Morgunblaðið - 29.08.2020, Page 26

Morgunblaðið - 29.08.2020, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Reykjavík-urborgbirti hálfs- ársuppgjör sitt í fyrradag og í því má sjá áhrif kór- ónuveirufaraldurs- ins, eins og skýrt er tekið fram í fréttatilkynningu borg- arinnar. Bent er á tekjufall nokkurra þátta og aukin út- gjöld vegna faraldursins. Ekki þarf að efast um að þetta sé rétt og að hluti versnandi af- komu skýrist af þessu, en af- koma borgarsjóðs versnar um tæpa fimm milljarða króna á milli ára á fyrri helmingi árs- ins og afkoma borgarinnar í heild sinni, en þá eru borg- arfyrirtæki tekin með í reikn- inginn, versnar um rúma tólf milljarða króna. Þess ber þó að geta að skatt- tekjur borgarinnar haldast nánast óbreyttar og sömuleiðis framlög Jöfnunarsjóðs sveit- arfélaga, en aðrar tekjur borg- arsjóðs minnka um tæpa tvo milljarða. Vandinn er þó frem- ur á útgjaldahliðinni, því að út- gjöldin hækka enn meira en tekjurnar dragast saman. Þetta er áhyggjuefni en ekki ný þróun og þess vegna hæpið að skella skuldinni af slæmum rekstri alfarið á kórónuveir- una. Útgjaldavöxtur borgar- sjóðs á fyrri hluta árs í fyrra frá jafnlengd árið 2018 var enn meiri en á fyrri hluta þessa árs, en munurinn er sá að þá gat borgin skýlt sér á bak við hratt vaxandi skatttekjur svo að afkoman versnaði minna á milli ára en á fyrri hluta þessa árs. Borgin hafði einnig gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun sinni fyrir þetta ár að skatt- tekjur hækkuðu hratt, enda skattar áfram í hæstu hæðum, en kórónuveiran hefur að lík- indum sett strik í þann reikn- ing. Þegar horft er til síðustu ára en ekki aðeins til þess tímabils sem kórónuveiran hefur höggvið skörð í aðrar tekjur borgarinnar og dregið úr vexti skatttekna má sjá að fjárhags- legur vandi borgarinnar er mun djúpstæðari en svo að hægt sé að skella skuldinni á þann faraldur sem nú geisar. Þetta sést ekki aðeins í rekstrarreikningi borgarsjóðs eða borgarinnar í heild sinni, heldur ekki síður í efnahags- reikningnum; þróun skulda og skuldbindinga. Staðreyndin er sú að þróun skulda borg- arinnar er orðin verulegt áhyggjuefni fyrir borgarbúa, sem á endanum sitja uppi með skuldaklafann. Fyrir síðustu kosningar, í ársbyrjun 2018, námu skuldir og skuldbindingar borgarsjóðs 99 milljörðum króna. Þessi fjárhæð hef- ur síðan vaxið í 118 milljarða króna, eða um hálfan milljarð á mánuði að meðaltali. Vöxturinn er heldur hraðari á fyrri helmingi þessa árs en fram að því, en á því er þó eng- inn eðlismunur og því ekki hægt að kenna kórónuveirunni um skuldasöfnun núverandi meirihluta. Þessar miklu skuldir og skuldavöxtur borgarsjóðs eru þó nánast lítilræði hjá þeim gríðarlegu fjárhæðum sem borgin í heild sinni skuldar. Þegar núverandi meirihluti tók við voru heildarskuldir og -skuldbindingar um 300 millj- arðar króna en hafa síðan vax- ið um hátt í 80 milljarða, eða um tæpa tvo milljarða króna á mánuði. Þegar árshlutareikning- urinn var ræddur í borgarráði í fyrradag bókuðu meiri- hlutaflokkarnir og kenndu efnahagsástandinu vegna heimsfaraldursins alfarið um stöðu borgarinnar og nefndu í því sambandi meðal annars er- lend lán Orkuveitu og lækkað álverð, sem er út af fyrir sig umhugsunarefni, en að auki tekjusamdrátt og aukinn kostnað. Ekkert var hins veg- ar minnst á það sem mestu skiptir, það er að segja þann undirliggjandi vanda sem birt- ist í sívaxandi skuldum á liðn- um árum þrátt fyrir ört vax- andi skatttekjur. Minnihlutaflokkarnir bættu í bókunum sínum upp fyrir þessa yfirsjón meirihlutans. Sjálfstæðismenn bókuðu um vaxandi skuldir og