Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Færri 70 ára og eldri létust á Íslandi fyrstu 33 vikur ársins en sama tíma- bil árin 2017, 2018 og 2019. Þetta kemur fram í greiningu Hagstofunnar á dauðsföllum. Þá dóu 43 að meðaltali í viku hverri í ár, borið saman við 43,6 andlát fyrstu 33 vikur 2017-2019. Til saman- burðar hafa 10 látist af völdum kórónuveirunnar á Íslandi í ár. Hér til hliðar má sjá endurgerðar skýringarmyndir Hagstofunnar með gögnunum. Þar sem vart má lesa út mun á dánartíðni fyrir aldurshópinn 29 ára og yngri, árin 2017-2020, er látið ógert að endurgera þá mynd. Meðaltalið sýni þróunina betur Fram kemur á vef Hagstofunnar að til að sýna betur þróun vikulegrar dánartíðni séu línurnar í myndritinu „tregbreytilegar og er miðað við 10 vikna hlaupandi meðaltal í stað þess að sýna hráar talningar gagnanna“. „Með þessu móti er auðveldara að bera saman og skoða þróun yfir árin sem liggja til grundvallar, enda er vikuleg dánartíðni yfirleitt mjög lág fyrir Ísland og tölurnar talsvert flöktandi frá einni viku til þeirrar næstu,“ segir þar jafnframt. Þetta er vert að ítreka en eins og sjá má á grafinu munar ekki mörg- um andlátum í elsta aldurshópnum fyrstu 33 vikur umræddra ára. Haraldur Briem, fv. sóttvarna- læknir, segir að sér sýnist sem töl- urnar séu innan 95% vikmarka. Því beri ekki að lesa of mikið í þær. „Ég fékkst dálítið við dánartölur meðan ég var virkur í starfi en er nú kominn á eftirlaun. Almennt má segja um sveiflur í dánartölum að menn grípa þær á lofti og segja til dæmis að sjálfsvígum fari fjölgandi. Það þarf hins vegar að skoða þró- unina tölfræðilega. Eru sveiflurnar fyrir utan 95% vikmörk? Það þarf að skoða til þess að vita hvort um raun- verulegar sveiflur sé að ræða.“ Tilviljun eða aukning? „Það getur vel verið að tölurnar séu lægri í ár en það þarf að skoða í þessu tölfræðilega samhengi. Er þetta tilviljun og innan þessara vik- marka eða hvað?“ spyr Haraldur. „Ef dánartíðinin er raunverulega lægri er það mjög athyglisvert. Það má ímynda sér ástæðurnar. Fólk er varkárara og þvær sér betur um hendurnar. Aðrar pestir en kór- ónuveiran eru sjaldgæfari og fólk ferðast minna. Það eru samkomu- bönn og miklu minni umsvif. Þannig að í sjálfu sér gæti margt skýrt lækkun á dánartölum.“ Spurður hvort því sé æskilegt að fólk breyti hegðun sinni til fram- búðar, í því skyni að lágmarka hætt- una á sýkingum, segir Haraldur æskilegt að fólk reyni eftir fremsta megni að draga úr smitlíkum með handþvotti og með því að gæta sín á að hósta ekki framan í fólk og halda sig heima ef það er lasið. Hins vegar gangi ekki til lengdar að viðhalda samkomubönnum og takmörkunum á ferðum til landsins. Getum aldrei útilokað slysin „Við getum auðvitað komið í veg fyrir öll bílslys og banaslys í umferð- inni með því að banna umferðina. Við reynum að bæta umferðina og gera hana betri en við útilokum aldrei slysin,“ segir Haraldur. Spurður hvernig sýkingum sé að fækka nefnir Haraldur til dæmis að inflúensan hafi verið væg í vetur. „Það er alltaf pínulítill umfram- dauði þegar hún er að ganga. Hún var væg í vetur sem getur stuðlað að því að þetta eru lægri tölur. Þess má líka geta að það er árs- tíðasveifla í dánartíðninni. Hún er hærri á veturna en lægri á sumrin. Þá má velta fyrir sér ástæðunni. Hvað er öðruvísi á veturna en á sumrin? Það er allt mögulegt. Pestir á veturna geta haft áhrif og t.d. vald- ið lungnabólgum og inflúensu. Svo er myrkur og þunglyndi og það get- ur haft áhrif á hjartað og geðið og allt mögulegt. Þetta er snúið mál. En það er staðreynd að það eru meiri dánarlíkur á veturna en á sumrin. Það er erfitt að draga snöggar ályktanir [út frá sveiflum í dánartíðni]. Til dæmis hafa margir dáið í Svíþjóð í elsta aldurshópnum [í faraldrinum]. Það þarf hins vegar að sjá tölurnar fyrir allt árið til að sjá hvort þeir hafi dáið aðeins fyrr en þeir hefðu annars gert. Við sjáum það hér heima að dánartíðnin eykst um háveturinn. Hún getur þá verið undir væntingum næstu mánuði.