Morgunblaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2020 Helgi Jónsson, afi minn, var yndis- legur maður. Frá því ég man eftir mér var hann alltaf svo glæsilegur og snyrti- lega til fara. Rétt áður en hann fór á Dvalarheimilið Höfða fórum við fjölskyldan að kíkja á hann, þá tók þessi mikla þvottaefnislykt á móti okkur þegar við löbbuðum inn. Þá hafði hann verið að taka til, að sjálfsögðu. Alltaf svo ákveðinn í að hafa snyrtilegt í kringum sig. Þegar ég var lítil var ég oft hjá ömmu og afa á Akureyri, Laugarvatni og í Kópavogi. Eft- irminnilegastur var tíminn þegar afi var bankastjóri á Akureyri. Við amma Halla höfðum það gott á daginn, kíktum stundum á afa á skrifstofuna og það er í minning- unni ein flottasta skrifstofa sem ég hef séð. Þar lærði ég að gang- andi vegfarandi ætti alltaf rétt- inn þar sem amma hikaði ekki við að strunsa yfir gangbrautirn- ar. Við fórum reglulega á rúntinn og smá bílasölurúnt í leiðinni, afi var mikill bílaáhugamaður. Hann átti alltaf fína bíla og ég man ekki eftir bílunum hans öðruvísi en glansandi fínum. Það eru góðar og eftirminni- legar minningar frá því við vor- um í sumarbústaðnum á Laugar- vatni. Hann passaði mikið upp á það, þegar við barnabörnin fór- um út á bát, að við værum innan ákveðins svæðis. Ef einhver fór lengra en mátti þá var afi ekki kátur og leyfði þeim að heyra það. Tíminn sem við áttum saman á Laugarvatni er dýrmætur. Fara út á bát, veiða silung og koma með hann upp í bústað til ömmu þar sem hann var steiktur á pönnu. Hann spilaði á píanó og harmonikku. Þegar við heimsótt- um hann í júní sl. söng Guð- mundur minn og dansaði fyrir hann, afi hafði orð á því hvað það hefði verið gaman ef hann væri með harmonikkuna. Ég er sam- mála, það hefði verið gaman. En við skemmtum okkur vel án hennar í þetta skiptið. Strákun- um mínum þótti gaman að heim- sækja afa því hann kom oft með góðar og skemmtilegar sögur. Afi var alltaf hreinskilinn og orðheppinn maður, sagði það sem honum fannst. Hann var mikill stjórnandi og stjórnaði al- veg fram á hinsta dag. Ég er þakklát fyrir að hafa átt góðan afa og góða ömmu, lærði mikið af þeim báðum og tek þann lærdóm með mér út í lífið. Halla Karen. Það er rosalega gott þegar maður getur horft til baka og verið svona þakklátur fyrir allan tímann sem ég fékk með þér og Helgi Jónsson ✝ Helgi Jónssonfæddist 9. febr- úar 1928. Hann lést 14. júlí 2020. Útförin fór fram 22. júlí 2020. ömmu. Þegar ég var lítill áttuð þið heima á Akranesi þar sem þú varst útibús- stjóri í Landsbank- anum og bjugguð á bankaloftinu. Það var alltaf rosalega gaman að heim- sækja ykkur, á Akranesi og síðar norður á Akureyri. Þegar þið fluttuð norður fékk ég að dvelja lengri tíma með ykkur í senn, þú fórst með mig á völlinn, komst mér að á fótboltaæfingum með KA. Þið amma voruð svo natin að gera dvölina skemmtilega. Skemmti- legustu tímarnir voru þegar haldið var upp í bústað með ykk- ur. Sumarbústaðurinn á Laugar- vatni var greinilega uppáhalds- staður ykkar, og minn líka. Þið amma voru svo dugleg að taka mig og Helga Rafn bróður minn með og ekki má gleyma að Helgi Teitur sonur ykkar gerði dvölina enn skemmtilegri. Á Laugar- vatni fengum við ómetanlegan tíma með ykkur, hvert einasta sumar var haldið upp í bústað þar sem ævintýraheimur hvers barns beið eftir manni, vatnið var mikið aðdráttarafl þar sem við veiddum mikið, auk þess sem við fengum að smíða og bralla eins og við nenntum. Ófáa fiska veiddum við saman, þar sem ég og þú fórum saman á bát og lögð- um net á meðan nafnarnir Helgi Teitur og Helgi Rafn lögðu net á