Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020 ✝ Haukur Svein-björnsson var fæddur á Snorra- stöðum 6. febrúar 1932. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 8. mars 2020. Foreldrar Hauks voru Svein- björn Jónsson og Margrét Jóhanna Sigríður Jóhann- esdóttir. Haukur var einn af 7 systkinum, elstur var Kristján, sammæðra, næstur var Haukur, þá Friðjón, Jóhannes Baldur, Kristín Sólveig, Helga Steinunn og Elísabet Jóna. Eiginkona Hauks var Ingi- björg Sigríður Jónsdóttir frá Gestsstöðum í Kirkjubólshreppi, f. 1930, d. 2016. Dóttir þeirra er Branddís Margrét Hauksdóttir, fædd 1972. Maður hennar er Kristján Ágúst Magnússon, fæddur 1972. Börn þeirra eru Magnús, fæddur 1994, Ingibjörg Jóhanna, fædd 1996, Kristín Ósk, andvana fædd 2005, og Friðjón Haukur, fæddur 2007. Sambýlis- maður Ingibjargar Jóhönnu er Hákon Konráðsson, fædd- ur 1990, saman eiga þau Kristján Ágúst og Branddísi Margréti, fyrir á Hákon Kristófer Leó. Haukur var búfræðingur frá Hvanneyri og tók við búskap á Snorrastöðum af foreldrum sín- um, þar sem hann bjó og starfaði allan sinn starfsaldur. Haukur var virkur í félagsmálum og sinnti formennsku í mörgum nefndum og ráðum. Útför Hauks fer fram frá Kol- beinsstaðakirkju í dag, 29. ágúst 2020 kl. 14, að viðstöddum nán- ustu aðstandendum. Streymt verður frá athöfninni á www.kvikborg.is. Hægt er að nálgast virkan hlekk á streymið á https://www.mbl.is/andlat Fjölmörg minningabrot frá bernskuskeiði mínu tengjast Hauki bróður. Það var skemmti- legt að alast upp á fjölmennu menningarheimili í fallegu um- hverfi. Heimavistarskóli var á heimilinu því faðir okkar var kennari og jafnan var gestkvæmt þar fyrir utan. Frá unga aldri fylgdi ég Hauki og Frænda, eins og við kölluðum föðurbróður okk- ar, við útistörf. Það var lærdóms- ríkt að fá leiðsögn hjá þessum góðu en afar ólíku mönnum. Haukur var búfræðingur að mennt og það kom í hans hlut að taka við búi foreldra okkar. Þótt hann væri ekki alltaf alls kostar ánægður með sitt hlutskipti þá fórst honum það vel úr hendi. Hann var framsýnn í ræktun bú- stofnsins og breytti melum og mó- um í tún. Fyrsta Ferguson-drátt- arvélin á heimilinu var sú fjórða í sýslunni. Haukur kunni vel til verka og var handlaginn. Ljóslif- andi eru mér stundirnar í smiðj- unni þegar hann dengdi járnið og mótaði fagurlagaðar skeifur. Hann var vel gefinn og hafði ákveðnar skoðanir. Stjórnsamur var hann og gerði kröfur. Maður lærði hratt en ekki endilega sam- kvæmt uppeldiskenningum. Hann teysti mér ungri fyrir að bólusetja lömb og smala svo eitt- hvað sé nefnt. Hrósið var ekkert ofnotað en þegar maður heyrði hann segja gestum hvað litla syst- ir væri fjárglögg og gæti bakkað með heyvagn upp að hlöðuvegg, þá lét það vel í eyrum. Haukur og hans góða kona Inga byggðu sér hús á jörðinni og síðar nokkra bú- staði. Þau byggðu líka stórt hús með aðstöðu fyrir samkomur og hófu rekstur ferðaþjónustu. Hópferðir hestafólks út á Löngufjörur urðu vinsælar í fylgd Hauks sem hafði mikla ánægju af þessum ferðum enda félagslyndur í meiralagi. Inga var sívinnandi, með nánast ótakmarkað umburð- arlyndi. Haukur var oft að heiman og þá urðu aðrir að sinna bústörf- unum. Hann var oddviti, með- hjálpari, söng bassa í kórum svo fátt eitt sé nefnt. Stundum æfði hann sönginn við bústörfin og þess vegna kann ég enn kafla í bassanum í Heims um ból. Síð- ustu æviárin bjuggu þau hjónin í Borgarnesi en þangað fluttu þau þegar dóttir þeirra og fjölskylda höfðu tekið við búskapnum og ferðaþjónustunni. Þetta fyrirmyndarfólk, sem er menntað í búvísindum, rekur nú búið af einstökum dugnaði og myndarskap og byggðu stórt há- tæknifjós fyrir skemmstu. Þótt bróðir minn væri ekkert of hrifinn af fjósbyggingunni í fyrstu þá var hann mjög áhugasamur