Morgunblaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 9
ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, Katrínu sjálfa, og hér þó einkumGuðmund IngaGuðbrandsson, umhverfisráðherra, en líkaSigurð IngaJóhannssonogBjarnaBenediktsson,harðlega, fyrir að standa að, leyfa eða líða það semvið teljumvera JARÐARVINIR Félagasamtök um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd Ole Anton Bieltvedt, formaður Í dag, 1. ágúst, má aftur fara að skjóta hreinkýr, en kálfar þeirra fæðast fram aðmánaðamótum maí-júní, og eru yngstu kálfar því rétt 8 vikna. Ekkert 8 vikna spendýr, hvorki hvolpar, lömb, kálfar né folöld, hafa náttúrulega burði til að standa á eigin fótum, ein með sjálfu sér, enda drekka hreinkálfar móðurmjólkina minnst til 5 mánaða aldurs og fylgja móður sinni fram á næsta vor, ef bæði lifa. Í september í fyrra beindi Fagráð um velferð dýra, undir stjórn yfirdýralæknis, þeim tilmælum til Umhverfisstofnunar (UST) og umhverfisráðherra, „að kýr verði ekki skotnar frá kálfum yngri en þriggja mánaða“. Skv. því hefði alls ekki mátt byrja að fella hreinkýr fyrr en 1. september. Guðmundur Ingi ákvað þó að fara að vilja Náttúrustofu Austurlands (NA) og UST, þar sem veiðimenn virðast gefa tóninn, eða ráða för, og fjárhags- legur ávinningur þessara stofnana og austfirskra bænda og landeigenda spila stóra rullu, í stað þess að taka af skarið og beita eigin valdi til að forða augljósu og kaldrifjuðu dýraníði. „Grænt“ var greinilega gleymt.Dýrin kvartaheldur ekki, en veiðimennvaðauppi og er þægilegra aðhafa þá stillta og góða. Eins var það gleymt eða virt að vettugi, að skv. skýrslumNA, benda allar líkur til þess, aðum600hreinkálfar hafi farizt veturinn 2018-2019, en á sumumsvæðumfórst allt að annar hver kálfur. Var vetur þó ímildara lagi. Líklegt er, aðmestur hluti þeirra kálfa, sem fórust með þessumhörmulega hætti - úr hungri, kulda og vosbúð - hafi veriðmóðurlausir angar. Allir, sem láta sig dýra-, náttúru- og umhverfisvernd nokkru skipta, verða að velta því fyrir sér, hvort þeir vilji styrkja þetta fólk til nýrra valda. Það eru kosningar næsta haust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.