Morgunblaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2020 Elsku mamma mín. Hvar byrjar maður þegar á að lýsa konu sem hefur lifað nánast í heila öld? Minningar eru bæði margar og góðar frá öllum þeim 58 árum sem ég hef fengið að hafa þig. Og það sem ég er þakklát fyrir þig. Ekki bara varstu falleg og góð heldur líka með svo skemmtileg og sterk gen sem ég fékk fullt af. Fyrstu minningar eru frá því að ég er að verða þriggja ára og þú komst heim af fæðingardeild- inni með Jenný. Ég kyssti þig margoft fyrir að hafa gefið mér litla systur. Gleðin rann nú fljótt af mér þegar ég uppgötvaði að nú þyrfti ég að deila athygli þinni með þessum krakkaormi, svo ég gerði mitt besta til að hjálpa þér að ala hana upp, tukt- aði hana smá til annað slagið og svoleiðis. Sveitaminningarnar eru miklu fleiri en bara að pína Jenný litlu og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að alast þar upp til 10 ára. Ég hef alltaf saknað sveitalífsins. Það er hins vegar stórt hlut- verk að vera bóndakona í sveit og fyrir þig með þinn astma var það eflaust ekki alltaf auðvelt. En mig langar að tala meira um þín síðustu ár, já heimsóknir þínar til mín á Spáni. Þú kunnir vel við þig í hitanum og elskaðir að fara niður á strönd, sitja und- ir sólhlíf með handavinnu og Tinto de Verano. Allir Lookie Lookie frá Senegal elskuðu þig, því þegar þeir komu með skart- gripina og veskin þá varstu allt- af svo góð við þá og keyptir alltaf eitthvað. Bruno Bling Bling var í uppá- haldi. Þið urðuð bestu vinir og hann gaf þér gjafir á hverju ári. Hann elskaði að sjá hve iðin þú varst alltaf með handavinnu og hann dáðist að sokkunum sem þú prjónaðir og hvað gerðir þú? Nú, þú prjónaðir sokka á Bruno að sjálfsögðu. Önnur dásamleg minning er frá því þú varst 88 ára. Þú elsk- aðir að dansa, og eitt kvöldið fór- um við ásamt nokkrum vinum til Marbella að borða. Eftir matinn enduðum við á kjallaradiskóteki sem var troðfullt af ungu fólki. Svo tökum við eftir því að þú ert horfin, og það leist okkur ekki á þar sem þú varst háöldruð og mállaus nema á íslensku. Hvar fundunum við þig? Á dansgólf- inu, dansandi við ungdóminn al- sæl! Og allar systraútilegurnar. Þú varst alltaf til í fíflalæti, glens og grín og tókst þátt í öllum leikjum og vitleysu. Óborganleg. Þú áttir hug og hjarta allra, afkomendur þínir elskuðu þig og dáðu og það var alltaf gagn- kvæmt. Þú vildir allt fyrir alla gera og allir gátu komið í heim- sókn og fengið að kíkja í sokka- kassann og velja sér fallega handprjónaða sokka. Þú hélst húmornum nánast til hinsta dags, eða svo lengi sem þú gast talað. „Lífið er dásamlegt láti mað- ur ekkert aftra sér frá að njóta þess“ var setning sem þú gafst mér einu sinni, prentaða á fal- legan miða. Þetta var þitt lífs- mottó, það geta allir verið sam- mála um. Það er erfitt að vera svona langt í burtu í kílómetrum, en Kristbjörg Haraldsdóttir ✝ KristbjörgHaraldsdóttir (Dodda frá Sand- hólum) fæddist 6. desember 1922. Hún lést 22. júlí 2020. Útför hennar fór fram 30. júlí 2020. mér finnst þú nær mér nú en nokkru sinni elsku mamma mín, nú heyrirðu til mín og ég veit að þú dansar á himnum við alla sem vilja dansa. Takk fyrir öll árin sem við áttum sam- an, við sjáumst síðar. Elska þig alltaf. Meira: mbl.is/andlat Þín dóttir, Birna. Ég kveð þig með trega elsku mamma mín, að hafa átt þig fyrir mömmu í rúm 77 ár eru forrétt- indi. Þú varst alltaf svo góð, í góðu skapi, vildir allt fyrir alla gera og elskaðir alla þína fjöl- skyldu. Mjög