Morgunblaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2020
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Sálm. 86.7
biblian.is
Þegar ég er í
nauðum staddur
ákalla ég þig
því að þú
bænheyrir mig.
Þá ertu farinn frá
okkur elsku frændi.
Það er mikill missir
að góðum frænda,
samstarfsmanni og
vini. Saman höfum
við unnið í tæplega 30 ár með
hléum frá því þú treystir mér
fyrst í vinnu rétt 11 ára gömlum í
bankaafstemmingum. Frændi
var með afbrigðum prúður og
vanafastur maður. Hann sá enga
ástæðu til að breyta því sem vel
hafði virkað. Hann notaði enn þá
gamla góða ballansinn fram á síð-
asta dag og ekki átti hann í nánu
samneyti við tölvubúnað hvers
kyns. Á tíunda áratugnum þegar
tæknivæða átti stóra endurskoð-
unarskrifstofu í Ármúlanum fékk
hann tölvu með túbuskjá við sitt
skrifborð. Á henni var aldrei
kveikt og skjárinn notaður eins
og korktafla fyrir minnismiða.
Frægt var atvikið þegar rafmagn
sló eitt sinn út í Ármúlanum,
starfsemi skrifstofunnar lagðist
af á meðan og enginn gat unnið,
nema frændi, sem kveikti á kerti
og hélt áfram störfum.
Breytingar voru fátíðar í
starfseminni hjá frænda og komu
aldrei til af góðu. Á tölvu var ekki
kveikt fyrr en þjónustufulltrúinn
í bankanum, Mæja, sem hann var
í daglegum samskiptum við, fór á
eftirlaun. Þá voru tveir slæmir
kostir í boði, vingast við annan
þjónustufulltrúa eða læra á tölvu.
Kveikt var á tölvunni. Snjall-
símavæðingin átti líka illa við
frænda þrátt fyrir að fjölskyldan
hafi fært honum slíkan grip að
gjöf. Frændi var ofsalega stoltur
af því að vera kominn á 21. öld-
ina, skannaði símtækið á ljósrit-
unarvélinni og sendi mér afrit.
En ekki entist það nú lengi, ég
fékk senda skannaða mynd dag-
inn eftir af 15 ára gamla sam-
lokusímanum með þeim orðum
að þetta hefði nú verið fullmikil
breyting í einu. Snjallsíminn end-
aði ofan í skúffu og var ekki tek-
inn upp aftur.
Frændi vann mikið en naut sín
mjög á ferðalögum og leið senni-
Gunnar M.
Erlingsson
✝ Gunnar fædd-ist 3. apríl
1960. Hann lést 11.
júlí 2020.
Útförin fór fram
23. júlí 2020.
lega hvergi betur en
á Vila Joya í Portú-
gal. Þá þótti honum
gott að skjótast í
helgarferðir til
London og ekki
kom til álita að
gerðar yrðu breyt-
ingar á ferðaplön-
um. Alltaf sama hót-
elið í London og það
þurfti breskan stór-
bruna til að hann
færði sig um set á nýjan gisti-
stað.
Frændi kaus helst að hafa ætt-
ingja sína í vinnu. Lengst af
störfuðu þau systkini saman,
móðir mín og frændi. Þá var afi
líka fenginn til ígripaverka eftir
að hann fór á eftirlaun og systur-
dóttir var í vinnu hjá honum þar
til nú undir það síðasta.
Frændi var hjartahlýr og
hjálpfús maður sem mátti aldrei
neitt bágt sjá. Lagði hann öllum
þeim sem til hans leituðu lið og
dró hvergi af. Traustur og ráða-
góður vinur.
Þegar ég hugsa til þín frændi
sé ég þig fyrir mér á strandstóln-
um á Vila Joya, horfir yfir Atl-
antshafið og leggur drög að því
að panta snitsel fyrir kvöldið.
Það er þitt fyrirheitna land.
Þín verður sárt saknað. Hvíl
þú í friði elsku frændi.
Þinn frændi og vinur,
Jón Gunnsteinn.
Það er ekki sjálfgefið að vera
svo heppinn að hafa fengið að
kynnast Gunnari M. Erlingssyni,
traustum vini og góðmenni fram í
fingurgóma. Það fór ekki mikið
fyrir honum. Gunnar var rólegur
og yfirvegaður; ekki maður
margra orða en þegar hann tók
til máls þá féllu mörg gullkornin.
