Morgunblaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2020 Grensásvegur 13 - 108 Reykjavík - Sími 570 4800 - gimli.is - gimli@gimli.is Bárður Sölustjóri 896 5221 Elín Urður Lögg. fast. 690 2602 Elín Rósa Lögg. fast. 773 7126 Lilja Viðskiptafr. / Lögg. fast. 820 6511 Kristján Viðskiptafr. / Lögg. fast. 691 4252 Halla Viðskiptafr. / Lögg. fast. 659 4044 Ólafur Sölu- og markaðsstjóri 690 0811 Ellert Lögg. fast. 661 1121 Sigþór Lögg. fast. 899 9787 Hafrún Lögg. fast. 848 1489 Því miður þarf ég að senda þér opið bréf, því ég gerði tilraun til þess að ávarpa þig með erindi um daginn, Þar sem mér fannst skorta að beitt hafi verið heilbrigðri skyn- semi hjá bílastæðasjóði Reykjavík- ur, þegar starfsmaður Bílastæða- sjóðs sektaði mig um kr. 10.000 fyrir vægast sagt smávægilegt stöðubrot, en skrifstofa borgarstjóra flutti mér þau skilaboð frá þér að þú myndir ekki skoða eða tjá þig um afgreiðslu deilda borgarinnar. Fyrsta spurning mín er: Er borgar- stjóri ekki yfirmaður allra stjórn- enda og starfsmanna borgarinnar og ber að sjá til þess að starfsmenn vinni af sanngjörnum hætti fyrir borgarbúa? Eftir neitun frá framkvæmda- stjóra Bílastæðasjóðs bauðst sú hin sama til að senda erindi mitt til lögfræðings Bílastæða- sjóðs, sem úrskurðaði mörgum vikum síðar og tók alfarið málstað framkvæmdastjóra bílastæðasjóðs. Lögfræðingur Bíla- stæðasjóðs benti mér á þann möguleika að áframsenda mitt mál til umboðsmanns borg- arbúa. En kerfið innan borgarinnar og stjórn- endur standa saman, því á 1-2 dög- um svaraði lögmaður umboðsmanns og tók alfarið málstað framkvæmda- stjóra Bílastæðasjóðs. Á meðan á þessari skoðun innan borgarkerfisins stóð, hækkaði borg- in sektina upp í kr. 20.000 og sendi mér auk þess innheimtubréf með lögveðshótun. Ég var sem sagt sektaður 4. maí sl. af bílastæðaverði, þegar hann sá ca. 5-7 cm af öðru afturdekki bif- reiðar minnar uppi á gangstétt fyrir utan húsið sem ég bý í, Hörgshlíð 2, sjá með- fylgjandi mynd. Rétt er að taka það fram líkt og er fyrir utan öll hús sunnan við Hörgs- hlíðina, að það þarf að aka yfir gangstéttina, sem er án kantsteins, til að leggja bifreiðum í bílastæði, sem ætti að milda verulega túlkun laga nr. 77/2019. Lögin eru með einfaldan texta: „Eigi má stöðva vélknúið ökutæki eða leggja því á stöðum sem ekki eru ætlaðir fyrir umferð slíkra öku- tækja, svo sem gangstétt.“ Hitt ætti öllum að vera ljóst að 5-7 cm inn á gangstétt fyrir framan húsið sem maður býr í getur varla talist lög- brot. Andi laganna getur varla verið sá í svona saklausum tilvikum að þá skuli beita hörðustu sekt, frekar en að beita heilbrigðri skynsemi. 4-5 stjórnendur borgarinnar studdu hver annan í málinu. Er framtíð vors fósturlands björt? Ekki trúi ég því að fjármál borg- arinnar séu það slæm að Bílastæða- sjóðssektir þurfi að herða og auka verulega til að hjálpa til með fjár- málin. Á ég þá frekar að trúa því að fjölmargir stjórnendur og lögfræð- ingar Bílastæðasjóðs þurfi á aukn- um sektargreiðslum að halda til að réttlæta tilveru stórrar deildar? Einnig spyr ég hvaða tilgang um- boðsmaður borgarbúa hafi, ef ekki til að hjálpa borgarbúum og opna augu starfsmanna borgarinnar og beita heilbrigðri skynsemi? Opið bréf til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra Eftir Björn Eysteinsson » Viljum við sjá að heilbrigð skynsemi vinni samhliða reglu- verki borgarinnar ? Björn Eysteinsson Höfundur er framkvæmdastjóri. Heimreiðin Hér má sjá hvernig u.þ.b. 5-7 cm af öðru afturdekki bifreið- arinnar nær út á gangstétt fyrir utan húsið sem greinarhöfundur bý í. Árið 2015 fékk EFTA-dómstóllinn fransk-svissnesku listamennina Marie- Antoinette Chiarenza og Daniel Hauser til að búa til rýmisverk fyrir dómsal sinn, neon-uppstillingu þar sem spurt er: „er RÉTTLÆTI rétt- læti?“, á ensku „is JUSTICE justice?