Morgunblaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2020
Löggiltur heyrnarfræðingur
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Heyrnarþjónusta í alfaraleið
Heyrðu umskiptin með háþróuðum ReSound
gæðaheyrnartækjum.
Margir verðflokkar, SÍ niðurgreiðir heyrnartæki.
Heyrnargreining, ráðgjöf og heyrnartæki til
reynslu afgreidd samdægurs.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Forseti Íslands, Guðni Th.
Jóhannesson, verður settur í emb-
ætti í annað sinn í dag klukkan 15:30.
Vegna hertra aðgerða í baráttu við
kórónuveiruna verður innsetningar-
athöfnin með gerbreyttu sniði.
Þegar Guðni var settur í embætti
hið fyrra sinn, 1. ágúst 2016, var 231
viðstaddur. Þar af 226 gestir auk
handhafanna þriggja og forseta-
hjónanna. Til stóð að um 80 gestir
yrðu núna en vegna tveggja metra
reglunnar hefur þeim verið fækkað í
24. Sautján gestir verða í þingsal
ásamt handhöfum og forsetahjónum
og sjö gestir í hliðarherbergjum, alls
29. Ýtrustu sóttvarna verður gætt og
engin handabönd viðstaddra.
Í 6. grein stjórnarskrár Íslands
segir: „Kjörtímabil forseta hefst 1.
ágúst og endar 31. júlí að 4 árum
liðnum.“ Þetta þýðir að umboð
Guðna forseta rann út á miðnætti
síðastliðnu og er hann því ekki starf-
andi forseti þegar flestir lesendur fá
þetta blað í hendur.
Í 8. grein stjórnarskrárinnar segir
að verði sæti forseta lýðveldisins
laust skuli forsætisráðherra, forseti
Alþingis og forseti hæstaréttar fara
með forsetavald. Þessum embættum
gegna nú Katrín Jakobsdóttir, Stein-
grímur J. Sigfússon og Þorgeir Ör-
lygsson. Þetta þríeyki boðar til at-
hafnarinnar í dag og stjórnar henni.
Forseti Hæstaréttar lýsir forseta-
kjöri og útgáfu kjörbréfs. Að því
búnu vinnur forsetinn drengskapar-
heit og síðan fær hann kjörbréfið af-
hent.
Innsetningarathöfnin hefur verið í
mjög föstum skorðum frá því að
Sveinn Björnsson var fyrst settur í
embætti 1. ágúst 1945. Hann var þá
þjóðkjörinn en hafði verið þingkjör-
inn 1944. Athöfnin hefur hingað til
hafist með guðsþjónustu í Dómkirkj-
unni en sjálf innsetningarathöfnin
verið í Alþingishúsinu. Athöfnin í
Dómkirkjunni hefur verið felld niður
að þessu sinni en þess í stað mun
biskup Íslands, Agnes M. Sigurðar-
dóttir, flytja blessunarorð í þinghús-
inu.
Forsetahjónin munu ekki stíga
fram á svalir Alþingis að athöfn
lokinni, eins og venjan hefur verið,
enda hefur fólk verið hvatt til að
koma ekki saman á Austurvelli.
Ríkissjónvarpið sýnir beint frá
embættistökunni og hefst útsend-
ingin kl. 15.20 í dag.
Við athöfnina mun Ester Talia Ca-
sey flytja lagið Fallegur dagur eftir
Bubba Morthens við undirleik Hjart-
ar Ingva Jóhannessonar og Andra
Ólafssonar ásamt kvenröddum úr
Dómkórnum. Þá mun Sigrún Hjálm-
týsdóttir flytja þjóðsöng Íslendinga
við undirleik Kára Þormar. Gert er
ráð fyrir að athöfn ljúki um fjögur
leytið.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
1. ágúst 2020 Stólum er raðað upp með tilliti til tveggja metra reglunnar. 29 verða viðstaddir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
1. ágúst 2016 Þannig var stólum raðað hlið við hlið í þingsal. Alls var þá 231 við athöfnina.