hratt hækk- andi launakostnað, um 9% á milli ára. Þá minntu þeir á að ríkið hefði nýtt uppsveiflu síð- ustu ára til verulegrar niður- greiðslu skulda en borgin hefði á sama tíma og í sama góðæri safnað skuldum. Fulltrúi Mið- flokksins var á svipuðum slóð- um í bókun sinni og benti á að auknar lántökur væru „sláandi og ljóst að mikil þörf er á enn frekari lántökum“. Ört versnandi fjárhagsstaða borgarinnar á liðnum árum er verulegt áhyggjuefni og þó að kórónuveirufaraldurinn geri stöðuna enn verri skýrir hann ekki nema lítinn hluta af þeim vanda sem borgin glímir við. Enn meira áhyggjuefni er þó að meirihlutaflokkarnir skuli ekkert kannast við þann undir- liggjandi vanda sem við er að eiga enda gefur það viðhorf borgarbúum litla von um að tekið verði á þessum vanda. Kórónuveiran hefur slæm áhrif, en vandi borgarinnar er mun djúpstæðari} Undirliggjandi fjárhags- vandi borgarinnar S tjórnvöld standa frammi fyrir mikl- um vanda. Fyrir utan heilsufarsvá sem fylgir kórónaveirunni þarf að bregðast hratt við sívaxandi at- vinnuleysi. Það er ekki síður heilsu- farsvá, því brottfall af vinnumarkaði með til- heyrandi tekjufalli, fátækt og á stundum einangrun getur haft mikil áhrif á heilsu fólks. Stjórnvöld hafa brugðist hratt við ýmsum efnahagslegum áskorunum til að halda fyr- irtækjum gangandi en minna hefur borið á úr- ræðum til að fjölga störfum. Sú kreppa sem við stöndum nú frammi fyrir er ólík þeirri sem leiddi af bankahruninu 2008. Þá urðu nánast allar fjölskyldur fyrir höggi vegna hækkunar á afborgunum lána auk at- vinnuleysis en nú snertir kreppan landsmenn á ólíkan hátt. Verðbólgan er sem betur fer ekki farin af stað svo enn sem komið er hafa afborganir af lán- um landsmanna og verðlag ekki hækkað svo heitið geti. En til þess að halda þessu í skefjum verða stjórnvöld að gera allt til að fjölga störfum. Áður höfum við í Samfylk- ingunni talað um ábyrgð stjórnvalda þar. Það er vel hægt að fjölga í geirum hjá hinu opinbera sem hafa verið undir- mannaðir um margra ára skeið. Skortur á hjúkr- unarfræðingum hefur beinlínis komið í veg fyrir eðlilegt flæði aðgerða á heilbrigðisstofnunum sem leitt hefur til ofálags á þá hjúkrunarfræðinga enn eru að störfum. Sama er uppi á teningnum í lögregluliði landsins. Lög- reglumenn eru færri í dag en fyrir tíu árum, þrátt fyrir fjölgun íbúa og áður umtalsverðan fjölda ferðamanna. Hver og einn lögreglumaður þarf að sinna mun fleiri verkefnum og taka á sig fleiri og fleiri yfirvinnutíma, rétt eins og hjúkrunarfræðingar. Þetta ástand getur svo leitt til mistaka í starfi og eins og áður segir, kulnunar vegna áralangs ofálags. Núna er tækifærið til að leysa þetta og kalla þá hjúkr- unarfræðinga og lögreglumenn, sem flúðu bág starfskjör og starfsaðstæður inn í ferðaþjón- ustuna, aftur til starfa. Annað úrræði vil ég nefna. Á árunum eftir bankahrun var farið í fjölbreyttar aðgerðir til að fækka atvinnulausum og má þar nefna átakið „vinnandi veg“ sem tókst prýðilega. Þar var fyrirtækjum veittur fjárhags- stuðningur til að ráða fólk af atvinnuleys- isskrá. Stjórnvöld greiddu hluta launa starfs- manna sem ráðnir voru af atvinnuleysisskrá í allt að 12 mánuði. Fólk fór af atvinnuleysisbótum og í starf sem mögulega varð til framtíðar. Fyrirtækin fundu fram- leiðnina aukast og starfsfólkið sem áður hafði beðið eftir störfum komst í virkni. Framlag stjórnvalda vegna at- vinnuleysisbóta lækkaði og allir græddu. Þetta verkefni á að ráðast í núna strax og vil ég hvetja stjórnvöld til þess án tafar. Því lengur sem atvinnuleysi varir því meiri líkur eru á félagslegum og heilsufarslegum