Morgunblaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2020
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
BUXNADAGAR
20% AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM BUXUM
Verð: 20.980
Nú: 16.784
Skipholti 29b • S. 551 4422
Fylgið okkur á facebook
SUMAR
YFIRHAFNIR
OPIÐ
laugardag
kl. 10-15
HEILSÁRSYFIRHAFNIR
40-60% AFSL.
ÚTSALA - ÚTSALA
NÝTTNETVERSLUNLAXDAL.IS
Sighvatur Bjarnason
sighvaturb@mbl.is
Skipverji um borð skemmtiskútunni
Hetairos greindist með kórónuveiru-
smit í vikunni eftir að skútan lagðist
við bryggju í þorpinu Nanortalik á
suðurodda Grænlands.
Skipið lá í tíu daga á Pollinum við
Akureyri og fór þaðan til Ísafjarðar
áður en stefnan var sett á Grænland.
Samkvæmt upplýsingum frá hafnar-
stjóra Akureyrar lagðist skútan ekki
að bryggju og ekki er vitað til að
skipverjar hafi farið í land. Á Ísafirði
bættust við tveir skipverjar, sem
komu til Íslands með flugi, en enginn
um borð fór í land, samkvæmt upp-
lýsingum frá hafnarstjóra þar.
Skútan er í eigu þýsks auðmanns
og skráð á Caymaneyjum. Græn-
lensk stjórnvöld vildu fyrst ekki upp-
lýsa hvaðan skútan var að koma en
eftir að grænlenskur þingmaður tók
málið upp á þinginu var skýrt frá því
að skútan kom til landsins frá Bret-
landi með viðkomu á Íslandi.
Fréttamiðillinn Sermitisiaq segir
að skortur á upplýsingagjöf til bæj-
arbúa og hugsanleg brot skipverja á
sóttvarnareglum hafi vakið upp
áleitnar spurningar á meðal ráða-
manna í Grænlandi. Áhöld eru um
hversu mikil smithætta hafi skapast
vegna samneytis við innfædda og
hver framganga skipverja hafi verið
í þorpinu í ljósi sóttvarnareglna. Í
umræðunni er á það bent að strand-
ríki hafi ákveðnar skyldur til að
bregðast við þegar að veikindi koma
upp í erlendum skipum og ekki hægt
að skorast þar undan. Eigi það við
um Grænlendinga sem aðra.
Fá smit í Grænlandi
Grænland hefur sloppið vel við
kórónuveikina, en eingöngu 14 tilvik
hafa verið skráð frá upphafi farald-
urs. Næstsíðasta smit er skráð í lok
maí en nýjasta smitið er dagsett 27.
júlí síðastliðinn. Skipamiðlari sem
Morgunblaðið ræddi við segir Græn-
land sé nú algerlega lokað fyrir báta-
umferð af þessu tagi. Spurst hefur af
skemmtiskipi sem hugðist taka land
á Grænlandi en var vísað frá og sneri
aftur til Íslands þar sem það liggur
nú við bryggju í Vestmannaeyjum.
Smitaður í snekkju sem kom við á Íslandi
Erlendur skipverji um borð í skemmtisnekkju greindist með kórónusmit eftir að skútan kom til
Grænlands Skipið hafði viðkomu á Akureyri og Ísafirði á leiðinni frá Bretlandi til Grænlands
Ljósmynd/Guðmundur Kristjánsson
Sigling Skemmtiskútan Hetairos í Ísafjarðarhöfn um miðjan júlí.
Færeyska ríkisútvarpið greinir
frá því á heimasíðu sinni að 23
af 77 skipverjum af rússneska
togaranum Karelia hefðu
greinst með kórónuveiruna, við
komu skipsins til Fuglafjarðar
sl. mánudag. Tveir voru lagðir
á sjúkrahús en skipið hefur nú
lagt úr höfn áleiðis til Rúss-
lands. Þá greindust 11 af 22
manna áhöfn flutningaskipsins
Cassiopeia með veiruna þar
sem skipið lá í höfn í Klakks-
vík. Skipið er nú farið frá Fær-
eyjum.
Erlendir sjó-
menn smitaðir
FÆREYJAR
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Ætla má að atvinnuleysi í júl-
ímánuði hafi verið mjög sambæri-
legt við mánuðinn á undan. Að sögn
Vignis Hafþórssonar, sérfræðings
hjá Vinnumálastofnun, bendir allt
til þess að almennt atvinnuleysi
verði um 7,5% í júlí. Er það minni
aukning en áður hafði verið búist
við, en samtals eru það um 22 þús-
und manns.
Einstaklingar í minnkuðu starfs-
hlutfalli voru um 6.700 í júlí. Í kjöl-
far hertra skilyrða þar sem skilyrt
starfshlutfall varð 50% hefur fólki í
úrræðinu fækkað mjög hratt. „Ég
get ímyndað mér að þessi hópur sé
nú á milli þrjú og fjögur þúsund.
Fólki í úrræðinu hefur fækkað mjög
hratt, sérstaklega eftir að skilyrðin
voru gerð þrengri. Svo klárast þetta
í ágúst nema að það verði ein-
hverjar lagabreytingar,“ segir
Vignir og bætir við að fyrirtæki hafi
nýtt styrk ríkisins til að greiða upp-
sagnarfrest fólks. Það komi því ei-
lítið á óvart hversu lítil aukning hef-
ur orðið í fjölda atvinnulausra undir
lok mánaðar.
