Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2020 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Reykjavíkurborg áformar að byggja íþróttamannvirki fyrir rúma 20 milljarða króna á næstu 10 árum. Á síðasta fundi borgarráðs var samþykkt tillaga borgarstjóra um forgangsröðun framkvæmdanna. Hún er byggð á tillögum stýrihóps um stefnu í íþróttamálum sem verði höfð til hliðsjónar við undirbúning 10 ára fjárfestingaráætlunar Reykjavíkurborgar. Eftir atvikum verði tillögur að frekari útfærslu, samninga eða málsmeðferð varðandi einstök verkefni lögð fyrir borgar- ráð. Stýrihópurinn raðaði 18 verk- efnum og var kostnaður við hvert verkefni frá 200 milljónum upp í 2.500 milljónir. Heildarkostnaður við þessi 18 verkefni er 20.700 millj- ónir króna. Fjárhagslegt og félagslegt skor Fram kemur í skýrslu starfhóps- ins að notast var við svokallaða IPF- aðferð við forgangsröðun verkefn- anna. Var verkefnum raðað eftir fjárhagslegu (25%) og félagslegu skori (75%). Félagslegt skor var byggt á fjölda daglegra notenda mannvirkis, fjölda notenda íþrótta- greina í hverfi, alþjóðlegum kröfum, umhverfisþáttum og tengslum við góðar og vistvænar samgöngur. Töl- ur um fjölda notenda voru fengnar frá félögunum og sannreyndar með gögnum frá ÍTR og ÍBR. Fyrsta verkefnið verður stækkun á fimleikahúsi Fylkis. Uppbygging í Laugardal skorar hátt í mati stýri- hópsins og kemur í 2. og 3. sæti. Fram hefur komið í fréttum að að- staða fyrir inniíþróttir er afar bág- borin hjá Þrótti og Ármanni og sömuleiðis er íþróttakennslu skóla í Laugardal og nágrenni ábótavant. Þá hefur jafnframt komið fram að mikil þörf er á gervigrasi á æf- ingavelli Þróttar. Það var ekki nema von að Þrótt- arar fögnuðu þessum tíðindum í frétt á heimasíðu félagsins. „Ný forgangsröðun við uppbygg- ingu íþróttamannvirkja í Reykjavík var samþykkt á fundi borgarráðs fimmtudaginn 3. september. Tvö stór verkefni á vegum Þróttar, ann- ars vegar nýtt íþróttahús og hins vegar uppbygging á tveimur nýjum upplýstum gervigrasvöllum á Val- bjarnarvelli, eru í 2. og 3. sæti. Þetta eru miklar gleðifréttir fyrir félagið en aðalstjórn félagsins hef- ur á undanförnum árum eytt gríð- arlegum tíma í að sannfæra borg- aryfirvöld um nauðsyn þess að bæta aðstöðu Þróttar, Ármanns og skólanna í Laugardalnum sem sannanlega hefur verið mun lakari en í öðrum hverfum höfuðborgar- innar,“ segir þar. Allt útlit sé því fyrir að gjör- breyting geti orðið á aðstöðu fé- lagsins á næstu árum, en rétt sé að hafa í huga að mál eins og þessi taki langan tíma. Áframhaldandi samtal við Reykjavíkurborg hefjist þegar í þessari viku og vonandi skýrist fljótlega hvenær hægt verði hefjast handa við skipulag, hönnun og undirbúning að fram- kvæmdum. Verði af þátttöku Reykjavíkur- borgar í þjóðarleikvangsverk- efnum er það mat stýrihópsins að borgin eigi að leggja áherslu á að hugsanleg aðkoma borgarinnar taki mið af sömu markmiðum og horft var til við forgangsröðun íþróttamannvirkja: Að tryggja æf- inga- og keppnisaðstöðu fyrir börn, unglinga, almenning og afreksfólk, eða þau geti nýst í skólastarfi. Í stýrihópnum sátu Pawel Barto- szek, Katrín Atladóttir, Hjálmar Sveinsson, Ingvar Sverrisson og Guðrún Ósk Jakobsdóttir. Laugardalurinn í forgangi  Reykjavíkurborg áformar að byggja íþróttamannvirki fyrir rúma 20 milljarða á 10 ára tímabili Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Leikið á Rey Cup Stefnt er að uppbyggingu á tveimur nýjum upplýstum gervigrasvöllum á Valbjarnarvellinum. Mynd/Tendra arkitektar Laugardalur Þróttur hefur kynnt hugmynd að nýju húsi fyrir íþróttir og félagsstarf, sem myndi rísa á bílastæðinu vestan við félagsheimili Þróttar. Uppbygging íþróttamannvirkja í Reykjavík Forgangsröðun verkefna og kostnaður í milljónum króna Verkefni Kostnaður, m.kr. 1 Stækkun á fimleikahúsi – Fylkir 500 2 Íþróttahús í Laugardal 2.500 3 Gervigrasvellir í Laugardal 600 4 Fimleikahús – Breiðholt 2.000 5 Fjölnota knatthús KR 1.200 6 Skautahöll viðbygging 1.000 7 Keilusalur 400 8 Fylkisvegur endurbætur 300 9 Tennishús í Laugardal 1.500 Verkefni Kostnaður, m.kr. 10 Aðstaða fyrir jaðaríþróttir 600 11 Frjálsíþróttavöllur í Laugardal 800 12 Siglingaaðstaða 200 13 Knatthús (1/2) – Valur 1.200 14 Knatthús (1/2) – Fram 700 15 Íþróttahús KR 2.000 16 Víkin endurbætur 1.800 17 Knatthús (1/2) – Leiknir 900 18 Íþróttahús – Valur 2.500 Vel gengur við uppbyggingu Þorps- ins vistfélags í Gufunesi í Reykjavík en þar var byrjað í vor að byggja 45 íbúða fjölbýli. Að sögn Runólfs Ágústssonar verkefnastjóra er gert ráð fyrir að byggingin verði fokheld í janúar og tilbúin til afhendingar 1. júlí nk. Áætlanir gera ráð fyrir að annar áfangi hefjist í október, með bygg- ingu 65 íbúða fjölbýlis, og þriðji og síðasti áfangi í mars á næsta ári með 27 íbúðum. Vel hefur gengið að selja íbúðirnar og segir Runólfur að mikil umfram- eftirspurn hafi komið í ljós. Það megi þakka hagstæðu verði, sem ekki eigi sínn líka á núverandi markaði, en margt hafi verið gert til þess að halda kostnaði niðri við undirbúning og framkvæmd. Hann telur að hlut- deildarlán muni hafa áhrif á sölu síð- ari áfanga, sem ásamt lágu verði muni gera mörgum kleift að eignast eigið húsnæði. Runólfur segist spenntur yfir því samfélagi sem verði til í Gufunesi, þar sem lögð sé áhersla á grænar lausnir. Morgunblaðið/Björn Arnar Ólafsson Vistfélag Styttist í að fyrstu íbúar flytji inn í nýjar íbúðir í Gufunesi. Styttist í nýtt sam- félag í Gufunesi  Byggingarframkvæmdir á áætlun Nýtt Hobby Landhaus hjólhýsi Skrásett 2019 • Húsið er staðsett í Þjórsárdal Upplýsingar aðeins í síma 863 4449 • Hjólhýsi.com Aukahlutir: Isabella Penta Flint Aldi Hitun Tveir rafgeymar Sólarsellur Útvarp Sjónvarp Ísskápur Gólfteppi og fleira Verð 6.200.000 Staðgreitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.