Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 45
Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana.
Bio- Kult Mind
Ég mæli heilshugar með
að fólk taki inn góðgerla
daglega því þarmaflóran
gegnir gríðarlega
mikilvægu hlutverki í
heilsufari okkar, hvort
sem um er að ræða
líkamlega eða andlega
heilsu. Rannsóknir sýna
að gagnlegir stofnar
góðgerla geta dregið
úr líkum á ýmsum kvillum. Virkni og
almennt heilbrigði meltingarvegarins
ræðst meðal annars af samsetningu
örveiruflóru í þarmaflórunni. Ein leið til
þess að styðja við heilbrigða þarmaflóru
er að taka inn mjólkursýrugerla á
hverjum degi.
Bio-Kult Mind er nýjung í Bio- Kult
línunni. Þessi einstaka samsetningu
hefur jákvæð áhrif á hugræna virkni.
Rannsóknir hafa sýnt að tenging á milli
heila og meltingarvegs (gut-brain-axis)
er mikil og að þarmaflóran gegni þar
lykilhlutverki.
Bio-Kult Mind inniheldur auk lifandi
góðgerla, sink, vínberja- og bláberja
þykkni.
Neubria
Neubria vörurnar
eru spennandi
nýjung á
markaðnum,
sérstaklega
hannaðar af
sérfræðingum
í bætiefnum og
jurtum með það
í huga að efla mótstöðu okkar gegn
streitu og álagi. Vörulínan samanstendur
af fimm öflugum bætiefnablöndum
með mismunandi áherslum m.a að
bæta svefn, auka orku, bæta minni og
einbeitingu. Neubria Mood er í miklu
uppáhaldi hjá mér en sú bætiefnablanda
er samsett af útvöldum innihaldsefnum
eins og saffran, burnirót, túrmerik og
ashwaganda sem eru sérstaklega valin
til að stuðla að andlegri vellíðan og
jafnvægi. Auk þess inniheldur varan
daglegan skammt af nauðsynlegum
vítamínum og steinefnum. Ekki spillir
fyrir að allar vörurnar frá Neubria eru
allar Vegan.
Better You D Lux 3000
Ég mæli eindregið með
því að fólk taki D-vítamín
daglega, því erfitt er að fá
nóg D-vítamín úr fæðunni
einni saman. D-vítamín
gegnir lykilhlutverki í
viðhaldi beina og stuðlar
að upptöku kalks og fosfórs
og er einnig mikilvægt
fyrir m.a ónæmiskerfið og
vöðvastarfsemi. Afleiðingar of lágrar
neyslu á D-vítamíni til lengri tíma eru
beinþynning og beinkröm. Þar sem bein
eru lifandi vefur þarf stöðugt að passa að
næringarefnin sem beinin eru byggð úr
séu til staðar í fæðunni ásamt því að taka
inn bætiefni til að tryggja að við fáum
nóg. D-LUX 3000 frá Better You er í
munnúðaformi, skilar hámarksupptöku
og er afar þægilegt í notkun.
Hair Volume
Ýmislegt getur valdið því
að hárið þynnist og verður
líflaust eins og t.d.; streita,
hormónabreytingar,
erfðir, aldur, sjúkdómar
og sum lyf og þá geta
bætiefnin oft hjálpað.
Hair Volume er eina
varan á markaðnum sem
inniheldur náttúrulega vaxtarvakann
Procyanidin-B2 sem unnin er úr eplum.
Að auki inniheldur Hair Volume bíótín
sem styður við hárvöxt og umfang
hársins, kopar sem hjálpar við að
viðhalda lit hársins ásamt amonósýrunni
L-cysteine sem getur komið í veg fyrir
hárþurrk og viðhaldið áferð og þykkt
hárs. Einnig inniheldur Hair Volume
sink og þykkni úr hirsi sem getur stuðlað
að líflegra og fallegra hári.
Astaxanthin
Astaxanthin frá Algalíf er
eitt af þessum bætiefnum
sem ég hef mikla trú á
og tek inn daglega. Þetta
náttúrulega hágæða
bætiefni sem er framleitt
á sjálfbæran hátt með
hreinu íslensku vatni er
unnið úr örþörungum sem
kallast Haematococcus
pluvialis og er eitt af
öflugustu andoxunarefnum sem finnast
í náttúrunni. Astaxanthin sem unnið
er úr þessum þörungum hefur mun
meiri andoxunargetu en það sem búið
eru til með öðrum aðferðum. Áhugi
vísindamanna á áhrifum Astaxanthin
á heilsuna er alltaf að aukast og hafa
rannsóknir m.a sýnt fram á að það
geti verndað húðina gegn sterkum
útfjólubláum geislum sólarinnar og
dregið úr ótímabærri öldrun. Talið er að
öflug andoxunarefni geti m.a verndað og
stuðlað að heilbrigði augna, heila, hjarta
og vöðva. Íþróttafólk er farið að nota
Astaxanthin í auknum mæli til að flýta
fyrir endurheimt og betri árangri.
