Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 60
Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildarmynda verður haldin í samstarfi við Bíó Paradís 18.-20. september og verður hún opnunarhátíð kvikmyndahússins sem hefur verið lokað frá því um miðjan mars. Venja er að halda Skjaldborg á Patreksfirði um hvítasunnu en henni var frestað til verslunarmannahelgarinnar og síðar aflýst vegna Covid-19. Dagskráin hefur verið aðlöguð nýjum aðstæðum. Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er Hrafn- hildur Gunnarsdóttir og verða sýndar þrjár myndir úr hennar höfundarsafni auk þess sem Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson mun leiða masterklassa með Hrafnhildi. Skjaldborg haldin í Bíó Paradís grennd við Seattle, þar sem Ingvar og Kládía búa. Ed vildi aftur til Tex- as, þau skildu og þá færði hún sig í sólina í Palm Springs, þar sem hún bjó í 14 ár. Hún segist alla tíð hafa verið heilsuhraust en eftir að hafa fengið heilablóðfall hafi hún viljað flytja til Reykjavíkur enda hafi Ingv- ar og Kládía þá ákveðið að búa hér á sumrin. „En ég sakna sólarinnar mjög mikið og hef farið reglulega vestur. Er samt alltaf hrædd við að fljúga, en flýg samt.“ Söngur hefur fylgt Huldu alla tíð. Hún söng meðal annars í Þjóðleik- húskórnum og kórum vestra, skemmti í einkaklúbbi í Houston í nokkur ár og hefur sungið inn á plöt- ur, bæði hér og þar. „Ég hafði svo góða altrödd,“ útskýrir hún, en eftir að hún flutti í blokk fyrir aldraða hef- ur hún kennt nokkrum íbúum að syngja og spila á ukulele, fjögurra strengja lítinn gítar. „Ég vann lengi fyrir mér með því að spila á gítar og syngja íslenska söngva.“ Hún söng meðal annars lagið „Halló“ með Sigurði Ólafssyni inn á plötu 1960. Hún söng í revíum Har- aldar Á. Sigurðssonar og þegar hún var í Verslunarskólanum túraði hún um landið með Sigríði Th. Guð- mundsdóttur. „Við Teddí komum Bessa Bjarnasyni, skólabróður okk- ar, í leiklistina,“ rifjar hún upp. „Skólaleikritið „Lási trúlofast“ var fyrsta leikritið sem hann lék í. Ég lék kærustuna hans og Teddí var vinnu- kona hjá okkur. Þegar ég átti að kyssa hann lokaði ég alveg vörunum, því þetta þótti ósiðlegt!“ Hulda lærði guðfræði ytra en lauk náminu ekki með gráðu. „Þeir hefðu aldrei viljað mig sem prest en ég held mig við tónlistina og er loks bú- in að fara í berjamó fyrir vestan.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hulda Emilsdóttir frá Eskifirði er ákveðin kona, veit hvað hún vill og lét 70 ára draum verða að veruleika í tilefni 90 ára afmælis síns í lok ágúst. „Það var óskaplega gaman að koma aftur á Vestfirðina og ég tíndi 22 aðalbláber,“ segir hún hróðug. Þegar Sveinn Björnsson var for- seti Íslands var Hulda einkaritari hans. Hún segir að árið 1950, um tíu árum eftir að fjölskyldan flutti til Reykjavíkur, hafi hann sagt sér að hún yrði að fara í berjamó vestur á firði og helst í grennd við Bjarkalund og Flókalund, því þar væru bestu bláber landsins. Tækifærið gafst loks fyrir skömmu, þökk sé kórónuveiru- faraldrinum. „Til stóð að halda helj- armikið partí fyrir mig í tilefni níu ára afmælis míns – ég nenni ekki að nota núllið – en við vorum hrædd um að enginn þyrði að koma,“ segir Hulda. „Þá sagði ég að við skyldum hætta við partíið og fara í staðinn í berjamó á Vestfjörðum, láta gamla drauminn minn loks rætast.“ Ingvar sonur hennar og Kládía eiginkona hans voru með í för. „Kládía tíndi miklu meira en ég, en ég átti erfitt með að hreyfa mig á milli þúfna.“ Þekkt söngkona Hulda flutti með Jóhanni Péturs- syni, rafmagnsverkfræðingi og eig- inmanni sínum, ásamt börnum þeirra, Ingvari og Birnu, til Fort Worth í Texas í Bandaríkjunum 1962. Börnin búa vestra, en hún flutti aftur til Íslands fyrir um fjórum ár- um. „Ég bjó „bara“ í 54 ár fyrir vest- an en ég gleymdi aldrei íslenskunni og bæði börnin mín tala íslensku.“ Leiðir þeirra Jóhanns skildi 1965. „Ég var kvenréttindakona en var í raun vinnukona hjá honum. Karl- menn voru svolítið þannig þenkjandi á þessum árum.“ Hún segist hafa kynnst mjög góðum manni, Ross Bennett, bankastjóra í Houston, en hún hafi ekki viljað fá hann inn á heimilið fyrr en börnin hafi verið flutt að heiman. „Við giftum okkur, þegar þegar Birna var að ljúka námi í Rice-háskólanum og Ingvar fór í Stanford-háskóla í Kaliforníu, og fluttum til Austin.“ Ross lést 1982. Nokkrum árum síðar giftist hún Ed Cornwell og þau fluttu til Kirkland í Beið eftir berjum í 70 ár  Ráðum Sveins Björnssonar forseta frá 1950 fylgt Ljósmynd/Ingvar Pétursson Hjá Bjarkalundi Hulda fékk að smakka aðalbláber hjá Kládíu. FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 254. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Guðríður Guðjónsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handknattleik, telur að lið Fram verði gríðarlega sterkt þegar líður á Íslandsmótið en keppni í Olísdeild kvenna hefst annað kvöld. Guðríður fer yfir liðin átta í deildinni á íþróttasíðum blaðsins í dag en útlit er fyrir að deildin verði mjög sterk í vetur eftir að margar íslenskar lands- liðskonur sneru heim úr atvinnumennsku. »51 Reiknar með Framliðinu gríðarsterku þegar á líður ÍÞRÓTTIR MENNING ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is mánudaga - sunnudaga 12-18 UMAGE EOS SKERMUR Ýmsir litir. Ø45 cm. 18.995 kr.NÚ 13.995 kr. Ath. perustæði selt sér. ENCHANT BORÐLAMPI Ýmsir litir. H30 cm. 6.995 kr. NÚ 4.895 kr. BALANCE LOFTLJÓS 3 reyklitaðir kúplar. L82,5 cm. 26.995 kr. NÚ 17.495 kr. FELIPE GÓLFLAMPI Svartur. H160 cm. 14.995 kr. NÚ 10.495 kr. SPAraðu 4.500 Nú10.495 SPAraðu 9.500 Nú17.495 SPAraðu 5.000 Nú13.995 25-50% Sparadu- af öllum ljósum 10. - 28. september 25% af perum Sparadu- 20% af kertum Sparadu- SPAraðu 2.100 Nú4.895
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.