gjafmild og flestir sem til þín komu voru leystir út með sokkum eða einhverju sem þú hafðir gert, og gert svo vel. Mamma, ég á ekki nógu mörg orð til að lýsa þér þú varst svo ljúf og góð, máttir ekkert aumt sjá. Alltaf eitthvað að sýsla. Vildir vera þar sem fjörið var og máttir ekki missa af neinu. Dansaðir eins og enginn væri morgundagurinn. Varst alltaf með í fjörinu, mundir öll afmæli og svona er lengi hægt að telja. Alltaf var boðið upp á kaffi og meðlæti alveg þar til þú veiktist fyrir rúmum tveimur árum, og þurftir að dveljast á sjúkrahúsi og svo að síðustu á Droplaugar- stöðum þar sem var vel séð um þig. Nú er þinn tími búinn hér og veit ég að vel hefur verið tekið á móti þér. Blessuð vertu baugalín blíður Jesú gæti þín, Elskulega móðri mín; mælir það hún dóttir þín. (Ágústa J. Eyjólfsdóttir) Þín dóttir Gréta. Elsku amma/langamma og langalangamma Dodda. Þótt þú hafir verið hvíldinni fegin núna undir lokin þá mun sitja eftir tómarúm í hjörtum okkar sem eftir erum. Þú hefur mótað okkur afkomendur þína á svo margan hátt og þakklæti er okkur efst í huga þegar við hugsum til þín. Þakklæti fyrir alla þá ást og þann stuðning sem þú hefur veitt okk- ur í gegnum lífið. Þú varst svo yndislega fyndin, góðhjörtuð, stríðin, ráðagóð, sjálfstæð og sterk kona. Þvílík fyrirmynd. Við eigum eftir að sakna allra góðu stundanna sem við áttum saman. Þá sérstaklega að fara með þér í systraútilegur þar sem þú, ætt- móðirin sjálf, mættir alltaf og hélst uppi fjörinu. Fjölskyldan var þér mikilvægust og þú pass- aðir alltaf upp á við öll værum samheldin og nú er það undir okkur komið að halda því áfram. Það var yndislegt að sjá hversu stolt þú varst þegar þú fékkst fyrst titilinn langalangamma, fimm ættliðir í beinan kvenlegg. Þú varst rík kona og þú vissir það. Okkur þykir við hæfi að enda þessi orð á texta úr einu af þínum uppáhaldslögum, Rósinni. Við elskum þig og söknum. Endalaus ást og hvíldu í friði. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson) Linda Rós, Tanja Mjöll og langalangömmubörn. Það er komið að því að kveðja hana Kristbjörgu. Þú komst inn í líf hennar mömmu einn daginn og það var eins og þú hefðir alltaf verið þar. Alltaf hlæjandi og brosandi og komst fram við okkur Jóhannes af einstakri elsku og kom það fyrir að þú réttir Jóhannesi smá aur frá Kristbjörgu langömmu! Ég get rifjað upp ótal sögur af þér sem ég hlæ oft að eins og þegar þú varst að segja við mömmu: „Jæja, Malla, það er komin helgi og ég þarf að fara á dansiball, læknirinn segir að ég þurfi að hreyfa mig!“ Algjör snill- ingur. Ég hafði líka gaman af því þegar mamma sagði mér frá því þegar loksins mátti heimsækja þig út af Covid-19 að þá var sko heimtað að hárið yrði tekið í gegn og neglurnar lakkaðar. Ég meina þú varst flott fram í fingurgóma og ef það er eitthvað sem ég vona þá er það að ég geti líkst þér, þó ekki væri nema komast í hálf- kvisti við þig í hressileika og pæjustíl. Þú kenndir mér líka að það er alltaf hægt að brosa í gegnum tárin því það gerir hlut- ina örlítið bærilegri. Það er mikill missir að þér en við munum hittast aftur, hlæja, syngja, dansa og hafa gaman. Elsku fjölskylda. Þessi stund er ávallt erfið og ég vil senda ykkur mína innilegustu samúðar- kveðju. Megi Guð styðja ykkur og styrkja. Kveðja, Bryndís Steinunn. Fyrir 34 árum, þegar ég var fimm ára gamall, kynntist ég Kristbjörgu Haraldsdóttur. Hún hafði ráðið sig sem heimilishjálp hjá fjölskyldu minni. Þegar hún hóf störf var hún 64 ára gömul og hafði það