Morgunblaðið - 01.08.2020, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2020
Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is
Þú finnur
gæðin!
Skoðaðu úrvalið
í netverslun
isleifur.is
Gjaldfrjálst er að veiða í Frosta-
staðavatni í sumar líkt og í fyrra.
Erlendur Ingvarsson í veiðifélagi
Landmannaafrétta, segir að þetta
sé gert með það markmið að grisja
vatnið.
„Vatnið er orðið svo yfirsett af
bleikju að við erum að reyna á fé-
lagslegum grunni að efla grisjun.
Við byrjuðum á þessu í fyrrasumar
og vatnið var umtalsvert sótt.“
Hann segir að mikið þurfi til ef
grisja eigi vatnið. „Þetta er þó
nokkuð stórt vatn og við þurfum
bara að sjá hvað setur. Menn geta
farið bæði með net og stangir og
eina krafan sem við setjum er að
veiðitölum sé skilað til skálavarða í
Landmannahelli svo við vitum hvað
er að koma upp úr vatninu,“ segir
Erlendur og bætir við að hann eigi
von á því að fyrirkomulaginu verði
áfram haldið við. „Ég á frekar von
á því að þetta sé komið til að vera
eitthvað áfram, að minnsta kosti
þangað til við sjáum árangur.“
Landmannaafréttir
Frítt í
Frosta-
staðavatn
Morgunblaðið/GSH
Veiðar Veiðimenn á bakka Frostastaðavatns um síðustu helgi. Öllum er frjálst að veiða í vatninu og einnig í Löðmundarvatni sem er skammt frá.
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Eftir margra ára viðræður hefur
Síminn náð samkomulagi við
Gagnaveitu Reykjavíkur um að-
gang að ljósleiðarakerfi stofnunar-
innar. Framkvæmdir eru þegar
hafnar og stefnt er að því að þjón-
usta Símans verði aðgengileg á
ljósleiðara GR snemma á næsta
ári.
„Við höfum lengi reynt að ná
samningum við Gagnaveituna og
við náðum nú reyndar ekki þeim
samningum sem við vildum, sem
var aðgangur að svörtum ljósleið-
ara. En við ákváðum að við hefðum
ekki lengur efni á því að vera ekki
með ljósleiðara, þar sem miklar
fjárfestingar hafa orðið gagnaveit-
umegin,“ segir Magnús Ragnars-
son, sölustjóri Símans.
Svartur ljósleiðari, sem Síminn
sóttist fremur eftir, felur í sér
leigu á lögnum Gagnaveitu Reykja-
víkur en ekki aðgang að öllum
tæknikerfum hennar sem samning-
urinn felur í sér.
„Þá höfum við verið að nota okk-
ar tæknikerfi á þeirra pípur –
þetta er eins og að leigja vegi eða
leigja vegi með strætóum,“ segir
hann.
Markaðssvæði stækkar
Magnús gerir ráð fyrir að með
þessu muni markaðssvæði Símans
stækka, mögulega um 30 þúsund
heimili. „Við viljum geta náð til
fleiri heimila og einstaklinga óháð
grunnnetinu,“ segir hann.
Aðspurður hvort þjónustugjöld
hjá Símanum muni hækka við þess-
ar breytingar segir Magnús: „Nei,
við reiknum ekki með því en gjald-
skrá hefur ekki enn verið gefin út.“
Fjarskiptafyrirtækin Vodafone,
Nova, Hringdu og Hringiðan eru
með ljósleiðarakerfi frá Gagnaveitu
Reykjavíkur, sem tekur 3.377
krónur í mánaðarlegt aðgangsgjald
á hvert heimili.
Erling Freyr Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Gagnaveitu
Reykjavíkur, segir að ljósleiðara-
kerfi GR muni ná til 107 þúsund
heimila í lok ársins.
„Við fögnum þessu. Ísland er
mjög framarlega í notkun á ljós-
leiðara og þessi samningur mun
styðja enn frekar við stefnu stjórn-
valda um nýtingu hans,“ segir Er-
ling.
Fleiri fá aðgang að ljósleiðara
Ljósleiðari Síminn og GR hafa náð samningum eftir langar viðræður.
Síminn undirritaði samning við Gagnaveitu Reykjavíkur eftir margra ára við-
ræður Stefnt að því að þjónusta Símans verði fáanleg á ljósleiðara á næsta ári
Lögreglu hefur tekist að ræða við
karlmann á sjötugsaldri, sem grun-
aður er um íkveikju sem olli brun-
anum á Bræðraborgarstíg 25. júní.
Þetta staðfestir Margeir Sveins-
son, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá
miðlægri rannsóknardeild lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu.
Rannsóknin vel á veg komin
Í gæsluvarðhaldsúrskurði frá
miðjum júlí kom fram að ekki hefði
tekist að ræða við hann vegna and-
legra veikinda hans að undanförnu.
Maðurinn er nú í gæsluvarðhaldi
vegna almannahagsmuna, en varð-
haldið er til 6. ágúst. Margeir segir
að málið sé rannsakað sem grunur
um íkveikju. Rannsóknin sé vel á
veg komin, en hann vill ekki gefa
neitt nánar upp varðandi rannsókn-
ina sjálfa.
Tekist að ná
tali vegna
brunans
Umhverfisstofnun mun endurskoða
texta á upplýsingaskilti um Sigríði
Tómasdóttur í Brattholti, sem stend-
ur við Gullfoss. Tilefnið er ábend-
ingar sem stofnuninni hafa borist eft-
ir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
fyrrverandi utanríkisráðherra, vakti
athygli á því að ekki væri á skiltinu
minnst einu orði á baráttu Sigríðar
gegn því að Gullfoss yrði virkjaður.
Þess í stað væri útlit Sigríðar tíundað
á skiltinu, hún sögð meðalkona á
hæð, nokkuð þrekin en fríð sýnum á
yngri árum.
Í tilkynningu þakkar stofnunin
fyrir ábendingarnar og bendir einnig
á skilti í gestastofu Gullfoss, þar sem
baráttu hennar eru gerð betri skil.
Morgunblaðið/Ómar
Gullfoss Sigríður í Brattholti barð-
ist gegn áformum um virkjun.
Skiltið verði
endurskoðað