Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2020
Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200
Opið: Virka daga 9.30-18
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Hið sögufræga hús Austurbæjarbíó
við Snorrabraut í Reykjavík fær á
næstunni enn eitt hlutverkið. Bygg-
ingafulltrúi hefur heimilað eiganda
hússins, MSG ehf., að innrétta þar
pílukastsstað. Staðurinn hefur fengið
nafnið Bullseye Reykjavík sem vísar
til heitis á miðju pílukastsspjaldsins.
Hann verður opnaður fljótlega.
Fram kemur í umsókninni að hún
sé tvíþætt. Annars vegar er sótt um
breytingu á starfsemi úr sýningar-
haldi í að verða pílukastsstaður með
fábreyttum veitingum (skyndibita) í
mat og drykk. Hins vegar er sótt um
að opna eldhúsið á 2. hæð, sem á að
þjóna pílukastsstaðnum.
Breytingar á húsnæðinu verða
einungis á innréttingum í norður-
hluta 1. og 2. hæðar. Innréttingar
sem tilheyrðu sýningum verða fjar-
lægðar og settir upp barir á báðum
hæðum. Leyfi er fyrir allt að 680
manns á 1. hæð auk 380 manns í for-
rými. Leyfi er fyrir 210 manns á 2.
hæð. Gestir geta þó ekki orðið fleiri
en 1.000 í einu í húsinu öllu.
Engin breyting verður á stóra
salnum, þ.e. bíó- og tónleikasalnum.
Austurbæjarbíó/Austurbær er
kvikmynda-, tónleika- og leikhús sem
stendur við Snorrabraut 37 í Reykja-
vík. Það var reist af nokkrum at-
hafnamönnum í Reykjavík á árunum
1945 til 1947 og formlega opnað 25.
október það ár. Aðstandendur voru
jafnframt forystumenn Tónlistar-
félagsins í Reykjavík sem hafði verið
stofnað 1932. Hörður Bjarnason,
Ágúst Steingrímsson og Gunnlaugur
Pálsson teiknuðu húsið.
Stærsta samkomuhús landsins
Salurinn tók um 520 manns í sæti á
einu gólfi. Hann var innréttaður með
tilliti til tónlistarflutnings og fyrir
framan kvikmyndatjaldið var svið
sem gat borið 40 manna hljómsveit.
Húsið var stærsta samkomuhús
landsins við opnun þess. Frá upphafi
var vinsælt að halda tónleika í húsinu
þegar ekki voru sýndar kvikmyndir.
Fyrstu kvikmyndirnar voru sýndar í
húsinu 9. mars 1950, segir í alfræði-
ritinu Wikipediu.
Fyrstu tónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands voru haldnir í Austur-
bæjarbíói í Reykjavík 1950, undir
stjórn Róberts Abrahams Ottós-
sonar. Árið 1965 hélt hljómsveitin
The Kinks eftirminnilega tónleika í
húsinu, en þeir eru taldir hafa verið
upphaf bítlamenningarinnar á Ís-
landi. Árin 1955 til 1975 var skemmti-
staðurinn Silfurtunglið rekinn á efri
hæð hússins.
Árið 2002 var kvikmyndasýningum
hætt í húsinu og var ætlunin að rífa
húsið og reisa þar fjölbýlishús. Hætt
var við þær áætlanir og húsið hefur
síðan verið nýtt sem leikhús og sam-
komuhús. Þar hafa meðal annars ver-
ið settir upp vinsælir söngleikir.
Í september 2017 fékk Austurbæj-
arbíó nýtt hlutverk þegar opnuð var
sýningin „Tales from Iceland“. Henni
var ætlað að vera gluggi fyrir erlenda
ferðamenn inn í íslenska sögu, nátt-
úru og samfélag. Nú um stundir eru
hér sárafáir ferðamenn og sýningar-
haldi hefur verið hætt.
Morgunblaðið/sisi
Austurbæjarbíó Unnið er af kappi að breytingum á húsinu svo hægt verði að opna pílukastsstaðinn þar fljótlega.
Pílum verður kastað
í Austurbæjarbíói
Sögufrægt hús við Snorrabraut fær enn eitt hlutverkið
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Þetta er langt frá því að vera nóg en
er þó í rétta átt. Það er grátlegt að
segja frá því að þetta er meiri hækk-
un en ég átti von á eftir samtöl við
sláturleyfishafa. Þeir hafa aðeins
tekið sig á,“ segir
Jóhann Ragnars-
son, bóndi í Lax-
árdal í Hrútafirði
og formaður Fé-
lags sauðfjár-
bænda í Stranda-
sýslu.
Allar afurða-
stöðvar í sauð-
fjárrækt hafa nú
birt gjaldskrá af-
urðaverðs til bænda. Vegið meðal-
verð er 499 krónur á kíló lambakjöts
sem er 30 krónum hærra en lands-
meðaltal á síðasta ári. Hækkunin er
6,4%. Verðið er mismunandi eftir
sláturleyfishöfum. Kaupfélag Skag-
firðinga og Sláturhús Kaupfélags
Vestur-Húnvetninga greiða hæsta
verðið, 508 krónur á kíló, eins og sést
á meðfylgjandi töflu. Fjallalamb
greiðir lægsta verðið, 483 krónur.
