Morgunblaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2020 Messur á morgun ✝ Unnur Lár-usdóttir fædd- ist í Borgarnesi 16. janúar 1928. Hún lést 15. júlí 2020. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jón Lárus Sigurðsson og Marsibil Ing- unn Jóhannsdóttir. Systkini hennar voru Jóhanna og Sigurður. Að loknu fullnaðarprófi hóf Unnur nám í Húsmæðraskól- anum á Varmalandi og lauk þaðan prófi 1947. Unnur giftist Jóni Magn- ússyni bílamálara árið 1948 og fluttust þau til Reykjavíkur. Börn þeirra eru: 1) Ingunn Ólafía, f. 1948. Hún á þrjár dætur. 2) Ríkharð Örn, f. 1950. Kona hans er Guðný Erla Guðmundsdóttir. Þau eiga þrjú börn. 3) Sólrún Maggý, f. 1952. Maður hennar er Ólafur Hafsteinn Einarsson. Þau eiga þrjú börn. 4) Lárus Haukur, f. 1955. Hann á tvö börn. 5) Hilmar Þór, f. 1962. 6) Unnur Jenný, f. 1964. Maður henn- ar er Sigurður Kjartansson. Þau eiga tvö börn. Barnabörn og barnabarnabörn eru orðin alls 32. Unnur og Jón bjuggu í Reykja- vík og Kópavogi sín búskaparár. Þau skildu ár- ið 1968. Hún giftist árið 1971 Hreini Þorvaldssyni byggingafulltrúa og fluttist til hans í Mos- fellsbæinn. Hreinn var ekkill með fimm börn og gekk hún þeim í móðurstað. Þau Hreinn skildu árið 1985. Unnur bjó eftir það í Víði- teig í Mosfellsbæ allt til dauðadags. Hún var umvafin fjölda af- komenda sinna alla tíð. Unnur var jarðsungin frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ 27. júlí 2020. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að hennar ósk. Elsku besta mamma okkar er dáin. Það er svo óendanlega sárt. Mamma var yndisleg mann- eskja sem vildi öllum vel. Hún var jákvæð og alltaf brosandi. Ung í anda og hress. Hún bjó allt til dauðadags í íbúð sinni og tók þar á hverjum degi á móti afkomendum sínum og vinum. Alltaf var boðið upp á kaffi og meðlæti. Hún fór í langa göngutúra á næstum hverjum einasta degi, sama hvernig viðr- aði. Mamma hugsaði vel um alla og talaði aldrei illa um nokkurn mann. Betri fyrirmynd í lífinu er ekki hægt að hugsa sér. Við kveðjum nú en vitum að við munum hittast á ný. Þökkum fyr- ir að hafa átt bestu mömmu í heimi. Þú sem gafst mér ást í æsku sem entist vel á lífsins braut, í faðmi þínum frið og gæsku fann ég leysa hverja þraut. (Kristján Hreinsson) Þín Hilmar og Jenný. Unnur Lárusdóttir Mér fannst mjög fróðlegt að kynnast Jónasínu Guðna- dóttur, og heyra um störf hennar. Hún hafði snemma valið sér að verða hjúkrunarkona, hafði starfað víða, hjá ýmsum sjúkrastofnun- um víða um landið og haft kynni af mörgu fólki. Við hittumst vikulega í næst- um fimm ár og röbbuðum saman í stofunni hennar, lengst af í Furugerði í Reykjavík. Veggirn- ir þar voru prýddir myndum af skyldmennum, lifandi og liðnum. Virðulegt skatthol sem faðir hennar hafði smíðað setti svip á stofuna. Minjagripir frá ferða- lögum hennar um heiminn héngu þarna líka. – Reyndar hafði ég á árum áður séð Jónasínu á fund- um Rauða krossins og við tekið tal saman, áður en hún varð „gestgjafi“ minn. Hún hafði sjálf verið heimsóknarvinur í mörg ár. Hún var sem sagt trygg upp- runa sínum og skyldfólki, en annað einkenni hennar var virð- ing hennar fyrir fagmennsku í starfi. Þeir sem sögðust vera menntaðir til tilkekins starfs en villtu á sér heimildir fengu ekki