Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2020 Haustar Hryssingslegt var um að litast í átt að Álftanesi í vikunni, þar sem Bessastaðir og Keilir blasa við. Turninn á Bessastaðakirkju og Keilir kallast skemmtilega á. Kristinn Magnússon Það fór fremur hljótt um dóm Hæstaréttar sem féll í október 2017 í máli nr. 623/2016. Í dómnum var tekið af skarið um að skilmáli um breytilega vexti sem Íslandsbanki hf. nýtti í lánssamningum við neytendur væri ólögmætur. Láns- samningar bankans höfðu um árabil haft að geyma sam- bærilega skilmála og aðrir viðskipta- bankar höfðu nýtt sambærilega skil- mála í stöðluðum samningum fyrir neytendalán. Þúsundir Íslendinga kunna að eiga eða hafa átt kröfu um endurgreiðslu ofgreiddra vaxta eða endurútreikning á láni sínu á grund- velli þessa stefnumarkandi dóms. Dómurinn og eftirmál hans Undirritaður vann nýverið úttekt fyrir Neytendasamtökin á lagaum- gjörð og framkvæmd stóru við- skiptabankanna þriggja á vaxta- breytingum lána sem innihalda skilmála um breytilega vexti. Hluti af þeirri sögu er framangreindur dómur. Um margra ára skeið, áður en dómurinn féll, var algengt í lána- skilmálum bankanna að kveðið væri á um heimild til þess að endurskoða vaxtafót láns, án þess að tilgreint væri við hvaða aðstæður eða tilefni það væri gert. Sú framkvæmd beið skipbrot með dómi Hæstaréttar. Í umræddu dóms- máli staðfesti Hæsti- réttur úrskurð Neyt- endastofu um að Íslandsbanki hf. hefði brotið gegn 6. og 9. gr. laga nr. 121/1994 um neytendalán með því að tilgreina ekki í vaxta- endurskoðunarákvæði lánsins við hvaða að- stæður vextir þess breyttust. Þá var bank- anum bönnuð notkun vaxtaend- urskoðunarákvæðisins með vísan til 26. gr. laga nr. 121/1994. Byggðist niðurstaðan á því að lög um neyt- endalán mæla fyrir um að lánssamn- ingur við neytanda sem kveður á um breytilega vexti þurfi að tilgreina þær ástæður og atvik sem leitt geta til þess að vextir taki breytingum. Þegar dómsniðurstaðan lá fyrir féll Íslandsbanki frá hækkun vaxt- anna með vísan til þess að ákvæðið um vaxtaendurskoðun væri „gallað“, og endurgreiddi viðskiptavinum sín- um ofgreidda vexti. Samkvæmt sam- stæðureikningi bankans náði nið- urstaðan til 1.600 lánasamninga og færði bankinn niður 800 milljón króna skuldbindingu til þess að mæta tapi vegna dómsins. Hins veg- ar hafnaði bankinn að gera frekari breytingar á vaxtakjörum lánanna og ákvað að framvegis yrðu vextir reiknaðir miðað við upphaflegan vaxtafót hvers láns. Fyrirspurnum vegna sambærilegra ákvæða hjá Landsbankanum og Arion banka var svarað á sömu lund, þ.e. niðurstaðan hefði einvörðungu þá þýðingu að vextina væri ekki hægt að hækka, og upphaflegir vextir yrðu því látnir standa óbreyttir. Órökrétt túlkun Afstaða bankanna byggist á túlk- un sem er einkar hagfelld þeim sjálf- um, þ.e. að upphaflegir vextir láns- ins geti staðið út lánstímann, þar sem endurskoðunarákvæði lánsins sé „gallað“. Sú túlkun gengur í ber- högg við upprunaleg markmið aðila sem semja um breytilega vexti, þar sem lántaki hefur tekið áhættuna af hækkandi vaxtastigi en gerir að sjálfsögðu samtímis ráð fyrir að njóta góðs af hagstæðri vaxtaþróun í framtíð. Þá sækir þessi túlkun enga stoð í dóm Hæstaréttar. Þvert á móti hefur sú staðan verið uppi frá fyrsta