Morgunblaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2020
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Glæsileg borðstofuhúsgögnum
frá CASÖ í Danmörku
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Tímapantanir í síma 533 1320
Við tökum vel á móti ykkur í Vegmúla 2
Gelísprautun
•Gefur náttúrulega fyllingu
•Grynnkar línur og hrukkur
NeauviaOrganic
Náttúruleg fylling í varir,
línur, kinnbein og höku,
ásamt andlitsmótun.
TILBOÐ í september30% afsláttur af GELÍSPRAUTUN
Elínrós Líndal
elinros@mbl.is
Hvers vegna ákvaðstu að verða
sykurlaus á sínum tíma?
„Mig langaði að gera breytingar á
mataræði mínu. Ég var á venjulegu
íslensku mataræði sem á köflum var
ekkert sérlega hollt. Ég var að fylgj-
ast með Maríu Kristu Hreiðarsdóttur
á Snapchat og langaði að prófa keto
eins og hún. Ég fór að kynna mér
keto-mataræðið. Ég á það til að
sökkva mér mjög niður í eitthvað sem
ég fæ áhuga á. Ég reyndi að fræðast
um allan heilsufarslegan ávinning af
mataræðinu og komst að því að þetta
væri eitthvað sem mig langaði að
prófa því kostirnir voru svo margir.
Ég byrjaði á keto 7. janúar 2019 og
hef ekki tekið eitt hliðarspor síðan.“
Hverju mælir þú með fyrir þá sem
vilja prófa þessa áskorun í mán-
uðinum?
„Að flækja málin ekki of mikið. Ég
mæli með að taka út allar matvörur
sem innihalda hvítan sykur og allar
mikið unnar matvörur með löngum
innihaldslýsingum. Að hafa elda-
mennskuna einfalda, með fáum ein-
földum hráefnum. Sykur kallar á
meiri sykur og því er mikilvægt að
borða eitthvað mettandi eins og pró-
tein og fitu fyrri part dags til að halda
niðri sykurpúkanum.“
Hvaða breytingar upplifðir þú í
kjölfar þess að hætta að borða sykur?
„Ég upplifði ótrúlegar breytingar á
orku og öll hugsun varð mun skarpari
og skýrari. Ég finn aldrei þreytu,
orkan er jöfn allan daginn og ég virð-
ist hafa minni þörf fyrir svefn en áð-
ur. Ég sef vel og vakna úthvíld. Ég
hef ekki orðið veik síðan ég breytti
mataræðinu. Ég tek engar umgangs-
pestir eða kvef. Blóðþrýstingurinn er
orðinn eins og hjá unglingi og blóð-
sykurinn er í góðu jafnvægi. Ég er
nokkrum kílóum léttari líka sem var
aldrei aðalmarkmiðið heldur aðeins
góður fylgifiskur þess að hætta að
borða sykur. Aðalmarkmiðið var
betri heilsa til framtíðar. Ein
skemmtileg aukaverkun af keto-
mataræðinu hjá mér virðist líka vera
sú að starraflóin vill ekki lengur blóð-
ið mitt. Ég á tvær kisur og var vön að
vera útbitin af starrafló næstum árið
um kring. Ég hef ekki fengið eitt bit
síðan ég breytti mataræðinu.“
Hvernig var lífið áður?
„Lífið fyrir lífsstílsbreytinguna var
ágætt. Ég var þó að síga upp á við í
þyngd og blóðþrýstingurinn var líka
farinn að hækka. Ég var oft þreytt og
fannst ég þurfa að sofa 10 tíma um
helgar og átti auðvelt með það. Eins
var ég farin að leyfa mér að borða
sætindi daglega og átti oft nammi í
skúffunni í vinnunni. Mér líkaði ekki
vel þessi lífsstíll sem ég hafði til-
einkað mér og vildi breyta því.“
Hvernig er lífið núna?
„Ég finn mest fyrir því að vera með
meiri orku og hugsunin er mjög
skörp. Það er kannski erfitt að út-
skýra með orðum, en heilastarfsemin
er betri. Heilinn okkar er eins og hy-
brid-bíll, hann getur nýtt sér orku úr
glúkósa og ketónum. Ég er að útvega
honum báða orkugjafana með því að
vera á mínu mataræði. Heilinn býr
sjálfur til þann glúkósa sem hann
þarfnast og svo hefur hann ketónin
sem aukaorkugjafa svo það er ekki
skrítið að maður upplifi alla þessa
orku og skýrleika í hugsun þegar
maður er með tvo orkugjafa fyrir
heilann. Mataræðið er komið í rútínu
hjá mér núna og mér finnst það ekk-
ert flókið eða mikið mál. Ég sakna
þess ekki að borða sykur og á ekkert
erfitt með að hafa sykursætar vörur
fyrir framan mig og sleppa að borða
þær. Mig langar bara ekki lengur í
sykur. Það fylgir því mikið frelsi að
vera ekki háður sykrinum, að geta
valið hollar matvörur og vitað að
maður er að næra líkama og sál á
besta mögulegan hátt. Mér finnst ég
eiginlega heppin að tilheyra þessum
hópi fólks sem hefur tekið stjórn á
eigin heilsu og það besta er að allir
eru velkomnir í þennan hóp. Það er
enginn sem stoppar þig nema þú
sjálfur.“
Hvað viltu segja við þá sem treysta
sér ekki í svona áskorun?
