Morgunblaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2020
Það eru rúmir
fjórir áratugir síðan
ég sá Heiðu fyrst.
Ég er í heimsókn
hjá Guðrúnu vinkonu minni í sól-
stofunni í Hraunbænum. Köttur-
inn Guðrúndur malar úti í horni,
innan um framandleg tré og
blóm, eitthvað gott er á fóninum.
Heiða og Teddi taka gestunum
opnum örmum, ævinlega gestris-
in. Heiðu fellur aldrei verk úr
hendi. Ýmist heyrist lágvært suð
í saumavélinni eða að hún er með
peysu á prjónunum. Og óteljandi
heimsóknir í Glæsibæinn eru all-
ar jafnánægjulegar. Blíða brosið
hennar Heiðu á sínum stað.
Kræsingar á borðum, lambalæri
með öllu tilheyrandi og gulrótar-
brauðið sem hún bakaði svo oft –
og var fljót að því. Hún sparar
heldur ekki rifsberjahlaupið sem
hún hefur gert sjálf úr berjum úr
garðinum og oftar en ekki laumar
hún krukku að gestinum að skiln-
aði.
Ég var líka svo heppin að
Heiða var að vinna á skrifstofunni
í Tækniskólanum þegar ég stund-
aði þar nám snemma á níunda
áratugnum. Þar leysti hún hvers
manns vanda, fljótt og vel,
hávaðalaust.
Heiða var alltaf boðin og búin
og vílaði ekkert fyrir sér. Það
kom vel í ljós fyrir þremur árum
þegar hún, með engum fyrirvara,
fór í minn stað með Guðrúnu til
Brasilíu. Ég varð að hætta við
ferðina á síðustu stundu og Heiða
hikaði ekki andartak. Henni óx
ekki í augum að fljúga yfir hálfan
hnöttinn og gott betur, ríflega
mánuði fyrir áttræðisafmælið.
Það er gott til þess að hugsa núna
að þær mæðgur skyldu fara sam-
an í þessa ævintýraferð og njóta
hennar eins vel og raun bar vitni.
Heiða var fjölskyldukona í
bestu merkingu þess orðs. Hún
Arnheiður
Árnadóttir
✝ Arnheiður(Heiða) Árna-
dóttir fæddist 23.
ágúst 1937. Hún
lést 14. júlí 2020.
Útförin fór fram
frá Árbæjarkirkju
22. júlí 2020.
bar ómælda um-
hyggju fyrir fjöl-
skyldunni og raunar
náði umhyggja
hennar langt út fyr-
ir raðir afkomenda
hennar og skyld-
menna. Peysurnar
sem Heiða prjónaði
á mig eru hlýjar og
fallegar – rétt eins
og hún – og bera
listfengi hennar og
vandvirkni gott vitni. Þær eiga
eftir að hlýja mér um ókomna tíð
og eru mér dýrmætari núna en
nokkru sinni fyrr.
Heiða tekur hlýlega á móti
okkur þegar við Guðrún lítum inn
til þeirra hjóna í nýju íbúðinni í
Hraunbænum, aðeins mánuði áð-
ur en kallið kom. Útsýnið er ólýs-
anlegt og þótt úti sé þungbúið er
bjart í íbúðinni. Það er af henni
dregið en þegar við kveðjum hlær
hún á sinn einstaka hátt svo and-
litið ljómar stutta stund.
Elsku Guðrún og fjölskylda.
Minningin um Heiðu er björt.
Megi það verða ykkur huggun nú
þegar hún hefur kvatt svona fljótt
– alltof snemma.
Sigríður Árnadóttir.
Heiða og Teddi hafa fylgt okk-
ur fjölskyldunni í gegnum lífið. Í
gegnum súrt og sætt. Aðallega
sætt því þau hjón hafa valið sér að
gera lífið eins skemmtilegt og
hægt er og nýta það vel. Það
smitaði út frá sér og við fjölskyld-
an nutum góðs af því.
Hreyfing spilaði stórt hlutverk
í lífi þeirra hjóna. Allir dagar
byrjuðu á göngu, sundi og svo var
jafnvel farið á skíði. Heiða fór svo
í hannyrðirnar með stelpunum í
götunni og bauð svo vinum sem
misstu ástvini sína í mat eða kaffi
og svo kom stórfjölskyldan reglu-
lega í mat. Þau héldu upp á öll af-
mæli og fögnuðu öllum gleði-
stundum sem lífið gaf þeim enda
var fjölskyldan alltaf í fyrsta sæti.