hlutverk að passa mig og yngri systur mína Ásu Bryn- dísi ásamt því að sjá um hefð- bundin heimilisstörf. Fljótt kom í ljós að Kristbjörg var einstök kona og var hún mikill happa- fengur fyrir fjölskylduna. Allt sem hún tók sér fyrir hendur á heimilinu vann hún af mikilli natni og var henni mjög umhug- að um að öllum liði vel. Hún sýndi okkur ungviðinu einstaka alúð og upplifðum við að við ættum auka ömmu í Kristbjörgu. Þessi kær- leikur var alls ekki sjálfsagður en það var augljóst að það gaf Krist- björgu mikið að sinna okkur og gleðja. Öll fjölskyldan naut góðs af heimagerðu rúgbrauði, ástar- pungum og lummum sem hún töfraði fram auk afrakstrar prjónaskaparins. Upp spratt mikill vinskapur sem varði alla tíð. Árið 2013 buðum við eiginkona mín Kristbjörgu í brúðkaup okk- ar og markaði það endurnýjun á sambandi okkar. Kristbjörg þáði boðið og var aldursforsetinn í brúðkaupinu. Kristbjörg kunni að gleðjast og njóta augnabliks- ins og þegar líða tók á kvöldið var hún spurð hvort hún væri þreytt og vildi fara heim. Afþakkaði hún boðið og sagðist alls ekki vilja missa af neinu. Eftir þessi end- urnýjuðu kynni heyrðum við oft- ar í Kristbjörgu og varð það fast- ur þáttur í jólaundirbúningnum að kíkja í jólakaffi til hennar í Sævarlandinu. Kristbjörg var mikið jólabarn og skreytti íbúð- ina sína í hólf og gólf. Hún tók alltaf á móti okkur með hlátri, kossum á báðar kinnar og hlýju knúsi. Svo bauð hún upp á heitt súkkulaði, brauðtertu og kökur og sagði fréttir af afkomendum og spurði fregna af stórfjölskyld- unni okkar. Þegar heimsókninni lauk leysti hún alla út með heimaprjónuðum gjöfum. Það var mjög dýrmætt að fá tækifæri til að kynna Kristbjörgu fyrir börnunum mínum. Hún var barn- góð með eindæmum, skildi þarfir þeirra vel og náði fljótt til þeirra. Í aðdraganda jóla 2017 var Kristbjörg í miklum gír og vor- um við hjá henni í marga klukku- tíma. Þar fór hún yfir æsku sína, hversu stolt og þakklát hún væri fyrir börnin sín og afkomendurna sína og hvernig síðustu áratug- irnir hefðu fært henni mikla hamingju. Ég hafði átt mörg samtöl við hana þar sem skein í gegn hversu stolt hún var af af- komendum sínum en á þessum tímapunkti var eins og hún vissi hvað væri í vændum. Þegar ég kvaddi hana gaf hún mér rauð- vínsflösku sem hún hafði klætt í prjónaðan snjókarl sem hún hafði prjónað sjálf. Þessa gjöf mun ég varðveita um alla tíð til minningar um Kristbjörgu. Fyrir þar síðustu jól heimsótti ég Kristbjörgu á Landakot og þá hafði heilsunni hrakað mikið. Þrátt fyrir að dregið hefði af henni fagnaði hún mér eins og henni var einni lagið. Að leiðarlokum þakka ég Kristbjörgu fyrir þá hlýju og væntumþykju sem sýndi mér og fjölskyldu minni. Ég sendi fjöl- skyldu Kristbjargar innilegar samúðarkveðjur við andlát þess- arar einstöku konu. Bogi Guðmundsson. Elsku besta vinkona. Núna hefur þú kvatt þennan heim. Það eru ekki til orð yfir það hvað mér þótti vænt um þig og þegar ég kynntist þér eignaðist ég ekki bara dásamlega vinkonu heldur eignaðist ég aukamömmu. Þú varst alltaf svo létt og kát og ávallt stutt í brosið og hlát- urinn. Þér fannst fátt skemmti- legra en að fara út að dansa og það kom sjaldan fyrir að þú feng- ir að setjast niður því allir strák- arnir börðust um að fá að taka með þér eina sveiflu eða tvær. Þú varst líka alltaf svo mikil pæja, ávallt vel tilhöfð, hárið greitt og fullkomið, neglurnar lakkaðar og að sjálfsögðu voru hælaskór á fótunum. Öll böllin sem við fórum á, tónleikarnir, leikritin og annað