„Ég myndi segja þeim að byrja á
því að kynna sér skaðsemi sykurs.
Maður þarf nefnilega að vera tilbúinn
andlega til að henda sykrinum út úr
lífinu. Ég er á því að þegar fólk áttar
sig á hvað sykur er skaðlegur heils-
unni sé auðveldara að halda sig frá
honum.
September er fínn tími til að prófa
sykurlaust líf. Sumum hentar að
demba sér bara út í þetta og henda
öllum sykri út. Aðrir vilja gera þetta
hægt og rólega og byrja á að taka út
sælgæti, kex og kökur, eða þessar
augljósu sykurmatvörur. Ég held að
það sjái enginn eftir því að hafa próf-
að sykurlaust líf. Maður veit ekki
hvernig það er nema að prófa. Það er
hægt að finna stuðningshópa á Face-
book sem styrkja mann og hjálpa
mikið.“
Upplifðir þú fráhvarfseinkenni frá
sykri?
„Já, vegna þess að ég dembdi mér
bara í keto-mataræðið strax í upphafi
þá borðaði ég aðeins 20 g af kolvetn-
um á dag. Kolvetni binda vökva í lík-
amanum og þegar ég skar svona
hressilega niður kolvetnin þá upplifði
ég vökvaskortseinkenni til að byrja
með. Það er hægt að koma í veg fyrir
slíkt með því að vera duglegur að
drekka, taka inn steinefnatöflur, sölt
og fá sér súputening í heitt vatn.“
Hvernig bregst fólk við breyttu
mataræði?
„Ég verð ekki vör við mikil við-
brögð frá fólki í kringum mig, þó
sumum finnist eflaust erfitt að vita
ekki hvað megi bjóða mér upp á í
matarboðum eða veislum.
Fyrir mig er þetta ekkert mál. Mér
er alveg sama þó ég borði ekkert af
veisluborðinu. Ég tek bara með mér
mína sykurlausu kökusneið eða
súkkulaðibita. Það er alltaf hægt að
finna sykur og kolvetnalausa valkosti
í mat og drykk og úrvalið af slíkum
vörum er alltaf að aukast í verslunum
og á veitingastöðum.“
Eitthvað að lokum?
„Það er alveg magnað hvað hægt
er að gera sjálfur til að hámarka lík-
urnar á góðri heilsu. Ég trúi því að við
þurfum ekki efni, lyf eða aðrar töfra-
formúlur, heldur einungis venjulegan
hollan og næringarríkan mat sem er
þannig samsettur að hann læknar lík-
ama þinn og stuðlar að heilbrigðum
efnaskiptum.
Þú átt þennan eina líkama og það
er á þínu valdi að næra hann rétt og
minnka líkur á að hann þrói með sér
efnaskiptavillu og aðra lífsstíls-
sjúkdóma. Láttu matinn vera lyfið
þitt og lyfið þitt vera matinn sem þú
borðar!“
Smartland Mörtu Maríu stendur
fyrir átakinu Sykurlaus september.
Ef þig langar að hrista aðeins upp í
hlutunum getur þú verið með í stuðn-
ingshópnum Sykurlaus september á
Smartlandi sem er á Facebook.
„Mig langar bara ekki í sykur“
Arndís Kjartansdóttir, sérfræðingur á sviði tölvu-
þjónustu, er áhugasöm um heilbrigt mataræði.
Stór hluti aukatíma hennar fer í að prófa sig áfram
í eldhúsinu og hefur hún sérstaklega gaman af því
að prófa nýjar sykurlausar uppskriftir. Hún er
þátttakandi í Sykurlausum september og hefur
verið án sykurs og kolvetna í 20 mánuði. Hún
hvetur fólk til að láta matinn vera lyfið sitt og
lyfið vera matinn sem það borðar.
Morgunblaðið/Eggert
Sæt og sykurlaus Arndís Kjartansdóttir hefur fengið nýja tilveru eftir að hún hætti að borða sykur.