Þau voru góðar fyrirmyndir.
Heimilið var griðastaður margra
og var gestkvæmt fram á síðasta
dag. Þau fluttu úr götunni fyrir
nokkrum vikum og komu spari-
klædd við hjá öllum nágrönnum
sínum og færðu þeim rós. Í leið-
inni kynntu þau nýja nágranna.
Það var bæði foreldrum mín-
um og Heiðu og Tedda hjartans
mál að búa í góðu hverfi og
grunnurinn að því var gott
íþrótta- og tómstundarstarf fyrir
börn og unglinga, ekki bara fyrir
sín börn heldur öll börn í hverf-
inu, og rækta garðinn sinn. Þau
unnu mikið og gott sjálfboðastarf
til að láta það verða að veruleika.
Bæði mamma og Heiða voru
heiðraðar fyrir sín störf í þágu fé-
lagsins. Þær voru miklar vinkon-
ur. Þegar mamma veiktist var
Heiða henni sem klettur. Þegar
hún fór frá okkur faðmaði Heiða
okkur og hélt minningu hennar á
lofti með skemmtilegum minn-
ingum. Hún hafði lag á að láta öll-
um líða vel og hélt vel utan um þá
sem henni þótti vænt um.
Við fjölskyldan höfum safnað
fallegum minningum með Heiðu í
áratugi, allt frá rauðvínsglasi á
pallinum til ferðalaga á suðrænar
slóðir.
Við erum þakklát fyrir að hafa
fengið að verða samferða Heiðu í
gegnum lífið.
Birna og Jón Magngeirsson.
Kær vinkona, Arnheiður Árna-
dóttir, sem alltaf var kölluð Heiða
af þeim sem hana þekktu, hefur
nú orðið að lúta í lægra haldi eftir
harða en skammvinna baráttu við
illvígan sjúkdóm. Fréttin af veik-
indum hennar var eins og reiðar-
slag, Heiða hringdi sjálf til okkar
og greindi frá sjúkdómnum og
þótt ljóst væri að ástandið var al-
varlegt bar hún sig vel eins og
hennar var von og vísa, en að
kveðjustundin væri svo skammt
undan, sem raun bar vitni, grun-
aði okkur ekki.
Kynni okkar af þeim heiðurs-
hjónum, Heiðu og manni hennar,
Theódór eða Tedda, hófst er þær
Heiða og Vigdís kona mín fóru að
vinna saman á skrifstofu Tækni-
skóla Íslands. Það samstarf stóð í
um tvo áratugi og var einstaklega
gott, aldrei bar skugga á. Og
smám saman þróaðist samstafið í
trausta og góða vináttu. Heiða
var með eindæmum félagslynd og
átti auðvelt með að fá fólk til sam-
starfs í vinnu og leik. Aðrir sem
betur þekkja til munu minnast
hennar vegna margvíslegra og
fórnfúsra starfa við íþrótta- og
æskulýðsstarf, ekki síst fyrir
Fylki, liðið í þeirra „heima-
byggð“, Árbænum.
En okkar kynni og vinátta þró-
aðist á öðrum vettvangi. Við
Tækniskólann varð til gönguhóp-
ur sem um tíma hittist á sunnu-
dagsmorgnum og var gengið víða
í nágrenni borgarinnar. Stöku
sinnum var stigið á gönguskíði og
haldið upp á Hellisheiði eða í Blá-
fjöllin. Þessi samskipti þróuðust
síðan á þann veg að til varð
gönguhópur sem lagði af stað í
lengri ferðir í sumarfríum. Fyrst
var það auðvitað „Laugavegur-
inn“ árið 1993, síðan Hornstrand-
ir 1994 og svo hver ferðin af ann-
arri ár eftir ár, um allt land.