vaxtaendurskoðunardegi um- ræddra lána, sem innihalda slíka skilmála, að engin gild heimild er í skilmálunum til þess að ákvarða vaxtafót lánanna. Þar sem fyr- irmælum lánssamninganna um vexti og ákvörðun þeirra verður ekki beitt er óhjákvæmilegt að líta svo á að at- vik svari til þess að samið hafi verið um vexti af peningakröfu án þess að tiltaka hverjir þeir eru. Við þær að- stæður ber að greiða vexti sam- kvæmt 4. gr., sbr. 3. gr., laga nr. 38/ 2010, vexti og verðtryggingu og skulu þeir vera á hverjum tíma jafnháir vöxtum, sem Seðlabanki Ís- lands ákveður með hliðsjón af lægstu nýju verðtryggðu útlánum lánastofnana. Undanfarið hefur undirritaður haft til skoðunar mál einstaklinga sem tekið hafa lán, sem hafa að geyma skilmála, af þeim toga sem að framan er lýst. Einn þeirra er að greiða u.þ.b. 4% ársvexti af verð- tryggðu húsnæðisláni, en almennir vextir Seðlabankans voru 2% í ágúst sl. Af 25 millj. króna húsnæðisláni er munurinn um hálf milljón á árs- grundvelli. Munurinn á almennum vöxtum og þeim vöxtum sem bank- arnir innheimta getur verið um 2-3% á ári um þessar mundir á öllum þeim lánum sem eru með umræddan skil- mála. Réttur til endurgreiðslu kann að fyrnast Hluti þeirra lána sem hafa að geyma umræddan skilmála hefur verið endurfjármagnaður á síðustu misserum, en mikilvægt er að hafa í huga að krafa til endurgreiðslu get- ur einnig verið til staðar við þær að- stæður, en kann hins vegar að fyrn- ast þegar 4 ár eru liðin frá uppgreiðslu láns. Umbjóðendur mínir hafa farið fram á við sinn viðskiptabanka að kjör lánanna séu leiðrétt en verið fá- lega tekið. Fram til þessa hefur þeim vaxið í augum að hefja mála- rekstur af þessu tilefni, en málsókn kann að reynast óhjákvæmileg vilji þeir leita réttar síns. Þegar Íslandsbanki greindi frá ágreiningi um breytilega vexti, og mögulegum fjárhagslegum áhrifum hans, í samstæðureikningi sínum var bent á að vandamálið færi minnkandi: „Vegna endurfjármögn- unar og greiðslna fyrir gjalddaga fækkar umræddum samningum í hverjum mánuði.“ Þessi at- hugasemd er vissulega rétt þótt hún kunni að hljóma kuldalega í eyrum þeirra sem telja rétt á sér brotinn. Með hverjum mánuðinum sem líður falla niður fyrir fyrningu hugs- anlegar kröfur um endurgreiðslu of- greiddra vaxta, vegna lána sem hafa verið greidd upp á liðnum árum. Fyrir þá neytendur sem hafa endur- fjármagnað lán með hinum ólög- mæta skilmála kann því að vera brýnt að láta án tafar reyna á rétt sinn. Eftir Ingva Hrafn Óskarsson »Einn þeirra er að greiða u.þ.b. 4% árs- vexti af verðtryggðu húsnæðisláni, en al- mennir vextir Seðla- bankans voru 2% í ágúst sl. Af 25 millj. króna húsnæðisláni er mun- urinn um hálf milljón á ársgrundvelli.Ingvi Hrafn Óskarsson Höfundur er lögmaður og meðeigandi að Lögfræðistofu Reykjavíkur. Ertu að ofgreiða vexti? Íbúar á landsbyggð- inni sem búa lengst frá höfuðborginni eiga þess nú kost á að fá lægri flugfargjöld inn- anlands. Við höfum undirbúið verkefnið um nokkurt skeið und- ir heitinu skoska leiðin – en skrefið var stigið til fulls í gær, miðviku- dag, þegar ég opnaði Loftbrú með form- legum hætti á þjónustuvefnum Ís- land.is. Það var í senn tímabært og sérlega ánægjulegt að koma þessu í loftið. Loftbrú veitir íbúum með lög- heimili á búsetusvæðum fjærst