öðrum stað á litla bátnum. Þegar heim var komið var talið og höfð- um við nánast alltaf vinninginn, ekki þarf þó að taka fram að við fórum alltaf mikið lengra og með stærra net. Þú hefur verið mér mikil fyrir- mynd í svo mörgu í lífinu, at- hafnasamur, skemmtilegur, hlýr og góður maður að öllu leyti, og það besta er að ég náði að segja þér margoft hvað ég er þákklát- ur að eiga þig sem afa og hvað mér þykir vænt um þig. Hvíldu nú í friði elsku besti afi minn, nú færð þú að hitta ömmu í sumarlandinu góða. Sverrir Örn Gunnarsson. Þegar ég frétti andlát Helga móðurbróður míns rann upp fyr- ir mér að nú væri móðir mín ein eftir af upprunalega Hlaða-íhald- inu, sem svo var kallað. Helgi var mjög myndarlegur og vörpulegur maður, með yfir- bragð aristókrata. Jafnan var hann kátur og brosmildur en samt fastur fyrir á sinn ljúf- mannlega hátt. Það var manni lærdómsríkt og raunar forréttindi að hafa þekkt hann alla ævi, því fyrirmynd var hann ungviðinu góð. Helgi komst vegna lyndiseinkunnar sinnar skjótt til æðstu metorða og mannaforráða innan Landsbank- ans. Þar sat Helgi í hásæti sínu og stjórnaði af visku sinni og röggsemi. Maður heyrði því jafn- an fleygt að hann hefði ávallt verið farsæll í starfi sínu þannig að vel kom bæði bankanum sem og viðskiptavinum hans. Helgi var lánsamur í maka- vali, því yndislegri og glæsilegri konu var vart að finna en Höllu. Saman eignuðust þau glæsilegan og mannvænlegan hóp afkom- enda. Vissulega féll Halla vin- kona mín frá allt of fljótt og varð stórt skarð fyrir skildi að henni genginni. Síðar varð Helgi svo lánsamur að kynnast Margréti, sem er kona mikilla mannkosta og falleg utan sem innan. Þó svo að Helgi hafi náð góð- um aldri gerir fráfall hans mann- lífið vissulega litlausara og sökn- uðinn ekkert minni eða auðveldari. Ég sendi hópnum hans Helga innilegar samúðarkveðjur og bið algóðan Guð að blessa ykkur og varðveita og um leið blessa minn- ingu góðs og vandaðs manns. Þorsteinn. Helgi föðurbróðir minn er lát- inn, 92 ára að aldri. Hann var yngstur fjögurra bræðra, hinir voru í aldursröð Garðar, Ólafur og Páll. Helga kynntist ég í barn- æsku og var hann aldrei langt undan. Helgi og kona hans Hallbjörg voru alltaf mjög indæl og barngóð og var mjög eftirsóknarvert að fara til þeirra í heimsókn, enda áttu þau ekkert barn þegar ég var að slíta barnsskónum og naut þess að sjálfsögðu. Ég minnist þess að þau fóru í siglingu þegar ég hef verið 4-5 ára og færðu mér forláta Lappabúning að gjöf við heimkomu, en þá var ekki mikið um erlend föt og þótti mér bún- ingurinn gersemi enda litfagur. Svo liðu árin og ég eins og fleiri naut þess að vera tengdur þessum heiðurshjónum. Ég á margar ógleymanlegar minningar frá heimsóknum til Helga og Höllu, en þau voru vandað og gott fólk. Halla lést árið 1998, sem var Helga og börnum þeirra mikið áfall. Frá barnæsku og þar til fram yfir fermingu ólst ég upp við það að Helgi og pabbi áttu saman sauðfé, eflaust til að afla matar til heimilisþarfa og sér til skemmt- unar, en ærnar voru yfir 100 þeg- ar mest var. Búskapurinn var rekinn á jörð- inni Árbæ í Ölfusi þar sem faðir þeirra átti land. Fjölskyldan stundaði heyskap á jörðinni og afi og fjölskyldan voru með hross þar, enda stundaði hann hrossa- rækt. Jörðinni fylgja veiðihlunnindi og sáu þeir Helgi og pabbi um þau mál. Þá var veitt í net og þurfti því að fara og vitja um kvölds og morgna. Þá kom upp sú staða að þeir bræður sáu að ekki var stunduð veiði frá Þórustöðum og varð úr að þeir fengu veiðina þar og bættu við sig enda stutt milli lagna Árbæjar og Þórustaða. Þess