Morgunblaðið - 01.08.2020, Side 21

Morgunblaðið - 01.08.2020, Side 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2020 HÁDEGISMATUR alla daga ársins Bakkamatur fyrir fyrirtæki og mötuneyti Við bjóðum annarsvegar upp á sjö valrétti á virkum dögum, sem skiptist í, tveir aðalréttir, þrír aukaréttir, einn heilsurétt, einn Veganrétt og hinsvegar er hægt að fá matinn í kantínum fyrir stærri staði sem er skammtað á staðnum. Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is SKÚTAN Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Evrópuríkin eitt af öðru birtu í gær upplýsingar um afkomu sína á fyrri helmingi ársins. Kom þar vel í ljós hinn mikli skaði sem kórónuveiran hefur valdið í efnahagslífinu. Veiran er aftur í uppsveiflu sem kallar á nýjar fórnir í daglegu lífi og afkomu fyrirtækja. Hálfu ári eftir að Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) lýsti yfir hnattrænu neyðar- ástandi vegna kórónuveirunnar hef- ur hún stórskaðað hagkerfi heims og rúmlega 17 milljónir manna smitast af henni. Efnahagslegur samdráttur upp á 13,8% varð í Frakklandi á öðrum ársfjórðungi og verg þjóðarfram- leiðsla á Spáni hrundi um 18,5%. Samdrátturinn nam 14,1% í Portú- gal og þjóðarframleiðslan á Ítalíu skrapp saman um 12,4%. Ekkert Evrópuland var undanþegið kreppu en á Evrusvæðinu í heild skrapp þjóðarframleiðslan saman um 12,1% í apríl, maí og júní og 11,9% í Evrópusambandinu öllu. Skelfilegt hrun „Þetta er skelfilegt hrun, en auð- skiljanlegt þar sem hagkerfin voru lokuð í umtalsverðan tíma á fjórð- ungnum,“ sagði Bert Colijn, yfir- hagfræðingur hjá ING-bankanum. „Af þeirri ástæðu segir þetta ekki alla söguna um almennt heilbrigði efnahagslífsins,“ sagði hann. Hann benti á að samdrátturinn væri hlut- fallslega svipaður í Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu en Coljin var- aði við „framlengdu hruni“ á Spáni. Haldi ríki heims áfram að slaka á ráðstöfunum sem gripið var til í stríðinu gegn veirunni gætu þau reist sig við tiltölulega hratt. Grein- endur vildu þó sem minnst gera ráð fyrir tafarlausri uppsveiflu. „Erfið- leikar efnahagslegs bata eru um það bil að sýna sig,“ sagði Coljin. Verðbólga á evrusvæðinu mæld- ist 0,4% í júlí og hækkaði ögn frá í júní er hún var 0,3%, að sögn hag- stofu ESB, Eurostat. Flugfélagasamsteypan IAG, eig- andi breska flugfélagsins British Airways, tapaði 3,8 milljörðum evra á fyrri helmingi ársins, samkvæmt afkomutilkynningu í gær. Þá voru rauðar niðurstöðutölur í reikn- ingum breska bankans NatWest. Til marks um erfiðleika í sam- göngum sögðust flugfélagið KLM og vörubílasmiðurinn Scania þurfa að mæta erfiðleikum með uppsögn 5.000 starfsmanna. Bandaríkin hafa verst orðið úti af völdum kórónuveirunnar og nam tap þessa stærsta hagkerfis heims 9,5% miðað við sama tímabil árið áður. Er það stærsta tap sem sögur fara af. Haldist þessi þróun út árið verður hrunið tæplega þriðjungur, eða 32,9%, samkvæmt upplýsingum fréttaveitunnar AFP. Bretar gripu til nýrra lokana fólks í Stór-Manchester og hluta Lancashire og Yorkshire vegna nýrra veiruklasa. Þar er fólki óheimilt að heimsækja vini og kunningja en ráðstöfunin nær til um fjögurra milljóna manna, músl- ima að verulegu leyti, en tímasetn- ing bannsins sætti gagnrýni vegna trúarhátíðar þeirra, Eid-al-Adha. „Það er með miklum trega sem við tökum þessa ákvörðun