höf- uðborginni 40% afslátt af heildarfar- gjaldi í þremur ferðum á ári (sex flugleggjum) til og frá höfuðborg- arsvæðinu. Markmiðið er mjög skýrt, að jafna að- stöðumun íbúa á land- inu og bæta aðgengi að miðlægri þjónustu í höfuðborginni. Heil- brigðisþjónustan er sú sem flestir þurfa á að halda, en ekki síður menntun, menning og afþreying. Með þessu er verið að auka mögu- leika íbúa af lands- byggðinni á félagslegri þátttöku í borgarsam- félaginu sem til staðar er á suðvesturhorni Ís- lands. Í samtölum mínum við fólk víðs vegar um landið hefur umræða um ójafnt aðgengi að þjónustu oftar en ekki skipað stóran sess í huga fólks. Flestir landsmenn búa á suðvestur- horninu og hefur opinber þjónusta byggst þar upp. Þeir sem búa lengst frá höfuðborginni þurfa því að reiða fram hærri fjárhæðir til að komast á milli landsvæða en þorri lands- manna til að fá aðgang að sömu þjónustu. Þetta er skekkja í kerfinu sem þarf að leiðrétta, ekki síst með það í huga að Reykjavík er höfuð- borg allra landsmanna. Fyrirmyndin að Loftbrú er sótt til Skotlands. Þar hefur þessi leið heppnast vel og hjálpað til við að halda í og laða að ungt fólk til af- skekktra svæða. Skoska leiðin var eitt af loforðum Framsóknarflokks- ins fyrir síðustu kosningar og ein af aðgerðum í stjórnarsáttmála ríkis- stjórnarinnar. Í mínum huga er Loftbrú ein af mikilvægari byggðaaðgerðum sem ráðist hefur verið í og með því tekið stórt skref til að koma á móts við grunnþarfir fólks sem býr úti á landi. Ísland ljóstengt er annað gott dæmi um vel heppnaða byggðaað- gerð sem leggur áherslu á sem mest jafnræði landsmanna hvað varðar aðgang að fjarskiptainnviðum. Lægri flugfargjöld verða liður í að gefa fólki kost á því að velja sér búsetu óháð starfi og leiða til þess að búseta á landsbyggðinni verði auðveldari. Búseta á landsbyggðinni mun styrkjast sem hefur jákvæð áhrif á íbúðaverð. Þá mun leiðrétt- ing þessi hafa víðtæk samfélagsleg áhrif, auka lífsgæði fólks sem á þess kost að skreppa til borgarinnar fyrir lægra fargjald, nýta ferðina og heimsækja ættingja og vini. Í Skotlandi hefur flugferðum fjölgað og ef greiðsluþátttaka stjórnvalda með þessum hætti hjálpar flugfélögum að halda uppi þjónustustigi er það af hinu góða og stuðlar að öruggum samgöngum. Einhverjir hafa haft þær áhyggjur að flugfélögin myndu sjá sér leik á borði og hækka fargjöldin en mér er það til efs að það væri góð ákvörðun að hækka flugfargjöld til allra hinna sem njóta ekki þessara mótvægis- aðgerða. Það er afskaplega einfalt að nýta sér afsláttarkjör með Loftbrú. Á Ís- land.is auðkennir fólk sig með raf- rænum skilríkjum og sér þar yfirlit yfir réttindi sín. Þeir sem vilja nýta afsláttinn sækja sérstakan afslátt- arkóða sem nota má á bókunar- síðum flugfélaga þegar flug er pant- að. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur málið frekar á vefnum Loftbru.is. Eftir Sigurð Inga Jóhannsson » Í mínum huga er Loftbrú ein af mik- ilvægari byggðaaðgerð- um og tekið er stórt skref til að koma á móts við grunnþarfir fólks sem býr úti á landi. Sigurður Ingi Jóhannsson Höfundur er formaður Framsókn- arflokksins og samgöngu- og sveit- arstjórnarráðherra. Lægri flugfargjöld með Loftbrú jafna aðstöðumun íbúa landsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.