Morgunblaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 40
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2020
Lundúnaliðin Arsenal og Chelsea
mætast í 139. úrslitaleik ensku bik-
arkeppninnar í knattspyrnu á Wem-
bley klukkan 16:30 í dag.
Leikurinn verður sögulegur fyrir
þær sakir að hann verður fyrsti úr-
slitaleikurinn í sögu þessarar elstu
bikarkeppni heims sem fer fram
fyrir luktum dyrum en engir áhorf-
endur verða á vellinum vegna kór-
ónuveirufaraldursins sem herjar á
heimsbyggðina.
Þótt umgjörðin verði með óvenju-
legu sniði má búast við hörkuleik
tveggja tiltölulega jafnra liða sem
mættust einmitt í úrslitum fyrir
þremur árum. Arsenal hafði þá bet-
ur, 2:1, og mun þurfa að endurtaka
leikinn í dag til að taka þátt í Evr-
ópukeppni á næstu leiktíð.
Chelsea hefur nú þegar tryggt
sér sæti í Meistaradeild Evrópu í
vetur eftir að hafa hafnað í fjórða
sæti úrvalsdeildarinnar en Arsenal
lauk keppni í 8. sæti og verður því
að hreppa bikarinn til að ferðast um
álfuna næsta haust. Þótt tíu stig
hafi að lokum skilið liðin að í deild-
inni má vel búast við jöfnum leik
sem erfitt er að rýna í. Chelsea
vann viðureign liðanna á Emirates-
leikvanginum í desember, 2:1, en
niðurstaðan var jafntefli á Stamford
Bridge mánuði síðar, 2:2. Þá er sag-
an í liði með skyttunum enda sig-
urælasta lið enska bikarsins frá
upphafi. Arsenal hefur þrettán sinn-
um orðið bikarmeistari og leikur í
dag til úrslita í 21. sinn. Chelsea er í
þriðja sæti, á eftir Manchester
United, með átta bikarsigra, þann
síðasta árið 2018 eftir sigur gegn
einmitt United, en þetta verður
fjórtándi úrslitaleikur liðsins.
Ungir knattspyrnustjórar
Þá er viðureignin ekki síður
áhugaverð þegar horft er til stjór-
anna, sem báðir eru ungir og
reynslulitlir á sviði knattspyrnu-
stjóra, en áttu glæstan feril með lið-
unum tveimur. Mikel Arteta spilaði
fyrir Arsenal frá 2011 til 2016 og
varð einmitt bikarmeistari með lið-
inu tvisvar. Í dag gæti hann unnið
sinn fyrsta titil sem stjóri en hann
tók við Lundúnaliðinu í desember á
síðasta ári.
Frank Lampard þarf svo vart að
kynna. Hann er einn sigursælasti
leikmaður í sögu Chelsea, spilaði yf-
ir 600 leiki fyrir liðið á árunum 2001
til 2014. Varð enskur meistari þrisv-
ar, bikarmeistari fjórum sinnum og
Evrópumeistari einu sinni. Frum-
raun hans í sæti þjálfara var með
Derby County í B-deildinni á þar-
síðustu leiktíð en hann tók við
Chelsea síðasta sumar og reynir,
rétt eins og Arteta, að vinna sinn
fyrsta titil sem stjóri í dag. krist-
oferk@mbl.is
Lundúnaslagur
um bikarinn
Sömu lið mættust í úrslitum 2017
AFP
Lundúnalið Arsenal og Chelsea mættust síðast í janúar. Alexandre Laca-
zette úr Arsenal og Antonio Rüdiger hjá Chelsea eigast við í þeim leik.
Íslandsmótið í golfi mun fara fram
6.-9. ágúst á Hlíðavelli hjá Golf-
klúbbi Mosfellsbæjar eða sam-
kvæmt áætlun. Stjórnvöld sam-
þykktu tillögur Golfsambands
Íslands um að leika keppnisgolf og
jafnframt virða sóttvarnareglur.
Var það gert í ljósi hertra sótt-
varnaaðgerða og takmörkunar á
íþróttastarfi í kjölfar tilkynningar
stjórnvalda 30. júlí. Flestir sterk-
ustu kylfingar landsins verða meðal
þátttakenda á mótinu, þar sem lítið
er keppt erlendis um þessar mundir
vegna kórónuveirunnar.