Ég kynntist Gunnari árið
1980, þegar við hófum nám í
viðskiptafræði. Fljótlega eftir að
ég hóf rekstur varð Gunnar
endurskoðandi minn og þannig
var það allt fram á þennan dag.
Gegnum tíðina höfðum við það
fyrir sið að hittast reglulega í
hádegisverði eða kvöldverði,
gjarnan á uppáhaldsstaðnum
hans við Bergstaðastrætið. Þeg-
ar hann var kominn með matseð-
ilinn í hægri hönd og vínseðilinn í
þá vinstri var Gunni í essinu sínu
og brosti sínu breiðasta, lét jafn-
vel eina stutta sögu fylgja – sem
hann gerði þó ekki við öll tæki-
færi.
Frönsku vínin voru í mestu
uppáhaldi hjá Gunnari þótt hann
hafi stundum fært sig suður á
bóginn í seinni tíð og valið Portú-
galann, ekki síst eftir að Vila
Joya komst á kortið hjá mínum
manni. Draumastaður sælkerans
– þar leið Gunna og Lilju vel.
Gunnar skildi ekkert í því að ég
skyldi ekki heimsækja staðinn
hans, enda Portúgal í uppáhaldi
hjá mér líka. Það vantar allt
„gourmet“ í kallinn, sagði Gunni
um mig, sem alltaf þarf að hafa
golfvöll í grennd við mína dvalar-
staði.
Ég hvatti Gunna til að byrja í
golfinu, fá meiri hreyfingu og
eitthvert annað áhugamál en
vinnuna. En starfið var hans ær
og kýr, alla tíð. Það var sama
hvaða dag vikunnar ég hringdi,
hann var auðvitað í vinnunni og
ég sagði oft við hann að hann
mundi gera út af við sig með
vinnu. Þá sagði hann: „Haldið þið
félagarnir bara áfram að leika
ykkur – þessi uppgjör gera sig
ekki sjálf.“
Síðasti hádegisverðurinn okk-
ar var fyrir rúmum mánuði; ég sá
að Gunnar átti erfitt með gang og
að eitthvað var ekki í lagi, en
hann svaraði til þessu sama:
„Þetta lagast.“ Við áttum góða
stund saman – en ekki grunaði
mig að þetta yrðu síðustu glösin
af rauðu sem við myndum dreypa
á saman í þessu lífi.
Það eiga margir eftir að sakna
Gunnars sárt. Hann yfirgaf svið-
ið allt of snemma. Fjölskylda
hans stendur þétt saman sem
fyrr, en með sorg í hjarta nú þeg-
ar Gunnar er farinn, foringinn
sem reyndist sínum svo einstak-
lega vel, eins og búast mátti við
af slíkum heiðursmanni.
Vertu sæll, kæri vinur.
Jónas Ólafsson.
Í dag verður lagður til hinstu
hvílu vinur okkar, Gunnar Erl-
ingsson endurskoðandi.
Þeir sem kynntust Gunnari
urðu þess fljótt áskynja að hann
og kona hans Lilja höfðu ákaf-
lega þægilega og góða nærveru.
Gunnar var maður sem staðfesti
að lengi ber að leggja rækt við
réttan vinskap. Þegar litið er um
öxl koma fram í hugann margar
góðar og dýrmætar minningar,
sem tengjast góðum samveru-
stundum í gegnum tíðina. Fjöl-
skyldur okkar hafa verið tengdar
djúpum vinaböndum.
Mannlífið hefur sinn gang hjá
okkur öllum, það tekur og það
gefur og öll verðum við að lúta
því. Vinur okkar Gunnar Erl-
ingsson starfaði sem endurskoð-
andi allt sitt líf og lagði alla tíð
fram langan og strangan vinnu-
dag.
Með Gunnari er fallinn frá ást-
sæll stjórnandi í starfsstétt end-
urskoðenda. Hann var maður
sem mat manngildi ofar auðgildi
og lagði ávallt fram vel gerða og
vandaða reikninga fyrir sína við-
skiptavini. Allt frá yngri árum
lagði hann dag við nótt til að
sinna viðskiptavinum sínum með
traustum og vel gerðum árs-
reikningum.
Sjaldan gafst tími til að fara í
raunverlegt frí. Hann glímdi
ósjaldan við erfiðar aðstæður
með viðskiptavinum sínum. Þeg-
ar efnisleg verðmæti bregðast,
þegar eignir í verðbréfum verða
ekki pappírsins virði og hömlu-
leysið stóð sem hæst þá tókst
Gunnari að fá viðskiptavini sína
til að horfast í augu við það sem
fór úrskeiðis og leiðrétta það.
