Morgunblaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2020
Eins og flestum öðrum
landsmönnum var mér brugðið
eftir tíðindi vikunnar í íslensku
samfélagi. Það er afar leiðinlegt
að þurfa að taka skref til baka,
eftir þann góða árangur sem
hér hefur náðst. Nú skulum við
öll hlýða Víði aftur og við kom-
ust í gegnum þetta saman.
KSÍ staðfesti á fimmtudag
að öllum leikjum frá föstudeg-
inum 31. júlí til og með 5. ágúst
yrði frestað og staðan síðan
endurskoðuð. Ekki er vitað hve
lengi núverandi ástand varir, en
ljóst er að KSÍ má ekki við því
að fresta Íslandsmótum sínum
of lengi, ætlum við yfir höfuð að
ná að klára þau.
Á fimmtudag fóru leikir
fram í Mjólkurbikar karla án
áhorfenda. Auðvitað er afar leið-
inlegt að geta ekki mætt á völl-
inn að styðja sitt lið. Ég tel það
samt sem áður ágæta lausn á
þessum tímapunkti að spilað
verði áfram án áhorfenda, fyrst
um sinn, á meðan við náum bet-
ur utan um stöðuna sem komin
er upp hér á landi.
Það er erfitt að gera sér
grein fyrir hve lengi núverandi
ástand varir, en til þess að klára
Íslandsmótin verðum við fara
aftur af stað sem fyrst. Við
megum ekki við mikið frekari
frestunum. Íslenskt veðurfar
setur auðvitað strik í reikning-
inn og ekki förum við að spila á
Íslandsmóti um hávetur.
Ég hugsa að nánast allir
leikmenn, þjálfarar og stuðn-
ingsmenn séu sammála um að
það yrði betra að spila án
áhorfenda í einhvern tíma. Verð-
ur þá hægt að klára mótið, frek-
ar en að aflýsa því, líkt og gerð-
ist í handboltanum,
körfuboltanum og fleiri íþrótt-
um síðasta vetur. Vonandi fáum
við fótboltann á fullt aftur sem
fyrst.
BAKVÖRÐUR
Jóhann Ingi
Hafþórsson
johanningi@mbl.is
KÖRFUBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Njarðvíkingurinn Elvar Már Frið-
riksson varð á dögunum fyrstur ís-
lenskra körfuboltamanna til að
semja við úrvalsdeildarlið í Litháen.
Mun hann leika með BC Siauliai
næsta vetur og heldur utan síðar í
ágúst. Körfuboltaáhuginn í Litháen
er mjög mikill og Litháar eru af-
skaplega stoltir af þeim árangri sem
landslið þeirra hefur náð. Skömmu
eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur
fékk Litháen til að mynda brons-
verðlaun á Ólympíuleikunum í
Barcelona árið 1992 og vakti það
heimsathygli enda búa þar einungis
um þrjár milljónir manna.
Nokkuð margir Litháar hafa leik-
ið á Íslandi í boltagreinunum en ís-
lenskt íþróttafólk hefur sjaldan far-
ið þangað að freista gæfunnar.
„Þetta kom fyrst upp nýverið.
Umboðsmaðurinn var auðvitað að
vinna í þessu málum fyrir mig og
hafði samband við ýmis lið. Hann
reyndi að finna heppilegasta liðið
fyrir mig og þetta kom inn á borð til
mín í byrjun síðustu viku. Eftir það
gekk þetta hratt fyrir sig. Lithá-
arnir voru strax mjög áhugasamir
og vildu semja til tveggja ára. Þeir
gerðu mér flott tilboð sem ég ákvað
að stökkva á,“ sagði Elvar þegar
Morgunblaðið hafði samband við
hann en Elvar er með sama um-
boðsmann og tveir félagar hans í
landsliðinu.