“. Þetta er frá- bært nútímalegt listaverk. Þess má geta að listamennirnir tveir hönn- uðu, ásamt öðrum, hina opinberu inngöngugjöf svissneska ríkisins til Sameinuðu þjóðanna fyrir höf- uðstöðvar þeirra í New York. Lista- verkið „er RÉTTLÆTI réttlæti“ hefur hangið í dómsalnum allar göt- ur síðan. Þegar munnlegur mál- flutningur fór fram þar, og við önn- ur tilefni, skinu stafirnir með ljósbláum bjarma. Á heimasíðu Chiarenza og Haus- er (http://www.relax-studios.ch/ detailps/2015justice/) stendur eftir- farandi um verkið: „is JUSTICE justice?, 2015 Neonskilti, blátt ljós, 40x100 cm. Pantað / varanlegt verk EFTA dómstóllinn, Lúxemborg. Jafnvel þegar það er ritað í lág- stöfum er réttlæti stórt orð. Það táknar kröfu sem veltur alltaf á samhenginu. Enska orðið „justice“ táknar beitingu laga, í þágu mann- réttinda, í þágu dómstólsins, réttar- kerfisins, dómarans. Orðið stendur fyrir ramma sem snertir réttindi. Þannig, til dæmis, er dómstóllinn aðallega viðurkenndur af samfélaginu sem opinbert yfirvald sem, með ákveðnu ferli, sker úr um ágreining. Farvegur og nið- urstaða lögsóknar eru ekki ljós fyrir fram. Í grunninn er hún nán- ast alltaf túlkun lag- anna. Neon-ljósið skrifar orðið réttlæti á tvo mismunandi vegu á hinu opinbera sviði dómsals, í þessu tilfelli hinu yfirþjóðlega valdi EFTA- dómstólsins. Listaverkið beinist að öllum sem nota eða heimsækja EFTA-dómstólinn, á meðan lög- sókn fer fram, eða jafnvel án þess.“ Fyrir hálfu ári gerðist það hins vegar að listaverk Chiarenza og Hausers var tekið niður og flutt nið- ur í kjallara, þar sem það mun vera geymt. Spartlað var í holurnar og málað yfir. Með því kann EFTA- dómstóllinn að hafa brotið gegn sæmdarrétti höfundanna. Hluti af þeim rétti er rétturinn til virðingar fyrir heilleika („integrity“) verks- ins. Í grein 2(1) í höfundalögum Lúxemborgar stendur: „Indépendamment des droits patrimoniaux, et même après la cession desdits droits, l’auteur jouit du droit de revendiquer la paternité de son œuvre et du droit de s’oppo- ser à toute déformation, mutilation ou autre modification de celle-ci ou à toute autre atteinte à son œuvre, préjudiciables à son honneur ou à sa réputation.“ „Óháð fjárhagslegum réttindum, og jafnvel eftir að þeim réttindum lýkur, skal höfundurinn njóta réttarins til þess að nefnast höf- undur verks síns og réttarins til þess að mótmæla öllum brenglunum, skemmdarverkum eða öðrum breyt- ingum á því eða hverju öðru inngripi í verk hans sem talist getur skaðlegt heiðri hans eða orðstír.“ Viðurkenning sæmdarréttar er sannkallað evrópskt afrek. Frönsk lög ruddu brautina að þessu leyti og lög Lúxemborgar eru náskyld þeim frönsku. Tilgangur sæmdarréttar er að verja, í gegnum verkið, persónu- leika listamannsins. Samkvæmt frönskum lögum sjást þessi sérstöku tengsl milli sæmdarréttar og persónuleika í eftirfarandi: sæmdar- rétturinn er óafsalanlegur, ófram- seljanlegur og eilífur. Á sama tíma og fjárhagslegu réttindin renna út 70 árum eftir að höfundurinn deyr endist sæmdarrétturinn fram yfir þann tíma. Sæmdarréttur er varinn af grein 6bis í Bernarsáttmálanum um vernd bókmennta og listaverka og er því einnig varinn í EES/ EFTA-ríkjunum þremur, Íslandi, Liechtenstein og Noregi. Sæmdarréttur var upphaflega varla til í þeim ríkjum þar sem for- dæmisréttur var í gildi, og litið var þar á listaverk líkt og hvaða vöru sem er. Grunnhugmyndin var sú að hver sem keypti listaverk gæti gert það sem honum sýndist við það, líkt og um bifreið eða hjól væri að ræða. Árið 1989 samþykkti Bandaríkja- þing hins vegar lög um réttindi sjón- listamanna, alríkislög sem banna eyðileggingu eða niðrandi meðferð listaverka, því eins og þingmaður fulltrúadeildarinnar, Robert Kastenmeier, orðaði það: „Sam- félagið tapar að lokum þegar lista- verkum er breytt eða þau eyðilögð.