Íslandsmótið sam-
kvæmt áætlun
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Meistari Guðrún Brá Björgvins-
dóttir er ríkjandi Íslandsmeistari.
Ragnar Sigurðsson, landsliðsmaður
í knattspyrnu, hefur framlengt
samning sinn við danska liðið FC
København.
Félagið greindi frá þessu í gær
og mun samningurinn gilda fram á
sumar á næsta ári, 2021.
Ragnar gekk á árinu aftur til
Kaupmannahafnar og kom frá Ro-
stov í Rússlandi. Ragnar lék með
FC København á árunum 2011 -
2014.
Ragnar er 34 ára gamall og upp-
alinn í Fylki en hefur einnig leikið í
Svíþjóð og á Englandi.
Áfram í gamla
höfuðstaðnum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Danmörk Ragnar verður alla vega
hjá félaginu fram á sumar 2021.
1. ágúst 1975
Ellert B. Schram, formaður
Knattspyrnusambands Íslands,
greinir frá því á
blaðamannafundi
að KSÍ hafi bor-
ist bréf frá
Knattspyrnu-
sambandi Evr-
ópu, UEFA, þar
sem Íslendingum
séu settir afarkostir. Ekki muni
fara fram leikir í keppnum á
vegum UEFA á Laugardals-
velli eftir 8. júlí 1976 nema um-
talsverðar lagfæringar verði
gerðar á vellinum. Völlurinn
fékk slæma umsögn eftir lands-
leik gegn Frökkum 25. maí
1975 en bréf UEFA var dagsett
8. júlí 1975. „Það þarf ekki að
lýsa því hve mikið áfall það yrði
fyrir okkur ef heimaleikir ís-
lenzkra liða yrðu teknir af
þeim,“ hefur Morgunblaðið eft-
ir Ellert.
1. ágúst 1982
Íslenska karlalandsliðið í knatt-
spyrnu vinnur Færeyjar, 4:1 í
vináttulandsleik í Færeyjum.
Sigurður Örn Grétarsson skor-
ar tvö af mörkum Íslands og
Heimir Karlsson og Erlingur
Kristjánsson sitt markið hvor.
1. ágúst 1996
Jón Arnar Magnússon setur Ís-
landsmet í tug-
þraut þegar
hann halar inn
8.274 stig á Ól-
ympíuleikunum
í Atlanta í
Bandaríkjunum.
Jón Arnar bætir
fyrra Íslandsmet sitt um
26 stig og endar í 12. sæti tug-
þrautarkeppni Ólympíu-
leikanna
1. ágúst 2000
Íslenska karlalandsliðið í
körfubolta vinnur Norðmenn,
92:66, á Norðurlandamótinu
sem fram fer í Reykjanesbæ.
Herbert Arnarson er stiga-
hæstur í íslenska liðinu með 18
stig og Gunnar Einarsson skor-
ar 17.
1. ágúst 2004
Sunna Gestsdóttir sigrar
örugglega í lang-
stökki á al-
þjóðlegu móti í
Västerås í Sví-
þjóð. Stökk hún
6,12 metra við
nokkuð erfiðar
aðstæður.
1. ágúst 2013
Hrafnhildur Lúthersdóttir
hafnar í 15. sæti í 200 metra
bringusundi á HM í Barcelona.
Hún syndir á 2:29,30 mínútum í
undanúrslitum.
Á ÞESSUM DEGI
Ítalía
B-deild:
Salernitana – Spezia ............................... 1:2
Sveinn Aron Guðjohnsen lék allan leik-
inn með Spezia og lagði upp sigurmarkið.
Noregur
B-deild:
Jerv – Lillestrøm ..................................... 2:2
Arnór Smárason lék ekki með Lillest-
røm vegna meiðsla.
Tromsø – Stjørdals Blink........................ 4:2
Adam Örn Arnarson lék fyrstu 40 mín-
úturnar.
