Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2020 ✝ SigfríðurNieljohníus- dóttir fæddist í Reykjavík 9. maí 1920. Hún lést á heimili sínu Hólm- garði 28 í Reykja- vík 4. september 2020. Sigfríður var dóttir hjónanna Nieljohníusar Ólafssonar, f. 29.12. 1890, d. 18.7. 1969, og Ólafar Sigurðardóttur, f. 30.11. 1886, d. 23.7. 1967. Sig- fríður ólst upp í foreldrahúsum á Vesturgötu 26c. Alsystur hennar voru Vilborg Jódís, f. 17.12. 1916, d. 16.4. 1920, og Jónína, f. 3.12. 1923, d. 24.9. Guðnýjar Stefánsdóttur eru: Jón Mikael, Þórunn og Ólöf Helga. 2) Júlíus, f. 18.9. 1959, d. 12.10. 1997, m. Helga Gott- freðsdóttir, börn þeirra: Þórir, Magnús og María Soffía. Börn Þóris og Rakelar Hlínar Bergs- dóttur eru: Júlíus Kári, María Rut, Vilhelm Hrafn og Óliver Sölvi. Dóttir Magnúsar og Guð- rúnar Gígju Georgsdóttur er: Helga Soffía. 3) Ársæll, f. 30.5. 1961, m. Gunnhildur Harðar- dóttir, dætur þeirra: Sigfríður, Margrét, unnusti hennar er Ar- on Berg Pálsson, og Unnur. Fyrir átti Ársæll dótturina Dýrleifu, móðir Rannveig Kjaran. Sigfríður bjó í Reykja- vík alla tíð. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1938 og vann ýmis skrif- stofustörf um ævina, lengst af hjá Fiskimálasjóði. Útförin fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag, 10. september 2020, og hefst at- höfnin kl. 11. 2000. Hálfbróðir Sigfríðar var Ragnar Benedikts- son, f. 14.5. 1914, d. 19.1. 1992. Þann 20.7. 1957 giftist Sigfríður Guðmundi B. Ár- sælssyni, f. 3.5. 1925, d. 22.2. 1995. Sigfríður og Guð- mundur bjuggu í Hólmgarði 28 frá árinu 1960. Börn Sigfríðar og Guðmundar eru: 1) Ólöf, f. 16.6. 1958, m. Jón Heiðar Gestsson, börn þeirra: Gestur, Fríða, unnusti hennar er Einar Orri Svansson, og Guðmundur, unnusta hans er Arndís Ýr Matthíasdóttir. Börn Gests og Sumri hallar og við finnum að haustið er á næsta leiti. Allt tekur enda. Í dag er Fríða tengda- mamma mín kvödd hinstu kveðju eftir langa ævi. Ég kynntist Fríðu fyrir ríflega 40 árum þegar ég fór að venja komur mínar í Hólmgarðinn þeg- ar við Júlli sonur hennar fórum að vera saman. Fríða var um margt á undan sinni samtíð, hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík aðeins 18 ára gömul. Í þá daga var það sjaldgæft að konur stunduðu nám í menntaskóla en mennta- skólaárin voru henni hugleikin og margar sögur sagðar frá þeim tíma. Barnabörnin og síðar barnabarnabörnin nutu þess að heyra hana segja frá, hvort sem hún ræddi um persónur í Íslend- ingasögunum eins og vini sína eða sagði sögur frá miðri síðustu öld t.d. þegar Ísland var hersetið. Fríða átti auðvelt með að yrkja og það eru ófáar vísurnar sem hún samdi fyrir ættingja sína fyr- ir hin ýmsu tilefni. Það var alltaf notalegt í kringum Fríðu og gott að koma í Hólmgarðinn, oft var setið við eldhúsborðið yfir góðu kaffi og málefni dagsins rædd og þá fór Fríða ekki í grafgötur með skoðanir sínar á mönnum og mál- efnum. En lífið er alls konar og það færði henni líka ýmis erfið verkefni sem hún tókst á við með æðruleysi og þrautseigju. Þeir eiginleikar sem við minnumst þó helst í hennar fari voru jákvæðni og glaðværð og fram á síðasta dag var kímnin ekki langt undan. Að leiðarlokum þakka ég sam- fylgdina, Fríða skilur eftir sig ógrynni af minningum og góðum sögum sem lifa áfram. þegar mér svífur svefn á brá, síðastur alls í heimi; möttulinn þinn mjúka þá, móðir, breiddu mig ofan á, svo