“ Svo öllu sé til haga haldið bæti ég við að í listaverkum sem eru í opin- beru rými vega dómstólar og meta réttinn til virðingar fyrir verkinu andspænis öryggiskröfum, alls- herjarreglum og réttindum þeirra sem eiga rýmið. Ég tel að slíkt hags- munamat sé þungamiðja „Y-Block“- málsins“, sem ég las í norsku dag- blaði að er nú rekið fyrir dómstólum í Ósló. Þessi undantekning á hins vegar ekki við um þetta mál. Lista- verkið var einfaldlega fjarlægt af því að þeim sem nú ráða ríkjum í EFTA-dómstólnum líkar verkið ekki. Ég hef verið spurður hvernig dómstóll í Lúxemborg myndi dæma í „er RÉTTLÆTI réttlæti“-málinu. Mín skoðun er sú að augljóst sé að það að fjarlægja verkið og bannfæra með því að setja það ofan í kassa í kjallara dómstólsins sé brot á bæði heiðri og orðspori höfundanna. Ég sé engar lögmætar ástæður fyrir þessu. Það að þeir sem tóku þessa ákvörðun hafi annan smekk en þeir sem pöntuðu verkið er ekki lögmæt ástæða. Því hefur verið haldið fram að í höfundarétti sé sæmdarréttur- inn hin listræna hliðstæða laga um ærumeiðingar. Ég mun ekki fella gildisdóma um smekk þeirra sem ákváðu að henda listaverkinu „er RÉTTLÆTI réttlæti?“. Ég læt nægja að vísa til samanburðar danska lögfræðingsins Rasmus Smith Nielsen á LinkedIn við hug- takið um úrkynjaða list (entartete Kunst“). Í fortíðinni gerðist það stundum, og þá sérstaklega en ekki eingöngu í Bandaríkjunum, að þegar nýr framkvæmdastjóri í banka kom þar til starfa lét hann henda þeim lista- verkum sem honum líkaði ekki. Það er nákvæmlega þetta sem skyld- unni til að virða heilleika verka er ætlað að koma í veg fyrir. Í yfirlýs- ingunni í neon-uppstillingunni „er RÉTTLÆTI réttlæti?“ felst að dómstólar búa yfir miklu valdi og ættu að spyrja sig hvernig farið er með það vald. Hvort dómurum finnst það óþægilegt er málinu óvið- komandi. Í staðinn fyrir að láta fjar- lægja verkið ættu þeir að íhuga það. Það er ekki hægt að gera „mála- miðlun“ í þeim skilningi að verkið megi festa upp annars staðar í dómshúsinu. Verkið var pantað sér- staklega fyrir dómsalinn og ein- göngu fyrir hann. Einungis í dóm- salnum getur verkið náð listrænum áhrifum sínum. Framkoma EFTA- dómstólsins er þeim mun óskiljan- legri þar sem hann hefur fellt tvo fordæmisgefandi dóma í höfunda- réttarmálunum sem kennd eru við Astra Norge og Vigeland. Hvað eiga þeir þegnar sem þurfa að mæta fyrir svona dómstól að hugsa? Að lokum: Hver svo sem hin lagalega staða málsins er, þá er það ein- staklega sorglegt að þetta skuli hafa gerst þegar forseti EFTA- dómstólsins er frá Íslandi. Ísland er einstakur vettvangur nútímalistar og sumir mikilhæfustu listamenn okkar tíma eru Íslendingar. EFTA-dómstóllinn fiktar við nútímalistaverk Eftir Carl Baudenbacher »Einungis í dómsaln- um getur verkið náð listrænum áhrifum sínum. Carl Baudenbacher Höfundur er fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins. Ég var í Heiðmörk í blíðunni í dag. Mikil gróska og fegurð en eitt skyggir á ánægjuna að heimsækja þennan unaðsreit okkar. Þar á ég við rykið frá ómalbikuðum bílvegum um svæðið. Í hvert skipti sem bíll ók framhjá svæðinu sem ég var á þyrlaðist upp rykstrókur og lagðist síðan yfir um- hverfið. Skipti ekki máli hvort farar- tækið var lítið eða stórt, öll skildu þau eftir rykkófið. Heiðmörk er 70 ára um þessar mundir og ég hef oft furðað mig á þessu aðgerðaleysi að leggja ekki slitlag á vegina þar. Það gera Akur- eyringar og Egilsstaðabúar í sínum skógum. Einhver bar við vatnsvernd- unarsjónarmiðum en þá má benda á fulllagt slitlag á veginn í Bláfjöll, sem er líka á vernduðu svæði. Þokkalega lítur út með berja- sprettu á svæðinu en ekki kræsilegt að tína blessuð bláberin í rykkófinu. Ég óska eftir svari forráðamanna Heiðmerkur um hvort ekki standi til að leggja slitlag á vegina þar efra. Við höfum beðið í 70 ár eftir sóma- samlegum vegum þar. Unnandi Heiðmerkur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Rykið í Heiðmörk Heiðmörk Rykið frá ómalbikuðum bílvegum um svæðið skyggir á ánægjuna að heimsækja Heiðmörk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.