Hann var vandvirkur og leit á
verkefnin með metnaðarfullum
augun.
Hann vissi að trúin á líka alltaf
við, ekki eingöngu í vanda og
neyð, heldur ekkert síður þegar
allt leikur í lyndi. Hann sá tæki-
færi felast í erfiðleikum, tækifæri
til að læra af hinu liðna og forðast
að það óæskilega endurtæki sig.
Gunnar var nærgætinn og um-
hyggjusamur í öllum samskipt-
um sínum við fólk. Það var eins
og honum tækist alltaf að móta
þægilegt andrúmsloft í kringum
sig, andrúmsloft hjálpar og glað-
værðar.
Gunnar var trúaður maður og
sótti árum saman messur og
bænastundir í Hallgrímskirkju.
Hans skilaboð voru: Þið skuluð
ekki drottna yfir söfnuðunum
heldur vera fyrirmynd hjarðar-
innar. Þegar hinn æðsti hirðir
birtist munuð þið öðlast þann
dýrðarsveig sem aldrei fölnar.
Guð, styrkur þeirra sem
treysta á þig: Gef oss trú til að
leggja allt í þínar hendur og lát
oss minnast þess í öllum vand-
ræðum og erfiðleikum, að þeim,
sem þig elska, samverkar allt til
góðs. Fyrir Jesú Krist, Drottin
vorn. Amen.
Með söknuði og þakklæti
kveðjum við Kolbrún kæran vin
og leggjum eiginkonu hans Lilju,
börn, barnabörn og fjölskylduna
alla í Guðs hendur.
Í dagsins dýrðarmynd
er dimmblá fjallalind,
minn hugur leitar í hæðir til þín
í dagsins dýrðarmynd.
Er sumarsólin skín
og sýnir verkin þín
þá þakkar allt sem andar og grær
er sumarsólin skín.
Ég lofa land og haf
það líf sem Guð mér gaf,
í vorsins yl og vetrarins byl
ég lofa land og haf.
(Eygló Eyjólfsdóttir)
Úr Heilræðavísum Hallgríms:
Ó, Jesús, það er játning mín,
ég mun um síðir njóta þín,
þegar þú, dýrðar Drottinn minn,
dómstól í skýjum setur þinn.
(Hallgrímur Pétursson)
Ómar og Kolbrún.
Ég hef notið þeirrar gæfu að
eiga samleið með Gunnari Magn-
úsi Erlingssyni til áratuga og í
þeim kynnast manninum vel og
eignast vináttu hans. Eftir þá
samleið leyfi ég mér að fullyrða
að hann var góður og nærgætinn
maður, falslaus og hljóðlátur í
allri framgöngu og hæfur endur-
skoðandi sem var hans ævistarf.
Bregður mér mjög að hann skuli
vera fallinn frá eftir stutt alvar-
leg veikindi. Við Erla eiginkona
mín hugsum af hlýhug og þakk-
læti til okkar samleiðar með hon-
um og Lilju og góðrar þjónustu
hans sem endurskoðanda. Bið ég
almættið að taka vel á móti
Gunnari og blessa minningu
hans. Ennfremur styrkja og
styðja Lilju eiginkonu hans, lífs-
förunaut og besta vin, og börn
þeirra og fjölskyldur í sorg
þeirra og söknuði við fráfall
þessa góða manns.
Magnús Hreggviðsson.
Gunnar M. Erlingsson er fall-
inn frá, langt fyrir aldur fram.
Ég og Kolbrún dóttir hans og
Lilju höfum verið miklar og nán-
ar vinkonur til fjölda ára. Það var
því þungt slagið sem reið yfir
þegar fregnir bárust af því að
Gunnar væri allur.
Gunnar lifði fyrir fjölskylduna
sína. Hann var með stærsta
hjartað og breiðasta faðminn.
Hann hugsaði ætíð fyrst um alla
aðra og svo sjálfan sig, ef tími
gafst til.
Hann var einstakur maður,
góður, hlýr, umhyggjusamur og
duglegur. Ég man alltaf hvað
mér fannst þau systkinin heppin
með pabba.
Heimili þeirra Lilju stóð mér
ætíð opið og mér leið eins og ég
ætti aukaforeldra og aukasam-
astað í Hæðarselinu. Hjá þeim
var maður umvafinn ást, kær-
leika og hlýju. Væntumþykjan
var svo mikil.