um fram- gang hennar og fullur aðdáunar á dugnaði og framsýni fólksins síns að verki loknu. Ég efast þó stór- lega um að hann hafi nokkuð sagt þeim það. Haukur var almennt heilsuhraustur en þurfti að fara í hjartaaðgerð fyrir nokkrum árum og var ótrúlega fljótur að jafna sig. Síðasta árið sem hann lifði hafði hann skerta hreyfigetu vegna heilablæðingar. Kollinum hélt hann þó í góðu lagi til dauða- dags, sá líka og heyrði eins og fugl. Ég sé hann fyrir mér á öðru tilverusviði umvafinn ættingjum og vinum í varpa. Ef að líkum læt- ur verður hann heldur ekki lengi að kynnast nýjum. Við Garðar biðjum honum blessunar í sumar- landinu. Elsku Dísa Magga, Stjáni og fjölskylda, Guð veri með ykkur öllum. Elísabet J. Sveinbjörnsdóttir. Haukur Sveinbjörnsson Ég sit hér við eld- húsborðið og hugsa til Sigrúnar vinkonu minnar sem kölluð var burt snöggt og óvænt. Ég kynntist Sig- rúnu þegar hún hefur störf í fyrir- tæki okkar hjóna. Við vorum ung- ar og kátar og smullum saman eins og flís við rass. Stuttu síðar seljum við Sigrúnu helmings hlut í Klipphúsinu og rákum við það saman í átta ár. Sigrún var ein- staklega skemmtileg og sagði brandara sína þannig að hún hló allra mest og var ekki hálfnuð með hann þegar ég grét úr hlátri, oft þurfti að endurtaka gamanmálið því ég hafði ekki skilið það sem sagt var sökum hláturs. Við áttum margar ótrúlega skemmtilegar stundir saman, vorum samsíða við uppeldi barna okkar og skemmt- um okkur vel og mikið svo sem í fjölmörgum útilegum sem við fór- um saman í. Eina útilegu verð ég að nefna sérstaklega en ekki man ég hvaða ár það var nema við vorum fyrir austan í Hrífunesi um verslunar- mannahelgi öll með börnin okkar lítil, Sigrún og Jónas, við hjónin að ógleymdum Kalla og co. móður- bróður Sigrúnar en þessa helgi stytti ekki upp í tvær mínútur það var búið að strengja öll segl sem laus voru á milli tjaldanna til að reyna að fá einhvern þurran blett fyrir börnin að vera á og oftast var nú bara gert grín að þessu og litið til himins og sagt „hann er allur að létta til“ en ekki varð okkur að óskinni og börnin fóru flest heim í sundfötum. Síðari ár var ekki eins mikið samband en alltaf var gaman að heyra í þér, Ragna mín, það kall- aði ég hana oft og hún mig Lottu. Kæri Jónas, Birna Dís, Krist- inn og Heiðar ykkar missir er mikill og megi guð og góðar vættir Sigrún Ragna Skúladóttir ✝ Sigrún RagnaSkúladóttir fæddist 4. sept- ember 1965. Hún andaðist 10. ágúst 2020. Útför Sigrúnar fór fram 24. ágúst 2020. styrkja ykkur á þessum tímum. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Karólína Walderhaug. Elsku fallega hjartahlýja Sig- rún mín, það er svo sárt að vera að skrifa til þín minningargrein, við áttum að eiga lengri tíma saman. Vinkonur í nærri 40 ár. Vinátta sem var sterk og sama hvað gekk á, þá vorum við til stað- ar fyrir hvor aðra. Við áttum börn- in okkar á nærri sama tíma, ég reyndar fyrst hann Svavar Örn 1981, þú Birnu Dís 1986, ég Reyni Viðar 1987, og svo við báðar 1991, ég Birnu Björg, þú Kristin Vicktor, 1993, ég Karl Cesar og þú Heiðar Snæ, en þetta var ekki planað hjá okkur, bara gerðist og urðu börn okkar vinir og fjöl- skyldur okkar áttu góðar stundir saman í ferðalögum sem voru mörg. Báðar eigum við einkadæt- ur sem heita sama nafninu, Birna, ekki planað heldur gáfum við þeim nöfn eftir konum sem okkur þótti svo undurvænt um og var það mamma þín og tengda- mamma mín. Þó svo ég byggi er- lendis í nokkur ár misstum við ekki sambandið, sendum við hvor annarri bréf og myndir af börn- unum okkar sem við erum svo stoltar af, hef ég verið að lesa þau núna síðustu daga og tárin renna. Hvað það var gaman hjá okkur, við gátum hlegið og sungið og hlustað á músík, en við höfum sama smekk eins og sagt er á músík. Kom