sem við gerðum eru með þeim bestu minningum sem ég á og ótalmörg eru leyndarmálin sem bara ég og þú vitum. Ég lærði ótalmargt af þér í gegnum tíðina og deildum við bæði gleði og sorg saman. Sam- an, já, þú varst alltaf til staðar til að styðja við mig og hjálpa mér í hverju sem er. Með þér eignaðist ég líka heila nýja fjölskyldu sem er mér ómet- anleg og hlakka ég alltaf til að skreppa í hina árlegu laufa- brauðsgerð þar sem allir taka mér sem einni úr fjölskyldunni og kalla mig Möllu frænku. Ég trúi því ekki að ég sé að fara að kveðja þig elsku Krist- björg mín en ég veit að við hitt- umst fljótlega aftur og þá verður sko partí. Elsku fjölskylda, ég vil votta ykkur mínu dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Þín vinkona, Málfríður (Malla). Undir bláhimni blíðsumars nætur barstu í arma mér rósfagra mey. Þar sem döggin í grasinu grætur, gárast tjörnin í suðrænum þey. (Magnús K. Gíslason) Þetta lag varð til þess að ég kynntist Kristbjörgu sem var sterkasta og harðgerðasta kona sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Hún var jafnframt skemmtilegasta, örlátasta og blíðasta manneskja sem ég hef þekkt um mína ævi. Það var sama á hverju gekk, hún lét það aldrei buga sig og hélt sínu striki, m.a. að koma í Næturgal- ann til að dansa og skemmta sér og öðrum. Hún var ekki há í lofti en dugnaðurinn í henni var óendan- legur og hún tók okkur öllum í Næturgalanum sem vinum sín- um og jafnvel „börnum“. Hún sá til þess að við værum aldrei svöng þau kvöld sem hún kom, bakaði pönnukökur eða annað góðgæti sem henni datt í hug að okkur myndi falla í geð í pás- unni. Ég er henni óendanlega þakk- lát fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman en því mið- ur voru þær fáar síðustu ár vegna veikinda minna. Ég lærði ýmislegt af því að þekkja hana því að hún var alltaf létt og kát þrátt fyrir háan aldur, veikindi og erfiðleika. Ég mun sjá mikið eftir henni og sakna þess að tala við hana. Ég þakka guði fyrir þá gæfu að hafa kynnst henni og mun minnast hennar meðan ég lifi og veit að við munum hittast fljót- lega í Sumarlandinu. Hvíl í friði, elsku Kristbjörg, og guð geymi þig og blessi. Ég votta dætrum hennar, tengdasonum og afkomendum mína dýpstu samúð. Anna Vilhjálmsdóttir. HINSTA KVEÐJA Elsku langamma Dodda Takk fyrir allar súkku- laðirúsínurnar, alla ullar- sokkana og vettlingana sem þú gafst okkur. Við munum sakna þín mikið. Nú lýsir þitt ljós sem logandi rós og þú lifir með mér. Friður fyllir vitin. Fannst þú von og trú. En kalda veröld kvaddir allt of fljótt. Strengurinn er slitinn. Straumhvörf verða nú. Lokatónninn leikinn, allt er hljótt. Nú lýsir þitt ljós sem logandi rós og þú lifir með mér. Þó orðin mín ein ei græði öll mein mun ég vera með þér . Á ný ég lofa því. (Ingó Geirdal) Kveðja Aðalsteinn Máni Ísfjörð, Baldur Þór Ísfjörð, Ronja Líf Ísfjörð. HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og barnabarn, BALDUR BJARNARSON, Löngumýri 3, Selfossi, sem lést á heimili sínu sunnudaginn 26. júlí, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju miðvikudaginn 5. ágúst klukkan 14. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu verður athöfninni streymt á vef Selfosskirkju. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á pieta.is. Sæunn I. Sigurðardóttir Björn Baldursson Ármann Örn Bjarnarson Katrín Sveinsdóttir Bates Steinar Bjarnarson Sigurður Ingi Bjarnarson Bjarnfríður Ólöf Bjarnardóttir Gunndís Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.