Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2020
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
SANGSIN gæðavara frá Kóreu
BREMSU
VÖRUR
í flestar gerðir bíla
2012
2019
Sjávarútvegsdagurinn, í samstarfi
Deloitte, Samtaka fyrirtækja í sjáv-
arútvegi og Samtaka atvinnulífsins,
verður haldinn miðvikudaginn 16.
september og stendur frá klukkan
8:30 til 10:00. Fundurinn verður ein-
göngu sendur út á netinu.
Sem fyrr mun Jónas Gestur Jón-
asson, löggiltur endurskoðandi hjá
Deloitte, fara yfir afkomu sjávar-
útvegsfyrirtækja fyrra árs og einnig
rekstur eldisfyrirtækja. Bjarni
Benediktsson, fjármála- og efna-
hagsráðherra, flytur ávarp og þau
Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri
í Vesturbyggð, Bjarni Ármannsson,
forstjóri Iceland Seafood Inter-
national, og Heiðrún Lind Marteins-
dóttir, framkvæmdastjóri SFS,
flytja erindi.
Sjávarút-
vegsdagur-
inn á netinu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vertíð Um borð í Steinunni SH.
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Ætla má að útflutningsverðmæti
makríls í ár verði hátt í 25 milljarðar,
en makrílvertíðinni lýkur senn og
nokkur skip hafa þegar lokið veiðum
og snúið sér að veiðum á síld. Á Kol-
beinseyjarsvæð-
inu hafa Fær-
eyingar verið við
veiðar á norsk-
íslenskri síld og
fréttir borist af
stórri og góðri
síld.
Gunnþór
Ingvason, fram-
kvæmdastjóri
Síldarvinnslunnar
í Neskaupstað, segir að heilt yfir hafi
makrílvertíðin gengið vel. „Óneit-
anlega hefur það sett mikinn svip á
vertíðina að minni veiði hefur verið í
íslenskri lögsögu heldur en síðustu ár
og langt verið að sækja makrílinn í
Síldarsmuguna,“ segir Gunnþór.
„Það er áhyggjuefni hversu lítið
hefur verið af makríl við Ísland í sum-
ar og full ástæða til að velta því fyrir
sér hvað veldur, en trúlega hafa að-
stæður í umhverfinu áhrif. Und-
anfarin ár hefur fiskurinn verið
stærri, sem við höfum verið að veiða
og það hefur vantað smærri fiskinn
inn í veiðina hér heima. Þegar við
vorum að veiðum á heimamiðum í
sumar gerði síldin okkur erfitt fyrir
því hún var blönduð við makrílinn.“
2/3 úr Síldarsmugunni
Það er ekki ofsögum sagt að lítið
hafi verið af makríl við Ísland og
dregið úr vestlægum göngum makr-
íls. Í niðurstöðum mælinga á makríl-
göngum á norðurslóðir kemur fram
að í íslenskri lögsögu mældust tæp-
lega 546 þúsund tonn af makríl í sum-
ar eða 4,38% af því sem mældist í
leiðangrinum. Hlutfallið á Íslands-
miðum hefur lækkað síðustu þrjú ár
og til samanburðar má nefna að árin
2015 og 2017 var það um 37% af
heildinni.
Miðað við vísitölur má áætla að
tæplega 3,9 milljónir tonna af makríl
hafi verið í lögsögunni þegar mest var
árið 2017 eða um sjö sinnum meira en
í ár, að því er fram kom í Morgun-
blaðinu í síðasta mánuði. Á sama tíma
var vísitala lífmassa makríls á leið-
angurssvæðinu metin alls 12,3 millj-
ónir tonna í ár sem er 7% hækkun frá
árinu 2019 og er mesti lífmassi sem
mælst hefur frá upphafi þessara leið-
angra árið 2007.