fyrir að önnur heyrði gott lag, þá var hringt og fékk hin að hlusta á það í símanum, já vá ég elskaði það. Við elskum báðar dýr og höfum átt hunda og þeir voru okkur eins og börnin okkar, vel knúsaðir og fengu mikla ást. Ást áttir þú mikla og gafst þeim sem þér þótti vænt um. Nú erum við báðar orðnar ömmur og það sem við elskum þessi ömmubörn og skiptumst við líka á myndum af þeim og sögum, veistu hvað hann sagði og fleira, erum svo stoltar af þeim, enda líkjast þau ömmunum svo mikið sögðum við og hlógum. Við erum nýbúnar að ákveða að minnka við okkur vinnu og eiga meiri tíma saman, fara í göngur, fara í sund og í sumarbústaðinn þinn eða minn og eiga góðar stundir, en nú sit ég og er ekki al- veg að átta mig á því að mín besta, fallegasta og hjartahlýjasta vin- kona sé farin í sumarlandið svona langt á undan mér, ég græt, okkur öllum er svo brugðið, börnin mín tala svo fallega um þig og um þær minningar sem þau eiga með þér og fjölskyldu þinni. Þetta ljóð segir mikið um hvernig mér líður núna og mun líða. Ævin er stutt en lífið er langt. Ævin er aðeins meðganga sem fylgir samdráttur og oft harðar fæðingarhríðir inn til lífsins ljóma, þeirrar dýrðar sem koma skal og engan endi mun taka. Ævin er stundleg og stutt, en lífið, tímalaus eilífð. (Sigurbjörn Þorkelsson) Ef tárin gætu búið til stiga Ég er alltaf að bíða eftir SMS-i eða snappi, því við vorum allan daginn að skiptast á þeim og var gaman að því. Ég gæti skrifað heila bók til þín en við erum ekki hættar að tala saman, við munum finna hvor aðra í andlegri nútíð og tala saman um allt eins og við gerðum. Ég veit að Karl Cesar hefur fagnað þér vel og þú knúsar hann fyrir múttu eins mömmu mína. Elsku fallega Sigrún mín, ég þakka fyrir alla hlýjuna og kær- leikann sem þú gafst mér og mín- um og við hittumst þegar minn tími er kominn. ég kveð eins og við gerðum allt- af. Heyrumst, ég elska þig. Þín Þóra Lind. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGA G. MAGNÚSDÓTTIR, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða, Akranesi, lést miðvikudaginn 26. ágúst. Fríða Sigurðardóttir Þórður Þ. Þórðarson Kristinn Jakob Reimarsson Guðrún Kristín Reimarsd. Aðalsteinn Víglundsson Inga Snæfells Reimarsdóttir Linda Reimarsdóttir Sveinn Ómar Grétarsson Pétur Reimarsson Hera Sigurðardóttir Gréta R. Snæfells barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Ástkær eiginkona mín ÞÓRA HALLGRÍMSSON lést á Landspítalanum 27. ágúst. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Björgólfur Guðmundsson Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVANA JÖRGENSDÓTTIR, er látin. Dánardægur var 23. ágúst og hefur fjölskyldan þegar kvatt hana með athöfn í kyrrþey. Gunnar Torfason Laufey Gunnarsdóttir Jóhann Heiðar Jóhannsson Anna Úrsúla Gunnarsdóttir Nanna Dís og Jóhanna FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 11-16 virka daga Vinur, bróðir og félagi, INGÓLFUR KRISTÓFER SIGURGEIRSSON, lést á Hrafnistu Skógarbæ sunnudaginn 23. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 8. september klukkan 15. Ragnheiður Jónína Sverrisdóttir Soffía Hrefna Sigurgeirsdóttir Hreggviður Sigurbjörn Sverrisson og fjölskyldur starfsfólk og íbúar Njálsgötu 74 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN BIRGIR JÓNSSON verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 3. september kl. 15. Vegna fjöldatakmarkana er athöfnin einungis fyrir nánustu fjölskyldu og vini. Einlægar þakkir fyrir sýnda samúð, hlýhug og vináttu. Hægt er að fylgjast með á netinu á utforjbj.is og þar má einnig finna upplýsingar um erfidrykkju. Steinunn Norberg Aðalsteinn Jónsson Jón Birgir Jónsson Ásta S. Einarsdóttir Kristinn Karl Jónsson Íris Halldórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.