Morgunblaðið - 29.08.2020, Síða 21

Morgunblaðið - 29.08.2020, Síða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Búið er að selja fjórar íbúðir af tíu í endurgerðum Hólmgarði en hann var lengi verslunarkjarni fyrir Bústaða- hverfið í Reykjavík. Hólmgarður er norðan við Bú- staðaveg og steinsnar frá versl- unarmiðstöðinni Grímsbæ. Norðan við Hólmgarð er gróinn al- menningsgarður með leiktækjum og norðan hans er leikskólinn Jörfi og Breiðagerðisskóli. Framkvæmdirnar hófust vorið 2019 og lauk þeim í sumar. Við endurgerðina var byggt ofan á húsið nema hvað miðhlutinn er nokk- urn veginn í upprunalegri hæð. Húsið hefur verið klætt með álplöt- um og hafa allar íbúðir svalir til suð- urs sem snúa að inngarði. Á jarðhæð er atvinnuhúsnæði. Skátasamband Reykjavíkur hefur þegar komið sér fyrir í einu rýminu en það hefur verið í Hólmgarði í ára- tugi. Við húsið er fjöldi bílastæða. Milli 60 og 70 hópar í skoðun Fyrirtækið Jakobssynir ehf. fer með endurgerð Hólmgarðs. Það er í eigu Ásgeirs Arnar Hlöðverssonar byggingarverkfræðings. Ásgeir Örn segir tvær íbúðir seldar og tvo kaupsamninga hafa verið und- irritaða. Milli 60 og 70 hópar hafi komið í opið hús síðan salan hófst um miðjan ágúst. Áhuginn sé mikill og íbúðirnar hafi selst á hér um bil uppsettu verði. Alls tíu íbúðir eru í húsinu og eru þær allar á tveimur hæðum. Íbúðirnar eru tveggja til fjögurra herbergja og eru tvö baðherbergi sitt á hvorri hæð í átta íbúðum af tíu. Þær eru 83-122 fermetrar. Steinplötur eru bæði á eldhúsum og böðum, svört mött tæki, undirfelldir vaskar og sér- smíðaðar innréttingar. Selja á ásettu verði „Við reiknum með að selja íbúð- irnar í Hólmgarði á ásettu verði og að allt verði selt innan tveggja mánaða,“ segir Ásgeir Örn. Hinn dæmigerði kaupandi sé mið- aldra og vilja minnka við sig. „Hann vill hins vegar sömu gæði og í einbýlishúsinu hvað varðar innanstokksmuni. Það reyndist rétt mat hjá okkur að vera með til dæmis steinplötur, undirfellda vaska, vand- aðar flísar, ítölsk blöndunartæki og raftæki eins og algengt er í einbýlis- húsum. Það er fátítt að boðið sé upp á þessi gæði í nýjum íbúðum,“ segir Ás- geir Örn um fráganginn. Innrétt- ingar eru svartar og mattar og fylgja fataskápar með svefnherbergjum. Byggir líka í Starmýri Settur hefur verið upp söluvefur fyrir verkefnið. Ásgeir Örn undirbýr jafnframt byggingu 18 íbúða í endurgerðu húsi í Starmýri 2 í Reykjavík. Líkt og í Hólmgarði verður þar byggt ofan á atvinnuhúsnæði. Grunnurinn tekinn 1950 Hinn 25. nóvember 1990 fjallaði Guðrún Guðlaugsdóttir, þá blaða- maður á Morgunblaðinu, um sögu Hólmgarðs í opnugrein í blaðinu. Til- efni greinarinnar var að „óvenjumikið af verslunarhúsnæði“ væri þá til sölu eða leigu í Reykjavík. Þar á meðal Hólmgarður. Segir þar að grunnur hússins hafi verið tekinn 1950. Áður en verslunarrekstur hófst í húsinu hafi íbúar hins nýja Bústaðahverfis þurft að sækja mjólk og ýmsar aðrar nauðsynjar í Sogamýrina. Ný og glæsileg nýlenduvöruverslun hafi verið opnuð í Hólmgarði, Ólabúð, sem nefnd var eftir eigandanum, Óla Hall- grímssyni. Hólmgarður hafi orðið að miðstöð í hverfinu. Morgunblaðið/Baldur Hólmgarður fyrstu árin Síðar var þar meðal annars rakarastofa, innrömmunarstofa, hár- greiðslustofa, bókaútgáfan Skjaldborg, efnalaug og verkstæði fyrir píanóstillingar. Morgunblaðið/Eggert Í janúar 2019 Svona leit byggingin út áður en endurgerðin hófst vorið 2019. Byggt var ofan á húsið nema hvað miðhlutinn er álíka hár og hann var. Þá hefur húsið verið klætt með álplötum. Endurgerður Hólmgarður á markað  Gamli verslunarkjarninn hefur fengið andlitslyftingu  Tíu íbúðir á tveimur hæðum í húsinu  Fjórar íbúðir seldar  Fjárfestir reiknar með að selja allar íbúðirnar á næstu tveimur mánuðum Morgunblaðið/Baldur Breytt ásýnd Húsið hefur tekið stakkaskiptum með endurgerðinni. Á baklóð verða geymslur fyrir íbúa en á jarðhæð verður atvinnuhúsnæði. Gróið hverfi Norðan við Hólmgarð er almenningsgarður og leiksvæði. Bakhliðin Endaíbúðirnar hafa álmu sem snýr inn að garðinum. Ljósmynd/Render Hönnun Hér má sjá skipulag á annarri endaíbúðinni, neðri hæð. Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is Við búum til minningar myndó.isljósmyndastofa NJÓTUM MINNINGANN A

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.