„Umboðsmaðurinn er frá Grikk-
landi. Ég hef unnið með honum síð-
an í fyrra en Martin [Hermannsson]
og Hörður Axel [Vilhjálmsson] hafa
unnið með honum í nokkur ár. Hann
þekkir því landslagið hérna og hefur
góða reynslu af Íslendingum. Þetta
hentar mjög vel.“
Sterkari deild en í Svíþjóð
Þekking á íþróttinni er mikil í
Litháen og þótt sterkustu leikmenn
landsliðsins séu lokkaðir í NBA-lið
eða stórlið í Evrópu er deildin engu
að síður sterk. Elvar lék í Svíþjóð á
síðasta tímabili.
„Ég held að þessi deild sé góður
stökkpallur fyrir mig enda sterkari
deild en í Svíþjóð. Litháen er líka
þjóð sem nýtur virðingar í körfu-
boltaheiminum. Þarna gengur allt
út á körfuboltann því þetta er lang-
vinsælasta íþróttin í landinu. Við
spiluðum í þessari höll fyrir Euro-
basket fyrir þremur árum. Þá áttaði
maður sig betur á áhuganum í
Litháen. Umgjörðin var flott og allt
dæmið í kringum leikinn var svaka-
legt. Þá heillaðist ég svolítið af
Litháen og fyrir vikið veit ég örlítið
um hvað ég er að fara út í. Sú
keppnishöll er heimavöllur BC Si-
auliai,“ sagði Martin og þjálfari liðs-
ins er Antanas Sireika. Sá er 64 ára
gamall og stýrði litháíska landslið-
inu frá 2001 til 2006. Undir hans
stjórn varð Litháen Evrópumeistari
árið 2003.
„Hann er reyndur og af honum
fer gott orð. Ég er á fyrstu skrefum
í atvinnumennsku og tel að hann
geti kennt mér helling með sinni
þekkingu. Það gæti hjálpað mér að
ná lengra í boltanum. Ég er því
mjög spenntur fyrir því að vinna
með honum þótt ég hafi ekki rætt
mikið við hann enn þá. Forseti fé-
lagsins og aðrir ræddu mest við
mig. En ég vissi að þjálfarinn vildi
fá mig. Um leið og ég kynnti mér
aðstæður og bæinn sem liðið er í þá
horfði ég einnig á leiki með liðinu til
að átta mig á leikstílnum. Þetta var
því ekki erfið ákvörðun eftir að ég
hafði kynnt mér liðið og félagið.“
Hafði nokkra valmöguleika
Elvar Már segist hafa verið nærri
því að semja við annað félag en það
datt upp fyrir á síðustu stundu.
Hann er hins vegar ánægður með
niðurstöðuna.
„Ég fékk nokkur tilboð og á ein-
um tímapunkti var ég nálægt því að
semja við annað félag. Það datt upp
fyrir af ástæðum sem tengdust kór-
ónuveirunni. Maður kynntist því að
hún hefur víða áhrif. En ég gat valið
úr nokkrum liðum og tel mig hafa
valið spennandi kost,“ sagði Elvar
og spurður um hvort velgengnin í
Svíþjóð hafi reynst vera auglýsing
fyrir hann segir Elvar það ekki vera
fjarri lagi. Þar var hann lykilmaður
í liði Borås sem varð meistari.
„Já það hjálpar alltaf að vera í
sigurliði og við vorum jú krýndir
meistarar. Ég var einnig valinn leik-
stjórnandi ársins og svona lagað
hefur mikið að segja. Það hjálpar
kárlega til að vera með eitthvað
slíkt á ferilskránni þegar umboðs-
maðurinn er að koma manni á fram-
færi. Gott orðspor í Svíþjóð hefur
því hjálpað til Eftir að hafa sannað
mig í þeirri deild þá telja menn ef til
vill að ég geti staðið mig í sterkari
deild,“ sagði Elvar Már Friðriksson
ennfremur í samtali við Morg-
unblaðið.
