Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 48
48 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2020 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Taktu þátt í gleðskap innan fyrir- tækisins því hann mun reynast skemmti- legri en þú áttir von á. Njóttu þess að lyfta þér upp. 20. apríl - 20. maí  Naut Allir þurfa að láta sig dreyma við og við og hafðu því ekki áhyggjur af dagdraum- um þínum. Eftir þér er tekið og þú munt uppskera þín laun þegar þar að kemur. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur tilhneigingu til þess að einblína á annmarka og galla annarra í dag. Láttu það sem þú hefur elst við að und- anförnu lönd og leið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ættir að ganga úr skugga um heilindi fólks áður en þú trúir því fyrir leynd- armálum þínum. Líf þitt verður auðveldara fyrir vikið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú er rétti tíminn til þess að söðla um, leggja af gamla siði og taka aðra og heilsu- samlegri upp í staðinn. Gerðu því hreint fyr- ir þínum dyrum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér má líða vel í skininu frá velvild og aðdáun annarra. Mundu að jafnvel þótt hug- myndirnar séu góðar máttu ekki þröngva þeim upp á aðra. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú stendur fast á þínu í samskiptum þínum við foreldra þína í dag. Losaðu um stíflaðar tilfinningar. Stattu vörð um heilsu þína og hamingju. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Taktu mark á ráðleggingum þeirra sem þykir vænt um þig og settu þær ofar öllu öðru. Njóttu þess að ræða við góð- an vin. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að aðrir gangi ekki um of á rétt þinn. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú átt auðvelt með að laða fram það besta í öðrum sem og að miðla málum þegar menn eru ekki á eitt sáttir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Talaðu við aðra um ákafa þinn og þær stóru hugmyndir sem þú hefur. Láttu smásmugulegar athugasemdir vinnufélaga sem vind um eyru þjóta. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þetta er góður dagur til að njóta samvista við vini þína. Fólk skynjar þig öðru- vísi en þú ert ef þú tjáir ekki hug þinn. svæfingalæknafélagsins og árið 2000 varð hann yfirlæknir gjör- gæsludeildar FSA en árið 2010 tók hann við stöðu framkvæmdastjóra lækninga og handlækningasviðs Sjúkrahússins á Akureyri eftir að hafa verið staðgengill fram- kvæmdastjóra um þriggja ára skeið. „Þegar ég var á mínum kandí- datsárum vann ég á mismunandi deildum eins og hefðin gerir ráð fyrir og á einhverjum tímapunkti finnur maður sig á einhverri deild. Hvað veldur því getur verið marg- slungið. Starfið getur höfðað meira til manns og eins geta persónur, læknar og starfsfólk haft áhrif á þessa ákvörðun,“ segir Sigurður. „Ég horfði lengi til skurðlækninga, en á meðan ég var þar fann ég mína fjöl í svæfinga- og síðar gjör- gæslulækningum.“ S igurður fæddist í Reykja- vík en ólst upp í Hafnar- firði og gekk þar í Lækjarskóla og síðar Víðistaðaskóla. Eins og mörg börn á þessum árum var Sig- urður í sveit á sumrin og hann rifj- ar upp skemmtilega sögu frá því hann var 6 ára gamall í Akurholti á Snæfellsnesi: „Ég var svona bæjar- barn og var með bóndanum í fjós- inu fljótlega eftir að ég kom í sveitina. Þarna var nautkálfur í stíu og ég hafði bara séð beljur áð- ur. Þegar kálfurinn fór að míga elti ég bóndann uppi, móður og más- andi, og kallaði hástöfum: „Kálf- urinn lekur, kálfurinn lekur!