má geta að fjölskyldan hafði hesthús í Árbæ og á Selfossi. Afi hafði byggt hesthús og gerði í miðju þorpinu og nutu allir fjölskyldumeðlimir þess er það vildu. Páll bróðir Helga var einnig í hestum um tíma og tók hann þátt í heyskap og öllu hrossatengdu. Á haustin var bílskúr okkar, sem er við þjóðveg nr. 1 á Selfossi, breytt í vel búið sláturhús þar sem þeir bræður slátruðu sínu fé og nágrannar komu með sitt fé og allir sameinuðu krafta sína við slátrunina. Þá var til reiðu frysti- geymsla sem var í húsi Páls. Faðir bræðranna, Jón Pálsson dýralæknir, leit eftir öllu hrein- læti við slátrunina, og er þetta fyrsta heimaslátrunin þar sem menn fóru heim með kjötið skoð- að og stimplað af dýralækni. Þegar þetta var bjó fjölskyld- an á sama reit á Selfossi og var stutt í allar áttir, en það átti eftir að breytast þegar Helgi og Halla fluttust frá Selfossi 1971. Auk hestamennsku hafði Helgi mik- inn áhuga á stangveiði, en hana stundaði hann um árabil. Í gegnum það sem að framan greinir ólst ég upp og tók fullan þátt. Ég er þakklátur pabba og Helga fyrir lærdóminn og reynsluna af þessu. Ég kynntist Helga mjög vel og vorum við alla tíð vinir og frænd- ur góðir. Helgi hafði alla kosti sem góða og vandaða menn prýða. Ég bið góðan guð að styrkja börn hans og aðra afkomendur í sorginni. Jón Ólafsson. Við hjónin sáum Helga Jóns- son fyrrverandi bankaútibús- stjóra síðast á ættarmóti afkom- enda Hlaðasystkina á Minniborg síðasta sumar. Það var þá tekið til þess hversu ern Helgi var. Teinréttur á velli en hann var með hærri mönnum. Samsvaraði sér vel með þykkt hár. Hann var léttur í fasi við þetta tækifæri og virtist fylgjast með öllu. Það hvarflaði ekki að manni þá að þar færi maður á tíunda tug og manni fannst sjálfsagt að hann myndi lifa lengi eftir þetta, slík reisn og skýrleiki sem var yfir honum. Halldór sá hann Helga Jóns- son fyrst í eldhúsinu í Eyvindar- tungu þar sem hann var strákur í sveit hjá höfðingjanum honum Teiti Eyjólfssyni og indælis konu hans Sigríði. Þau voru foreldrar hennar Höllu, sem Helgi var þá þegar búinn að fastna sér sem konu. Halldór var kjaftfor pjakk- ur á þessum árum og sprellikall og man hann að Helgi hló dátt að bullinu í stráknum en honum sjálfum þótti hann vera eitur- sniðugur í heimsku sinni að geta komið þessum virðulega frænda sínum til að hlæja. Helgi og Halla áttu saman langa ævi þar til Halla veiktist og féll frá í blóma lífsins 1998, að- eins 65 ára að aldri. Saman áttu þau fjögur börn sem öll eru nýtir borgarar og frá þeim stór ætt- bogi. Helgi var farsæll útibússtjóri hjá Landsbankanum víða um land, á Ísafirði, Akranesi og á flaggskipinu Akureyri. Hann tók líka að sér að reka frystihús fyrir bankann í Ólafsvík um tíma þannig að traust bankastjóranna á honum stóð föstum fótum þeg- ar mikið lá við. Helgi var glaðsinna eins og öll fjölskylda Jóns Pálssonar dýra- læknis og Áslaugar Stephensen í Hlöðum á Selfossi. Helgi byrjaði sinn langa bankastarfsferil í Landsbankanum á Selfossi sem fulltrúi Einars Pálssonar útibús- stjóra, þá kornungur maður með bíladellu. Hann var sagður eiga það til að fá bíl pabba síns lán- aðan og fara á honum í vinnuna, 100 metra yfir Austurveginn, sem voru þá að bankanum frá Hlöðum. Þá þótti það nefnilega fínna að vera á bíl en á hjóli eins og sumum þykir víst núna. Þeir voru fjórir bræðurnir í Hlöðum og þar ríkti sko engin lognmolla við matborðið. Þar var hnakkrifist um pólitík þótt allir væru á sama máli. En allt heim- ilisfólkið, að honum Þorvarði Sölvasyni, Vassa, meðtöldum, voru harðir íhaldsmenn og hátt- skrifaðir