„Þarna gengur
allt út á körfubolta“
Elvar Már leikur fyrstur íslenskra körfuboltamanna í litháísku deildinni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Landsleikur Elvar gerir sig líklegan til að skjóta yfir NBA-miðherjann Clint Capela í leik gegn Sviss.
BC Siauliai
» Var stofnað árið 1984 og lék
þá í sovésku deildinni þar til
Sovétríkin liðuðust í sundur.
» Er í borginni Siauliai en þar
búa um 140 þúsund manns.
» Liðið leikur heimaleiki sína í
höllinni Siauliai Arena sem tek-
ur 5.700 áhorfendur. Þar lék ís-
lenska landsliðið vináttuleik
við Litháen í aðdraganda Euro-
basket 2017.
» Þjálfarinn Antanas Sireika
er þrautreyndur og fyrrverandi
landsliðsþjálfari Litháen.
Stórstjörnurnar LeBron James og
Anthony Davis voru við sama hey-
garðshornið þegar NBA-deildin fór
aftur í gang og LA Lakers tókst að
leggja öflugt lið nágrannanna í LA
Clippers 103:101.
Davis skoraði 34 stig og var
stigahæstur en James skoraði 16
stig, tók 11 fráköst, gaf 8 stoðsend-
ingar og varði skot.
Stjörnurnar hjá Clippers skiluðu
einnig sínu þótt það dygði ekki til
sigurs að þessu sinni. Paul George
skoraði 30 stig og Kawhi Leonard
skoraði 28 stig. kris@mbl.is
Stjörnurnar
ferskar eftir frí
AFP
Troðsla Enn er kraftur í LeBron
James eins og sjá má.
Tveir stórleikir verða á dagskrá í
átta liða úrslitum Mjólkurbikars
karla í fótbolta, en dregið var í gær.
Breiðablik og KR mætast á Kópa-
vogsvelli og þá mætast grannarnir í
FH og Stjörnunni í Kaplakrika. Tvö
lið úr Lengjudeildinni, 1. deild, eru
eftir í keppninni; ÍBV og Fram og
þau mætast einmitt í Vest-
mannaeyjum. Einn leikur er eftir í
16-liða úrslitunum en leik Vals og
ÍA sem átti að fara fram í gærkvöld
var frestað. Sigurvegarinn úr þeim
leik fær HK í heimsókn. Fara leik-
irnir fram 10. og 11. september.
Tveir stórleikir í
Mjólkurbikarnum
AFP
Bikarinn KR sló Fjölni úr leik í 16-
liða úrslitum á fimmtudag.
Atvinnukylfing-
urinn og Íslands-
meistarinn Guð-
mundur Ágúst
Kristjánsson lék
þriðja og síðasta
hringinn á opna
pólska Gradi-
mótinu á 66 högg-
um eða fjórum
undir pari í gær.
Mótið er hluti af
Pro Golf-mótaröðinni. Leikið er á
Gradi-golfvellinum sem er fyrir utan
borgina Wroclaw í Póllandi. Guð-
mundur lauk þar með leik á sex
höggum undir pari og var jafn í 23.
sæti. Lék hann annan hringinn á
fimmtudag sömuleiðis á 66 höggum
en fyrsta hringinn á 72 höggum á
miðvikudag. Guðmundur fékk sex
fugla, tvo skolla og tíu pör í gær og
lék því öruggt og gott golf. Fékk
hann samtals einn örn, sextán fugla,
átta skolla og tvo tvöfalda skolla á
mótinu.
Frakkinn Julien Braun lék best
allra eða átján höggum undir pari og
Jermy Freiburghaus frá Sviss varð
annar á sextán höggum undir pari.
Þá varð Þjóðverjinn Dominik
Pietzsch í þriðja sæti á fimmtán
höggum undir pari.
Fyrir árangurinn fær Guðmundur
Ágúst tæplega 400 evrur, eða um
65.000 krónur.
Sterkur
lokahringur
í Póllandi
Guðmundur Ágúst
Kristjánsson