Núpsstaðaskógur/Skaftafell,
Öskjuvegur, Lónsöræfi, Sveins-
tindur, Snæfellsjökull og svo að
sjálfsögðu Hvannadalshnjúkur,
svo eitthvað sé nefnt. Allar ferð-
irnar ógleymanlegar og ekki síst
fyrir vináttu, glaðværð, söng og
gleði sem fylgdi þessum ferðum,
þótt veðrið léki ekki alltaf við
okkur, og áttu Heiða og Teddi
sinn stóra þátt í því. Þá fórum við
hjónin einnig skíðaferðir til Ma-
donna árið 2000 og síðan margar
ferðir til Cervinia á Ítalíu að
frumkvæði þeirra Heiðu og
Tedda.
Fyrir allt þetta, samstarf, vin-
áttu, frumkvæði og gleði, skal nú
þakkað með þessum örfáu, fátæk-
legu minningarorðum. Í tímans
rás hefur aldur færst yfir svo sem
lög gera ráð fyrir, göngu- og
skíðaferðir lagst af og því hefur
samverustundum fækkað. Öðru
hvoru hafa þó gefist tækifæri til
slíkra stunda sem einkennst hafa
af sömu glaðværðinni og gestrisni
þeirra hjóna í Glæsibænum sem
alltaf hefur mætt okkur þegar til-
efni hafa gefist.
Þegar hinsta kallið kemur þá
gerist það oft óvænt. Við sem
munum Heiðu, þessa glaðsinna
og kátu konu, eigum erfitt með að
sætta okkur við að hún sé nú
horfin á braut og samverustund-
irnar verði ekki fleiri, að minnsta
kosti ekki að sinni. En söknuður-
inn er auðvitað mestur hjá Tedda,
börnum og öðrum ástvinum sem
stóðu henni næst. Hugur okkar
er hjá þeim, við Vigga sendum
þeim okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Minningin um þessa
góðu konu, traustan og góðan vin,
mun geymast með okkur öllum
sem áttum með henni samleið.
Vigdís Gunnarsdóttir og
Guðmundur Bjarnason.
✝ MagdalenaErla Jak-
obsdóttir fæddist á
Síðu í Engihlíðar-
hreppi A.-Hún. 29.
maí 1930. Hún lést
á sjúkrahúsinu á
Blönduósi 27. júlí
2020.
Foreldrar henn-
ar voru Jakob B.
Bjarnason, f.
26.október 1896, d.
30. október 1984, og Elínborg
Ósk Einarsdóttir, f. 27. febrúar
1900, d. 9. desember 1972.
3) Einar, f. 21. maí 1956, eig-
inkona Sigríður Hermannsdótt-
ir, f. 3. mars 1955. 4) Baldur, f.
30. mars 1958. 5) Elínborg, f. 10.
júní 1961, eiginmaður Ingimar
Rúnar Ástvaldsson, f. 20. des-
ember 1959. 6) Björn Magni, f.
8. febrúar 1964, eiginkona Þór-
unn Jónasdóttir, f. 3. febrúar
1963.
Barnabörn Erlu eru 11 og
barnabarnabörn 18.
Erla ólst upp á Síðu og árið
1950 flytur Svavar að Síðu og
hefja þau búskap með for-
eldrum Erlu. Síða er hennar
heimili þar til 2015 að hún flytur
að Brekkubyggð 30 á Blönduósi
með syni sínum Baldri.
Útför Magdalenu Erlu fer
fram frá Blönduóskirkju í dag,
1. ágúst 2020, og hefst athöfnin
kl. 14.
Hinn 31. október
1951 giftist Erla
Svavari Sigurð-
arsyni frá Brekku-
koti í Þingi A.-
Hún., f. 31. október
1930, d. 10. sept-
ember 2013. Börn
þeirra eru 1) Jakob
Óskar, f. 30. ágúst
1952, eiginkona
Hrefna Kristófers-
dóttir, f. 13. apríl
1957. 2) Sigurður, f. 24. febrúar
1954, eiginkona Ásta Kristín
Andrésdóttir, f. 18. mars 1954.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinarskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
sem sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Elsku amma mín, nú hefur
Guð kallað þig til sín og veitt
þér náð sína. Ég trúi því að afi
hafi tekið fagnandi á móti þér
og nú eru þið sameinuð á ný.