“ Dánartíðnin lækkar hjá elsta fólkinu  Færri 70 ára og eldri létust á Íslandi fyrstu 33 vikur ársins en á sama tímabili á árunum 2017-19  Þá hefur andlátum á landinu fækkað  Fv. sóttvarnalæknir segir þróunina innan vikmarka Þróun vikulegrar dánartíðni eftir aldurshópum árin 2017 til 2020 Fjöldi látinna í viku hverri, 10 vikna hlaupandi meðaltal 20 15 10 5 2017 2018 2019 2020 Heimild: Hagstofa Íslands jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. 70 ára og eldri: 30 til 69 ára: Haraldur Briem 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2020 Sundaborg 7-9 | 104Reykjavík | Sími 511 4747 | www.northwear.is Starfsmannafatnaður Einkennisfatnaður Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköp- unarráðherra segir ljóst að stjórn- völd þurfi á ýmsum sviðum að gera betur í að stytta málsmeðferðar- tíma. Að tillögu hennar ráðuneytis hafi verið ákveð- ið að veita hluta af fjármagni fjárfestingar- átaks ríkisstjórn- arinnar, sem samþykkt var á Alþingi í lok mars, til Skipu- lagsstofnunar til að auka afkasta- getu í máls- meðferð fram- kvæmda við flutningskerfi raforku. Í skriflegu svari við fyrirspurn Morgunblaðsins um það hvað ráðu- neytið sé að gera til að liðka fyrir at- vinnu- og verðmætaskapandi verk- efnum til að mæta erfiðleikum vegna kórónuveirufaraldursins seg- ir ráðherrann, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, að stærstu verkefnin hafi lotið að nýsköpun og ferðaþjón- ustu. Af nýsköpunarverkefnum nefnir hún Kríu, hvatasjóð fyrir vísi- fjárfestingar, stórhækkuð framlög í Tækniþróunarsjóð og auknar íviln- anir vegna rannsókna- og þróunar- verkefna fyrirtækja. Raforkukerfið eflt Í ferðaþjónustunni nefnir hún mikið markaðsátak og aukið fjár- magn til Framkvæmdasjóðs ferða- mannastaða. „Ég er þeirrar skoð- unar að viðsnúningur ferðaþjónustu muni gegna lykilhlutverki í við- spyrnu efnahagslífsins í kjölfar covid-19.“ Þórdís rifjar upp að mikið átak standi yfir við að efla flutnings- og dreifikerfi raforku, bæði sem við- bragð vegna óveðurs síðastliðinn vetur og sem hluti af fjárfestinga- átaki ríkisstjórnarinnar vegna kór- ónuveirufaraldursins. Verkefnin séu til þess fallin að renna sterkari stoð- um undir atvinnustarfsemi sem treystir á öruggan aðgang að raf- orku. „Ríkisstjórnin setti einföldun leyf- isveitingaferla vegna framkvæmda við flutningskerfi raforku mjög skýrt á dagskrá í stjórnarsáttmál- anum. Að því er nú unnið á vettvangi umhverfisráðuneytisins og ég hef vonir um að niðurstaðan verði til bóta varðandi verkefni á því sviði.“ Ráðherra bætir því við að hún hafi beitt sér fyrir því að stórlega van- fjármögnuð vilyrði um endur- greiðslur vegna kvikmyndafram- leiðslu yrðu fjármögnuð en góð virkni endurgreiðslukerfisins gegni lykilhlutverki í að nýta áfram dýr- mæt tækifæri Íslands á því sviði. Ekki óeðlilegar tafir Tekur Þórdís fram, varðandi leyf- isveitingar, að ekki séu vísbendingar um að óeðlilegar tafir hjá undir- stofnunum hennar, það er að segja Orkustofnun og Ferðamálastofu, standi atvinnu- og verðmætaskap- andi verkefnum fyrir þrifun. Það gildi meðal annars um fyrirhugaða verksmiðju Íslenska kalkþörunga- félagsins í Súðavík, en komið hefur fram að það verkefni hafi tafist vegna seinagangs í leyfisveitinga- ferli. Segir Þórdís að Orkustofnun muni þar vera innan marka og hafi sér vit- anlega ekki sætt gagnrýni af hálfu framkvæmdaraðila. Þarf að flýta meðferð mála  Áhersla á nýsköpun og ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.