Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2020
- síðan 1986 -
Skútuvogi 6
104 Reykjavík
Sími: 568 67 55
alfaborg.is
„Þetta er nú næstum því tilbúið en
við vonumst til að verkinu ljúki
næstkomandi laugardag,“ segir
Karim Askari, stjórnarformaður
Stofnunar múslima á Íslandi.
Vísar hann í máli sínu til hinnar
13 metra háu mínarettu sem reist
var í lok síðasta árs við mosku fé-
lagsins í Skógarhlíð í Reykjavík.
Mínarettur, eða bænaturnar, eru
jafnan við bænahús múslima og
þykja mikilvægt tákn fyrir sýni-
leika múslimasamfélagsins. Þegar
ljósmyndari Morgunblaðsins átti
leið fram hjá Skógarhlíð voru iðn-
aðarmenn önnum kafnir við að
leggja lokahönd á mínarettuna og á
toppi hennar hvílir nú mánasigð.
Þegar bænaturninn er fullgerður
mun hálfmáninn lýsa upp nætur-
myrkrið. Ekki stendur þó til að
stunda bænakall frá mínarettunni.
Spurður hvort til standi að halda
einhvers konar samfögnuð þegar
mínarettan verður fullgerð kveður
Karim já við. „Við neyðumst þó til
að fresta því um stund sökum út-
breiðslu kórónuveiru, en það verð-
ur haldin hátíð þegar við opnum
moskuna formlega.“ khj@mbl.is
Verið er að leggja lokahönd á mínarettu múslima við Skógarhlíð í Reykjavík
Mánasigð
mun lýsa í
myrkrinu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Atvinnuleysi í ríkjum innan OECD í
júlímánuði síðastliðnum mældist
meira en á Íslandi í miklum meiri-
hluta þeirra landa sem nýr saman-
burður OECD á atvinnuástandinu
nær til. Atvinnuleysi hefur víðast
hvar aukist verulega á umliðnum
mánuðum eftir að faraldur krórónu-
veirunnar breiddist út.
Atvinnuleysi hér á landi var 5% af
vinnuaflinu samkvæmt upplýsingum
OECD og er sú tala í samræmi við
niðurstöður úr vinnumarkaðskönn-
un Hagstofunnar í sumar. Af öllum
þeim ríkjum sem samanburður
OECD nær til og birt hafa tölur fyrir
atvinnuleysi í júlí var atvinnuleysið
minna en á Íslandi í átta löndum en
meira í 17 löndum.
Að meðaltali mældist atvinnuleys-
ið í júlí 7,7% í aðildarríkjum OECD
og var 7,2% að jafnaði í aðildarlönd-
um Evrópusambandsins. Aðrar
Norðurlandaþjóðir bjuggu við meira
atvinnuleysi en Íslendingar í sumar.
Í Danmörku mældist 6% atvinnu-
leysi, 7,8% í Finnlandi og 9,2% í Sví-
þjóð. Tölur eru ekki birtar yfir at-
vinnuleysi í Noregi í júlí en í júní var
þar 5,2% atvinnuleysi skv. OECD. Í
frétt frá OECD í gær kemur fram að
nokkuð dró úr atvinnuleysi í aðildar-
löndunum í júlí frá mánuðinum á
undan þótt það væri enn 2,5 pró-
sentustigum hærra í júlí en í ferbúar
sl. áður en kórónuveirufaraldurinn
braust út. Á evrusvæðinu fór þó at-
vinnuleysið vaxandi fjóra mánuði í
röð og var komið í 7,9% í júlí.
Mun stærri hluti ungs fólks var án
atvinnu í sumar í flestum OECD-
löndum en áður en faraldurinn hófst
í vetur. Í yngsta aldurshópnum, 15-
24%, var t.d. 17% atvinnuleysi á
ESB-svæðinu í júlí. Á Norðurlönd-
unum var atvinnuleysi í þessum hópi
12,2% í Danmörku, 20,6% í Finnlandi
og 28,9% í Svíþjóð og 9,9% á Íslandi.
Atvinnuleysi breiddist
víðast hvar út í faraldrinum
Meira atvinnuleysi en á Íslandi í 17 löndum en minna í átta
Morgunblaðið/Eggert
Störf Unnið að vegaframkvæmdum.
