Morgunblaðið - 29.08.2020, Page 56

Morgunblaðið - 29.08.2020, Page 56
568 9234 544 2410 Heimildarmyndin Hálfur Álfur eftir Jón Bjarka Magnússon verður sýnd í keppnisflokknum Norrænar raddir á norrænu stutt- og heimildarmyndahátíð- inni Nordisk Panorama sem fram fer í Malmö og í streymi á netinu 17.-24. september. Átján myndir frá Norðurlöndunum keppa til verðlaunanna sem eru veitt fyrir fyrsta verk norræns kvikmyndagerðarmanns. Í myndinni fjallar Jón Bjarki um vitavörðinn Trausta Breiðfjörð Magnússon sem tengist sínum innri álfi á meðan hann undirbýr hundrað ára afmæli sitt eða eigin jarðarför. Á sama tíma hörfar eiginkona hans Hulda Jónsdóttir inn í heim horfinna ljóða með aðstoð stækkunarglersins síns. Trausti og Hulda voru amma og afi Jóns Bjarka en eru nú látin. Hálfur Álfur var ein fjórtán heimild- armynda sem sýna átti á Skjaldborg á Patreksfirði um verslunarmannahelgina en hátíðinni var aflýst vegna hertra sóttvarna. Hálfur Álfur á Nordisk Panorama LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 242. DAGUR ÁRSINS 2020 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.196 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is „Langflestir NBA-leikmenn eru blökkumenn (75-80%) og flestir þeirra hafa alist upp í lægri stéttum. Af þeim sökum skilja flestir þeirra það kynþáttamisrétti sem er hér í landi og það ólöglega lögregluofbeldi sem margir minnihlutahópar í Bandaríkjunum – sérstaklega svartir – þurfa að eiga við. Fyrir þessa leikmenn er kyn- þáttamisrétti og hatur ekki óhlutstætt – þeir hafa ekki þann lúxus að hunsa dæmið sem borgarar,“ skrifar Gunnar Valgeirsson í Los Angeles m.a. í grein sinni um stöðu mála í NBA-deildinni vestanhafs. »48-49 Kynþáttamisrétti og hatur ekki óhlutstætt fyrir marga í NBA ÍÞRÓTTIR MENNING fyrir utan skipulagsvinnu vegna móta. „Það er mikill heiður að gegna þessu embætti, ég horfði fram á tvö mjög skemmtileg ár og ætlaði að njóta þeirra fram í fingurgóma, en þetta ár hefur verið öðruvísi en ætlað var. Í starfi forseta EGA felst einnig einskonar sendiherrahlutverk. Áætl- anir voru um að fara á öll risamótin, Ólympíuleikana, heimsmeistaramótið og Ryder-bikarinn auk Evrópumót- anna, og eiga þar fundi með fulltrúum annarra golfsambanda víðs vegar um heiminn. Flestum þessara viðburða var aflýst og ég hef ekki farið neitt og fer ekkert á þessu ári nema á ein- staka Evrópumót.“ Haukur vonar að seinna árið verði nokkurn veginn eðlilegt, þótt hann geri fastlega ráð fyrir að takmarkanir verði áfram á alþjóðlegu keppnishaldi í golfi. „Næsta ár verður því ekki venjulegt ár en ég vona að það verði sem næst því.“ Þrátt fyrir miklar takmarkanir, meiri en nokkru sinni áður í 80 ára sögu EGA fyrir utan árin sem seinni heimsstyrjöldin stóð yfir, er Haukur bjartsýnn á framhaldið. Golfíþróttin hafi blómstrað á landsvísu nánast alls staðar í Evrópu í ár og í raun sé ekki yfir neinu að kvarta með það í huga. „Þetta er til dæmis besta ár Golf- sambands Íslands. Aldrei hafa verið fleiri skráðir félagsmenn, aldrei fleiri golfhringir verið leiknir á landinu enda metþátttaka á æfingum og í mótum.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Golfíþróttin hefur aldrei átt eins mik- illi velgengni að fagna á Íslandi og í ár, en helstu golfmótum heims hefur á sama tíma verið frestað eða þeim af- lýst vegna kórónuveirunnar. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands og forseti Evrópska golf- sambandsins, EGA, hefur því svo sannarlega gengið í gegnum sætt og súrt undanfarna mánuði. Frá 2010 hefur Haukur starfað fyr- ir EGA. Fyrst í mótanefnd í fjögur ár og svo í framkvæmdastjórn frá 2015. Hann gegndi embætti verðandi for- seta 2017-2019 og tók við sem forseti til tveggja ára í nóvember í fyrra. Bara netsamskipti „Þetta hefur farið töluvert öðruvísi en gert var ráð fyrir,“ segir hann um gang mála eftir að kórónuveiran setti allt á annan endann. Hann bendir á að EGA standi fyrir yfir 20 Evr- ópumótum á ári, en öllum mótum hafi verið slegið á frest. Allir fundir hafi verið á netinu, bæði með stjórn og starfsfólki og skipuleggjendum á hverjum stað. Í sumum tilfellum hafi verið reynt að finna nýja mótsstaði, allt eftir því hvernig veiruvindar hafi blásið hverju sinni. „Við höfum lagt kapp á að halda mótin, búa til nýtt keppnistímabil, sem hófst fyrir um þremur vikum og stendur fram í október.“ Önnur bylgja kórónu- veirufaraldursins hafi samt haft áhrif á skipulagið, staðan í löndunum breytist ört og ómögulegt sé að segja til um hvernig mál skipast. „Við fylgj- umst með ástandinu, púslum þessu saman eftir bestu getu og þátttakan hefur verið vonum framar.“ EGA hefur orðið fyrir miklum tekjumissi, en Haukur segir að af- raksturinn sé samt meiri en gert hafi verið ráð fyrir í mars og apríl. Hins vegar sé ekki útilokað að enn verði að fresta mótum. Allur tíminn undan- farna mánuði hafi farið í skipulags- vinnu á netinu og því hafi eðlileg sam- skipti legið niðri. Starfi forseta fylgja mikil ferðalög Átti að vera á ferð og flugi en fór hvergi  Haukur Örn Birgisson í óvenjulegri stöðu sem forseti EGA Viðhöfn Haukur Örn Birgisson tók við embætti forseta EGA af Frakkanum Pierre Bechmann á ársþinginu í Chantilly í Frakklandi í nóvember 2019.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.