en kór- ónuveiran er að sækja á í Evrópu og við erum staðráðin í að gera allt sem í okkar valdi stendur að tryggja öryggi fólks,“ sagði Matt Hancock heilbrigðisráðherra. Neyðarvarnanefnd WHO átti að funda í gær um kórónuveirufarald- urinn og nauðsynlegar ráðstafanir hans vegna. Tedros Adhanom Ghe- breyesus forstjóri WHO varði við- brögð stofnunarinnar sem lýstu hæsta neyðarstigi 30. janúar sl. en þá voru innan við 100 sýktir og engin dauðsföll utan Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kolli. „Auk- in smit í sumum löndum má að hluta til rekja til ungs fólk sem slakað hefur á verðinum í sum- arblíðunni á norðurhvelinu,“ sagði Tedros. Styttist í bóluefni Í kapphlaupinu um að finna læknisfræðilegar lausnir gegn kórónuveirunni hafa Japanir skuldbundið sig til að framleiða 120 milljónir skammta bóluefnis gegn veirunni, að sögn þýska lyfja- fyrirtækisins BioNTech. Vinnur það að þróun lyfsins í samstarfi við bandaríska lyfjarisann Pfizer. Um fjárhagshlið samningsins hefur ekkert verið látið uppi og segir BioNTech það ráðast af tímasetn- ingu afhendingar lyfjanna og skammtamagni. Samkvæmt til- kynningu lyfjafyrirtækjanna og bandarískra stjórnvalda fyrir skömmu var 100 milljóna skammt- ur sagður tæplega tveggja millj- arða dollara virði. Í gær tilkynnti svo ESB að það hefði náð samningum við franska lyfjarisann Sanofi um kaup á 300 milljónum skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni, sem fyrir- tækið er að þróa. AFP Fámennt Hagkerfið mun fljótt að ná sér á strik með aukinni einkaneyslu. Fámennt er þó hér á myndinni sem tekin var í gær í Arndale-kringlunni í Manchester á Englandi en þar í landi hafa samkomureglur verið hertar á ný. Met-efnahagssamdráttur í Evrópu  Á evrusvæðinu skrapp þjóðarframleiðslan saman um 12,1% í apríl, maí og júní og 11,9% í ESB öllu 1. fjórðungur 2020 2. fjórðungur 2020Ársfjórðungsleg breyting á VLF í % FRAKKLAND ÍTALÍASPÁNN ÞÝSKALANDAUSTURRÍKI Samdráttur í Evrópu -13,8 -18,5 -5,2 -10,7 -10,1 -12,4 -5,4 -2,0-2,4 -5,9 PORTÚGAL -14,1 -3,8 BELGÍA E�������I -12,2 -3,6 -12,1 -11,9 -3,6 ESB -3,2 Heimild: Eurostat Brennandi heitur og skraufþurr vindur hefur blásið um Frakka. Var- að var við hættu á gróðureldum í gær. Hástigsviðbúnaður var vegna hit- anna í þriðjungi sýslna landsins en þær eru 101. Veðurspár gerðu ráð fyrir að lofthitinn færi í 40°C í skugga í París. Hitamet voru sett í nokkrum borgum í fyrradag. Búist var við að eitthvað drægi úr hita í dag. Hinn óvenjumikli lofthiti og þurri vindur veldur slökkviliðum og björg- unarsveitum ugg. „Hitabylgjan kallar á árvekni af okkar hálfu og að allir sýni var- færni,“ sagði forsætisráðherrann Jean Castex í heimsókn í slökkvistöð í Bourg-en-Bresse. Í gærmorgun tókst að slökkva gróðurelda í Anglet á vesturströnd- inni, sem brimbrettafólk flykkist jafnan til. Áður en yfir lauk höfðu á annan tug húsa orðið honum að bráð og um 100 manns flúið heimili sín. Fjöldi gróðurelda hefur kviknað í hitunum síðustu daga í Suður- og Mið-Frakklandi. Vara ráðamenn við því að skaðinn geti orðið enn meiri en fyrr vegna þurrka og þurrvinda færi fólk ógætilega með eld. AFP Hitabylgja Þess er gætt á elliheimilum, eins og hér í bænum Peronnas í Frakklandi, að vistmenn fái nægan vökva í hitabylgjunni. Frakkar stikna í þjakandi hita

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.