sofi ég vært og ekkert illt mig dreymi. (Einar Ólafur Sveinsson) Helga Gottfreðsdóttir Það var alltaf gott að koma til ömmu Fríðu. Amma tók okkur fagnandi og með opnum örmum þar sem hún sat við eldhúsborðið og reykti Capri bláar. Hún var alltaf með konfekt eða eitthvað góðgæti á boðstólum en það var eins gott að þiggja það, því ann- ars átti maður von á að vera ásak- aður um að vera í megrun. Amma var alltaf til staðar, alltaf til í að ræða hlutina og var alltaf með manni í liði. Manni leið alltaf vel eftir heimsókn hjá ömmu. Hvort sem við spiluðum, lögðum kapal eða spjölluðum. Stundum var einfaldlega gott að leggja sig í sófanum í stofunni. Amma var með einstakt jafnað- argeð, góða nærveru og góðan húmor og teljum við að flestir sem þekktu hana geti sammælst um það. Amma var einstaklega minnug og hún sagði okkur oft ótrúlegar sögur úr lífi sínu auk þess sem hún gat farið með heilu kvæða- bálkana, ekki bara á íslensku heldur á sænsku, dönsku, þýsku, ensku og frönsku. Auk þess orti hún mikið sjálf og fór með fyrir okkur. Amma orti oftast í hefð- bundnum stíl en þetta óhefð- bundna ljóð sem amma orti finnst okkur lýsa hugsunarhætti henn- ar vel: Minningar eru eins og perlur á bandi, sumar eru svartar, aðrar gráar, en flestar eru skínandi hvítar. Ég læt þær svörtu og gráu i kassa, sem ég loka vand- lega en þær skínandi hvítu læt ég í annan kassa sem er alltaf opinn. Þar leikur hugur minn sér öllum stundum og sendir mér mörg skilaboð. Það verður skrítið að fara fram hjá húsinu hennar ömmu í Hólm- garði án þess að kíkja í heimsókn. Við munum ylja okkur við góðar minningar um elsku ömmu Fríðu. Fríða og María Soffía. Þakklæti er mér efst í huga er ég minnist Fríðu Nilla, þvílík gæfa er að kynnast slíkri konu. Fríða var æskuvinkona mömmu og samstarfskonan hans pabba hjá Fiskimálasjóði um ára- bil svo Fríða var frá upphafi snar þáttur í mínu lífi. Fríða, mamma og fleiri vinkonur úr menntaskóla héldu hópinn vel, fríður og föngu- legur hópur sem hélt vel saman í gegnum sætt og súrt. Vinátta þeirra var svo sannarlega trygg og falleg en Fríða náði ein þeirra að fagna 80 ára stúdentsafmæli. Sem betur fer gekk vináttan í erfðir og við Ólöf, dóttir Fríðu, auk Unnar, Guðrúnar og Siggu, mynduðum þéttan vinkvennahóp, Fimmuna, í menntaskóla sem gladdi eldri kynslóðina. Vin- kvennahópurinn okkar kveður Fríðu með söknuði, kærleika og þakklæti. Fríða var ákaflega vel gefin og vel gerð kona en lífið fór ekki allt- af mjúkum höndum um hana. Hún sýndi svo sannarlega fágæta hæfileika til að finna allt hið já- kvæða úr lífinu og tilverunni. Fyrir mér var hún einstök fyr- irmynd, létt og kát og alltaf til í óvæntar uppákomur, grín og glens að ógleymdum hæfileikum hennar til að yrkja. Þar skildi hún heilan hafsjó af vísum og brögum eftir sig. Samferðarfólki sínu var hún mörgum eftirminnileg. Hún brá fyrir sig frönsku, þýskum ljóðum og svo mundi hún ættartölur og atburði áratugi aftur en samtímis hafði hún lifandi áhuga á unga fólkinu, umhverfismálum og póli- tík. Fríða varðveitti vel hæfileik- ann að hlakka til sem gerði henni ellina auðveldari, upplestur á Njálu sem og nýrri bókmenntum var henni góð dægrastytting og ekki síður að geta rifjað upp og skemmt sér yfir liðinni tíð. Ólíkt mörgum af hennar kyn- slóð átti Fríða gott með að tjá sig um tilfinningar. Hún endaði sam- töl okkar gjarnan með því að segja hvað henni þætti vænt um mig, bræður mína og alla fjöl- skylduna sem spannaði fjórar kynslóðir. Fríða gerði heiminn einfaldlega betri. Eftir að móðir mín lést hafði ég að orði að það væri leiðinlegt að vera munaðarlaus. Hún var ekki lengi að bæta úr því og bauðst til að ættleiða mig og eftir það kallaði ég hana fósturmóður og svo hlógum við dátt. Það var tilhlökkunarefni að hitta Fríðu því ævinlega fór mað- ur glaðari og léttari í lund af hennar fundi. 