liðsmenn Sjálfstæðis- flokksins. Stundum barði sá gamli Jón dýri svo fast í borðið til pólitískrar áherslu að leirtauið dansaði ræl á borðinu og glamrið heyrðist út á götu. Það var á þessu heimili sem Steinunn Helga, þriggja ára dóttir Ragnheiðar, kom til fóst- urs hjá móðursystur sinni og Jóni dýra. Bræðurnir tóku henni allir með kostum og kynjum og ólst hún þar upp sem alsystir þeirra. Seinna byggðu þau Áslaug og Jón sér nýtt hús á Hlaðavöllum þaðan sem Steinunn giftist Hall- dóri fyrir nærri 60 árum. En þá höfðu allir bræðurnir byggt sér hús í kallfæri þar í kring. Þótti þetta mörgum vera einsdæmi um samheldni þessarar fjölskyldu. Við hjónin eigum aðeins ljúfar minningar um hann Helga Jóns- son og allt sem honum tengdist. Við sendum ástvinum hans okkar bestu kveðjur. Steinunn Helga og Halldór. Elskulegur bróðir okkar, GUÐMUNDUR B. KJARTANSSON, Tjarnargötu 27, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 22. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir til starfsfólks D-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Fyrir hönd aðstandenda, Bjarni og Sigrún Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR HREFNA GÍSLADÓTTIR, lést á Hrafnistu sunnudaginn 26. júlí. Útförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 5. ágúst klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Guðríður Andrésdóttir Grímheiður Andrésdóttir Jóhann Bogason Kristjana Friðbjörnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFINNA SOFFÍA SVEINSDÓTTIR lést laugardaginn 25. júlí á dvalar- heimilinu Höfða, Akranesi. Útför fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 5. ágúst klukkan 13. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalarheimilisins Höfða og HVE fyrir góða umönnun. Brandur Jónsson Salvör Lilja Brandsdóttir Björn Þorri Viktorsson Sveinn Brandsson Olga Grevtsova Jón Brandsson Bergný Dögg Sophusdóttir Heiðdís Björk Brandsdóttir og ömmubörnin Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, EVA MAGNÚSDÓTTIR Heiðargerði 48, lést á hjúkrunaheimilinu Boðaþingi mánudaginn 20. júlí. Útför hennar fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi fimmtudaginn 6. ágúst klukkan 13. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Spóalundar, hjúkrunar- heimilinu Boðaþingi, fyrir frábæra umönnun, nærgætni og hlýju. Steinþór Marinó Gunnarsson Sigrún Steinþórsdóttir Erna Steinþórsdóttir Eyjólfur Hjaltason Hildur Steinþórsdóttir Jóhannes K. Guðlaugsson Guðrún Steinþórsdóttir Þorsteinn Pálmarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HINRIK LÍNDAL HINRIKSSON, Hjarðarholti 17, Akranesi, lést í faðmi fjölskyldunnar sunnudaginn 26. júlí. Útför fer fram frá Akraneskirkju 6. ágúst klukkan 13:00. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður streymt frá athöfninni á vef Akraneskirkju www.akraneskirkja.is Júlíana Karvelsdóttir Karvel Líndal Hinriksson Inga Dís Sigurðardóttir Ása Líndal Hinriksdóttir Guðráður Gunnar Sigurðsson Olga Líndal Hinriksdóttir Jóhann Þór L. Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT S. EINARSDÓTTIR, fv. sjúkraliði og forstöðumaður, Norðurbrú 1, Garðabæ, sem lést 16. júlí, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn 7. ágúst klukkan 13. Vegna aðstæðna í samfélaginu er athöfnin einungis fyrir allra nánustu en verður einnig streymt á slóðinni: www.utformse.is. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Atli Pálsson Hallgrímur Atlason Guðbjörg Jónsdóttir Guðjón Atlason Ana Isorena Atlason Atli Atlason Elin Svarrer Wang barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.