Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2020
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Reykjavíkurborg áformar að byggja
íþróttamannvirki fyrir rúma 20
milljarða króna á næstu 10 árum.
Á síðasta fundi borgarráðs var
samþykkt tillaga borgarstjóra um
forgangsröðun framkvæmdanna.
Hún er byggð á tillögum stýrihóps
um stefnu í íþróttamálum sem verði
höfð til hliðsjónar við undirbúning
10 ára fjárfestingaráætlunar
Reykjavíkurborgar. Eftir atvikum
verði tillögur að frekari útfærslu,
samninga eða málsmeðferð varðandi
einstök verkefni lögð fyrir borgar-
ráð.
Stýrihópurinn raðaði 18 verk-
efnum og var kostnaður við hvert
verkefni frá 200 milljónum upp í
2.500 milljónir. Heildarkostnaður
við þessi 18 verkefni er 20.700 millj-
ónir króna.
Fjárhagslegt og félagslegt skor
Fram kemur í skýrslu starfhóps-
ins að notast var við svokallaða IPF-
aðferð við forgangsröðun verkefn-
anna. Var verkefnum raðað eftir
fjárhagslegu (25%) og félagslegu
skori (75%). Félagslegt skor var
byggt á fjölda daglegra notenda
mannvirkis, fjölda notenda íþrótta-
greina í hverfi, alþjóðlegum kröfum,
umhverfisþáttum og tengslum við
góðar og vistvænar samgöngur. Töl-
ur um fjölda notenda voru fengnar
frá félögunum og sannreyndar með
gögnum frá ÍTR og ÍBR.
Fyrsta verkefnið verður stækkun
á fimleikahúsi Fylkis. Uppbygging í
Laugardal skorar hátt í mati stýri-
hópsins og kemur í 2. og 3. sæti.
Fram hefur komið í fréttum að að-
staða fyrir inniíþróttir er afar bág-
borin hjá Þrótti og Ármanni og
sömuleiðis er íþróttakennslu skóla í
Laugardal og nágrenni ábótavant.
Þá hefur jafnframt komið fram að
mikil þörf er á gervigrasi á æf-
ingavelli Þróttar.
Það var ekki nema von að Þrótt-
arar fögnuðu þessum tíðindum í
frétt á heimasíðu félagsins.
„Ný forgangsröðun við uppbygg-
ingu íþróttamannvirkja í Reykjavík
var samþykkt á fundi borgarráðs
fimmtudaginn 3. september. Tvö
stór verkefni á vegum Þróttar, ann-
ars vegar nýtt íþróttahús og hins
vegar uppbygging á tveimur nýjum
upplýstum gervigrasvöllum á Val-
bjarnarvelli, eru í 2. og 3. sæti.
Þetta eru miklar gleðifréttir fyrir
félagið en aðalstjórn félagsins hef-
ur á undanförnum árum eytt gríð-
arlegum tíma í að sannfæra borg-
aryfirvöld um nauðsyn þess að
bæta aðstöðu Þróttar, Ármanns og
skólanna í Laugardalnum sem
sannanlega hefur verið mun lakari
en í öðrum hverfum höfuðborgar-
innar,“ segir þar.
Allt útlit sé því fyrir að gjör-
breyting geti orðið á aðstöðu fé-
lagsins á næstu árum, en rétt sé að
hafa í huga að mál eins og þessi
taki langan tíma. Áframhaldandi
samtal við Reykjavíkurborg hefjist
þegar í þessari viku og vonandi
skýrist fljótlega hvenær hægt
verði hefjast handa við skipulag,
hönnun og undirbúning að fram-
kvæmdum.
Verði af þátttöku Reykjavíkur-
borgar í þjóðarleikvangsverk-
efnum er það mat stýrihópsins að
borgin eigi að leggja áherslu á að
hugsanleg aðkoma borgarinnar
taki mið af sömu markmiðum og
horft var til við forgangsröðun
íþróttamannvirkja: Að tryggja æf-
inga- og keppnisaðstöðu fyrir börn,
unglinga, almenning og afreksfólk,
eða þau geti nýst í skólastarfi.
