Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2020 Vinnur gegn Laktósaóþoli Fæst í næsta apóteki Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sighvatur Bjarnason sighvaturb@mbl.is „Hugsanlegt er að á annan tug milljarða tapist á hverju ári í net- glæpum,“ segir Hrafnkell Viðar Gíslason, forstjóri Póst- og fjar- skiptastofnunar, um umfang net- glæpa hér á landi. Óvissustig í fjar- skiptageiranum var virkjað í fyrsta sinn í gær vegna kröftugrar net- árásar á íslenskt fyrirtæki sem sinnir net- og hýsingarþjónustu. Erfiðleikar vegna lögsögu Netsvindlarar beita ýmsum brögðum til að ná fé af fólki, fyr- irtækjum og stofnunum. Daði Gunnarsson, fulltrúi hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu, segir „gríðarlega aukningu“ hafa orðið á undanförnum árum og vandinn fari enn vaxandi. Lögreglan starfi bæði með innlendum og erlendum stofn- unum til að upplýsa slík mál, en vegna lögsögu sé oft erfitt um vik og því fáar kærur sem líti dagsins ljós. Í einhverjum tilvika takist að endurheimta tapað fé en það sé ekki algengt. Hann segir að umfang slíkrar svikastarfsemi hafi verið metið á rúma 1,6 milljarða í fyrra, en talið sé líklegt að fjöldi slíkra brota rati ekki á borð lögreglu. Spurður um kröfur um lausnargjald í kjölfar netárása segist hann vita um upphæðir frá „sjö milljónum og upp“ í formi rafmyntar, en þekkir ekki til tilvika þar sem slíkt hafi verið greitt og ekki sé með því mælt. Hrafnkell segir netárásir vera „viðvarandi og vaxandi“ vanda sem ekki sjái fyrir endann á. Algengasta tegundin er þegar netþrjótar beina mikilli netumferð á innviði fyrir- tækis til að trufla starfsemi, sem í alvarlegri tilvikum er fylgt eftir með fjárkúgun og hótunum og harðari aðgerðum. Hann segir um- fang slíkra árása gríðarmikið og lík- lega séu þær um 100 þúsund á ári. Í langflestum tilvikum sé um lítil og staðbundin inngrip að ræða en í ör- fáum tilvikum eru árásir stórar og kalla á sérstök viðbrögð líkt og gerðist í vikunni. Vanmetinn kostnaður Hrafnkell tekur undir með Daða og segir erfitt að henda reiður á umfangi þeirra fjármuna sem tapist í slíkum glæpum. Í fyrsta lagi vegna þess að atvik séu líklega mun fleiri en tilkynnt eru og í annan stað vegna þess að kostnaður við um- sýslu og eftirmál slíkra mála geti verið mjög mikill og jafnvel hærri en uppsett lausnargjald. Hann telur líklegt að tapið sé tíföld sú upphæð sem þegar hefur verið kortlögð. Skömminni skilað Eitt af því sem hindrar tilkynn- ingar um brot og svindl á netinu er sú meinta skömm sem virðist fylgja því að hafa orðið fyrir barðinu á netþrjótum. Hrafnkell er mjög af- dráttarlaus í því að slík hugsun verði að víkja ef ná eigi tökum á vandanum. Hann bendir á að jafn- vel leyniþjónustur heimsins eigi fullt í fangi með að verjast árásum, þrátt fyrir gríðarsterkar varnir og mikla getu. Íslensk fyrirtæki séu vel undir- búin og verjist hraustlega en megi sín stundum lítils gegn einbeittum alþjóðlegum glæpamönnum. Því sé eðlilegra að tilkynna slík brot til lögreglu líkt og aðra glæpi. Tjón af völdum netárása vanmetið  Netárásir og -svindl umfangsmikill vandi  Erfitt að ná til glæpamanna vegna alþjóðlegrar lögsögu  Kostnaður mögulega tífaldur á við þann sem þegar er kortlagður  Mikilvægt að tilkynna brot Tap vegna netglæpa á Íslandi* Milljónir kr. Tölvupóst- svindl Fjárfesta- svindl Greiðslu- kortasvik Ástar/ traustsvindl Samtals Upplýsingar frá lögreglunni á höfðuðborgarsvæðinu: Einstaklingar 0 135,5 0 9,5 145 Fyrirtæki og félagasamtök 120 0 87 0 207 Upplýsingar frá öðrum lögreglu- og saksóknaraembættum: 1.300 0 0 0 1.300 Samtals sl. 12 mánuði (tekið saman 1. október 2019): 1.652 *Með fyrirvara um endurheimt. Upphæðir eru talsvert hærri ef tilraunir eru teknar með. „Þetta eru mjög góðar fréttir og það er gott að fá stuðning fyrir þetta verkefni. Hluthafar samþykktu til- löguna einróma, sem er nokkuð góð stuðningsyfirlýsing fyrir þetta verk- efni sem við erum í,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í tilefni af því að hluthafar sam- þykktu í gær að veita heimild til að auka hlutafé félagins í 23 milljarða. Félaginu var auk þess veitt heimild til að gefa út áskriftarréttindi. Hlutafjárútboðið fer fram mið- vikudaginn 16. september og fimmtudaginn 17. september og bindur Bogi vonir við að það klárist með farsælum hætti. „Við leggjum upp með að þetta ástand geti varað í nokkra mánuði til viðbótar svo það verði líklega ferða- takmarkanir í gildi og tiltölulega lítil eftirspurn,“ segir hann. Byrjað verði á því í vetur að byggja leiðarkerfið upp hægt og rólega, öllum innviðum og sveigjanleika haldið gangandi svo hægt sé að hefja starfsemi um leið og aðstæður bjóða upp á slíkt. „Gott að fá stuðning fyrir þetta verkefni“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Baldur Arnarson baldura@mbl.is Seðlabankinn mun frá og með deg- inum í dag selja gjaldeyri fyrir þrjár milljónir evra á dag fram að áramót- um til að styrkja verðmyndun á gjald- eyrismarkaði. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir aðspurður að alls verði seldur gjaldeyrir fyrir 240 milljónir evra eða 40 milljarða króna á 80 virkum við- skiptadögum fram til áramóta. „Eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst hafa utanríkisviðskiptin skropp- ið saman. Minna er flutt út og minna er flutt inn. Gjaldeyrismarkaðurinn var þunnur fyrir þannig að tiltölulega litlar fjárhæðir gátu hreyft gengið en ástandið hefur versnað á síðustu mán- uðum. Það vantar lausafé inn á hann, meiri dýpt og sveigjanleika og skilvirkari verð- myndun. Við erum að smyrja viðskiptin með því að tryggja stöðugt fyrirsjáan- legt flæði af gjald- eyri inn á markað- inn,“ segir Ásgeir. Krónan hafi gefið eftir síðustu misseri, smátt og smátt, að jafnaði 0,1-0,3% á dag, þrátt fyrir nær engin viðskipti. „Gjaldeyrismarkaðurinn skiptir gríðarlegu máli fyrir heimili og fyrir- tæki landsins og það verður að tryggja meiri dýpt í viðskiptum,“ seg- ir Ásgeir. Hann bendir hins vegar á að evran hafi styrkst gegn öllum myntum og því sé villandi að halda að veiking gagnvart henni sé að öllu leyti vegna íslenskra aðstæðna. Hann rifjar jafnframt upp að lífeyrissjóðirnir hafi gert með sér heiðursmannasamkomulag – að beiðni Seðlabankans – til þriggja mánaða um að halda að sér höndum í gjaldeyriskaupum. Samkomulagið var endurnýjað í júní en rennur út 17. september nk. Ásgeir segir samkomulagið hafa dugað vel en aldrei hafi staðið til að endurnýja það. Lífeyrissjóðirnir hafi sérstöðu sem fjárfestar þar sem öll þjóðin sé í skylduáskrift hjá þeim. Þeir hljóti því að huga að samfélags- legri ábyrgð nú sem endranær. Ásgeir býst ekki við því að þeir muni veikja gengið með gjaldeyris- kaupum, þrátt fyrir að ekkert form- legt samkomulag sé í gildi. Sjóðirnir sýni ábyrgð  Seðlabankastjóri ætlar að lífeyrissjóðirnir veiki ekki gengið Ásgeir Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.