Lífið er skrítið og er stans-
laust að minna okkur á mikilvægi
þess að staldra við og njóta hvers
dags til hins ýtrasta.
Elsku hjartans Kolla mín,
Lilja, Andri, Siggi og afabörn.
Það eru engin orð sem lýsa því
hversu mikið ég samhryggist
ykkur. Ég sendi ykkur og fjöl-
skyldunni allri ljós, í von um að
það lýsi ykkur áfram veginn.
Blessuð sé minning elsku
Gunna.
Ragnheiður Helgadóttir.
Minn góði skólabróðir og vin-
ur, Gunnar M. Erlingsson, hefur
nú kvatt þennan heim. Mig setti
hljóðan þegar ég sá tilkynningu
um lát hans fyrir nokkrum dög-
um. Þar sem ég hef verið búsett-
ur erlendis í tæp þrjátíu ár hafa
samskipti okkar verið strjál
þennan tíma en grunnur vináttu
okkar var lagður þegar við hóf-
um báðir nám í Verslunarskól-
anum haustið 1976. Þar mynd-
uðust vináttubönd sem aldrei
slitnuðu. Gunni var öflugur
námsmaður og vann auk þess
ávallt samhliða náminu. Hann lét
einnig til sín taka í skólalífinu:
bauð sig m.a. fram til forseta
nemendafélagsins og var síðan
kjörinn ritstjóri Verslunarskóla-
blaðsins, verkefni sem hann
leysti af höndum með glæsibrag.
Ég starfaði með honum í rit-
nefndinni og skynjaði fljótt þann
mikla metnað sem bjó í þessum
unga manni. Engar hindranir
voru honum óyfirstíganlegar því
hann bjó yfir þeim eldmóði,
dugnaði og viljastyrk sem gerir
einstaklingnum kleift að flytja
fjöll. Síðar lá leið okkar beggja í
Háskólann þar sem viðskipta-
fræðin varð okkar vettvangur.
Gunni bjó yfir mörgum góðum
eiginleikum sem nýttust honum
vel á lífsleiðinni. Eiginleikar hans
voru enn frekar mótaðir á kær-
leiksríku heimili foreldra hans.
Gunni vissi snemma að endur-
skoðun yrði hans lífsstarf. Faðir
hans hafði líka starfað lengi við
þá grein og sannaðist þar mál-
tækið að sjaldan fellur eplið langt
frá eikinni.
Gunni var ekki einungis afar
vel gefinn einstaklingur heldur
einnig sérlega vandaður, sam-
viskusamur, réttsýnn og traustur
maður og orðum hans mátti
treysta betur en loforðum ann-
arra. Í stuttu máli má segja að
hann bjó yfir þeim mannkostum
sem flestir vilja búa yfir. Ég er
sannfærður um að Gunni hefði
náð miklum árangri á hvaða vett-
vangi sem hann hefði valið sér á
lífsleiðinni. Hann var því farsæll
maður í starfi og einkalífi og
sinnar eigin gæfu smiður. Nú
þegar komið er að ferðalokum
þakka ég Gunna fyrir þær góðu
stundir sem við áttum saman á
okkar yngri árum og sé á sama
tíma mikið eftir að hafa ekki
ræktað betur vináttuböndin við
þennan góða skólabróður og vin.
Ég sendi Lilju konu Gunna,
börnum þeirra, foreldrum hans
og fjölskyldunni allri samúðar-
kveðjur. Ég veit að skólasystkini
Gunna úr Verslunarskólanum
hugsa líka til hans með hlýju og
virðingu á þessari stundu. Megi
Guð blessa minningu míns góða
skólabróður og vinar Gunnars M.
Erlingssonar.
Kristinn Sv. Helgason.
Mikið óskaplega vorum við
Kristín heppin er við fluttum í
Hæðarsel 16 og eignuðumst um
leið frábæra nágranna, þau
Gunnar og Lilju. Nágrannar af
bestu gerð, enda vandað fólk í
alla staði og voru sem dæmi skírð
saman í litlu þorpi úti á landi.
Húsin okkar liggja saman í
litlum botnlanga með óvenju-
mörgum bílastæðum og ekki
veitir stundum af, er burtfluttir
afkomendur koma öll í heimsókn
á sama tíma, auk þess sem bílar
mínir taka sitt pláss hér á stæð-
um, svo ég tali nú ekki um ónæð-
ið af mér alla daga við þrif á bíl-
um, eða annan gauragang.