Íslensku skipin hafa síðustu vikur
nánast eingöngu sótt makríl í Síldar-
smuguna. Samkvæmt uplýsingum á
vef Fiskistofu var á þriðjudag búið að
landa tæplega 140 þúsund tonnum af
makríl, en heildarúthlutun til ís-
lenskra skipa í ár er um 168 þúsund
tonn. Af afla ársins hafa rúm 43 þús-
und tonn veiðst í íslenskri lögsögu,
tæplega þúsund tonn sem meðafli á
kolmunnaveiðum við Færeyjar og
rúmlega 94 þúsund tonn eða um 66%
í Síldarsmugunni. Þessi hlutfallstala
á eftir að hækka, þar sem þessa dag-
ana er eingöngu veitt í Síldarsmug-
unni. Í fyrra voru 66 þúsund tonn
veidd í íslenskri lögsögu, en 62 þús-
und í Síldarsmugunni.
Veiðisamstarf fjögurra skipa
„Það hefur lengra verið að sækja
makrílinn í ár heldur en síðustu ár,“
segir Gunnþór. Framan af var útlitið
ekki gott, talsvert var fyrir þessu haft
og miklar siglingar. Eftir að veiði fór
almennilega af stað í Síldarsmugunni
eftir miðjan ágúst hefur verið góð
veiði og gengið vel. Í sumar hafa Börk-
ur, Beitir, Bjarni Ólafsson og Margrét
verið í veiðisamstarfi, sem hefur gefist
vel. Þá hefur verið veitt í eitt skipanna
hverju sinni og það síðan siglt heim
með aflann, en rúmlega 30 tíma sigling
er af miðunum til Norðfjarðar. Þegar
langt er að sækja, veiðin kannski treg
og dregst á langinn er dýrt að vera
með slatta í öllum bátunum.“
Búið er að taka á móti um 28 þús-
und tonnum af makríl hjá Síldar-
vinnslunni hf. og megnið hefur farið
til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnsl-
unnar þar sem vinnsla hefur hefur
verið nokkuð stöðug seinni hluta ver-
tíðar. Gunnþór segir að markaðir fyr-
ir makrílafurðir hafi verið viðunandi,
en mest fer af makrílnum til landa í
austurhluta Evrópu. Á tímabili hafi
talsverð áta verið í fiskinum, sem hafi
rýrt gæðin. Verð hafi aðeins gefið eft-
ir í erlendri mynt frá síðasta ári.
Gunnþór segir að fregnir af síld við
Kolbeinsey lofi góðu um framhaldið,
auk þess sem mjög mikið hafi verið af
síld í lögsögunni í sumar og þvælst
fyrir við makrílveiðar við landið.
Á heimasíðu Síldarvinnslunnar var
eftirfarandi haft eftir Tómasi Kára-
syni, skipstjóra á Beiti, í vikunni:
„Núna er maður bara farinn að hugsa
um síld. Mér líst afar vel á síld-
arvertíð og það virðist vera nóg af
henni. Færeyska skipið Finnur fríði
fékk til dæmis 1.600 tonn af 460
gramma síld við Kolbeinsey á dög-
unum. Þetta var sem sagt sannkölluð
stórsíld og svona fréttir fá mann til að
hyggja að síldinni.“
Veturseta á Rauða torginu?
Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á
Berki, var líka bjartsýnn: „Það er
fullt af síld hérna austur af landinu og
hún gengur jafnvel inn á firði.
Kannski dólar hún sér hérna og safn-
ast svo saman og hefur vetursetu á
Rauða torginu eins og í gamla daga.
Hver veit?“ spurði Hjörvar á heima-
síðu Síldarvinnslunnar, en Börkur fór
til síldveiða á þriðjudag.
Góð vertíð en langt að sigla
Áhyggjuefni hversu lítið hefur verið af makríl við Ísland í sumar Síldin tekur við af makrílnum
Ljósmynd/Helgi Freyr Ólason
Samstarf á miðunum Afla dælt úr Berki NK yfir í Beiti NK, en auk þeirra hafa Bjarni Ólafsson AK og Margrét EA haft samstarf við veiðar.
Gunnþór
Ingvason