Í stýrihópnum sátu Pawel Barto-
szek, Katrín Atladóttir, Hjálmar
Sveinsson, Ingvar Sverrisson og
Guðrún Ósk Jakobsdóttir.
Laugardalurinn í forgangi
Reykjavíkurborg áformar að byggja íþróttamannvirki fyrir rúma 20 milljarða á 10 ára tímabili
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Leikið á Rey Cup Stefnt er að uppbyggingu á tveimur nýjum upplýstum gervigrasvöllum á Valbjarnarvellinum.
Mynd/Tendra arkitektar
Laugardalur Þróttur hefur kynnt hugmynd að nýju húsi fyrir íþróttir og
félagsstarf, sem myndi rísa á bílastæðinu vestan við félagsheimili Þróttar.
Uppbygging íþróttamannvirkja í Reykjavík
Forgangsröðun verkefna og kostnaður í milljónum króna
Verkefni Kostnaður, m.kr.
1 Stækkun á fimleikahúsi
– Fylkir
500
2 Íþróttahús í Laugardal 2.500
3 Gervigrasvellir í Laugardal 600
4 Fimleikahús – Breiðholt 2.000
5 Fjölnota knatthús KR 1.200
6 Skautahöll viðbygging 1.000
7 Keilusalur 400
8 Fylkisvegur endurbætur 300
9 Tennishús í Laugardal 1.500
Verkefni Kostnaður, m.kr.
10 Aðstaða fyrir jaðaríþróttir 600
11 Frjálsíþróttavöllur
í Laugardal
800
12 Siglingaaðstaða 200
13 Knatthús (1/2) – Valur 1.200
14 Knatthús (1/2) – Fram 700
15 Íþróttahús KR 2.000
16 Víkin endurbætur 1.800
17 Knatthús (1/2) – Leiknir 900
18 Íþróttahús – Valur 2.500
Vel gengur við uppbyggingu Þorps-
ins vistfélags í Gufunesi í Reykjavík
en þar var byrjað í vor að byggja 45
íbúða fjölbýli. Að sögn Runólfs
Ágústssonar verkefnastjóra er gert
ráð fyrir að byggingin verði fokheld í
janúar og tilbúin til afhendingar 1.
júlí nk.
Áætlanir gera ráð fyrir að annar
áfangi hefjist í október, með bygg-
ingu 65 íbúða fjölbýlis, og þriðji og
síðasti áfangi í mars á næsta ári með
27 íbúðum.
Vel hefur gengið að selja íbúðirnar
og segir Runólfur að mikil umfram-
eftirspurn hafi komið í ljós. Það megi
þakka hagstæðu verði, sem ekki eigi
sínn líka á núverandi markaði, en
margt hafi verið gert til þess að
halda kostnaði niðri við undirbúning
og framkvæmd. Hann telur að hlut-
deildarlán muni hafa áhrif á sölu síð-
ari áfanga, sem ásamt lágu verði
muni gera mörgum kleift að eignast
eigið húsnæði. Runólfur segist
spenntur yfir því samfélagi sem
verði til í Gufunesi, þar sem lögð sé
áhersla á grænar lausnir.
Morgunblaðið/Björn Arnar Ólafsson
Vistfélag Styttist í að fyrstu íbúar flytji inn í nýjar íbúðir í Gufunesi.
Styttist í nýtt sam-
félag í Gufunesi
Byggingarframkvæmdir á áætlun
Nýtt Hobby Landhaus hjólhýsi
Skrásett 2019 • Húsið er staðsett í Þjórsárdal
Upplýsingar aðeins í síma 863 4449 • Hjólhýsi.com
Aukahlutir:
Isabella Penta Flint
Aldi Hitun
Tveir rafgeymar
Sólarsellur
Útvarp
Sjónvarp
Ísskápur
Gólfteppi
og fleira
Verð 6.200.000 Staðgreitt