góða einkunn hjá henni. Úr dag- legum vandamálum í starfinu leysti hún af þekkingu og mynd- arskap. Ég gæti trúað að viðmót hennar við sjúklinga hafi verið hlýlegt því að hún hafði gott hjartalag. Jónasína var mjög vakandi Jónasína Þórey Guðnadóttir ✝ Jónasína ÞóreyGuðnadóttir fæddist 25. október 1935. Hún lést 30. júní 2020. Útför hennar fór fram í kyrrþey. fyrir góðum leikrit- um á sviði, sótti einnig tónleika. Til dæmis veitti sýn- ingin „Ellý“ henni ómælda ánægju. Fyrir ári hélt sam- eiginlegur kunn- ingi okkar sína kveðjutónleika, þangað fórum við saman. Hún naut þessa atburðar vel, hitti þar líka Vestfirðinga sem hún þekkti frá fyrri tið. Bækur sem hún valdi sér voru ævisög- ur, einkum sögur þeirra sem höfðu orðið fyrir mikilli lífs- reynslu. Hún hafði sjálf ekki farið varhluta af lífsreynslu, hafði snemma misst eiginmann og son, hún hafði því lengi þurft að treysta á sjálfa sig. Að eiga ekki marga virkilega nána að hafði mótað líf hennar. Jónasína var ákveðin og afdráttarlaus í skoðunum. Samt leyfði hún mér að stríða sér svo- lítið fyrir vissa fordóma sem hún hafði. – Því miður var heilsa hennar ekki sem best, hún þjáð- ist af krampa í meltingarfærum, tel ég, en við því var víst lítið hægt að gera. Hún hafði skap- raun af ýmsu í næsta umhverfi sínu, kannski kom oft til leið- inlegra orðaskipta í sambýlinu, hún Jónasína gat verið óbil- gjörn. Alltaf tók hún mér vel og kvaddi mig með hlýju þegar ég fór. Við Jónasína vorum á svip- uðum aldri og áttum þess vegna nokkuð sameiginlegt. Hún and- aðist södd lífdaga. Ég sakna hennar og ég mun minnast hennar. Sendi skyldmennum hennar samúðarkveðjur. Jóhanna Jóhannesdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA | Sumarhelgistund í safnkirkj- unni í Árbæjarsafni kl. 11. Sr. Petrína Mjöll Jó- hannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Árbæjarkirkju leiða sönginn og organisti er Reynir Jónasson. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á ís- lensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Messa virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. er messa kl. 8. Lau. kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Guðsþjónusta klukkan 11. Prest- ur Sveinn Valgeirsson. GRAFARVOGSKIRKJA | Kaffihúsamessa verður í Grafarvogskirkju sunnudaginn 2. ágúst kl. 11. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir þjónar og organisti er Há- kon Leifsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Sumarkirkjan. Guðsþjónusta í Garðakirkju á Álftanesi. Sr. Jón Helgi Þórarinsson og sr. Sighvatur Karlsson ann- ast stundina ásamt Kára Allanssyni organista. Boðið verður upp á kaffi og kleinur í Króki (við Garðakirkju) þar sem Rúna safnvörður segir frá Króki og sumar- og ættjarðarlög verða sungin við gítarundirleik. Verið velkomin. Sumarkirkjan er samstarfsverkefni safnaða í Hafnarfirði og Garða- bæ um helgihald í Garðakirkju kl. 11 alla sunnu- daga í sumar. HALLGRÍMSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Bænastundir kl. 12 miðvikud., fimmtud. og föstud. Orgeltónleikar fimmtud. kl. 12.30. Eyþór Ingi Jónsson leikur. HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kordíu, kór Háteigskirkju, syngja og organisti er Guðný Einarsdóttir. KELDNAKIRKJA Rangárvöllum | Fermingar- messa laugardaginn 1. ágúst kl. 12. Guðjón Hall- dór Óskarsson organisti stjórnar almennum safn- aðarsöng. Ferminguna annast sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. MELSTAÐARKIRKJA | Árleg messa á Efra-Núpi í Miðfirði verður laugardag 1. ágúst kl. 14. Prestur Guðni Þór Ólafsson NESKIRKJA | Kaffihúsaguðsþjónusta í safnaðar- heimilinu kl. 11. Stefanía Bergsdóttir guðfræð- ingur predikar og þjónar ásamt sr. Steinunni Arn- þrúði Björnsdóttur. Félagar úr kór Neskirkju leiða söng. Litir og blöð fyrir yngstu kynslóðina. REYNIVALLAKIRKJA í Kjós | Hin árlega hesta- og útivistarmessa kl. 14. Kirkjukór Reynivalla- prestakalls syngur. Organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson. Sr. Arna Grétarsdóttir þjónar fyrir alt- ari. Kaffi og kleinur á pallinum við prestssetrið eft- ir messuna. SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Fermingarmessa kl. 11. Kór Seyðisfjarðarkirkju. Organisti er Rusa Petriashvili. Prestur er Sigríður Rún Tryggvadóttir og meðhjálpari Jóhann Grétar Einarsson. Ferming- arskeyti kirkjunnar, tekið á móti pöntunum í síma 8932783. Hvert skeyti kostar 2.000 kr. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Eg- ill Hallgrímsson annast prestsþjónustuna. Organ- isti er Jón Bjarnason. Morgunblaðið/Árni Sæberg Reynivallakirkja í Kjós var reist árið 1859. Flutningar á ánauðugu fólki frá Afríku til ríkja í Ameríku hófust árið 1526 þegar fyrsti „farmurinn“ barst til Brasilíu. Þegar leið að lokum átjándu ald- arinnar tóku að koma upp hreyfingar sem börðust gegn þessari verslun með fólk og þar kom að hver Evrópuþjóðin af annarri bannaði þrælasölu. Bretar bönnuðu hana árið 1807 og árið 1833 bönnuðu þeir allt þrælahald á yf- irráðasvæðum sínum. Í Bandaríkjunum var einnig barist gegn þrælahaldi. Þann- ig höfðu að minnsta kosti sex ríki þar í landi bannað þrælahald árið 1788 og árið 1808 lagði Bandaríkjaþing bann við flutningi ánauðugs fólks til landsins. Árið 1865 var þrælahald bannað að fullu innan Bandaríkja Norður-Ameríku. Umræðan í samtíma okkar Þeir þrælaflutningar og það þrælahald sem rakið er stuttlega hér á undan eru sú saga sem mest er rædd í samtíma okkar. Ekki er ástæða til þess að leyna henni eða gera lítið úr því ómanneskjulega at- hæfi sem framið var. Hins vegar er um- ræðan mjög svo einhliða og einnig virðist hún einna helst hníga að því að gera sem mest úr sekt Vesturlandabúa, en viðleitni í þá veru að sakfella þá fyrir hvaðeina hefur verið stórlega áberandi á síðustu áratugum. Þrælahald af ýmsum toga hefur tíðk- ast alla þá tíð sem sögur ná til. Það er ekki heldur horfið í nútímanum og kemur bæði fyrir sem eiginlegt þrælahald og í til dæmis í hinum svokölluðu „svitabúð- um“ (sweatshops), þar sem fólk ungt og gamalt þrælar myrkranna á milli við til að mynda fatasaum eða í námum og þá iðulega við að fullu óboðlegar aðstæður. Líka er það svo, að í umræðunni er ekki að finna mikla víðsýni. Hamrað er á sekt Vesturlandabúa en ekki litið til ann- arra átta, sem ætti þó að vera sjálfsagt vilji menn í raun gæta staðreynda og sanngirni. Svo ekki sé farið of langt aftur í söguna nægir að taka tímann innan okkar tímatals. Rómverjar og Grikkir héldu þræla og hið sama gerðu ýmsar þjóðir í Vestur-Evrópu – þar á með- al á Norðurlöndum og einnig hér á landi. Það var framar öðru fyrir áhrif kristninnar að þrælahald lagðist af til dæmis í Rómaveldi og síðan víðar. Þetta varð í krafti kenninga trú- arinnar, sem til dæmis koma fram í Ga- latabréfinu 3:28: „Hér er hvorki Gyð- ingur né annarrar þjóðar maður, þræll né frjáls maður, karl né kona. Þið eruð öll eitt í Kristi Jesú.