Tvær hópuppsagnir voru í júlí-
mánuði þar sem 40 til 50 manns
misstu vinnuna. Ljóst er að hóp-
uppsögnum kann að fjölga í ágúst-
mánuði fari svo að kórónuveiran nái
sér á strik á nýjan leik. „Maður veit
ekki alveg hvað verður eftir þessar
nýjustu fréttir,“ segir Vignir.
304 blaðberum sagt upp
Frá því var greint í gær að Póst-
dreifing, sem er í eigu Árvakurs og
Torgs, hefði sagt upp öllum 304
blaðberum fyrirtækisins. Að sögn
Kristínar Bjarkar Einarsdóttur er
félagið nú í endurskipulagningu, en
gert er ráð fyrir að flestir verði
ráðnir aftur í breyttu vinnufyrir-
komulagi. Uppsagnirnar taka gildi í
dag og fá starfsmenn boð um end-
urráðningu innan mánaðar.
Nauðsynlegt var að ráðast í að-
gerðirnar til að hagræða í rekstri
Póstdreifingar en faraldur kór-
ónuveiru hefur haft slæm áhrif á
reksturinn. Fyrirtækið hefur séð
um dreifingu á Fréttablaðinu og
Morgunblaðinu, en auk þess hefur
fyrirtækið borið út minni blöð og
fjölpóst.
7,5% atvinnuleysi í júlímánuði
Atvinnuleysi helst óbreytt Tvær hópuppsagnir 304 blaðberum sagt upp
Morgunblaðið/Eggert
Vinnumálastofnun Atvinnuleysi
helst óbreytt milli mánaða.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Heildarafli strandveiðibáta er nú
orðinn 10.008 tonn að loknum 52
dögum. Þar af er þorskafli 9.072
tonn. Það er 23% meiri heildarafli en
náðist á jafnlöngum tíma í fyrra. Í
sumar hafa 666 strandveiðibátar
landað afla en voru 614 í fyrrasumar.
Bátar með strandveiðileyfi eru nú
675 en voru 623 í fyrra.
„Þessi aukning helgast aðallega af
því að gæftir hafa verið svo góðar,“
sagði Örn Pálsson, framkvæmda-
stjóri Landssambands smábátaeig-
enda (smabatar.is). Hann sagði að
það muni um fjölgun báta á milli ára.
Verð á mörkuðum hafa líka verið
viðunandi.
„Við róum allir í sömu átt varð-
andi það að ráðherrann bæti aðeins
við og tryggi veiðarnar út ágúst. Það
er meiri pressa á það nú vegna
ástandsins í þjóðfélaginu. Menn
þurfa á því að halda að auka útflutn-
ingsverðmætin eins og hægt er,“
sagði Örn. Hann benti á að heild-
arþorskveiðin hafi minnkað aðeins
vegna þess að heimilað var að færa
meiri aflaheimildir á milli ára. „Það
ætti að auðvelda það að bæta við í
strandveiðum og ekkert sem ætti að
koma í veg fyrir það, finnst okkur,“
sagði Örn.
Margir bátar á sjó
Fram kom í Morgunblaðinu í gær
að fleiri bátar hafi þurft aðstoð
björgunarskipa Slysavarnafélagsins
Landsbjargar í sumar en í fyrra. Örn
benti á að fleiri bátar séu nú á
strandveiðum en voru þá.
„Það má alltaf búast við því þegar
yfir 600 bátar eru á sjó í einu að eitt-
hvað geti komið upp á, vél bilað eða
annað. En maður er þakklátur fyrir
að vaktin sé staðin og hægt að fá að-
stoð frá björgunarskipunum. Bless-
unarlega hefur þetta gengið vel og
ekkert alvarlegt komið fyrir,“ sagði
Örn. Komi eitthvað fyrir eru nær-
staddir bátar fljótir til hjálpar.
Algengast er að einn sé í áhöfn
strandveiðibáts. „Ætli menn að hafa
einhverjar tekjur af útgerðinni þá
leyfir það alls ekki stærri áhöfn,“
sagði Örn. Hver bátur má koma með
allt að 774 kg af þorski í hvert sinn.
Veiðiferð má ekki standa lengur en í
14 klukkustundir. Veiða má 12 daga í
mánuði og ekki hafa fleiri en fjórar
handfærarúllur um borð. Aðaltak-
mörkunin er þó veðrið, að sögn Arn-
ar. Sem betur fer var tíðin góð í júlí.
Strandveiðaafli er kominn
yfir 10.000 tonn í sumar
Suma daga hafa meira en 600 bátar verið á sjó samtímis
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Strandveiðar Fleiri bátar og miklar gæftir hafa gefið góðan afla í sumar.
Framkvæmdir hefjast síðar í mán-
uðinum við Krossneslaug í Norð-
urfirði. Þar á að stækka búnings-
klefa og bæta aðstöðu fyrir
starfsmenn laugarinnar. Ákvörðun
um þetta var tekin á aðalfundi Ung-
mennafélagsins Leifs í síðasta mán-
uði, en félagið rekur laugina.
Verkefnið hefur fengið 10 millj-
óna króna styrk úr öndvegissjóði
brothættra byggða og 3,88 milljóna
styrk úr verkefninu Áfram Árnes-
hreppur. Stefnt er að því að fram-
kvæmdum ljúki fyrir næsta sumar.
Krossneslaug Laugin nýtur vinsælda.
Bæta aðstöðu
við Krossneslaug