Þetta er fyrsta verð en sláturleyf-
ishafarnir hafa á undanförnum árum
greitt misháar viðbótargreiðslur,
eftir því hvernig gengur að selja og
hvernig afkoman reynist.
Langt frá kröfum
Landssamtök sauðfjárbænda hafa
krafist þess að verðið hækkaði í rúm-
ar 700 krónur á tveimur árum, þann-
ig að það verði sambærilegt því verði
sem bændur fengu árið 2013. Lögðu
samtökin til að verðið yrði 600 krón-
ur í haust. Verðið er enn langt frá
þessum óskum.
„Við höfum verið í afskaplega
slæmri stöðu á undanförnum árum
eftir að við fengum á okkur dýfu á
árunum 2016 og 2017 með 40% lækk-
un afurðaverðs. Ég tel nauðsynlegt
að ná því til baka á næsta ári eða
næstu tveimur árum. Menn hafa
þraukað í voninni um það en sú von
hefur dofnað ár frá ári,“ segir Jó-
hann.
Hann telur að sláturleyfishafar
hafi farið of bratt í að fella verðið í
erfiðleikunum sem urðu enda sé allt-
af erfitt að hífa upp það sem farið
hefur niður.
Ánægðir með neytendur
Jóhann segir að lágt verð og slæm
afkoma hafi haft sín áhrif á greinina.
„Maður heyrir ekki á mönnum að
þeir ætli að fjölga fé, þeir tala bara
um að draga saman og þegar eldra
fólk hættir tekur enginn við í þessu
ástandi. Stéttin er orðin of gömul og
endurnýjun of hæg,“ segir Jóhann
og nefnir að tveir fullorðnir bændur í
hans nágrenni hætti sauðfjárbúskap
í haust og búseta leggist af í báðum
tilvikum. Það sé mikið á ekki stærra
svæði.
Jóhann er ánægður með markað-
inn, segir að hann hafi haldist vel. Ef
ætlunin sé að þjóna innanlands-
markaðnum með alla hluta skrokks-
ins megi ekki fækka fé í landinu mik-
ið meira. Rifjar hann upp að tæpt
hafi verið með hryggi á síðasta ári.
„Við erum afskaplega ánægðir með
hvað neytendur hafa staðið vel með
okkur. Þeir velja íslenska lambið og
íslenskar vörur almennt. Við erum
þakklátir fyrir það,“ segir Jóhann.
Langt frá því að
vera næg hækkun
Kjötverð til bænda hækkar um 6,4%
Afurðaverð lambakjöts 2020
Sláturleyfishafi 2019* 2020** Hækkun
Kaupfélag Skagfirðinga/
Kaupfélag Vestur-Húnvetninga 480 508 6,0%
Sláturfélag Vopnfirðinga 467 507 8,5%
Landsmeðaltal 469 499 6,4%
Sláturfélag Suðurlands 465 497 6,7%
SAH afurðir 462 492 6,7%
Norðlenska 461 490 6,4%
Fjallalamb 456 483 5,7%
Kr./kg
*Lokaverð. **Fyrsta verð. Heimild: Bændasamtök Íslands. M
yn
d:
fr
ee
pi
k.
co
m
Jóhann
Ragnarsson
„Þetta er frábært starf og rosalega
flottur staður svo það kemur mér svo
sem ekki á óvart að fólk sækist eftir
þessari stöðu,“ sagði Heiður Vigfús-
dóttir, framkvæmdastjóri Vök baths
við Egilsstaði, við mbl.is.
Um hundrað umsóknir bárust um
stöðu framkvæmdastjóra hjá böðun-
um en umsóknarfrestur rann út í vik-
unni. Heiður lætur af störfum 1. nóv-
ember en hún mun einbeita sér að
rekstri eigin fyrirtækis, Austurför.
Heiður er ánægð með hvernig
sumarið gekk í Vök baths. Það rætt-
ist vel úr sumrinu þótt lítið hafi verið
um erlenda ferðamenn. Íslendingar
gerðu aftur á móti víðreist.
„Við fengum mikla aðsókn Íslend-
inga, sem við vorum mjög ánægð
með. Flestir staðir keyrðu á ein-
hverjum afsláttarkjörum, sem var
ekki stefnan en eins og staðan var
orðin varð svo að vera. Það var gam-
an að sjá hvað Íslendingar voru stolt-
ir af landinu og þeirri þjónustu sem
var í boði. Við fengum mjög jákvæða
endurgjöf sem er gott því Íslending-
ar eru kröfuharðir.“
Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur
um aðsókn í Vök baths í sumar en
Heiður kveðst telja að á bilinu 35-40
þúsund gestir hafi lagt leið sína
þangað. Þar af komu yfir 20 þúsund
gestir í júlí. Opið verður í allan vetur.
hdm@mbl.is
Margir vilja
stýra Vök Baths
Ánægð með aðsókn Íslendinga
Vök Vakirnar fljóta á yfirborðinu
strengdar niður með akkerum.