vanda fjölskyldna. Boltinn er hjá stjórnvöldum. helgavala@althingi.is Helga Vala Helgadóttir Pistill Fjölgun starfa er lykilatriði Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Um eða yfir 30 skaðvaldareru þekktir í trjám áÍslandi. Þeir eru mis-jafnlega aðsópsmiklir, en nokkrir þeirra hafa gengið af trjánum dauðum. Að sögn Brynju Hrafnkelsdóttur, vistfræðings hjá Skógræktinni, hefur sumarið verið betra en hún óttaðist. „Í fyrra fengu skordýrin gott sumar til að byggja sig upp og ég hafði áhyggj- ur af því að mikið tjón yrði á trjám. Þau virðast enn vera að byggja sig upp og hugsanlega verða þau kröftugri á næsta ári,“ segir Brynja. Fyrr í sumar óskaði Skóg- ræktin eftir upplýsingum frá landsmönnum um heilsufar skóg- anna í landinu. Þar sagði að mik- ilvægt væri að fá fregnir af óværu sem vart yrði við á trjám og slíkar upplýsingar hefðu reynst afar vel undanfarin ár til að fylgjast með þróun skaðvalda á trjám. Fólk var sérstaklega beðið að hafa augun opin fyrir nýjum pestum á hverju svæði fyrir sig. Brynja segist fá talsvert af fyrirspurnum frá fólki um skordýr í görðum og á haustin sé síðan venjan að samstarfsfólk skili til hennar upplýsingum eftir sumarstarf í skógum víða um land. Dreifa sér hratt um landið „Skaðvaldar eins og aspar- glytta, birkikemba og birkiþéla virðast vera að dreifa sér hratt um landið um þessar mundir,“ sagði í frétt á vef Skógræktarinnar. Brynja segir að einmitt þessar tegundir séu auk sitkalúsar helstu vandamál í skógunum. Á heima- síðu Skógræktarinnar er að finna sérstakan skaðvaldavef og kennir þar ýmissa grasa. Sumar tegund- anna eru nýjar á Íslandi, en land- nemum hefur fjölgað með auknum innflutningi, hærra hitastigi og aukinni grósku í skógunum. „Birkiþéla fannst í vikunni í fyrsta skipti á Egilsstöðum, en fregnir af útbreiðslu hennar hafa einkum verið frá stöðum á suðvest- urhorninu og frá Akureyri,“ segir Brynja. „Birkiþéla og birkikemba éta innan úr laufblöðunum, en virðast ekki drepa trén. Það er hins vegar ekki fullrannsakað hver áhrifin eru á vöxt og viðgang trjánna.“ Þessar tegundir koma oft hvor á eftir annarri á sumrin eins og margir garðeigendur þekkja. Fleiri tegundir gera birkinu lífið leitt og hafa gert lengi, þar má nefna tígulvefara og haustfeta. Fer illa með gulvíði og viðju Asparglyttan er ekki aðeins vandamál í ösp heldur leggst hún á fleiri tegundir. „Glyttan hefur lagst á gulvíði víða á Suðurlandi og fyrir nokkrum árum fundum við hana fyrst á tjaldstæðinu í Skafta- felli. Nú er hún bókstaflega að eyða gulvíði og viðju á svæðinu og er eiginlega verri skaðvaldur á víði heldur en ösp, nema öspin sé þeim mun yngri og veikbyggðari. Á há- lendinu höfum við svo víðiglyttu,“ segir Brynja. Hún segir að talsvert hafi ver- ið af sitkalús síðustu ár á vestan- verðu landinu og á Vestfjörðum, í raun sé hún viðvarandi. Hún hafi drepið tré, en ekki séu margir skaðvaldar sem hafi slíkt tjón í för með sér. Ónefnd er ertuyglan, sem getur valdið skaða á flestum teg- undum trjáa. „Heilt yfir virðist þetta ár vera í meðallagi og ekki fréttir af miklum skaða eða nýjum teg- undum,“ segir Brynja og ítrekar að fregnir af óværu á trjám séu vel þegnar Á vettvangi Brynja Hrafnkelsdóttir skoðar skemmdir á birkitré eftir birkikembu, en útbreiðsla kembunnar hefur aukist síðustu ár. Um 30 skaðvaldar finn- ast á trjám hérlendis Ljósmynd/Erling Ólafsson Asparaglytta Hefur farið illa með gulvíði og viðju í Skaftafelli. Ljósmynd/Erling Ólafsson Birkiþéla Lirfa í laufblaði hengi- bjarkar, útbreiðslan hefur aukist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.