Femarelle
Breytingaskeið kvenna
er eðlilegur gangur
náttúrunnar sem allar
konur ganga í gegnum
á ákveðnum aldri.
Algengast er að þetta
tímabil sé á aldursbilinu
45 til 55 ára, en það getur
byrjað fyrr eða seinna.
Mjög einstaklingsbundið
er hversu mikil áhrif breytingaskeiðið
hefur á líðan kvenna, en flestar finna
fyrir aukinni þreytu, svefntruflunum,
depurð og kvíða.
Í mínu starfi hef ég orðið vitni af ótrúlega
skjótum árangri hjá mörgum konum á
Femarelle, en Femarelle er náttúruleg
lausn fyrir konur sem finna fyrir
einkennum vegna hormónabreytinga.
Kvensjúkdómalæknar mæla í auknum
mæli með Femarelle sem fyrstu meðferð
gegn einkennum breytingaskeiðsins
og að auki hafa klínískar rann¬sóknir
sýnt fram á að beinþéttni eykst með
hjálp efnasambandsins DT56a sem er í
Femarelle.
Beetroot
Rauðrófan er afar
vinsæl ofurfæða og
ekki að ástæðulausu
þar sem hún er stútfull
af vítamínum, trefjum
og andoxunarefnum.
Rauðrófur innihalda
mikið magn af nítrötum
sem hafa æðaútvíkkandi
og blóðflæðisaukandi
áhrif. Aukið blóðflæði
bætir súrefnisupptöku, hefur góð áhrif
á hjarta- og æðakerfi líkamans og getur
aukið orku og úthald.
Beetroot frá Natures aid er hluti af minni
daglegu rútínu, en þetta rauðrófuduft
er unnið er úr lífrænum rauðrófum og
kemur í hylkjum sem hægt er að taka inn
eða opna og bæta út drykki.
Digest Spectrum
Af eigin reynslu og
í starfi mínu sem
næringarþerapisti hef
ég upplifað hvernig
ensímin hafa algjörlega
gert kraftaverk fyrir
þá sem þurfa á að
halda. Góð melting er
lykillinn að góðri heilsu
og öflug ensím geta
hjálpað til við niðurbrot
fæðunnar, auðveldað meltingu og
upptöku á næringarefnum. Digest
Spectrum hentar fólki sem upplifir
óþægindi tengd meltingunni eða er með
fæðuóþol. Ég er einstaklega hrifin af
meltingarensímunum frá Enzymedica, en
þau hafa slegið rækilega í gegn á Íslandi
og hafa umbylt lífi fjölda fólks.
Magnesíum Muscle
Magnesíum eitt af
mikilvægustu steinefnum
líkamans og er
nauðsynlegt fyrir m.a
eðlilega starfsemi hjarta,
vöðva og taugakerfis.
Margir vita ekki að
við getum upptekið
magnesíum í gegnum
húðina, en það er mjög
góð leið til að fylla á
magnesíum forðann, t.d. eftir æfingar.
Magnesium Muscle spreyið frá Better
You inniheldur magnesíumklóríð,
sítrónuolíu, græðandi arnicu og papriku
til að örva blóðflæðið og flýta fyrir
endurheimt vöðva eftir mikil átök.
Fullkomið að spreyja á þreytta vöðva eftir
hlaup, jóga eða önnur átök til að draga
úr stífleika, bólgum og harðsperrum.
Tilvalið fyrir íþróttafólk sem stundar
langar og strangar æfingar. Þar sem
magnesíum er einnig vöðvaslakandi er
það mjög gott fyrir svefninn.
Nýtum kraft
náttúrunnar til
að efla heilsu
okkar og varnir
Kristín Steindórsdóttir Næringarþerapisti hjá Artasan, hefur tekið saman
nokkur bætiefni sem hún telur gagnleg heilsunni, hvort sem um er að ræða
líkamlega eða andlega heilsu.
Þó að vítamín og fæðubótaefni séu ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma
eða koma í staðinn fyrir fjölbreytt og hollt mataræði getur verið gagnlegt að
bæta þeim við til að efla varnir okkar og tryggja að við fáum örugglega allt
sem við þurfum samhliða heilsusamlegum lífsstíl.