunar og framþróunar í mannauðsmálum hjá
sveitarfélaginu.
Helstu verkefni
• Dagleg stjórnun og rekstur mannauðsdeildar.
• Stefnumótun og áætlanagerð í mannauðsmálum.
• Ráðgjöf, stuðningur og leiðbeiningar til stjórnenda í mannauðsmálum.
• Ábyrgð og eftirlit með launasetningu og framfylgd starfsmats.
• Umsjón með endurmenntun starfsmanna og stafrænni fræðslu.
• Umsjón með stjórnenda-, nýliða- og starfslokafræðslu.
• Umsjón með öryggis- og vinnuverndarmálum.
• Ábyrgð á innleiðingu og framkvæmd jafnlaunavottunar og jafnlaunagreininga.
• Vinnur að innleiðingu vinnu- og gæðaferla og fylgir þeim eftir.
• Ábyrgð og umsjón með vinnustaðagreiningum.
• Er í nánu samstarfi við mannauðsráðgjafa fagsviða og deildarstjóra launadeildar.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun í mannauðsstjórnun.
• Framúrskarandi leiðtoga-, samstarfs- og samskiptahæfni.
• Umtalsverð þekking og reynsla af mannauðsstjórnun.
• Reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu.
• Reynsla og þekking á breytingastjórnun.
• Reynsla og þekking á stefnumótun, teymisstarfi og verkefnastjórn.
• Reynsla og þekking á mannauðs-, fræðslu- og ráðningarkerfum.
• Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
Umsóknarfrestur er til og með 4. ágúst 2020.
Tekið er við umsóknum í gegnum ráðningarvef Kópavogsbæjar. Umsókn skal fylgja
ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu
umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Pálmi Þór Másson, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs,
palmi@kopavogur.is.
P
ip
ar\
P
ip
ar\
P
ip
ar\TB
W
A
\
TB
W
A
\
TB
W
A
\
W
A
\
A
SÍA
SÍA
SÍAÍ
Þjónustumaður í Garðabæ
Kælismiðjan Frost ehf. óskar eftir að ráða
þjónustumann til starfa í Garðabæ.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Æskilegt er að umsækjendur séu vélstjórar,
vélvirkjar, vélfræðingar eða með sambærilega
menntun og hafa reynslu af störfum við kælikerfi
og / eða í málmiðnaði.
Starf þjónustumanns felst í uppsetningu og
viðhaldi nýrra og eldra kælikerfa um borð
í skipum og í landi, bæði á Íslandi sem og
erlendis.
Frost er 25 ára gamalt fyrirtæki með starfstöð
á Akureyri og í Garðabæ, með ríflega 60
starfsmenn.
Fyrirtækið starfar bæði á Íslandi og víðsvegar
um heim.
Umsóknir ásamt ferilsrká sendist á
frost@frost.is
intellecta.is
Traust og fagleg
þjónusta
hagvangur.is