“ Þróunin varð ekki hin sama innan ann- arra trúarbragða og er þar ekki síst að líta til íslams. Múslimar Ein elsta skjalfesta heimildin um þrælaviðskipti múslima er frá árinu 652. Þar skuldbatt kristinn höfðingi í Darfur í núverandi Súdan sig til þess að afhenda múslimskum sigurherrum hundruð þræla ár hvert. Þessi samningur stóð til ársins 1276. En múslimar fóru einnig um Afríku í þrælaleit og höfðu á brott með sér millj- ónir manna, karla, konur og börn. Þetta fólk tímgaðist ekki í löndum múslimanna vegna þess að karlarnir voru tíðast van- aðir með grófum hætti og þeir sem lifðu af þá hrottalegu aðgerð gjarnan nýttir sem geldingar í til að mynda kvennabúr- um herra sinna. Einnig stunduðu múslimar ránsferðir til ýmissa landa í Evrópu, ekki síst við Miðjarðarhafið en líka við strendur Svartahafsins og Atlantshafsins og allt til Íslands og höfðu með sér „vöru“ til sölu á þrælamörkuðum heima fyrir. Talið er að vel yfir ein milljón Vesturlandabúa hafi verið hneppt í þrældóm í löndum músl- íma. Þá er ótalinn gífurlegur fjöldi karla, kvenna og barna sem múslimar hertóku í grimmilegum herferðum sínum austur á bóginn þegar þeir komust allt til Ind- lands og unnu þar mikil og blóði drifin hermdarverk, sem eru mörg hver kirfi- lega skjalfest – jafnvel af þeim sjálfum. Ekki rætt Alla þessa sögu er hvergi að finna í umræðu samtíma okkar og þá ekki held- ur að bæði var þrælahald almennt í Afr- íku og verslun með þræla tíðum afar mikilvæg fyrir efnahag margra ríkja í álfunni. Ekki er þess heldur getið að þrælahald var ekki afnumið fyrr en til þess að gera nýverið í ýmsum löndum múslima og þá gjarnan vegna þrýstings frá Vesturlöndum. Til dæmis var þræla- hald afnumið í Katar árið 1952, í Sádi- Arabíu og Jemen árið 1962, í Óman árið 1970 og í Máritaníu að forminu til árið 1981, en þar í landi er talið að þrælahald sé enn tíðkað – og þá væntanlega víðar í múslimaheiminum. Í ýmsum ríkjum Afr- íku var þrælahald ekki heldur afnumið fyrr en á tuttugustu öldinni. Ekki ber heldur að gleyma þrælatöku og þræla- sölu hinna múslimsku ISIS-liða á þessari öld í styrjöld þeirra í Austurlöndum nær, sem vera ætti öllum í fersku minni. Þessar staðreyndir falla ekki að mál- flutningi öfgahópa samtíma okkar, þar sem sekt hvíta mannsins er meginstefið til dæmis hjá Antifa, BLM og leiðitömum mönnum á Vesturlöndum, sem með framgangi sínum vekja heiftarlega kyn- þáttafordóma. Jafnframt grafa þessir öfgahópar undan vestrænni menningu og því sem hún hefur afrekað í mannrétt- indamálum og virðingu fyrir manninum sem slíkum án tillits til uppruna og lit- arháttar í anda mannréttindafrömuða svo sem baráttumannsins og prestsins Martins Luthers Kings jr. Eftir Hauk Ágústsson » Þrælahald, þrælasala og óupplýst umræða. Haukur Ágústsson Þrælar og umræða samtímans Höfundur er fyrrverandi kennari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.