Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 49
DÆGRADVÖL 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2020 „ÖKUSKÍRTEINIÐ ÞITT ER LÍKA ÚTRUNNIÐ.” „ÞESSI ÍBÚÐ ER MIKLU STÆRRI EN VIÐ ERUM VÖN.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar þið passið bæði í peysuna sem hún prjónaði. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann MANNSTU HVERNIG LÍFIÐ VAR ÁÐUR EN LÍSA VARÐ KÆRASTAN MÍN? NOKKUÐ SVIPAÐ OG Í DAG NEMA NÚNA NOTARÐU MUNNSKOL HERTOGI NOKKUR NORÐUR Í LANDI ER BÚINN AÐ KÆRA ÞIG FYRIR ÞJÓFNAÐ! HVERNIG GETUR HANN SANNAÐ AÐ ÞAÐ VAR ÉG? HANN ER MEÐ HÁÞRÓAÐ ÖRYGGIS- KERFI! LEYNI- SKOPMYNDA- TEIKNARA! LJÁR lögum í mörg ár. Ég er kominn á þann stað í lífinu að núna eru það frekar gæði veiðarinnar en magnið sem skipta mestu máli og það að vera í þessu magnaða umhverfi dásamlegrar náttúru Íslands í góð- um félagsskap er mín leið til að slaka á og njóta lífsins.“ Auk stangveiðanna og fluguhnýt- inga og áhuga á góðum mat hefur Sigurður einnig nært líkama og sál með langhlaupum. „Ég tók upp á því að hlaupa árið 2006 og hef lokið þremur maraþonum og þó nokkuð mörgum hálfmaraþonum, m.a. Göteborgsvarvet í 10 ár í röð frá 2006 til 2015.“ Það er greinilega í mörg horn að líta hjá Sigurði, bæði í starfi og tómstundum, og ekki spurning að hann valdi rétt þegar valið stóð á milli þess að verða læknir eða leigubílstjóri. Fjölskylda Eiginkona Sigurðar er Steinunn Hauksdóttir, f. 30.11. 1960, hjúkr- unarfræðingur. Foreldrar hennar voru Haukur Jónsson prentari, f. 3.7. 1931, d. 31.7. 2014 og Guðný Jóhannsdóttir, f. 1.8. 1935, d. 11.3. 2019. Börn Sigurðar og Steinunnar eru Haukur, f. 7.5. 1985, forritari í sambúð með Emmu Theodórs- dóttur sem er grafískur hönnuður, f. 10.8. 1992. Þau búa í Hollandi; Valur, f. 8.3. 1989, geislafræðingur í Reykjavík, og Eydís Ósk, f. 2.9. 1970, mannauðsstjóri hjá Vest- mannaeyjabæ. Foreldrar Sigurðar eru Erla Sigríður Sigurðardóttir dómritari, f. 5.9. 1941 og Sigurður Rúnar Gunnsteinsson ráðgjafi, f. 6.11. 1941. Sigurður Einar Sigurðsson Margrét Einarsdóttir húsmóðir í Reykjavík Hannes Júlíusson skósmiður í Reykjavík Sigurður Einar Hannesson bakarameistari í Reykjavík Laufey Ósk Benediktsdóttir húsmóðir í Reykjavík Erla Sigríður Sigurðardóttir dómritari í Reykjavík Guðlaug Jónsdóttir húsmóðir í Reykjavík Benedikt Benediktsson kokkur og skósmiður í Reykjavík Sigrún Sigurðardóttir húsmóðir í Reykjavík Egill Guðjónsson Marberg málarameistari í Reykjavík Steinvör Ágústa Egilsdóttir Marberg húsmóðir í Reykjavík Gunnsteinn Jóhannsson verslunarmaður í Reykjavík Guðbjörg Gísladóttir húsmóðir í Reykjavík Jóhann Hafl iðason trésmíðameistari í Reykjavík Úr frændgarði Sigurðar Einars Sigurðssonar Sigurður Rúnar Gunnsteinsson ráðgjafi SÁÁ í Reykjavík Á feisbók segir Indriði á Skjald-fönn að þessi vísa sé valin vegna þess að í dag (8. sept,) var hann minntur á að hann væri Þing- eyingur: Hafir þú um kyrlátt kveld kysst og faðmað svanna, verður hlýtt við arineld endurminninganna. Einar Kristjánsson, bóndi á Her- mundarfelli, N.-Þing. Grétar Snær Hjartarson eldri gerði þessa athugasemd: „Fékk staðfestingu á því þegar ég var að læra á trompet hjá Herði Þorsteins- syni á Ísafirði, að ég er Þingeyingur, en bara að ætt. Mig vantaði loftið.“ Sigrún Haraldsdóttir segir, að hún hafi róast með aldrinum: Ekkert reyni yfir klóra, öllu tek sem fyrir ber, heima róleg hangsa og slóra, hætt að leita að sjálfri mér. Hreinn Guðvarðarson svaraði: Hætt að leita að sjálfri sér sóma fríða sprundin Enda sýnist öllum hér að hún sé nú fundin. Kristján frá Gilhaga kvað: Öldrun fylgir ýmsu að gleyma oft þess merki víða sýnd, meðan að þú hangir heima er hættuminna að vera týnd. Á Boðnarmiði yrkir Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson: Ég er nú sem vel smurð vél, við svo margt að glíma. Ævin sjálfsagt endar vel, allt á réttum tíma. Eyjólfur Ó. Eyjólfsson er á öðrum nótum: Er Hallgrímur kvenfólkið hitti hellti hann dýrindis spritti yfir sinn haus, herðar og daus og núllpunktinn norðan við mitti. Hallmundur Kristinsson skrifar: „Það hefur oft komið til umræðu hvort telja beri guð karl eða kven- kyns. Ég rakst á tvær vísur um þetta efni þegar ég var að rósna í nokk- urra ára kveðskap mínum“: Upp á himni ríkir guð minn góður. Á gjörðum hans er sjaldan nokkur ljóður. Þótt kallist ég um kyn hans varla fróður sem kona er hann undarlega hljóður. Skrattinn ríkir hér á jörð sem jarl. Jafnan á í vonsku heimsins metið. Þó ætla ég hann oftast talinn karl sé annars ekki sérstaklega getið. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Eitt sinn Þingeyingur og sitthvað fleira
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.