“ Bóndinn sendi mig strax heim á bæ til að sækja nál og tvinna til að sauma kálfinn saman og mikið var hlegið að þessu á bænum og sagan oft rifjuð upp þarna í sveitinni.“ Sigurður varð stúdent frá fjöl- brautaskólanum í Flensborg og hann þurfti ekki að velkjast í nein- um vafa um hvert hugurinn stefndi með framhaldið því það hafði verið ákveðið strax í barnæsku. „Valið stóð á milli þess að verða læknir eða leigubílstjóri og svo ákvað ég að læknirinn yrði fyrir valinu,“ segir Sigurður, og bætir við að hann viti ekki hvernig hann fékk þessa hugmynd því engir læknar séu í fjölskyldunni. Hann hafi hald- ið sig við valið og meðan samnem- endur hans í Flensborg voru að reyna að máta sig við hugsanleg hlutverk framtíðar, var hann sallarólegur, enda ákvörðunin löngu tekin. Sigurður útskrifaðist frá Há- skóla Íslands árið 1987 sem lækna- kandídat og fékk almenn lækna- réttindi árið 1992 á Íslandi og 1994 í Svíþjóð. Sigurður varð sérfræð- ingur í svæfingalækningum frá Sví- þjóð 1995 og hlaut sérfræðingsleyfi í svæfingum á Íslandi 1997. Þrem- ur árum síðar lauk hann gjör- gæslunámi á vegum Norræna Á árum sínum í Lundi í Svíþjóð tók Sigurður þátt í kennslu verð- andi sérfræðinga í svæfingum auk þess að kenna læknanemum, hjúkrunarfræðingum og hjúkr- unarfræðinemum. Hann hefur einnig tekið að sér ábyrgðarstörf í félagsmálum og sat í stjórn Læknafélags Íslands 2002-2008 og var varaformaður 2006-2008 auk þess að vera formaður samninga- nefndar Læknafélags Íslands 2005- 2007. Þegar gegnt er ábyrgðarstörfum í þjóðfélaginu þurfa menn að finna sér sinn stað þar sem hægt er að hlaða batteríin og vera í ró og næði. „Mínir staðir þar sem ég nýt þess að vera áhyggjulaus og njóta augnabliksins hafa í gegnum tíðina verið Laxáin í Mývatnssveitinni og síðar Laxá í Aðaldal þar sem ég hef stundað laxveiði með góðum fé- Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri – 60 ára Ljósmyndari: Baldur Guðmundsson Laxveiði Hér sést Sigurður á einum af sínum uppáhaldsstöðum á landinu, Prestshvammi í Laxá í Aðaldal. Valið stóð á milli þess að verða læknir eða leigubílstjóri Úr einkasafni. Læknirinn Sigurður horfði lengi til skurðlækninga, en á meðan hann var þar fann hann sína fjöl í svæf- inga- og síðar gjörgæslulækningum. Til hamingju með daginn 30 ára Angelia fæddist í Reykjavík en býr núna á Hvols- velli. Hún er bæði grunnskólakennari og hótelstýra á Hótel Hvolsvelli. Maki: Hjörvar Sig- urðsson, f. 1990, smiður og náms- maður. Synir: Brynþór, f. 2010, og Ýmir Rökkvi, f. 2019. Foreldrar: Angelia Róbertsdóttir, f. 1968, vinnur á Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði og býr í Ölfusi í Árnes- sýslu, og Vilhjálmur Jakob Hrólfsson, f. 1960, d. 1992. Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir 50 ára Oddgeir ólst upp í Reykjavík og í Mosfellsbæ og býr núna í Reykjavík. Hann starfar sem flugmaður hjá Ice- landair og hefur mik- inn áhuga á hreyfingu og útiveru. Maki: Sigrún Birna Norðfjörð, f. 1966, flugfreyja. Börn: Baldvin Fróði, f. 1993, Elísa Sól, f. 2001, og Viktor Ernir, f. 2005. Foreldrar: Örn Oddgeirsson, f. 1947, verktaki, Mosfellsbæ, og Auður Þór- isdóttir, f. 1949, vann mest við umönn- unarstörf. Þau skildu. Oddgeir Arnarson Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Heimili& hönnun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 25. september Skoðuð verða húsgögn og innréttingar, skrautmunir og fylgihlutir fyrir heimilið, litir og lýsing ásamt mörgu öðru. PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagins 21. sept.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.