Morgunblaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2020 90 ára Sverrir er fæddur í Reykjavík og býr þar. Hann var prentari í 44 ár og vann í prentsmiðjum en starfaði í íþrótta- miðstöðinni í Grafar- vogi síðustu starfsárin. Sverrir lék knattspyrnu með KR og var þjálfari. Maki: Margrét Stefánsdóttir, f. 1931, fyrrverandi saumakona. Börn: Hulda, f. 1955, Stefán, f. 1956, Ómar, f. 1960, Hrönn, f. 1961, Guð- mundur, f. 1964, og Brynja, f. 1971. Foreldrar: Halldór Kjærnested Elíasson, f. 1897, d. 1970, matsveinn, og Margrét Halldóra Guðmundsdóttir, f. 1897, d. 1970, húsmóðir. Sverrir Kjærnested Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ekki leggja árar í bát þótt á móti blási. Leyfðu öðrum að njóta lífsins með þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú skalt reyna að hjálpa börnum eða ungu fólki í dag. Spjallaðu við vini og félaga og heyrðu hvað þeir segja. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér gengur flest í haginn á vinnu- stað þínum en þína sönnu lífshamingju sækir þú til heimilisins og þinna nánustu. Farðu þér því hægt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gleymdu ekki að tjá tilfinningar þín- ar í garð þeirra, sem standa þér nærri. Kynntu þér því bæði menn og málefni vand- lega áður en þú myndar þér skoðun. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Fólki reynist erfitt að sýna yfirvegun í samræðum í dag. En þú viðurkennir að smá smjaður og athygli handa réttu manneskj- unni getur komið þér langt. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú finnur til glaðværðar og bjartsýni sem nýtist vel til þess að ná árangri í nán- ast hverju sem er. Gættu þess að gera alls ekkert að óathuguðu máli á peningasviðinu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Láttu til þín taka í viðgerðum á heim- ilinu í dag. Sýndu þó ekki of mikla óþolin- mæði. Reynið að vera raunsæ og vænta ekki of mikils fyrir of lítið. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert vakinn og sofinn yfir þörfum annarra en mátt ekki gleyma þínum eigin. Farðu varlega svo þessi vonbrigði bitni ekki á þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er hollt að setjast niður af og til og velta fyrir sér, hvað maður vill fá út úr lífinu, bæði í leik og starfi. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Sýndu foreldrum þínum og nán- um vinum sérstaka þolinmæði í dag. Klæddu þig eftir eigin höfði og segðu það sem þér býr í brjósti. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú verður sjaldan of tilfinn- inganæmur eða skapmikill, en í dag verður undantekning á því. Mundu að vinur er sá er til vamms segir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú verður ekki lengur hjá því komist að horfast í augu við staðreyndir. Nú er rétti tíminn til þess að uppfylla þarfir sinna nán- ustu. 1987-1989. Hann var í stjórn SVG, Sambands veitinga- og gistihúseig- enda í nokkur ár. Hann átti sæti í sveinsprófsnefnd fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar um ára bil og var í skólanefnd Menntaskólans í Kópa- vogi. Þá er Jakob einn af stofnendum og eigendum Bocuse d́Or akademí- inu/Djúpinu, en Djúpið er kjallari Hornsins og hefur verið vinsæll tón- listar- og sýningarsalur um árabil. Jakob sat í stjórn Klúbbs mat- reiðslumeistara og varð síðan forseti klúbbsins 1989-1998. Þá var Jakob forseti NKF, sem eru samtök mat- reiðslumeistara á Norðurlöndunum, J akob Hörður Magnússon fæddist í Reykjavík 1. ágúst 1950 og ólst upp á Hofsvallagötunni í Verkó eins og það var kallað. Hann var í sveit á Grímsstöðum í Kjós í þrjú sumur. Jakob lauk gagnfræðaprófi úr Hagaskóla og fór síðan í matreiðslu- nám á Hótel Sögu og útskrifaðist 1971. Jakob vann við matreiðslustörf í Óðalinu við Austurvöll og síðan á Hótel Scandinavia í Kaupmannahöfn, í Lídó, í Bakhúsinu, veitingastað Þór- steins Viggóssonar og á ítölskum veitingastað á Strikinu í Kaupmanna- höfn 1972-1978. „Þar fæddist hug- myndin áð opnun Hornsins á Íslandi og að kynna ítalska matreiðslu fyrir landanum.