Morgunblaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2020 Myndlistarmennirnir Steingrímur Gauti og Halldór Ragnarsson opn- uðu í fyrradag sýninguna Vinnu- stofan á Mokka kaffi. Þeir sýna verk sín saman í fyrsta sinn eftir að hafa deilt vinnustofu síðustu fjögur ár, að því er fram kemur í tilkynningu. Vinnustofan sem lif- andi vettvangur er útgangspunkt- urinn, segir þar og það sem vaki í raun og veru fyrir þeim með þess- ari sýningu sé að fagna þeirri orku sem á sér stað á milli þeirra innan vinnustofunnar. „Í huga listamannanna er vinnustofan í sjálfu sér oftar en ekki kveikjan að verkum þeirra með öllum sín- um möguleikum og afmörkunum sem hún hefur upp á að bjóða. En þó að samhengi verka þeirra á milli hafi ekki sama útgangs- eða endapunkt, þá eru það kraftarnir innan rýmisins í gegnum samtöl og tilraunir sem eiga alltaf hlut í verkum þeirra,“ segir í tilkynning- unni. Vinnustofan Ljósmyndir teknar í vinnustofu þeirra félaga. Steingrímur og Halldór sýna saman á Mokka Sænski krimmahöfundurinnEmelie Schepp hefur sentfrá sér magnaðar spennu-sögur undanfarin ár og sú nýjasta, Pabbastrákur, er engin undantekning frá reglunni. Sem fyrr er sænska borgin Norr- köping vettvangur sögunnar og rannsóknarlögreglan í sviðsljósinu með Jönu Berzelius saksóknara, Per Åström saksóknara, Henrik Levin og Miu Bolander í fremstu víglínu á móti Danilo Pena og hans líkum auk þess sem gæðablóð þvælast fyrir. Flest virkar frek- ar eðlilegt nema hvað hæpið er að aldurinn sé farinn að taka sinn toll á nær 53 ára manni! Málið snýst fyrst og fremst um leit að Jonathan, sex ára strák, en inn í hana blandast ástir og þrár, óleyst mál fortíðar og leyndarmál sem þola illa dagsljósið. Frábær flétta og vel unnin. Frásögnin er spennandi og vanda- mál fólks í ýmsum stéttum eru svo eðlileg og þekkt að alvarleiki málsins gleymist á stundum. Lýsing á hé- góma Miu er snilldin ein og fram- koma Danilo við helsta bjargvættinn er lýsandi dæmi um hvernig sumir menn koma fram við aðra, ekki síst konur, með því að spila á helstu veik- leika þeirra. Frægð og frami er ofar- lega í huga sumra og margir þekkja eflaust svipuð dæmi í nærumhverf- inu. Jana Berzelius er með eftir- minnilegri persónum spennusagna, enda kona sem lætur ekki vaða yfir sig. Samt sem áður er hún ekki öll þar sem hún er séð, er tvöföld í roð- inu, lætur engan eiga neitt inni hjá sér og brýtur lög ef ekki er annað í stöðunni. Engu að síður hefur Da- nilo Pena ákveðið tak á henni og helsta markmið hennar er að losna við hann fyrir fullt og allt. Það hefur reynst þrautin þyngri og þótt hann sitji í fangelsi finnur hann stöðugt leiðir til þess að gera henni lífið leitt. Jana rekur samt alltaf smiðshöggið, er nokkurs konar blanda af Jack Reacher og Lisbeth Salander. Naglar gerast varla betri. Ljósmynd/Helén Karlsson Magnaðar „Schepp hefur sent frá sér magnaðar spennusögur undanfarin ár og sú nýjasta, Pabbastrákur, er engin undantekning frá reglunni,“ skrifar gagnrýnandi. Hrottaskapur og góð- semi í sömu andrá Glæpasaga Pabbastrákur bbbbn Eftir Emelie Schepp. Elín Guðmundsdóttir þýddi. MTH, 2018. Kilja, 396 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Leiklistarhátíðinni Act alone hefur verið frestað vegna hertra fjölda- takmarkana. „Við lifum á ein- stökum tímum. Það hefði nú verið alveg einstakt fjör á Suðureyri í næstu viku, sérlega dagana 6.–8. ágúst þegar Act alone hátíðin ætti að fara fram og það í 17. sinn. En enga vitleysu það verður að taka hlutina föstum tökum á þessum tímum svo Act alone verður ekki haldin í næstu viku,“ segir í til- kynningu frá Elfari Loga Hannes- syni, listrænum stjórnanda hátíðarinnar. Hann segist hins vegar ætla að halda „Litla Act“ á Suðureyri en þó ekki fyrr en tök- um hafi verið náð á núverandi aðstæðum. „Þá ætlum við að bjóða uppá ein- staka listahátíð fyrir framtíðina, æskuna okkar. En einsog staðan er í dag þá er bara alveg ómögulegt að segja hvenær Litla Act á Suðureyri verður haldin nema það verður í komandi einstakri framtíð. Stönd- um saman samt ekki of þétt og við hlökkum til að sjá ykkur á Actinu í komandi framtíð,“ skrifar Elfar. Act alone frestað Elfar Logi Hannesson Listahjónin Baldur Helgason og Patty Spyrakos opna sýninguna Silly Things í Gallery Porti að Laugavegi 23b í dag kl. 16 og verður opið lengur en vanalega vegna fjöldatakmarkana, til kl. 20, svo dreifa megi betur úr fjölda gesta og halda tveggja metra fjarlægð á milli þeirra. Hjónin búa og starfa í Chicago en komu hingað til lands í maí og hafa unn- ið hér að gerð verkanna á sýning- unni. Baldur sýnir olíumálverk þar sem má finna sífelldar tilraunir hans með mannsmyndina, að því er fram kemur í tilkynningu, „ýk- ir stríðnislega einkennandi útlits- þætti en gefur einnig innsýn í til- finningaveruna innra með hverjum og einum“, eins og því er lýst. Á sýningunni sýnir Baldur röð mál- verka sem byggð eru á þeim sem prýða íslenska peningaseðla. Spyrakos er bandarísk og af grískum ættum og dregur hún fram í verkum sínum sérstaka sýn sína á Ísland, sýnir skúlptúra þar sem hún brýtur upp hefðbundin, sameiginleg viðmið til að móta nýja sýn á veruleikann, eins og því er lýst. Skúlptúrarnir eru af fjöll- um og fossum, eldfjöllum og mannverum og sækir hún sér inn- blástur í íslenskt landslag, að því er fram kemur í tilkynningu. Tvíeyki Patty Spyrakos og Baldur Helgason sýna saman í Gallery Porti. Listræn hjón opna sýn- inguna Silly Things HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.