Gunnar skildi reyndar ekkert í
þessari ofvirkni minni, hristi oft
hausinn yfir ýmsum fram-
kvæmdum á mínum bæ, en fylgd-
ist með í fjarska. Jú, ofvirknin er
hér til staðar, ég á það til að þrífa
bílinn hennar Lilju án þess að
vera beðinn um það og mun alltaf
vera fyrstur með slökkvitækið ef
Andri gleymir að slökkva á grill-
inu.
Gunnar spurði mig eitt sinn:
„Palli minn, getur þú kannski
lagt þeim stóra á öðrum stað,
Lilju finnst hann skyggja svo á
útsýnið úr eldhúsglugganum.“
Það var meira en sjálfsagt en
Lilja sagði mér síðar að þetta
færi ekkert í pirrurnar á sér,
honum fannst bara betra að
koma þessu svona frá sér. Allt
útpælt, enda geri ég allt fyrir
Lilju.
Gunnar vann alla tíð mikið og
ég veit að það koma tarnir hjá
endurskoðendum nokkrum sinn-
um á ári, er alls konar uppgjör og
ársskýrslur þurfa að koma út á
réttum tíma, en ég held að það sé
búið að vera törn hjá mínum
manni í a.m.k. þau 15 ár sem ég
hef verið nágranni hans. Farinn
snemma í vinnuna og kom afar
seint heim. Og þá var oft grillað,
ilmurinn leyndi sér ekki, og jafn-
vel eitt hvítvínsglas með. Okkar
síðasta samtal var nýverið, er ég
sagðist vilja bjóða þeim hjónum í
grill, í staðinn fyrir mikla þolin-
mæði í minn garð og um leið smá
þakklætisvott fyrir góð kynni.
Svarið kom um hæl: „Já, ég er til
í það.“
Við sáum að Gunnar var lasinn
síðustu vikurnar, við sáum að
hann fór rólega yfir, hægar en oft
áður. Það kom okkur því ekki á
óvart, þannig séð, er Lilja sagði
okkur frá veikindum hans, sem
urðu mjög fljótt mjög alvarleg og
ekki varð við ráðið.
Gunnar var jarðsunginn 23.
júlí, á brúðkaupsdegi þeirra
hjóna.
Við fjölskyldan sendum Lilju,
Andra, Kollu og fjölskyldunni
allri okkar innilegustu samúðar-
kveðjur, megi minning Gunnars
lifa um ókomin ár.
Páll Halldór Halldórsson.
Með Gunnari M. Erlingssyni
er genginn vandaður, heiðarleg-
ur og vinnusamur fagmaður á
sviði endurskoðunar og skyldrar
starfsemi.
Ég kynntist Gunnari árið 1981
þegar hann réðst til starfa hjá
mér en ég rak þá endur-
skoðunarskrifstofu í Reykjavík.
Sigurður Gylfi bróðir minn og
hann voru skólabræður og sam-
stúdentar frá Verslunarskóla Ís-
lands vorið 1980. Sigurður lagði
mjög ákveðið til við mig að ég
réði tvo af félögum hans úr skól-
anum til starfa enda væru þeir
báðir yfirburðamenn í þeim
greinum sem tengdust bók-
færslu, reikningsskilum og
skyldum fögum. Hér var um að
ræða Gunnar og Ragnar J. Boga-
son. Ég fór að ráðum Sigurðar og
þurfti aldrei að sjá eftir því enda
reyndust þeir báðir hinir bestu
liðsmenn.
Um það leyti sem þeir Gunnar
og Ragnar hlutu löggildingu sem
endurskoðendur árið 1987
keyptu þeir af mér endur-
skoðunarskrifstofu mína sem
þeir ráku fyrst saman og svo
Gunnar einn til dauðadags.
Gunnar Erlingsson vann í ára-
tugi fyrir ýmis fyrirtæki og
stofnanir sem tengjast mér.
Ávallt var reynslan af störfum
hans hin sama. Hún einkenndist
af fagmennsku, heiðarleika og
samviskusemi. Alltaf var unnt að
reiða sig á Gunnar og örugg verk
hans.
Ég kveð þennan góða mann
með söknuði og eftirsjá. Við
hjónin sendum Lilju, börnum
þeirra og öðrum nánum ættingj-
um innilegar samúðarkveðjur á
erfiðum tíma. Blessuð sé minn-
ing Gunnars M. Erlingssonar.
Helgi Magnússon.