KNATTSPYRNA
NBA-deildin
LA Lakers – LA Clippers................ 103:101
New Orleans Pelicans – Utah Jazz . 104:106
KÖRFUBOLTI
Hið árlega góðgerðarmót Nes-
klúbbsins á Seltjarnarnesi, Einvígið
á Nesinu (shoot out) fer fram á
mánudaginn. Í ljósi þeirra aðstæða
sem upp eru komnar er áhorfendum
meinaður aðgangur að mótinu.
Löng hefð er fyrir mótinu á frí-
degi verslunarmanna og eins og
nafnið gefur til kynna hefur viðburð-
urinn skilað fjármunum í góð mál-
efni. Að þessu sinni stendur til að
styrkja þá deild Landspítala Íslands
sem glímir við kórónuveiruna. Í
fyrsta skipti í sögu mótsins tókst
ekki að fá styrktaraðila að mótinu en
í tilkynningu frá Nesklúbbnum segir
að það megi rekja til „ástandsins í
þjóðfélaginu undanfarna mánuði“.
Forráðamenn Nesklúbbsins ákváðu
samt sem áður að halda mótið og
munu taka á móti frjálsum fram-
lögum frá fyrirtækjum og lands-
mönnum sem styðja vilja við mál-
efnið.
Keppendahópurinn er sterkur
eins og oft áður:
Andri Þór Björnsson
Axel Bóasson
Björgvin Sigurbergsson
Bjarki Pétursson
Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Haraldur Franklín Magnús
Hákon Örn Magnússon
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafur Björn Loftsson
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Á Nesinu Ólafía Þórunn og Guðrún Brá eru skráðar til leiks.
Einvígið á Nesinu
verður haldið
En engir áhorfendur í þetta skiptið
Leikmaður karlaliðs Víkings úr
Ólafsvík í fótbolta er smitaður af
kórónuveirunni. Þetta staðfesti fé-
lagið á Facebook-síðu sinni í gær.
Mbl.is greindi frá því í gær að leik-
menn liðsins væru í sóttkví vegna
gruns um smit innan hópsins. Fór
umræddur leikmaður í sýnatöku og í
ljós kom að hann væri smitaður.
Ólafsvíkingar áttu næst að taka á
móti Grindavík á þriðjudaginn, 4.
ágúst, í Lengjudeildinni en þeim leik
hefur verið frestað. Þá eru allar lík-
ur á að leik liðsins við Þór Akureyri
8. ágúst verði einnig frestað. Knatt-
spyrnusamband Íslands hefur frest-
að öllum mótsleikjum til 5. ágúst hið
minnsta eftir hertar aðgerðir stjórn-
valda til að sporna gegn veirunni.
Ekki sá fyrsti
Leikmaðurinn er ekki sá fyrsti
sem greinist með veiruna í íslenska
fótboltanum því einn leikmaður úr
kvennaliði Breiðabliks og annar úr
karlaliði Stjörnunnar greindust
einnig með veiruna á dögunum. Fyr-
ir vikið fóru alls fjögur lið í sóttkví
og var leikjum liðanna frestað í um
tvær vikur.
Yfirvöld mældust til þess í gær að
hlé verði gert á æfingum og keppni í
íþróttum með snertingu til 13. ágúst
næstkomandi eða þar til núgildandi
auglýsing um takmarkanir á sam-
komum fellur úr gildi.
Ungmennafélag Íslands hvatti í
gær íþrótta- og ungmennafélög til að
fara að fyrirmælum heilbrigðisyfir-
valda og viðhafa allar nauðsynlegar
sóttvarnir til að sporna gegn út-
breiðslu COVID-19.
Mega æfingar og keppni í íþrótt-
um án snertingar halda áfram eftir
því sem hægt er, að virtum reglum
um fjöldatakmarkanir og nálægð-
armörk skv. auglýsingu heilbrigð-
isráðherra. Þá á að sótthreinsa bún-
að á milli notkunar eða notenda.
Ljóst er að þetta mun hafa áhrif á
knattspyrnufélög víðs vegar um
landið, þar sem erfitt er að stunda
hefðbundnar knattspyrnuæfingar
án snertinga og með tveggja metra
regluna í gildi.
Leikmaður Ólafsvík-
inga með veiruna
Allur leikmannahópurinn í sóttkví
Morgunblaðið/Þröstur
Ólafsvík Leikmenn Víkings í Ólafs-
vík eru nú í sóttkví eftir smit.