100 ára ævin hennar Fríðu var löng og falleg. Það var líka við hæfi að sjá hana kveðja sína nán- ustu með svo kærleiksríkum hætti sem raunin varð. Þetta er næstu kynslóðum svo sannarlega til eftirbreytni. Áslaug Gunnarsdóttir. Merkiskona er horfin af sjón- arsviðinu nú þegar Sigfríður Nieljohniusdóttir kveður. Hún var vinkona Jórunnar Viðar móð- ur okkar (1918-2017) og jafnaldra og samstúdent Drífu systur hennar 1938. Það sem einkenndi Fríðu Nilla var lífsgleðin og á 100 ára afmæli hennar 9. maí 2020 birtist skemmtilegt viðtal við hana á baksíðu Morgunblaðsins. Fríða bjó yfir miklum fróðleik um menn og málefni fyrri áratuga, mundi ótrúlega margt og hafði gaman af að rifja það upp. Tækifærisræður fór hún létt með og eftir hana liggja margar vísur. Þrátt fyrir að hún hvorki gæti séð né heyrt svo nokkru næmi tókst henni samt að fylgj- ast með fréttum og því sem nært gat sálina. Hún bjó í sama hús- næði í 60 ár og fjölskylda hennar gerði henni kleift að vera heima síðasta spölinn, sem er ótrúlega fallegt af þeim. Á 95 ára afmæli mömmu, 7. desember 2013, flutti Fríða ræðu. Þá sagði hún meðal annars frá því þegar þær þrjár stöllur voru unglingar og fóru með tjald og prímus austur að Brúsastöðum í Þingvallasveit og voru þar í viku. Einnig dvöldu þær heilt sumar saman á Hraunum í Fljótum í kaupavinnu og þá höfðu þær móðgast við Einar á Hraunum af því hann vildi ekki leyfa þeim að fara á ball á Siglufirði. Okkur langar til að þakka vin- áttu hennar við Jórunni og Drífu og ómælda ræktarsemi hennar við okkur og aðra afkomendur þeirra. Katrín Fjeldsted Lovísa Fjeldsted. Í gær barst okkur sú sorgar- fregn að Fríða Nilla, eins og hún var oftast kölluð, væri dáin. Fríða náði að verða hundrað ára í maí síðastliðnum og hélt upp á afmæl- isdaginn á fallegum vordegi með fjölskyldunni þrátt fyrir þær erf- iðu aðstæður sem ríkja í sam- félaginu í dag. Með Fríðu er farin síðasta manneskjan sem hafði þekkt okkur systkinin frá því við fæddumst. Móðir okkar og Fríða voru miklar og nánar vinkonur. Þær voru bekkjarsystur í Mennta- skólanum í Reykjavík, útskrifuð- ust saman úr máladeild vorið 1938 og luku báðar prófi í for- spjallsvísindum vorið 1939 með 1. einkunn. Það voru einungis fjöru- tíu í árgangi þeirra í MR og Fríða hefur sagt frá því að bekkurinn hafi verið eins og ein stór fjöl- skylda enda voru samskipti bekkjarsystkinanna mikil alla tíð. Vinátta mömmu og Fríðu hélst óslitin meðan mamma lifði. Við systkinin höfum einnig verið svo lánsöm að hafa átt Fríðu að frá blautu barnsbeini. Hún heimsótti okkur meðan við bjuggum er- lendis sem börn, bæði í London og París. Það varð síðan að fastri venju okkar systra að heimsækja Fríðu fyrir jólin og var það alltaf til- hlökkunarefni enda Fríða ein- staklega skemmtileg kona. Boðið var upp á púrtvín og konfekt og setið og spjallað. Það var svo gaman að hlusta á hana segja frá ýmsu sem dreif á daga vinkvenn- anna þegar þær voru