Höskuldur Daði Magnússon
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
„Með Loftbrú viljum við brúa bilið
milli landsbyggðar og höfuðborgar
og bæta aðgengi íbúa að fjölbreyttri
en mikilvægri miðlægri þjónustu í
höfuðborginni,“ sagði Sigurður Ingi
Jóhannsson, samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðherra, þegar hann kynnti
í gær Loftbrú, afsláttarkjör sem
gefa fólki á landsbyggðinni kost á
lægri flugfargjöldum til Reykjavík-
ur.
Íslensk útfærsla skosku leiðarinn-
ar svonefndu, greiðsluþátttöku rík-
isins í fargjöldum í innanlandsflugi,
kallast Loftbrú og var kynnt á Egils-
staðaflugvelli í gær. Sagði ráðherra á
fundinum að hann teldi Loftbrú vera
eina af mikilvægari byggðaaðgerð-
um sem ráðist hefði verið í og inn-
leiðing hennar hefði verið á stefnu-
skránni frá því hann kom í
ráðuneytið.
Kostnaður við greiðsluþátttöku
ríkisins við lækkun flugfargjalda í
verkefninu er metinn allt að 600
milljónum króna á ársvísu og 200
milljónum króna á þessu ári. Gert er
ráð fyrir þeim fjárframlögum í sam-
gönguáætlun.
Loftbrú veitir afsláttarkjör til
allra þeirra sem eiga lögheimili á
landsbyggðinni fjarri höfuðborgar-
svæðinu og í Eyjum. Flugfélagið
Ernir flaug á föstudaginn í liðinni
viku síðustu áætlunarferð sína til
Vestmannaeyja. Fyrirtækið ber því
við að flugið hafi ekki borið sig og því
hafi verið sjálfhætt. Hörður Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri Ern-
is, segir aðspurður að tilkoma
Loftbrúarinnar breyti litlu um for-
sendur þess flugs.
Telur þörf á niðurgreiðslu
„Eyjaflugið stendur ekki undir
sér, ekki frekar en strætisvagna-
akstur eða ferjusiglingar. Það er erf-
itt að ætla sér að halda úti almenn-
ingssamgöngum án þess að til komi
niðurgreiðslur eða lækkun gjalda
hins opinbera af einhverju tagi,“ seg-
ir Hörður sem vonar að Loftbrúin
nýtist fólki á landsbyggðinni enda sé
úrræðið hugsað fyrir farþega.
Hann kveðst telja að útspil þurfi
frá stjórnvöldum til að flug til Vest-
mannaeyja gangi upp. „Flugið til
Eyja er ekki nálægt því að standa
undir sér en við hverja ferð nær hið
opinbera tekjum sínum inn þótt það
séu bara tveir eða þrír farþegar um
borð.“
Spurð hvort Loftbrúin komi sér
vel fyrir Air Iceland Connect segir
Þóra Eggertsdóttir, forstöðumaður
innanlandsflugs hjá flugfélaginu, að
ekki sé sérstaklega gert ráð fyrir
hugsanlegum ávinningi hennar í
áætlanagerð – þó sé hún bjartsýn á
framhaldið.
„Það er svolítið erfitt að segja til
um það hver áhrifin verða nákvæm-
lega en við erum bjartsýn á að þetta
muni styrkja reksturinn okkar og
hafa jákvæð áhrif á flugið. Tækni-
lega útfærslan er góð, svo við erum
bjartsýn á að úrræðið verði vel nýtt
og hvetji fólk á landsbyggðinni til að
nýta sér innanlandsflugið. En við
getum ekki gefið okkur forsendur
við áætlanagerð miðað við þetta,“
segir Þóra.
Allt að 600 milljónir í niðurgreiðslur
Íslensk útgáfa skosku leiðarinnar kallast Loftbrú Um 60 þúsund íbúar landsbyggðarinnar eiga rétt
á þremur niðurgreiddum flugferðum til Reykjavíkur ár hvert Breytir engu um áætlunarflug til Eyja
Ljósmynd/Samgönguráðuneytið
Loftbrú Sigurður Ingi Jóhannsson á kynningarfundi á Egilsstaðaflugvelli.