Amma var einstaklega
hjartahlý kona sem gott var að
vera nálægt. Ég minnist allra
góðu stundanna með henni, þá
sérstaklega í spjalli við eldhús-
borðið. Við gátum rætt ýmis-
legt og vorum við ávallt hrein-
skilnar hvor við aðra. Það var
líka gott að leita ráða hjá
henni, sérstaklega því sem
tengdist bakstri og eldhúsverk-
um og spurði ég hana oft ráða
þegar ég var að feta mín fyrstu
skref í eldhúsinu.
Amma var húsmóðir af lífi og
sál og aldrei kom maður að
tómum kofunum hjá henni hvað
kaffimeðlæti varðar. Það var al-
veg sama hvenær komið var í
heimsókn á Síðu og síðar á
Brekkubyggðina, alltaf var til
nóg með kaffinu og minnist ég
sérstaklega þess hve gott var
að koma í kvöldkaffi til hennar.
Ósjaldan var tekið í spil heima
á Síðu og voru hún og afi alltaf
til í að spila við mig og síðar
var spilað við Guðbjörgu og
Einar þegar þau höfðu þroska
til. Ég minnist allra þessara
stunda með hlýhug.
Amma fylgdist vel með og
var alltaf jákvæð, hvetjandi og
glöð yfir því sem við tókum
okkur fyrir hendur og bar
ávallt hag fjölskyldu sinnar fyr-
ir brjósti.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja‘ í friðarskaut.
(Valdimar Briem)
Já, amma mín, hafðu þökk
fyrir allt og allt og ég græt þig
til grafar en ég vona að við
hittumst síðar þegar ég fylgi
þér í friðarskaut.
Ég kveð þig með sömu orð-
um og þú kvaddir mig: „Við
munum alltaf eftir hvor ann-
arri.“
Þín
Magdalena M.
Einarsdóttir.
Magdalena Erla
Jakobsdóttir
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í minningargrein-
unum.
Minningargreinar
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÁRNI JÚLÍUSSON,
fyrrverandi símaverkstjóri,
sem lést þriðjudaginn 14. júlí,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju
fimmtudaginn 6. ágúst klukkan 13.
Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur
viðstaddir athöfnina.
Anna Birna Árnadóttir Arnar Ingólfsson
Sigurður Einar Árnason Ásborg Guðmundsdóttir
Ingvar Örn Árnason Sonya Pritchett Árnason
og barnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGURÐUR ÓLAFSSON
frá Syðra-Velli,
Mánabraut 7, Þorlákshöfn,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
þriðjudaginn 28. júlí.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu fer útförin fram í kyrrþey.
Guðrún Sigríks Sigurðard. Karl Sigmar Karlsson
Margrét Sigurðardóttir Gunnar Daníel Magnússon
Rut Sigurðardóttir Jón Davíð Þorsteinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
OLGEIR MÖLLER,
Sléttuvegi 23, Reykjavík,
lést á Landspítala Vífilsstöðum
sunnudaginn 26. júlí.
Sigríður Valgerður Ingimarsdóttir
Árni Möller Guðmunda Dagmar Sigurðard.
Eðvald Möller Þórdís Björnsdóttir
Páll Helgi Möller Lilja Guðrún Björnsdóttir
Olga Hanna Möller Helgi Rúnar Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ÁSLAUG ELÍSABET
GUNNSTEINSDÓTTIR,
Kópavogstúni 2,
áður Álfhólsvegi 68,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi fimmtudaginn 30. júlí.
Gunnsteinn Ólafsson Eygló Ingadóttir
Pétur Már Ólafsson Ragnheiður Elfa Þorsteinsd.
Jakob Fjólar, Ólafur Jens, Sindri,
Sigurður Karl, Áslaug Elísabet, Þór
Móðir okkar, tengdamóðir og amma
ANNA GUNNLAUG JÓNSDÓTTIR,
Kirkjubæjarklaustri,
lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum
23. júlí. Útförin fer fram í kyrrþey
fimmtudaginn 6. ágúst í Reykjavík.
Jóhann Tómas Egilsson
Agla Sigríður Egilsdóttir
og fjölskyldur
Ástkær faðir okkar, afi og langafi,
SIGURÐUR JÖRUNDUR SIGURÐSSON,
þjónn og strætisvagnabílstjóri,
lést að morgni fimmtudagsins 23. júlí.
Útför hans fer fram frá Seljakirkju
miðvikudaginn 5. ágúst klukkan 13.
Börn, barnabörn og barnabarnabörn