Morgunblaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2020 Vaðlaheiðargöng Reykjavík Akureyri Seyðisfjörður Akureyri Ey ja fjö rð ur - keyrðu í gegn og fáðu rukkun í heimabanka Þetta þarf ekki að vera flókið Athugið að eftirvagna þarf ekki að skrá né borga fyrir sérstaklega! Þjónustuver Vaðlaheiðarganga er opið 10 til 12 og 13 til 15 virka daga 464 1790 veggjald@veggjald.is STANGVEIÐI Eggert Skúlason eggert@mbl.is Mikið hefur verið rætt um þá miklu veiði sem nú er í Eystri- Rangá. Hún er eins og flestir þekkja á sem byggir alfarið á seiðasleppingum. En það gerir systuráin Ytri-Rangá líka. Það er því ljóst að miklu skiptir hver uppruni seiðanna er og meðhöndl- un þeirra. Nú er það að gerast að Affallið, sem er fjögurra stanga á í Land- eyjum er að gefa mjög góða veiði. Affallið var hástökkvari vikunnar í veiðitölum og skilaði áin tæplega 250 löxum í síðustu viku og er það mesta vikuveiði á landinu ef frá er talin þúsund laxa vikan í Eystri- Rangá. Það er Landssamband veiðifélaga sem vikulega birtir veiðitölur á vef sínum angling.is og eru tölurnar fengnar þaðan. Af- fallið er komið í áttunda sæti yfir gjöfulustu laxveiðiárnar í sumar og fór upp fyrir mörg af stóru nöfnunum eins og Selá, Langá, Hofsá og fleiri. Líklegt er að hún klífi enn hærra í næstu tölum. Guðmundur Atli Ásgeirsson er umsjónarmaður Affallsins og þetta kemur honum ekki á óvart. „Við slepptum sömu seiðum og gert var í Eystri-Rangá. Þetta voru mjög flott og sterk seiði og þau hafa greinilega komist vel frá vetrar- dvölinni í sjó,“ sagði Guðmundur Atli í samtali við Morgunblaðið. Hann telur að Affallið eigi jafn- vel inni metár, en mesta skráða veiði sem hægt er að sjá í Affall- inu var árið 2010. Þá veiddist 1.021 lax en í fyrra var veiðin ekki nema 323 laxar. Affallið var síð- asta miðvikudag komið í 516 laxa og mikið af fiski í ánni að sögn veiðimanna. Veitt er á flugu og maðk í ánni og þar er ekki sleppi- skylda á laxi. Það er þó alla vega hvernig hin ýmsu holl bregðast við því. Þannig segir Guðmundur Atli að í síðustu viku hafi verið holl sem sleppti nánast öllum fiski. Þá er ljóst að Þverá í Fljótshlíð er líka að fara að láta að sér kveða, en áin er komin yfir hundr- að laxa, að sögn Guðmundar Atla sem einnig fóstrar hana. Það er ljóst að nóg verður að gera hjá Guðmundi Atla í sumar fram á haust því hann hefur yfirumsjón með septemberveiði í Eystri- Rangá og er að selja í allar þessar þrjár ár. Þverá er síðsumarsá og fer seinna af stað en nágrannar hennar. Þegar Guðmundur Atli er beð- inn um skýringar á þessari sér- stöðu þessara þriggja áa í grennd við Fljótshlíðina telur hann að þar eigi mjög stóran þátt Einar Lúð- víksson, sem var framkvæmda- stjóri veiðifélags Eystri-Rangár þar til í fyrra, og að hann hafi þróað aðferðir sem nýtast vel við sleppingar. Fögur er hlíðin – full af laxi  Vikuveiðin í Eystri-Rangá yfir þúsund laxar  Affallið í Landeyjum komið í hóp aflamestu ánna Morgunblaðið/Einar Falur Spriklandi lax Mikil veiði hefur verið í rangæskum ám að undanförnu. Afl ahæstu árnar Heimild: www.angling.is 0 1.000 2.000 3.000 Staðan 29. júlí 2020 Veiðistaður Stanga- fjöldi Veiði 31. júlí 2019 1. ágúst 2018 Eystri-Rangá 18 3.308 1.349 1.367 Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki 18 1.140 628 1.549 Urriðafoss í Þjórsá 4 793 680 1.038 Miðfjarðará 10 729 647 1.422 Norðurá 15 645 225 1.352 Haffjarðará 6 566 302 1.075 Þverá og Kjarrá 14 538 421 1.975 Affall í Landeyjum 4 516 90 155 Selá í Vopnafi rði 6 482 606 706 Langá 12 425 198 1.003 Hofsá og Sunnudalsá 6 404 325 384 Laxá í Kjós 8 389 83 667 Blanda 9 334 480 771 Jökla 8 333 237 303 Laxá á Ásum 4 316 275 402 Fallegur urriði Guðmundur Atli Ásgeirsson með urriða úr Ytri-Rangá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.