ungar, skemmtunum ýmiss konar, úti- legum, skíðaferðum, gönguferð- um og ævintýraferðum upp í sveit á hestbaki. Fríða var góðum gáfum gædd, hafði mikið yndi af bókmenntum, kunni ógrynnin öll af kvæðum utanbókar og var sjálf vel hagmælt. Okkur þótti svo vænt um Fríðu. Hvernig var annað hægt? Hún var alltaf svo jákvæð og glaðlynd, eldskörp og minnug og gaman var að rifja upp með henni gömlu dagana sem fáir mundu eins vel og hún. Fríða hlustaði mikið á útvarp og fylgdist vel með, mundi eftir börnum okkar og barnabörnum, spurði alltaf um þau þegar við hittumst og samgladdist okkur yfir öllum áföngum í lífi þeirra. Áslaug og Fríða áttu líka sama afmælisdag og það brást ekki að hringt var á milli þann dag með hamingjuóskir á báða bóga. Fyrir tæpu ári mætti hún í aldarafmæli móður okkar og hélt stór- skemmtilega tölu mömmu til heiðurs. Nú þegar Fríða er horfin frá okkur kveðjum við hana með söknuði en munum ávallt minn- ast hennar með gleði og þakk- læti. Börnum hennar, barnabörn- um og langömmubörnum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Anna, Áslaug og Bjarni Agnar. Sigfríður Nieljohníusdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐMUNDAR RÚNARS ÓSKARSSONAR, löggilts endurskoðanda, og að votta minningu hans virðingu. Ragnheiður H. Sigurðardóttir Kristján Guðmundsson Sigrún Hallgrímsdóttir Sigurður Guðmundsson Margrét María Grétarsdóttir Guðrún Inga Guðmundsd. og barnabörn Þökkum öllum ættingjum og vinum hjartanlega fyrir samúð, kærleik og vináttu vegna andláts og útfarar okkar ástkæru móður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR SVEINSDÓTTUR frá Bolungarvík, Kópavogstúni 9, lengst af búsettri á Digranesvegi 34, Kópavogi. Hjartans kveðjur og þakklæti frá henni sjálfri til ykkar allra og óskir um allt hið besta. Guðbjörg Emilsdóttir Pétur Karl Sigurbjörnsson Ástríður H. Emilsdóttir Pär Åhman Guðrún Emilsdóttir Emil, Kristín, María, Jónas, Fríða, Dísa, Anna Linnea, Emil Viktor og barnabarnabörnin Ástkær móðir, amma, langamma og mágkona, HALLDÓRA HELGA ÓLADÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 30. ágúst. Útför Halldóru fer fram frá Bústaðakirkju 14. september klukkan 13. Sigríður O. Gunnarsdóttir Oddný Gunnarsdóttir Egill Daníel Sigurðsson Halldór Steingrímsson Guðrún Jensdóttir barnabörn og barnabarnabörn Eiginkona mín, ÓLÖF GUÐRÚN EYJÓLFSDÓTTIR, Lóló Eyjólfs, lést á Landspítalanum í Fossvogi 9. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þórhallur M. Einarsson Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, JAAN ALAVERE, tónlistarmaður og kennari, Melgötu 7, Ljósavatnsskarði, lést á heimili sínu 3. september. Útförin mun fara fram í kyrrþey en þegar samkomuhöftum verður aflétt verða haldnir minningartónleikar í hans anda. Marika Alavere Marit Alavere Marge Alavere Grete Alavere Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN VÍGLUNDSSON bakarameistari, Hraunbæ 105, áður til heimilis í Vorsabæ 2, lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 31. ágúst. Þökkum vinum og vandamönnum fyrir hlýhug. Sérstakir þakkir færum við starfsfólki á deild B4 á Landspítala Fossvogi fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Útförin fór fram í kyrrþey. Steinunn V. Jónsdóttir Víglundur G. Jónsson Guðbjörg H. Sigurðardóttir Valbjörn J. Jónsson Hafdís Alfreðsdóttir Vilma Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.