“ Jakob stofnsetti ásamt Guðna Erlendssyni frænda sínum Hornið í Hafnarstræti 1979 og hefur rekið það síðan ásamt fjölskyldu sinni. „Hornið var fyrsta pítserían á Ís- landi og svo buðum við líka upp á fleira nýtt eins og snigla og djúp- steiktan camembert og pasta. Fólk þekkti bara makkarónur og spaghettí og maður þurfti að útskýra hvað la- sagna væri. Það var líka nýtt að Hornið var alveg opinn. Á þessum tíma var venjan að veitingastaðirnir væru með bása en hjá okkur gátu all- ir séð alla, engar gardínur voru fyrir gluggunum og fólk gat séð pitsugerð- armanninn vera að baka. Blaðamaður skrifaði um staðinn að suðræn stemn- ing væri komin til Reykjavíkur.“ Landinn tók enda vel þessari nýjung og varð Hornið strax vinsæll staður og hefur haldið vinsældum sínum síð- an. „Þetta var byrjunin á byltingu sem varð á 9. áratugnum en áður voru bara þessir grillstaðir og síðan fínir staðir eins og Grillið og Naustið og fólk fór miklu oftar út að borða en áð- ur. Maður hefur síðan prófað hitt og þetta í matreiðslunni eins og að vera með skötusel og framandi fiskrétti, en aðrir voru búnir að prófa það á undan mér.“ Jakob er enn við störf á Horninu og unir sér vel þar. Hann hefur bæði boðið upp á myndlistarsýningar, djass og tónlistaruppákomur á Horn- unnar á Íslandi. „Þetta er hópur mat- reiðslumanna sem heldur utan um stærstu einstaklingskeppni í mat- reiðslu í heiminum sem fram fer í Lyon í Frakklandi annað hvert ár og hafa margir góðir íslenskir mat- reiðslumenn keppt þar fyrir íslands hönd og náð góðum árangri.“ Jakob var fyrsti dómarinn fyrir Íslands hönd í keppninni. Þá sat Jakob í dóm- aranefnd heimssamtaka matreiðslu- manna, WACS, hann er með réttindi sem alþjóðlegur matreiðsludómari og hefur dæmt í alþjóðlegum keppnum víða, nú síðast í Póllandi í keppni um matreiðslumann ársins þar. „Áhugamálin eru matreiðsla, veit- ingamennska, sumarbústaðurinn í Kjósinni, fluguveiði, tónlist, myndlistarsýningar, hlaup og að spila á gítar, oftast bara fyrir sjálfan mig en skemmtilegast er að spila með góðum vinum. Svo eru það börnin og barnabörnin og er frábært að vera afi. Ég kynntist æskuástinni 15 ára og höfum við alið hvort annað upp síð- an. Gullbrúðkaup áttum við fyrir stuttu.“ Þess má geta að eldri sonur Jakobs, Hlynur Sölvi, verður fimm- tugur á morgun. Jakob H. Magnússon, matreiðslumeistari og veitingahúsaeigandi – 70 ára Stórfjölskyldan Jakob og Valgerður ásamt börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Kynnti ítalskan mat fyrir landanum Á Horninu Jakob ásamt fastagestunum Atla Rúnari Halldórssyni, Bjarna Daníelssyni, Stefáni Stefánssyni og Eiríki Baldurssyni. 50 ára Haraldur er Skagamaður og býr á Akranesi. Hann er við- skiptafræðingur að mennt og er útibús- stjóri hjá Sjóvá á Akra- nesi. Hann lék knatt- spyrnu með ÍA og spilaði 20 A-landsleiki. Maki: Jónína Víglundsdóttir, f. 1969, áfangastjóri í Fjölbrautaskóla Vestur- lands. Börn: Unnur Ýr, f. 1994, Tryggvi Hrafn, f. 1996, Hákon Arnar, f. 2003 og Haukur Andri, f. 2005. Foreldrar: Ingólfur Steindórsson, f. 1942, fyrrverandi bókari og leigubílstjóri, og Ólöf Haraldsdóttir, f. 1946, fyrrverandi bankastarfsmaður. Haraldur Ingólfsson Til hamingju með daginn Reykjavík Anton Emil Hrafnhildarson fæddist 15. september 2019 kl. 11.39. Hann vó 3.144 g og var 48,5 cm lang- ur. Foreldrar hans eru Hrafnhildur Skúladóttir og Emilía Valdimars- dóttir. Nýr borgari ... stærsti uppskriftarvefur landsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.