Innsetning í óvenjulegu ástandi
Guðni Th. Jóhannesson settur í embætti forseta í annað sinn Hefðir víkja vegna kórónuveiru
Forsetar lýðveldisins frá 1944 Heimild og myndir: Wikipedia
Aldur Í embætti, frá/til Embættistími
Sveinn Björnsson
63 ára 17. júní 1944
70 ára 25. janúar 1952 2.778 dagar
Ásgeir Ásgeirsson
58 ára 1. ágúst 1952
74 ára 1. ágúst 1968 5.844 dagar
Kristján Eldjárn
51 árs 1. ágúst 1968
63 ára 1. ágúst 1980 4.383 dagar
Vigdís
Finnbogadóttir
50 ára 1. ágúst 1980
66 ára 1. ágúst 1996 5.844 dagar
Ólafur Ragnar
Grímsson
53 ára 1. ágúst 1996
73 ára 1. ágúst 2016 7.304 dagar
Guðni Th.
Jóhannesson
48 ára 1. ágúst 2016
52 ára 1. ágúst 2020 1.461 dagur
Landsréttur hefur staðfest gæslu-
varðhaldsúrskurð yfir manni sem er
sakaður um fjölda afbrota sem hann
er sagður hafa framið á síðastliðnum
tveimur mánuðum. Maðurinn mun
sæta varðhaldi til 20. ágúst næst-
komandi.
Maðurinn var handtekinn eftir
innbrot í heilsugæslustöð fyrir
rúmri viku en þá hafði hann líklega
komist inn með því að brjóta glugga.
Útlit var fyrir að maðurinn hefði
skorið sig á glerbrotum þar sem blóð
var víðs vegar um heilsugæslustöð-
ina. Lögreglan fann manninn í her-
bergi þar sem hann hafði falið sig á
bak við hurð.
Afbrotalisti mannsins er langur
en hann er grunaður um stórtækan
þjófnað, rán og fíkniefnasölu, meðal
annars er hann sakaður um að hafa
greitt fimm daga gistingu á Hótel
KEA með stolnu kreditkorti. Hljóð-
aði reikningurinn upp á 250 þúsund
krónur. Einnig er maðurinn sakaður
um að hafa reynt að svíkja út vörur
með stolna kreditkortinu.
Á umræddu hótelherbergi fannst
þýfi úr innbrotum á Blönduósi en
manninum er gefið að sök að hafa
brotist inn í verslun þar í byrjun
júní.
Nokkrum dögum eftir Akureyrar-
ferðina er maðurinn sagður hafa far-
ið til höfuðborgarinnar og reynt að
stela vörum úr Hagkaup í Skeifunni.
Hafi ráðist á mann með ofbeldi
19. júní er maðurinn talinn hafa
brotist inn á ótilgreindum stað í
Reykjavík. Þaðan á hann að hafa
komið út með tvo svarta plastpoka.
Þegar lögreglan handtók manninn
fannst á honum hvít og svört gríma
en maðurinn neitaði að tjá sig um
málið við yfirheyrslu.
Þá á maðurinn að hafa otað hníf að
manni í íbúð í Reykjavík í lok júní og
rænt af honum síma og silfurhring.
Sá sem í varðhaldi situr er einnig
grunaður um að hafa ráðist á mann
með ofbeldi ásamt tveimur öðrum og
skilið þolandann eftir hreyfingar-
lausan. Loks er maðurinn sagður
hafa stolið farsíma, bíllykli og fjar-
stýringu að bílageymslu húsráðanda
þegar hann var sofandi um miðjan
þennan mánuð.
Maðurinn hefur áður komið við
sögu lögreglu og er sagður glíma við
mikinn fíkniefnavanda. Veruleg
hætta sé á að hann haldi áfram að
brjóta af sér gangi hann laus, og
ekkert lát virðist á brotahrinu hans.
Í varðhald eftir
mikla brotahrinu
Talinn líklegur til frekari afbrota